Morgunblaðið - 11.08.2002, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 19
Viltu stytta þér leið?
Innritað verður á haustönn 2.- 6. september. Einungis er hægt að skrá sig á heimasíðu skólans,
www.fa.is.
Þar eru einnig upplýsingar um áfanga í boði. Innritunargjald er kr. 4.250. Kennsla hefst 19. september og prófað verður í desember.
Skólameistari
Fjarnám allt árið
til að fá stílabækur, blek og penna.
Slíkir hlutir lágu ekki á lausu á
þessum tíma. Einu kennslubækurn-
ar sem við höfðum voru þær sem
lettnesku kennararnir höfðu tekið
með sér í útlegð. Yfirleitt höfðu því
einungis kennararnir kennslubækur
og þeir urðu að spinna þetta eftir
eyranu. Þessir skólar skiluðu hins
vegar af sér börnum sem stóðu sig
vel hvert sem þau fóru. Jafnvel
krakkarnir, sem þarna þóttu hálf-
gerðir skussar, báru af þegar þau
komu til annarra landa. Menntahefð
Letta á þessum árum virðist hafa
verið einstaklega góð.
Var það erfið ákvörðun að snúa
aftur heim til Lettlands eftir að hafa
búið um áratugaskeið í Kanada?
Ég fékk mjög freistandi tilboð frá
háskólanum mínum árið 1998. Mér
var boðið að fara á eftirlaun um sex-
tugt án þess að missa niður mikið af
eftirlaununum mínum. Það var
vissulega svolítið erfitt að hætta þar
sem prófessorsstarfið var svo ríkur
þáttur af sjálfsmynd minni. Þetta
gerði mér hins vegar kleift að ein-
beita mér að öðrum verkefnum, til
dæmis rita bækur, án þess að tekjur
mínar myndu skerðast. Örfáum
mánuðum síðar fékk ég svo annað
tilboð er ég gat ekki hafnað. Mér
bauðst að taka við starfi forstöðu-
manns Lettnesku upplýsingastofn-
unarinnar. Ég var á þessum tíma-
punkti búin að snúa baki við mínu
gamla starfi og var opin fyrir ýmsu.
Þetta var því himnasending. Mér
bauðst að snúa aftur til föðurlands
míns og byggja þar upp nýja stofn-
un. Þarna sá ég fram á að geta nýtt
mér þá hæfileika er ég hafði aflað
mér í útlöndum til að byggja upp
lettneska upplýsingamiðstöð er átti
að styrkja ímynd Lettlands. Ég
fékk tvær vikur til þess að velta
þessu fyrir mér áður en ég varð að
pakka dótinu niður í ferðatöskur og
halda til Lettlands. Ég ákvað að
taka þessari áskorun. Eiginmaður
minn varð hins vegar að vera áfram
í Kanada fyrst um sinn til að afla
sér eftirlaunaréttinda. Ég fór því
ein og skildi eftir köttinn minn,
blómin mín, bækurnar sem ég var
að skrifa, eiginmanninn og dóttur
okkar sem enn bjó heima. Þetta var
of spennandi áskorun til að hafna
henni.
Átta mánuðum síðar komu svo
fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka á
minn fund og sögðust vera reiðu-
búnir að styðja mig í embætti for-
seta ef ekki næðist samstaða um
frambjóðanda í fyrstu atkvæða-
greiðslunni á þinginu. Þeir spurðu
hvort ég væri reiðubúin að gefa kost
á mér. Þetta var mjög erfið ákvörð-
un því ef ég gæfi kost á mér varð ég
að afsala mér kanadísku ríkisfangi.
Annars hefðum við getað haft tvö-
falt ríkisfang áfram. Enn og aftur
gat ég hins vegar ekki skorast und-
an.
Hefur það einhvern tímann valdið
þér erfiðleikum í embætti að hafa
búið þetta lengi utan Lettlands?
Nei, þvert á það sem margir lík-
lega vonuðu. Þetta hefur ekki haml-
að mér. Maður getur lært hlutina
mjög hratt. Við erum frekar lítið
land og þingmenn og fólk sem er
virkt í stjórnmálum hleypur ekki á
þúsundum. Þegar ég kom til Lett-
lands byrjaði ég á því að kaupa og
lesa alls konar tímarit til að átta mig
á því hvernig fólk hugsaði. Ég hafði
fyrir góð sambönd við fólk tengt
þjóðlegum fræðum og myndlistar-
menn, rithöfunda, tónlistarmenn og
kvikmyndagerðarmenn. Ég var með
mjög góð sambönd við lettneska