Morgunblaðið - 11.08.2002, Side 10

Morgunblaðið - 11.08.2002, Side 10
10 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ S UMT fólk er í þannig stöðu í samfélaginu að öllum finnst þeir þekkja það – án þess þó að þekkja það nokkurn skapaðan hlut. Þegar Magnús L. Sveinsson, fyrr- verandi formaður Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, opnaði fyrir mér dyrnar á heimili sínu fyrir skömmu kom mér andlit hans afar kunnuglega fyrir sjónir úr fjölmiðlum, en jafn- framt vitraðist mér enn einu sinni hve nærvera manna er allt annað en útlit þeirra, hlýlegt fas skilar sér illa á ljósmynd – en maður skynjar það á samri stundu augliti til auglitis. Sömu sögu er að segja um rósemd í fari fólks, varkárni og einurð. Magnús afsagði að ég færi úr skón- um, sagði enga ástæðu til slíks og með það arkaði ég í ljósum sumartöfl- um inn á glæsilegt, rauðbrúnt park- etið. Ég hafði engan grun um það þá að þessi maður, sem nú býr í glæsi- legu einbýlishúsi í neðra-Breiðholti, einn forkólfa verkalýðsbaráttu á Ís- landi, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík í yfir tuttugu ár, þar af for- seti borgarstjórnar í níu ár og skamman tíma þingmaður, hefði fæðst í gamalli baðstofu og stigið sín fyrstu spor í eldhúsi með moldargólfi. Ég hæli húsinu – enda ástæða til – og Magnús verður glaður við, ekki að ástæðulausu, hann á stóran hlut í byggingu þess. „Þau voru ekki svo há lánin á þeim tíma, maður varð að gera sem allra mest sjálfur,“ segir hann og við horf- um saman á handarverk hans, fag- urlega flísalagðan stofuvegg meðal annars. „Það þarf nú handlagni til þess arna,“ segi ég. „Ég var náttúrlega ýmsu vanur, sveitadrengur,“ segir hann – og við- talið er hafið. Magnús L. Sveinsson fæddist 1. maí 1931, fjórði sonur hjónanna Guð- bjargar Jónsdóttur og Sveins Böðv- arssonar á Uxahrygg á Rangárvöll- um, sá fimmti fylgdi strax á eftir, Matthías, eineggja tvíburabróðir Magnúsar. „Sniðugur afmælisdagur með tilliti til þess sem á eftir fór,“ segi ég. „Persónulega afmælið varð nú stundum að víkja fyrir hátíðahöldun- um á verkalýðsdaginn,“ svarar Magnús og hlær. „Ég get sagt þér til gamans að ég útskrifaðist úr Samvinnuskólanum 1. maí 1951 og Jónas frá Hriflu, skóla- stjórinn, átti afmæli 1. maí einnig.“ En nú er stokkið langt yfir sögu, ýmislegt gerðist nefnilega frá fæð- ingu tvíburana í baðstofunni á Ux- ahrygg til útskriftardagsins 1. maí 1951, þar í milli eru hvorki meira né minna en öll þroska- og mótunarárin í lífi Magnúsar L. Sveinssonar. „Ég heyrði foreldra mína aldrei tala um að þau væru fátæk en það hlýtur að hafa verið stundum þröngt í búi, afurðirnar af búinu fór upp í greiðslur fyrir vöruúttektir og faðir minn varð að fara burt frá heimilinu á veturna á vertíð til Vestmannaeyja til þess að afla peninga,“ segir hann. „Þungt hlýtur föður mínum að hafa verið innanbrjósts þegar hann 1939 varð að selja besta hestinn sem hann eignaðist um ævina, Hnokka, fyrir 400 krónur, eins mikill hestamaður og hann var. Hann var alinn upp við þröngan kost í stórum systkinahópi. Sem dæmi um kjör hans get ég sagt frá verðlaunum sem honum voru heitin ef hann lærði utan að 100 blaðsíður í kverinu fyrir sumardaginn áður en hann fermdist vorið 1909, – tækist það átti hann að fá eina flatköku í verðlaun. Hann vann til þeirra verð- launa, – lærði allt kverið í hlýjunni í fjósinu. Mamma var líka af fátæku fólki komin. Skilið á milli í „drottins nafni“ Ég ólst upp í baðstofu sem var 32 fermetrar að stærð og þar inni sváf- um við öll og líka það vinnufólk sem kom til starfa á heimilinu. Engin vinnukona var þó heima þegar við tvíburabræðurnir fædd- umst. Tvíbýlt var á Uxahrygg og kona úr hinum bænum fór að sækja ljósmóður þegar von var á okkur bræðrum í heiminn, en ég var fljótari í förum en hún og áttræð kona úr hin- um bænum var búin að skilja á milli „í drottins nafni“, eins og hún sagði, þegar amma mín kom, en hún var ljósmóðirin. Það var sími á einum bæ í sveitinni á þessum tíma og þangað var farið daginn eftir til þessa að koma þeim boðum til föður míns, sem var á vertíð í Eyjum, að tveir drengir væru fæddir. Þegar við fæddumst áttu foreldrar mínir fyrir þrjá drengi, Jón, Kristján og Hafstein, sá elsti var 6 ára. Við vorum aldir upp við kærleika og sam- heldni, við höfum því verið samrýndir bræður og höfum enn mikinn sam- gang. Mamma var stundum spurð hvort hún hefði ekki saknað þess að eignast ekki dóttur en hún sagði það ekki vera. Ég hugsa að hún hefði samt haft ánægju af að eiga telpu, hún var það sem kallað er „pjöttuð“ kona og ævinlega mjög vel tilhöfð og fín þótt efnin væru ekki mikil. Í gamla bænum okkar var timb- urgólf í baðstofunni og litlu herbergi, þau voru sandskúruð fyrir jólin en moldargólf var í eldhúsi og öðrum vistarverum og það þurfti að gæta þess að moldargólfin blotnuðu ekki svo ekki hlytist óþrifnaður af. Vatn þurfti að sækja í fötum út í læk allt árið um kring. Jólagjafir voru helst fataplögg eða skinnskór, ég gekk í slíkum skóm og þótti þeir sérstak- lega góðir. Ég man enn að 1942 um jólin keypti pabbi fyrir fjölskylduna eitt epli á mann, ég hafði aldrei séð epli áður og ég man enn eftir ilminum af því. Stundum á veturna stíflaðist áin Þverá fyrir ofan bæinn svo hann stóð einn upp úr og síðan fraus allt og þá gátum við strákarnir rennt okkur á skautum um alla sveit. Mamma kenndi okkur að lesa Mamma lét okkur bræðurna sitja á bekknum í eldhúsinu meðan hún vann sín verk og hlýddi okkur jafn- framt yfir námsefni eftir að hafa kennt okkur að lesa. Einu sinni á ári kom svo séra Erlendur Þórðarson í Odda á hvern bæ í sveitinni til að fylgjast með undirbúningi barnanna undir skóla. Við Matthías vorum svo saman í heimavistarskóla á Strönd frá tíu ára aldri, fjóra mánuði fjóra vetur, þar var húsakostur svo lítill að við urðum að sofa saman í mjóu rúmi. Við Matthías erum sem fyrr sagði eineggja tvíburar og mjög líkir, ég sá t.d. gamla mynd frá skólaárum okkar á Strönd og ég verð að viðurkenna að ég var ekki viss hvor var hvað. Var í barnastúku Ég var í barnastúku þegar ég var í skólanum á Strönd og á góðar minn- ingar um starfið þar og þá ágætu menn sem við okkur krakkana töl- uðu. Mér var sýndur sá heiður að vera kjörinn ritari stúkunnar þegar ég var 13 ára gamall, ég tók þetta fyrsta embætti mitt mjög alvarlega. Vín smakkaði ég ekki fyrr en ég var 26 ára gamall. Trúmál voru talsverður þáttur í minni barnæsku. Mamma fór jafnan með bænir á kvöldin áður en við bræðurnir fórum að sofa. Þetta vega- nesti hefur orðið mér drjúgt, ég skammast mín ekki fyrir að segja frá því að ég les mínar barnabænir enn á hverju kvöldi og bið fyrir mínu fólki og mér er það gleðiefni að dóttir mín hefur skrifað niður og rammað inn þær sömu bænir fyrir litlu dóttur sína. Ég tel mig geta fullyrt að trúin spillir manni ekki. Pabbi las húslestra áður en hann fór á vertíðir í Eyjum. Árið 1939 var gerð mikil bragarbót á gamla bænum, settir skápar í eld- húsið og timburgólf þar sem áður voru moldargólf. Árið 1940 kom svo vindmylla á bæinn og það var mikill munur að fá ljósarafmagn. En við þurftum að fara sparlega með það því það var ekki alltaf vindur og þá eydd- ist af geymunum. Við vorum aldir upp við nýtni og sparnað, t.d. var lögð mikil áhersla á að við fengjum okkur ekki meiri mat á diskana en við ætl- uðum okkur að borða. Ég finn til þess enn í dag að ég vil fara vel með hluti og nýta þá. Fjölskyldan fluttist á Selfoss Þegar ég var 17 ára fluttist fjöl- skyldan á Selfoss. Jón bróðir minn var þá orðinn járnsmiður og hann hvatti pabba til að bregða búi, jörðin var blaut og túnin lítil og nóg vinna á Selfossi. Pabbi fékk lóð og bygging- arleyfi, þá þurfti að fá slíkt leyfi vegna innflutnings á byggingarefni. Og svo byggði hann sér einbýlishús. Við bræðurnir hjálpuðum honum eft- ir megni. Byggingin hófst um vor og fyrir jól vorum við flutt inn. Í húsinu voru þrjár íbúðir og í einni þeirra hóf ég sjálfur búskap þegar ég gifti mig. Pabbi fékk vinnu í málningarvöru- verslun hjá Ingþóri Sigurbjörnssyni. Pabbi var mikill sjálfstæðismaður og það varð ég einnig. Pólitíkin var tals- vert harðvítug fyrir austan þegar ég var að alast upp, oft munaði mjóu á fylgi framsóknarmanna og sjálfstæð- ismanna, það var því hart barist um hvert atkvæði. Það var meira að segja fylgst með hverjir dóu og spáð í flokkafylgi eftir því hvar hinn látni hafði staðið í pólitíkinni. Kjördæma- skipunin var þannig að t.d. árið 1932 höfðu framsóknarmenn þriðjung at- kvæða en meirihluta á Alþingi. Stað- an 1942 var þannig að tvö atkvæði voru á bak við hvern sjálfstæðismann á móti einu á bak við hvern framsókn- armann á þingi. Þetta þótti óréttlæti. Ég varð snemma fylgjandi stefnu Sjálfstæðisflokksins, pabbi vildi að einstaklingurinn væri sem sjálfstæð- astur og fengi umbun fyrir sitt starf, þannig fór ég að hugsa líka strax og ég komst á legg. Ég var einn vetur við nám hjá séra Arngrími í Odda og tvo vetur í gagn- fræðaskóla og lauk gagnfræðaprófi vorið 1950. Ég var í sumarvinnu hjá séra Arngrími eftir það og nefndi það þá við hann þegar hann fór suður til Reykjavíkur um sumarið að tala máli mínu við Jónas frá Hriflu, sem þá var skólastjóri Samvinnuskólans. Nám- inu þar hafði þá nýlega verið þjappað saman úr tveggja vetra námi í eins vetrar nám. Séra Arngrímur hitti Jónas sem tók erindinu vel og bað mig að koma til viðtals. Ég fór og eftir að hafa rætt við Jónas á heimili hans í Hamra- görðum sagði hann mér að mæta í skólann um haustið og sjá til hvernig mér reiddi af. Í Samvinnuskólanum Ég leigði mér um haustið risher- bergi á Miklubraut 70, hjá fólki frá Selfossi sem ég fékk einnig fæði hjá. Peninga hafði ég af skornum skammti. Skólinn var þá í Sölvhóls- götu og ég gekk þangað á hverjum degi og heim aftur, ég hafði ekki af- lögu peninga til að fara í strætis- vagni, – þá kostaði farið eina krónu. Þegar ég fór heim í jólafrí lét pabbi mig fá töluvert mikið af krónupen- ingum sem hann hafði safnaði handa mér í strætisvagnafargjöld. Hann og Jón bróðir höfðu lánað mér það sem upp á vantaði til þess að ég gæti stundað námið í Samvinnuskólanum. Af augljósum ástæðum sinnti ég ekki mikið skemmtanalífi í höfuð- borginni, nema hvað ég sótti skóla- böll og málfundi, þar lenti ég oft í stælum við félagana um málefni kaupfélaganna meðal annars, mér fannst þau hafa nokkra einokunarað- stöðu og beita henni nokkuð grimmt. Það fóru miklar sögur af ofurvaldi Sambandsins, en eftir að það leið undir lok hef ég stundum sagt: „Þeir eru margir SÍS-ararnir!“ Sofna áhyggjulaus og Forkólfar verkalýðsfélaga eru áberandi fólk í ís- lensku þjóðlífi. Einn þeirra sem lengi hafa sett svip á samtíð sína er Magnús L. Sveinsson, fyrrverandi formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Hann segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur eitt og annað um uppruna sinn, menntun, störf og skoðanir. „Ég starfaði 42 ár hjá VR og það urðu miklar breytingar þar á þess- um tíma,“ segir Magnús L. Sveins- son, fyrrverandi formaður Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.