Morgunblaðið - 11.08.2002, Page 11

Morgunblaðið - 11.08.2002, Page 11
Það kom ekki svo mjög að sök þótt ég ætti lítið fé til að stunda skemmt- anir fyrir þegar ég var í Samvinnu- skólanum, – ég átti fullt í fangi með að standa skil á námsefninu því það var töluvert yfirgripsmikið og erfitt. Jónas Jónsson kenndi okkur fé- lagsfræði og samvinnusögu og var mjög skemmtilegur kennari. Hann fór langt út fyrir námsefnið og ræddi mikið við okkur um mannlífið og til- veruna. Hann var þá kominn út úr pólitísku starfi og skoðaði stjórn- málalífið nokkuð hlutlausum augum. Mér þótti vænt um Jónas. Fjölskyldumaður flytur til Reykjavíkur Eftir útskriftina 1. maí 1951 fór ég austur á Selfoss til að vinna. Ég fékk vinnu við Kaupfélag Árnesinga þótt sjálfstæðismaður væri og var í fyrstu á ferðaskrifstofunni. Þá rak kaup- félagið rútur og mjólkurbíla og ég starfaði við skipulagningu á þeirri starfsemi. Nokkru síðar fluttist ég á aðalskrifstofu kaupfélagsins. Þeir voru með bílaviðgerða- og trésmíða- verkstæði fyrir sveitirnar og ég varð fulltrúi Guðmundar Böðvarssonar, yfirmanns verkstæða og bílaútgerðar kaupfélagsins. Ég var þarna þar til ársins 1958, þá réð ég mig til Skelj- ungs og flutti í framhaldi af því til Reykjavíkur. Þá var ég orðinn fjölskyldumaður. Ég gifti mig 1957 Hönnu Sigríði Karlsdóttur frá Húsavík. Hún lærði tannsmíðar á Akureyri og fór að vinna sem tannsmiður á Selfossi 1955. Við kynntumst raunar ekki í tengslum við það, heldur á dansleik. Þannig var að 17. júní þetta ár var ég beðinn að leika Gunnar á Hlíðarenda í leikþætti á samkomu í Selfossbíói. Ég þurfti að vísu ekki að stökkva hæð mína í fullum herklæðum en fór þó á ballið eftir skemmtunina. Þar hitti ég þessa ungu stúlku og bauð henni upp í dans og síðan höfum við verið sam- an. Við hófum búskap í húsi foreldra minna og þar fæddist okkur 1957 fyrsta barnið, sonur sem fékk nafnið Sveinn, síðar eignuðumst við dótt- urina Sólveigu og soninn Einar Magnús. Ég fékk betra kaup í Skeljungi, þess vegna fórum við suður, ég fékk 15% hærri laun þar en hjá KÁ, ef ég man rétt. Konan mín vann ekki úti á þessum tíma, við höfum alltaf talið það mikið lán að hún skyldi hafa tækifæri til þess að vera heima hjá börnunum meðan þau voru að vaxa upp. Ég tel að það sé mikilvægt að börn finni fyrir návist foreldris þegar þau t.d. koma heim úr skólanum. Ég var hins vegar oft lítið heima eftir þau tvö ár sem ég vann hjá Skeljungi. Til starfa hjá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur Guðmundur Garðarsson var for- maður VR á þessum tíma og hann bauð mér framkvæmdastjórastarf hjá Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur 1960 og ég sló til, fjarvistir frá heimili voru stundum miklar í tengslum við samningagerð og fé- lagsfundi. Sverrir Hermannsson hafði gegnt starfinu á undan mér en hann hvarf frá VR til annarra starfa. Guðmund- ur hafði verið með stjórnmálanám- skeið á Selfossi þar sem ég hafði ver- ið og hann hafði auk þess gist hjá okkur Hönnu. Við vorum því kunn- ingjar og höfðum verið í sambandi hvor við annan út af ýmsum fé- lagsmálum. Ég starfaði 42 ár hjá VR og það urðu miklar breytingar þar á þessum tíma. Ég var einn á skrifstofunni þeg- ar ég hóf störf og það var t.d. fyr- irbæri ef síminn hringdi á fyrstu ár- unum, en nú mælast um þúsund hringingar á dag inn á skrifstofunna frá félögum sem óska upplýsinga um og vilja njóta réttar síns og á skrif- stofunni starfa milli 30 og 40 manns. Félagsmenn voru um 1.800 árið 1960 en það eru 30 þúsund á félagsskrá VR um þessar mundir. Þegar ég kom til starfa hjá VR var fyrst og fremst verið að semja um laun og vinnutíma en síðan hefur ver- ið samið um mál eins og atvinnuleys- istryggingar, sjúkrasjóð, orlofssjóð, fræðslusjóð og fleira. Lífeyrissjóður- inn var kominn þegar ég hóf störf. Margir telja að sá réttur sem fé- lagsmenn VR njóta í dag sé sjálfsögð mannréttindi, en það þurfti sannar- lega að berjast fyrir þeim á sínum tíma. Þessi réttindi komu ekki af sjálfu sér. Árið 1955 þurfti lægstlaun- aða fólkið, verkakonur og verkamenn á höfuðborgarsvæðinu, að fórna sex vikna launum til þess að berjast fyrir stofnun atvinnuleysistryggingasjóðs. Verslunarmenn fengu ekki aðild að atvinnuleysistryggingasjóði fyrr en 1966. Verslunarmenn höfðu áður átt um að velja að eiga aðild að þeim sjóði eða stofna lífeyrissjóð og síðarnefndi kosturinn var valinn vegna þess m.a. að atvinnuleysi var þá nánast óþekkt í verslunarstétt. Síðar tók að gæta at- vinnuleysis og þá sótti VR á um það að fá aðild að atvinnuleysistrygginga- sjóði en fékk þvert nei. Þessa aðild fengum við ekki fyrr en eftir að hafa farið í verkfall 1966 til þess að knýja það fram. Réttinn fengum við frá 1. janúar 1967. Sjúkrasjóður og fyrsta verkfall VR Sjúkrasjóður var tryggður með lögum 1974 en þá voru verslunar- menn skildir eftir. Af hverju? Af því að ákvæði í kjarasamningi verslunar- manna tryggðu launagreiðslur í held- ur lengri tíma en hjá öðrum stéttum. Þá fannst mönnum þeir hafa næg réttindi að þessu leyti. Við vildum ekki una þessu og vildum fá sjúkra- sjóð eins og aðrar stéttir, einkum til þess að geta lagt lið þeim sem áttu við langvarandi veikindi að stríða. Það var ekki fyrr en 1979 sem við fengum sjúkrasjóð. Þannig þurfti að berjast fyrir hverju og einu sem þessum rétt- indum viðvék. Mér er ekki síst eftirminnilegt þegar VR fór í sitt fyrsta verkfall. Slíkt er neyðarréttur. Hann var nýtt- ur 10. desember 1963. Þetta verkfall stóð í fjóra daga og við náðum fram þýðingarmiklum réttindum. Við tók- um mikla áhættu vegna þess að það var ekki nærri allt verslunarfólk í fé- laginu. Laun verslunarfólks voru lág hvort sem það var í VR eða ekki. Hugur verslunarfólks var því með þessum aðgerðum til bættra kjara. Samningarnir voru lagðir fyrir 13. desember í Sjálfstæðishúsinu gamla við Austurvöll og það var svo troðfullt að fólk stóð í hópum fyrir utan.“ Kaflaskipti í samningaferli 1997 En skyldu kjör verslunarfólks í reynd hafa batnað þegar skoðaður er hinn langi afgreiðslutími verslana nú? „Í áratugi stóð mikil barátta vegna afgreiðslutíma verslana eins og kunnugt er. Afgreiðslutíminn hefur áhrif á vinnutímann og þetta hefur verið mikið vandamál. Það var á hinn bóginn erfitt um vik því reglugerðin um afgreiðslutíma gilti ekki í ná- grannasveitarfélögunum og þá fóru kaupmenn þar að hafa opið þegar lokað var í Reykjavík og fólk fór þangað að versla. Þetta gat ekki gengið – eitt varð yfir alla að ganga, þegar búið er að koma fólki upp á þjónustu er ekki auðvelt að afnema hana. Aðalatriðið er þó að halda vinnu- tímanum í skefjum og að því höfum við unnið undanfarin ár. Þetta hefur verið erfitt því algengt var að fólk ynni á þriðja hundruð klukkustundir á mánuði í stað 170 tíma. Árið 1997 urðu kaflaskipti í samn- ingaferlinu. Við fórum út í að gera fyrirtækjasamninga og það hefur leitt til þess að eitt fyrirtæki, þar sem fólk vann áður 210 tíma á viku og fékk ákveðin laun fyrir, stytti vinnu- tímann um 40 tíma á viku fyrir sömu laun. Við komum meiri sveigjanleika á vinnutímann sem skilaði atvinnu- veitandanum eins mikilli vinnu. Þetta varð líka til þess að umrætt fyrirtæki hélt starfsfólki sínu lengur en þá rúmu fimm mánuði sem því áður hélst almennt á fólki. Ein breytingin sem orðið hefur er sú að fáir í dag geta hugsað sér að gera afgreiðslustörf að ævistarfi – að því ættu menn að huga. Það þarf að gera vinnutíma afgreiðslufólks þann- ig að við verði unað. Samkeppnin er hins vegar orðin svo gríðarlega mikil að það verður ekki snúið til baka hvað afgreiðslu- tíma snertir.“ Þýðing stéttarfélaga Er þýðing stéttarfélaga sú sama nú og hún var á hinum miklu bar- áttutímum áður fyrr? „Fólk væri berskjaldað og varnar- laust ef stéttarfélaga nyti ekki við. Við sjáum það þegar yfir ganga gjaldþrotahrinur t.d. að fólk er ekki vel sett ef það er ekki aðili að stétt- arfélagi. Aldraðir hafa t.d. ekki stétt- arfélag. Þeir fá laun eftir vissri vísi- tölu. Þeir kvarta nú yfir að hafa dregist verulega aftur úr miðað við aðra – þ.e. þá sem eru í stéttarfélög- um. Stéttarfélagið sem slíkt er ómet- anlegt aðhald að vinnumarkaðinum. Fleiri en færri vinnuveitendur taka mið af því og vilja hafa vinnumark- aðinn í góðu lagi. Það þarf einnig að halda utan um það sem áunnist hefur. Það er allt annað að reka stéttarfélag í dag en það var á árum áður. Grundvallarat- riði stéttarfélaga í dag er að höfða til félaganna og láta þá finna að þeir séu hluti af félaginu en að það sé ekki bara einhver fjarlæg „stofnun“. Við höfum reynt að höfða í auknum mæli til félagsmanna sjálfra, m.a. með breyttu samningsformi. Í ára- tugi hefur samningsformið verið þannig að tveir til þrír menn hafa sest niður við samningaborðið og komið sér þar saman um hvað fiskvinnslan í landinu þyldi af launahækkunum. Þegar fundið var út að fiskvinnslan þyldi kannski 2% launahækkun var settur punktur við þá tölu og hún var ávísun á allar launabreytingar í land- inu það ár. Árið 1979 voru 80% félagsmanna á launatöxtum VR. Síðan fóru vinnu- veitendur að sjá að launataxtar voru svo lágir, vegna fyrrgreindrar ástæðu, að þeir fóru að bæta í og greiða fólki umfram launataxta. Núna árið 2000 voru aðeins 5% fé- lagsmanna VR á launatöxtum. Laun hinna 95% voru þá ákveðin af vinnu- veitendum einhliða. Við kröfðumst þess að launafólk hefði eitthvað um laun sín að segja. Við kröfðumst þess að samið yrði um að opinbera mark- aðslaunin, þau laun sem í raun eru greidd. Árið 1997 náðum við fyrsta skrefinu í þessum efnum og stigum það til fulls árið 2000. Nú eru gerðar launakannannir einu sinni á ári. Komið hefur í ljós að laun eru langt yfir því sem launataxtar segja til um. Einnig var samið um þá að hver launamaður fengi árlega viðtal við sinn yfirmann til þess að ræða laun sín og kjör m.a. Nú getur starfsmað- urinn metið sjálfan sig út frá launa- könnunum og könnun sem gerð var fyrir stuttu sýndi að 40% fé- lagsmanna VR hafa fengið þessi launaviðtöl og nærri 70% af þeim hafa fengið launahækkun í framhaldi af því. Þetta er ný hugmyndafræði hjá okkur og hún er líka þýðingarmikil í þá veru að fá launafólkið sjálft inn í samningaferlið. Þetta skapar um- ræðu á vinnustöðum og heimilum. Við höfum haldið námskeið sem fleiri hundruð félagsmanna okkar hafa tekið þátt í til þess að búa þá undir umrædd launaviðtöl. Við styðjum við okkar fólk og gefum því upplýsingar. Samkvæmt könnun sem Gallup gerði í janúar árið 2000, áður en við fórum út í samningalotuna, höfðu 97% af fé- lagsmönnum fylgst með því sem við vorum að gera og rúmlega 90% sögð- ust vera mjög sátt við okkar áherslur. Þetta sýnir að félagsmenn eru komn- ir inn í samningaferlið, sem er að mínu mati grundvallaratriði. Viðurkenning Jafnréttisráðs kærkomin Við höfum einnig lagt mikla áherslu á upplýsingagjöf og jafnrétt- isbaráttu. Það kom út úr launakönn- unum að karlar voru á 18% hærri launum en konur miðað við sömu störf, sömu menntun og reynslu. Í könnun sem gerð var í september sl. kom í ljós að þessi tala hafði lækk- að niður í 16%, svo nokkurn árangur hefur starf okkar borið. Þetta er alltént vísbending um að við séum á réttri leið – en betur má ef duga skal. Það var mikill heiður fyrir okkur hjá VR þegar við fengum viðurkenningu Jafnréttisráðs á síðasta ári, þetta er einn mesti heiður sem stéttarfélagi er veittur af opinberum aðila og kær- komið, ekki aðeins okkur hjá VR heldur öllum vinnumarkaðinum sem slíkum.“ Öldruðum fjölgar – getur verið að það verði eitt baráttumála stéttar- félaga í framtíðinni að fólk fái að hætta að vinna síðar en nú er? „Það hefur verið baráttumál lengi að fólk fái að hætta fyrr að vinna. Ég held að það sé ekki rétt stefna. Fólk eldist misjafnlega og þótt aldur sé orðinn nokkur getur það verið í fullu fjöri. Eldra fólk býr yfir mikilli þekk- ingu og reynslu og ef það er vel á sig komið skilar það yfirleitt mjög góðu starfi. Það fylgir því mikill kostnaður að allir hætti að vinna og skila arði 67 ára gamlir eða í síðasta lagi 70 ára. Lífaldur manna lengist, þannig að kostnaður frá þessum aldursmörkum eykst stöðugt. Athyglisvert er að er- lendis eru menn í valda- og stjórn- unarstöðum jafnvel langt yfir sjö- tugt. Ég held að við ættum að opna á að starfslok séu ekki bundin við ákveðinn aldur heldur séu þau sveigj- anleg og samkomulagsatriði milli starfsmanna og yfirmanna í fyrir- tækjum, þ.e. ef heilsa manna leyfir slíkt. Ég held að þetta væri fyrir- tækjum í hag. Faðir minn var full- vinnandi kominn á níræðisaldur og ég veit að það var honum mikils virði. Á hinn bóginn er ágætt að fólk geri sér grein fyrir að það getur átt góðar stundir þótt það sé ekki öllum stund- um að vinna.“ Hvernig sættir Magnús sig við að hverfa af vettvangi þessarar baráttu sem greinilega hefur átt hug hans all- an um langa hríð? „Þetta eru mikil kaflaskipti. Ég hafði þó búið mig undir þetta í tvö ár, en auðvitað eru umskiptin mikil. Ég var í fullu starfi fram að því að ég hætti á aðalfundi 25. mars sl. og mér var sýndur sá heiður af stjórn félags- ins hinn 14. júní í sumar að tilnefna mig sem heiðursfélaga VR fyrir „mikið og gott starf í þágu félagsins“, eins og segir í heiðursskjalinu. Ég er sáttur við þessa breytingu, ég nýt þess að hafa ekki lengur þá ábyrgð á mér sem fylgir því að vera formaður í svona stóru stéttarfélagi. Það er létt- ir að vera laus. Ég segi stundum í gríni að ég sofni nú áhyggjulaus á kvöldin og vakni kærulaus.“ vakna kærulaus Morgunblaðið/Golli Margir telja að sá réttur sem fé- lagsmenn VR njóta í dag sé sjálfsögð mannréttindi, en það þurfti sannarlega að berjast fyrir þeim á sínum tíma. Þessi réttindi komu ekki af sjálfu sér. Fólk væri berskjaldað og varnarlaust ef stéttarfélaga nyti ekki við. Við sjáum það þegar yfir ganga gjaldþrotahrinur. gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.