Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Vetrarsól“ frá Úrvali-Útsýn. Blaðinu verð- ur dreift um allt land. LÍTILL bátur sigldi á sker rétt utan við Sandgerði á föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Sandgerði fóru liðsmenn björgunar- sveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði á staðinn og drógu bátinn að landi í Sandgerðishöfn. Ekki kom fram í bókun lögregl- unnar að báturinn hefði orðið fyrir miklum skemmdum. Sigldi á sker við Sandgerði JÓN G. Tómasson, formaður stjórnar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, segir að niðurlags- orð greinargerðar Sigurðar Lín- dals prófessors, sem unnin var að beiðni stjórnar SPRON, þess efnis að stjórninni sé óheimilt að samþykkja framsöl á stofnfjár- bréfum, gildi eingöngu um þann eina samning sem hafi verið til umfjöllunar hjá Fjármálaeftirlit- inu, þ.e.a.s. samning Búnaðar- bankans og fimmmenninganna. Í niðurlagsorðum greinargerðar Sigurðar segir orðrétt: „Það verð- ur því ekki séð að stjórninni sé heimilt að samþykkja framsöl á stofnfjárbréfum samkvæmt tilboði umsækjenda, enda ber henni að gæta þess í hvívetna að lögum sé fylgt og þá jafnframt hagsmuna sparisjóðsins.“ Aðspurður hvort ástæða sé til að ætla að annað gildi um tilboð starfsmannasjóðsins en tilboð fimmmenninganna sagðist hann ekki hafa hugmynd þar um. Um það yrði Fjármálaeftirlitið að segja. Formaður stjórnar SPRON um álitsgerð Sigurðar Líndal Gildir eingöngu um samninginn við Búnaðarbankann „ALLTAF þegar ég kem til Íslands líður mér vel. Mér finnst gott að heimsækja Ís- land,“ sagði Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær, laugardag. Spassky er hingað kominn til að taka þátt í málþingi Skák- sambands Íslands, sem haldið er í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan „skák- einvígi aldarinnar“ milli Boris Spasskys og Bobbys Fischers var haldið á sviði Laugardalshallarinnar í Reykjavík. Spassky var afslappaður og glaður á blaðamanna- fundinum í gær og svaraði spurningum blaðamanna fúslega. Á fundinum voru einnig eiginkona hans, Marina Spassky, Lothar Schmid, sem var yfirdóm- ari í einvíginu í Reykjavík, Hrannar B. Arnarsson, forseti Skáksambands Íslands, og Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins þegar einvígið fór fram. Spassky byrjar á því að segja nokkur orð um Ísland og dregur síðan upp ljósrit af skopmynd, sem Sigmund teiknaði með- an á einvíginu stóð og birt var í Morgun- blaðinu á sínum tíma. „Þetta var besta skopmyndin,“ segir Spassky, „og textinn er bestur. Þar biður Bobby mig að koma að leika með leikföngunum en ég segist ekki geta leikið mér því ég sé með kvef.“ Spassky hlær og sýnir blaðamönnum myndina. Þegar Spassky er spurður hvernig hann hugsi um einvígið við Fischer segir hann: „Ég reyni að hugsa ekki um það.“ Hann bætir því við að hann sé þó ekki eins til- finningasamur nú og hann var fyrir þrjá- tíu árum. „Þá var ég mjög tilfinn- ingaríkur,“ segir hann. „Nú er ég hins vegar ágætis vinur Bobbys. Ég ber ekki neinar neikvæðar tilfinningar í hans garð.“ Þegar einvígi þeirra Spasskys og Fisch- ers fór fram var kalda stríðið í algleym- ingi. Spassky er spurður hvort hann hafi litið á einvígið sem keppni á milli Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. „Nei,“ segir hann, „ég leit á sjálfan mig sem heims- meistara og hugsaði eingöngu um mín per- sónulegu hagsmunamál. Ég leit á sjálfan mig sem konung skákarinnar. Þeir eru alltaf einir, enginn hjálpar þeim.“ Spassky segir mikilvægt að hafa í huga að verstu árin í lífi hans hafi verið þau ár sem hann var heimsmeistari. „Ég bar mikla ábyrgð sem heimsmeistari en enginn hjálpaði mér.“ Hann tekur fram að hann hafi ekki verið í neinum tengslum við hið pólitíska valdakerfi í Sovétríkjunum. „Ég var ekki kommúnisti,“ segir hann og legg- ur áherslu á að honum hafi ekki samið vel við yfirvöld í landinu. „En að sjálfsögðu hafði ég mikinn áhuga á því að heyja ein- vígi við Bobby. Þar skipti líka máli að verðlaunaféð var mjög hátt.“ Spassky segir að árið 1971 hafi tauga- kerfi hans farið að veikjast: „Það byrjaði ekki á að hrynja,“ útskýrir hann, „heldur þjást.“ Síðan segir hann: „Ef maður hefur ekki sterkt taugakerfi í íþróttum tapar maður.“ Spassky segir að hann hafi und- irbúið einvígið við Fischer í marga mán- uði. Hann hafi því, þegar á hólminn var komið, verið í góðu líkamlegu ásigkomu- lagi. „Svo það var engin ástæða til að kvarta. Ég var bjartsýnn.“ Hann segir þó að samskiptin við Fischer hafi haft mikil áhrif á sig dagana fyrir einvígið. Sér- staklega hefði það haft áhrif á sig að Fischer skyldi ekki mæta á opnunarhátíð sem haldin var fyrir einvígið, en þar hefðu margir mætt, m.a. þáverandi forseti Ís- lands. „Það var vel staðið að öllu, en Bobby … hann var sofandi einhvers stað- ar.“ Hefur samband við Fischer Spassky tapaði einvíginu við Fischer og varð sá síðarnefndi þar með fyrsti heims- meistarinn í skák utan Sovétríkjanna frá stríðslokum. Þegar Spassky er spurður hvaða áhrif einvígið hafi haft á hann per- sónulega segist hann hafa orðið mjög ánægður. Skyndilega hafi hann orðið laus við allan þann „farangur“, eins og hann orðar það, sem fylgdi heimsmeistaratitl- inum. „Ég var gjörsamlega tómur innan í mér,“ segir hann og bætir því við að auð- vitað hafi úrslitin haft sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar. Hann lýsir því m.a. að seinna hafi hann orðið þunglyndur. „Eftir einvígið bönnuðu yfirvöld í Moskvu mér að taka þátt í alþjóðlegri keppni í níu mán- uði,“ segir hann. „Þessir níu mánuðir voru erfiður tími.“ Hann segist þrátt fyrir allt hafa fengið mikla orku í einvíginu á Ís- landi; hann hafi viljað keppa í skák á al- þjóðlegum vettvangi en það hafi hann ekki fengið að gera um tíma, eins og áður sagði. En hefur hann enn samband við Fischer? „Já, ég er í netsambandi við hann,“ segir Spassky að lokum. Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, rifjar upp einvígi aldarinnar Enginn hjálpar konungi skákarinnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Boris Spassky við skákborðið sem var sérhannað og smíð- að fyrir einvígið af Gunnari Magnússyni. Skopmynd eftir Sigmund sem Spassky kom með og heldur mikið uppá. ÁHUGI Íslendinga á gönguferðum um landið hefur aukist gífurlega á síð- ustu árum. Framkvæmdastjórar stærstu ferðafélaganna eru sammála um það og segja jafnframt að fram- boð á ferðum sé fjölbreyttara nú en var fyrir nokkrum árum. „Við höfum greinilega fundið fyrir aukningu síðustu árin. Þetta sveiflast alltaf á milli ára en á síðustu 5–8 árum hefur áhuginn stigmagnast,“ segir Inga Rósa Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Hún segir að hópur gönguáhuga- manna hafi stækkað, auk þess sem samsetning hans sé orðin fjölbreytt- ari, aldursbil breiðara og fólk sækist eftir meiri þjónustu en fyrr. „Þannig að við flytjum gjarnan far- angur með bíl og höfum jafnvel fullt fæði innifalið í ferðunum. Þetta er vel séð og hefur fengið góðar undirtekt- ir,“ segir Inga Rósa. Að sögn hennar er boðið upp á allt frá kvöldferðum til lengri ferða. Hún segir að ferðirnar séu léttar göngu- ferðir jafnt sem krefjandi. Hún legg- ur áherslu á að kvöldferðirnar séu þriggja tíma ferðir í nágrenni Reykja- víkur og nefnir Helgafell, Hellisheiði og Reykjanes sem dæmi. „Í svona ferðum eru um 30–50 manns en í flestum öðrum ferðum er miðað við 20–25 manns,“ bætir Inga Rósa við. Aðspurð um útbúnað fólks segir hún hann allt annan en áður var og fólki þyki sjálfsagt að eiga allt sem til þarf. Hún segir að Landmannalaugar séu alltaf vinsælasti áfangastaðurinn en einnig sé Laugavegurinn mjög vin- sæll. Þá njóti óvenjulegri staðir á borð við Lónsöræfi og Víknaslóðir við Borgarfjörð eystra sífellt meiri vin- sælda. Hallgrímur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélagsins Útivist- ar, segir að það hafi orðið samfelld aukning í ferðum þeirra síðustu ár. Hann segir skýringarnar eflaust margþættar og nefnir sem dæmi al- mennan áhuga fólks á hollri hreyf- ingu. „Önnur ástæða er sú að uppstilling ferða hefur þróast. Við erum til dæm- is farin að bjóða upp á ferðir fyrir jeppafólk, þar sem jafnframt er geng- ið. En umfram allt held ég að 3–5 daga gönguferðir með trússi, þar sem gist er í skálum, hafi skilað mestu. Slíkar ferðir eru langvinsælastar hjá okkur,“ segir hann. Ekki æskilegt að ung börn séu með í för Þegar hann er inntur eftir hvaða ferðir séu vinsælastar nefnir hann Sveinstind – Skælinga. Þá er gengið frá Sveinstindi yfir Langasjó til vest- urs og endað í Hólaskjóli. „Þetta er ferð sem við byrjuðum á fyrir nokkr- um árum og í dag hefur hún vaxið svo mikið að hún er orðin vinsælli en Laugavegur, sem var alltaf vinsæl- asta ferðin. Við vorum með 15 slíkar ferðir í sumar og í hverri ferð eru 20 manns hámark,“ bætir hann við. Aðspurður um samsetningu ferða- hópanna segir hann fólk vera á öllum aldri. Mikið beri á fyrirtækjum, saumaklúbbum og vinahópum, jafnt sem einstaklingum. Hann segir að það hafi færst í vöxt að fólk taki börnin með í ferðirnar en bendir jafnframt á að það séu tak- mörk fyrir því hvaða ferðir börn geti farið og ekki sé mælt með að börn yngri en 12 ára séu höfð með í för. Bylting í útbúnaði eftir að flís varð almenningseign Hallgrímur er sammála Ingu Rósu og segir að útbúnaður fólks sé mun betri nú en fyrir nokkrum árum. Hann segir að bylting hafi sérstak- lega orðið eftir að flís varð almenn- ingseign. „Trússferðirnar auðvelda fólki sem ekki á allan útbúnað að ferðast. Þegar allt þarf að vera í bakpokanum þarf maður að hafa minnsta prímusinn á markaðnum og svefnpokinn má ekki taka neitt pláss. Í trússferðunum skiptir ekki máli þótt svefnpokinn sé stór og fötin þurfa ekki að vera það fínasta, því ef fólk blotnar er alltaf hægt að hafa aukaflík með. Fólk þarf því ekki að eiga nýjustu græjur,“ seg- ir hann. Sjö tinda ganga Til marks um aukinn gönguáhuga landsmanna hafa starfsmannafélög tekið sig til og skipulagt gönguferðir fyrir vinnustaðina og dæmi um það er að starfsmenn Tilraunastöðvar Há- skóla Íslands í meinafræði á Keldum hófu sjö tinda göngu í sumar. Að sögn Snorra Páls Davíðssonar, formanns starfsmannafélagsins, hófst göngu- átakið í fyrra og þar sem mikið sé af göngufólki á vinnustaðnum sé hann sannfærður um að framhald verði á gönguferðum hjá þeim. Gönguáhugi landsmanna fer sívaxandi Fólk sækist eftir meiri þjónustu nú en áður ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.