Morgunblaðið - 25.07.2002, Síða 64
LANDI hefur verið úthlutað til ný-
bygginga á Reyðarfirði og stefnt að
því að byggja þar átta nýjar íbúðir
– ef álvershugmyndirnar verða að
veruleika en um sjö ár eru síðan
nýtt íbúðarhúsnæði var byggt á
Reyðarfirði. Bjartara er yfir fast-
eignamarkaðinum í Fjarðabyggð
og að sögn fasteignasala á svæðinu
er fólk hvaðanæva af landinu farið
að spyrjast fyrir um húsnæði.
Þá standa nú yfir vegafram-
kvæmdir rétt utan byggðarinnar á
Reyðarfirði en þar er unnið að
lagningu nýs fjögurra kílómetra
vegar út að Framnesi, sem er
skammt frá Sómastöðum þar sem
gert er ráð fyrir að álverið sjálft
rísi.
Aukin bjartsýni
í Fjarðabyggð
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrstu / 4
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
STJÓRN Fjárfestingarfélagsins
Kaldbaks hf., sem er að mestu í
eigu KEA, Samherja á Akureyri
og Lífeyrissjóðs Norðurlands,
veitti í gær framkvæmdastjóra fé-
lagsins heimild til að leggja inn er-
indi til framkvæmdanefndar um
einkavæðingu þar sem lýst er
áhuga á viðræðum um kaup á hlut
ríkisins í Landsbankanum og Bún-
aðarbankanum. Frestur til þess
hjá nefndinni rennur út kl. 16 í
dag vegna frekari sölu á eignar-
hlut ríkisins í bönkunum en ríkið á
nú 55% hlut í Búnaðarbanka og
48% í Landsbanka.
Eiríkur S. Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Kaldbaks, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
stjórnarfundi loknum að allar líkur
væru á því að félagið legði inn
beiðni um viðræður. Aðspurður
hvorum bankanum félagið hefði
áhuga á sagði Eiríkur að miðað við
auglýsingu einkavæðingarnefndar
væru það báðir bankarnir, erfitt
væri að sjá af auglýsingunni hvor
bankinn yrði seldur strax. „Það
verður að koma í ljós hvort einka-
væðingarnefnd telur okkur þess
verða að tala við okkur,“ sagði Ei-
ríkur.
Aðspurður hvort Kaldbakur
stæði einn og sér í málinu sagði
Eiríkur enga launung á því að fé-
lagið hefði rætt við aðra fjárfesta,
innlenda sem erlenda, um mögu-
lega þátttöku. Hann vildi ekki
upplýsa um hvaða fjárfesta væri
að ræða en ef af slíku samstarfi
yrði myndi Kaldbakur eftir sem
áður leiða þann hóp.
Kaldbakur er í eigu rúmlega 8
þúsund hluthafa, sem flestir
mynduðu A- og B-deild stofnsjóðs
Kaupfélags Eyfirðinga svf. Að því
er fram kemur á vef félagsins eru
stærstu hluthafar KEA með 46,9%
eignarhlut, Samherji með 18,4%,
Lífeyrissjóður Norðurlands 14,8%,
Vátryggingafélag Íslands með
1,5% og Olíufélagið 1,3%. Kaldbak-
ur hóf formlega starfsemi í byrjun
þessa árs þegar félagið tók yfir all-
ar eignir og skuldir KEA. Stefnt
er að skráningu á hlutabréfamark-
aði hérlendis síðar á árinu. Stjórn-
arformaður Kaldbaks er Jóhannes
Geir Sigurgeirsson.
Óljóst með þremenningana
Feðgarnir Björgólfur Guð-
mundsson og Björgólfur Thor
Björgólfsson, ásamt Magnúsi Þor-
steinssyni, óskuðu eftir því í bréfi
til einkavæðingarnefndar í byrjun
þessa mánaðar að hefja viðræður
við ríkissjóð um kaup á umtals-
verðum hlut ríkisins í Landsbank-
anum. Ekki lögðu þeir fram form-
legt kauptilboð en í kjölfarið
auglýsti nefndin eftir áhuga ann-
arra fjárfesta með það að mark-
miði að gæta jafnræðis meðal
þeirra. Drógu þremenningarnir þá
ósk sína um viðræður til baka.
Ekki náðist í þá í gær til að fá
upplýsingar um hvort þeir hygðust
sýna áhuga að nýju á viðræðum
við ríkið um kaupin. Er þeir drógu
ósk sína til baka í bréfi til fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu
4. júlí síðastliðinn sagði Björgólfur
Thor m.a. að staða mála yrði end-
urmetin þegar auglýstur tilboðs-
frestur rynni út. Þangað til hefðu
þeir ekkert frekar um málið að
segja.
Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, Lífeyrissjóðs Norðurlands og fleiri
Sýnir áhuga á bæði Lands-
banka og Búnaðarbanka
Frestur fjárfesta til að svara
einkavæðingarnefnd rennur út í dag
10 ÁRA drengur slasaðist nokkuð,
þó ekki lífshættulega, þegar hann
féll niður í húsgrunn við Þorláks-
geisla í Grafarholtshverfi í Reykja-
vík á tíunda tímanum í gærkvöld.
Drengurinn féll úr stiga og lenti
á steypustyrktarjárni. Fallið var
um tveir metrar, en hann var, að
sögn lögreglu, að hjálpa fjölskyldu
sinni við húsbyggingu þegar slysið
átti sér stað.
Drengurinn var fluttur á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi.
Vakthafandi læknir á slysadeild
sagði líðan drengsins í gærkvöld
vera bærilega, hann væri ekki í lífs-
hættu. Drengurinn átti að gangast
undir frekari rannsóknir í gær-
kvöld.
Teinninn gekk upp í nára dreng-
isins, en það reyndist ekki vera lífs-
hættulegur áverki.
Drengur féll á
steypustyrktarjárn
SNÁKUR var handsamaður á Rétt-
arholtsvegi í gær. Hann hafði hring-
að sig á mottu við inngang íbúðar.
Lögreglan færði hann til dýralækn-
is, þar sem hann var svæfður. Eig-
andi snáksins fannst ekki, en líklegt
þykir að snákurinn hafi sloppið úr
húsi í grenndinni.
Snákur
handsamaður
ÁTTA ÁRA drengur á reiðhjóli
varð fyrir bíl á Heiðarbraut í
Garði laust eftir hádegi í gær.
Hann var fluttur með sjúkrabifreið
á Landspítala þar sem hann
gekkst undir aðgerð síðdegis
vegna höfuðáverka.
Drengurinn var með hjálm, en
að sögn lögreglu hlaut hann engu
að síður heilahristing við höggið.
Vakthafandi læknir á gjörgæslu-
deild sagði í gærkvöld að dreng-
urinn væri alvarlega slasaður.
Hann væri í öndunarvél og væri
haldið sofandi.
Drengur
varð fyrir
bíl í Garði
RAFRÆN afladagbók, sem talin er
geta létt skipstjórnarmönnum störf-
in og tryggt betri upplýsingagjöf til
Hafrannsóknastofnunar og Fiski-
stofu, er nú til prófunar hjá nokkrum
skipstjórum. Hugbúnaðurinn, sem
er íslenskur, mun gjörbreyta og auð-
velda allt vinnuferli við að færa afla-
skýrslur um borð í fiskiskipum og
senda til Fiskistofu með rafrænum
hætti. Þá getur hugbúnaðurinn, sem
Radiomiðun hf, Sjávarútvegsstofnun
HÍ og Fiskistofa standa í samein-
ingu að, haldið utan um upplýsingar
um veiðarnar fyrir skipstjóra og
sýnt þær með aðgengilegu móti.
AGR ehf. hefur séð um smíði hug-
búnaðarins.
Upplýsingarnar verða sendar með
tölvupósti frá skipum í land. Með því
að tölvuvæða skráningar og skýrslu-
gerð til Fiskistofu er hægt að ein-
falda skráningarferlið og gera það
um leið nákvæmara og áreiðanlegra
með því að byggja inn í það innra eft-
irlit.
Upplýsingarnar verða dulkóðaðar
þannig að enginn óviðkomandi geti
lesið aflaskýrslurnar. Með því að
uppfylla skilyrði um rafræna undir-
skrift munu skýrslurnar einnig öðl-
ast lagalegt gildi.
Hugbúnaðinum mun einnig fylgja
fyrirspurnakerfi þannig að hægt er
að skoða veiðisögu og aflasamsetn-
ingu úr hverri veiðiferð og hverju
holli. Þá verður einnig hægt að bera
saman árangur veiða með mismun-
andi veiðarfærum o.s.frv.
Hugbúnaðurinn mun hafa fengið
jákvæðar viðtökur hjá þeim skip-
stjórum sem hafa prófað hann til
þessa.
Nýr íslenskur hugbún-
aður er í smíðum
Rafræn
afladagbók
tryggir
betri upp-
lýsingagjöf
Rafræn afladagbók / B-12
♦ ♦ ♦