Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MAÐUR eins og hanngerir sér „engarvæntingar“.“ Eðaþannig svarar Júl-íus Valsson, starfs-
maður Íslandspósts, spurningu
stúlkunnar sem hann langar til að
komast á séns með gegnum stefnu-
mótaþáttinn Djúpa laugin í upphafi
bíómyndarinnar Maður eins og ég.
Spurningin var einmitt um hvaða
væntingar hann gerði til konu sem
hann langar að komast á séns með.
Júlíus fær ekki sénsinn og reynir
að telja sjálfum sér og öðrum trú
um að ástæðan sé sú að stúlkan
varð að velja blindandi.
En auðvitað gerir Júlíus Valsson
sér væntingar. Hann vill ekki að-
eins komast á séns heldur verða
ástfanginn. Og það verður hann
þegar hann tekur að sér að hjálpa
einstæðri móður af kínverskum
uppruna sem starfar á veitinga-
staðnum þar sem hann er fasta-
gestur. Sambandið fer vel af stað;
hann býður henni meira að segja í
rómantískan kvöldverð á Hlöllabát-
um. En þegar þau flytja saman
koma ólíkar væntingar upp á yf-
irborðið.
Á auðvelt með
að verða stressaður
Júlíus Valsson í líki Jóns Gnarr
er ekki maður eins og Róbert I.
Douglas, leikstjóri og annar hand-
ritshöfundur þessarar gamansömu
þroskasögu, sem er mitt á milli
þjóðfélagslýsingar og þjóðfélags-
ádeilu. Róbert og félagar hans
kalla myndina „rómantíska þroska-
sögu kvíðasjúklings“, en þótt Ró-
bert sé ekki kvíðasjúklingur er
hann nett kvíðinn. Hann er fölleit-
ur, viðkvæmnislegur, yfirlætislaus
og liggur lágt rómur, tággrannur
og hárið tekið að þynnast, en þessi
ungi og óskólagengni kvikmynda-
höfundur á að baki óvæntasta smell
íslenskrar kvikmyndasögu, Ís-
lenska drauminn, sem yfir 40 þús-
und manns sóttu sér til ánægju í
hitteðfyrra. Einmitt þess vegna er
hann kvíðinn. Það er kvíðvænlegt
að fylgja slíkri frumraun eftir og
reyna að „toppa“ hana.
„Ég á auðvelt með að vera
stressaður,“ segir hann og hlær.
„En kvíðinn var samt mestur á
meðan myndin var í vinnslu; hann
er minni núna. Mér fannst auðvelt
að gera Íslenska drauminn en allt
ferlið við þessa mynd reyndist mér
erfitt. Pressan kom ekki utan frá
heldur frá sjálfum mér: Mér fannst
ég verða að gera betri mynd og bjó
mér til ákveðið stress í því sam-
bandi. Íslenski draumurinn kom
eins og upp úr þurru; enginn vissi í
rauninni hver ég var og bjóst þess
vegna ekki við neinu. Það er ekki
fyrr en eftir mynd númer tvö sem
hægt er að gera kröfur til mín sem
kvikmyndagerðarmanns. Íslenski
draumurinn var mjög hrá í stíl og
formið var heimildarmynd, atriðin
spunnin upp úr handritinu og
stundum talað um að engu væri lík-
ara en henni hefði ekkert verið
leikstýrt. Mig langaði til að fara
eins langt frá Draumnum í stíl og
sagan leyfir, en hún geymir ekki
ósvipaða þjóðfélagsádeilu og ég var
með í fyrri myndinni. Kvíðinn fólst
í spurningunni um hvort ég sem
leikstjóri gæti gert meiri bíómynd í
klassísku merkingunni en ekki til-
raunaverkefni sem tekst vel. Strax
í klippingunni fór kvíðinn á und-
anhald og ég varð smám saman
nokkuð ánægður með mig. Og per-
sónulega finnst mér að tekist hafi
að gera betri bíómynd en Íslenski
draumurinn er. Ég tel mig hafa
sannað ýmislegt fyrir sjálfum mér
með henni og lært margt.“
Línudansinn
Hvað helst?
„Það var stærra batterí í kring-
um Maður eins og ég; við höfðum
meira umleikis og hún var tekin í
tveimur löndum, Íslandi og Kína.
Ábyrgðin var meiri og starfsliðið
fjölmennara. Ég þurfti að standast
meira álag og gæta mín að fara
ekki á taugum. Leikstjóri er mið-
depill framleiðslunnar, allir hlusta
á hann og vilja hjálpa honum; hann
gerir myndina en samt eru allir að
gera hana saman. Þetta er oft erf-
iður línudans. Ég fylgdi handriti,
sem var nokkuð pottþétt, en ég var
lengi vel ekki öruggur um hvort
textinn á blaðsíðunum væri að lifna
við í tökunum; atriðin þurfa í upp-
töku að verða betri en handritssíð-
urnar. Meginvandinn fólst í að
meta hverju sinni hvort það væri
að heppnast; það gekk vel á æfing-
um en fyrstu tökudagana var erfitt
að koma þeirri tilfinningu í gegn. Í
Íslenska draumnum gaf ég leikur-
um mikið svigrúm til að spinna og
leggja inn sínar hugmyndir, en eft-
ir því sem ég varð sjálfsöruggari
sem leikstjóri fór ég að draga úr
því og fylgja meira eigin sannfær-
ingu og handriti og þá fór allt að
ganga betur. Ég hætti að þurfa að
hafa allan hópinn með mér allan
tímann í sjálfri hugmyndavinnunni
þótt ég þyrfti auðvitað að hafa
hann með mér að öðru leyti. Maður
eins og ég er þannig mun nær
handriti en Íslenski draumurinn
var.“
Innfæddir og innfluttir
Í viðtali við Morgunblaðið fyrir
frumsýningu Íslenska draumsins
sagði Róbert að hugmyndir og per-
sónur fæddust oftast innra með sér
út af einhvers konar pirringi, ann-
aðhvort vegna þess sem væri að
gerast í þjóðfélaginu eða í einkalíf-
inu. Út af hvaða pirringi fæddist
sagan af Júlíusi Valssyni?
„Ja, karakterinn hefur það gott
eins og flestir Íslendingar; honum
stendur margt til boða, hann á fjöl-
skyldu, sem styður hann, hann kýs
að vera í tíu ára fríi frá mennta-
skóla og vinna á pósthúsinu. Samt
er hann óánægður og veit ekki
hvað hann vill. Andstæða hans er
innflytjandinn, einstæð móðir frá
Kína, sem ekki hefur það eins gott,
er hér án fjölskyldubakhjarls, þarf
bæði að sjá fyrir sér og fjölskyldu
sinni heima fyrir, og skólanám er
fjarri því að vera sjálfsagt mál á
meðan Júlíus tekur því sem gefn-
um hlut. Íslendingar hafa í raun yf-
ir litlu að kvarta en kvarta samt
ansi mikið og kvarta m.a. yfir út-
lendingum sem nýta sér það sem
landið hefur upp á að bjóða og þeir
sjálfir hafa ekki einu sinni reynt að
nýta sér. Ég viðurkenni að þetta
pirrar mig. Í myndinni þarf þessa
innfluttu konu til að benda þeim
innfædda á tækifærin.“
En sjálfur hættir þú í mennta-
skóla? Er þá Júlíus Valsson maður
eins og þú?
Róbert hlær. „Nei, það held ég
ekki, þótt skólinn hafi ekki átt við
mig. Ég myndi aldrei hafa sætt
mig við að hætta í menntaskóla og
fara að vinna á lager eða á póst-
inum. Ég var á slíkum vinnustöðum
um tíma en ég ætlaði alltaf að gera
bíómyndir og gerði það.“
Hann segir að nafnið Júlíus Vals-
son sé að hluta til skot á framleið-
anda myndarinnar, Júlíus Kemp,
og vísun til persónunnar sem Jón
Gnarr lék í Íslenska draumnum;
hún hét Valli og var einnig með as-
ískri konu. „Þar er ákveðin upp-
spretta að hugmynd sögunnar. Í
Íslenska draumnum var slíkt sam-
band gamansöm hliðarsaga en mig
langaði til að gefa þessum hópi
rödd í aðalsögu; það er kominn tími
til að um hann sé fjallað í bíómynd-
um.“
Hinn hversdagslegi
geðsjúklingur
Aðalpersónan í Íslenska draumn-
um var að verulegu leyti samin út
frá leikaranum og bar sama nafn
og hann. Gildir það sama um Júl-
íus? Er hann að einhverju leyti
spunninn kringum Jón Gnarr?
„Nei, alls ekki,“ svarar Róbert.
„Að vísu spurðum við Jón á meðan
handritið var í vinnslu hvort hann
væri til í að leika aðalhlutverkið.
Hann tók vel í það og við skrifuðum
handritið því með hann í huga. Jón
er mjög góður leikari og vinnur
fagmannlega; hann lagði töluvert
til persónunnar, m.a. í samtölum,
og hann og hans húmor sjást í
flestu sem hann gerir. Persónan
var samt smíðuð af okkur fyrir
hann.“
Jón Gnarr minnir mig töluvert á
breska gamanleikarann John
Cleese að því leyti að báðir hafa yf-
irbragð dæmigerðra hversdags-
manna, sá fyrri íslensks og sá
seinni bresks, en undir því yfir-
borði kraumar viss geggjun sem
sprengir sér leið út úr venjuleik-
anum eða stækkar hann.
„Já, þeir hafa báðir yfirbragð
hins hversdagslega geðsjúklings.
Jón gefur frá sér strauma sem eru
þannig að áhorfandinn kaupir
klikkuðustu viðbrögð persónunnar,
eins og að stökkva til Kína. Hann
ljær viðbrögðum Júlíusar ákveðinn
trúverðugleika.“
Róbert Douglas skrifaði handrit
frumraunarinnar einn, en byggði
reyndar á stuttmynd um sama efni,
sem hann skrifaði við annan mann.
Handritið að Maður eins og ég
skrifaði hann í samstarfi við annan
kvikmyndagerðarmann, Árna Ólaf
Ásgeirsson. Hvernig kom sú sam-
vinna til?
„Við kynntumst átján ára á kvik-
myndanámskeiði og uppgötvuðum
að við höfum svipaðan kvikmynda-
smekk. Við gerðum því stuttmynd
Róbert leikstýrir Stephanie Che: Kom til Íslands af ævintýraþrá.
Á meðan allt leikur í lyndi: Júlíus hjálpar mæðgunum.
Menn eins og við
„Íslenski draumurinn kom eins og upp úr þurru;
enginn vissi í rauninni hver ég var og bjóst þess
vegna ekki við neinu,“ segir Róbert Douglas. Við-
tökur frumraunarinnar valda hins vegar því að
miklar væntingar liggja í loftinu varðandi nýju
myndina hans, Maður eins og ég, sem frumsýnd
verður á föstudag. Í samtali við Árna Þórarinsson
segir hinn ungi kvikmyndaleikstjóri frá vonum og
væntingum.
SJÁ SÍÐU 16