Morgunblaðið - 11.08.2002, Side 20
20 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
menntamenn. Auðvitað varð ég að
koma mér í kynni við þá sem
gegndu forystuhlutverki í lettnesku
samfélagi en það er þó ekki neinn
risavaxinn hópur og með ástundun
getur maður kynnst þeim á fremur
skömmum tíma.
NATO-aðild mikilvæg
af sögulegum ástæðum
Aðild að Evrópusambandinu og
NATO hefur verið mikilvægasta
málið í lettneskri þjóðfélagsumræðu
um nokkurra ára skeið. Hvaða þýð-
ingu mun aðild að þessum stofn-
unum hafa fyrir Lettland?
Aðild að NATO myndi binda enda
á eftirleik þeirra atburða er áttu sér
stað árið 1939, í kjölfar sáttmála
Ribbentrops og Molotovs, er skipti
Evrópu upp í áhrifasvæði. Við telj-
um það ekki nægilegt að fljóta með í
áttina að nýju heimsskipulagi. Við
teljum, af sögulegum ástæðum, að
með þessu yrði samningur Ribb-
entrops og Molotovs ógiltur, með
formlegum samningi, undirrituðum
af aðildarríkjum NATO, og við
mundum síðan sem nýtt aðildarríki
staðfesta samninginn. Það hefði
sögulega þýðingu fyrir okkur. Við
yrðum viðurkennd sem sjálfstæð
þjóð er hefði fullt og óskorað vald til
að ganga í bandalög með öðrum
ríkjum og þyrftum ekki að hafa
áhyggjur af árásum annarra ríkja.
Þetta myndi líka efla öryggi okk-
ar í víðasta skilningi orðsins. Við
yrðum undir hinum sameiginlega
verndarskildi og í þeirri vissu að við
stæðum ekki ein. Það mun hafa mik-
il áhrif á ímynd Lettlands og við er-
um sannfærð um að það muni auka
erlenda fjárfestingu í landinu. Við
höfum séð það gerast í hinum nýju
aðildarríkjum, Póllandi, Tékklandi
og Ungverjalandi, að NATO-aðildin
hefur ýtt undir erlenda fjárfestingu.
Fjárfestar eru öruggari um sig ef
formlegur samningur er í gildi en
ekki einungis heiðursmannasam-
komulag um að ríkinu verði komið
til hjálpar ef eitthvað gerist.
Við höfum nú skuldbundið okkur
til að verja 2% af vergri þjóðarfram-
leiðslu fram til ársins 2008 til að
byggja herafla okkar upp frá
grunni. Sú uppbygging mun hafa
ýmsa kosti í för með sér, ekki síst
atvinnusköpun. Þarna mun ungum
körlum og konum bjóðast tækifæri
til að afla sér menntunar og sérhæf-
ingar. Þessu fylgja líka ýmis tæki-
færi og nú þegar hafa lettneskir
hermenn til dæmis verið sendir til
Georgíu sem eftirlitsmenn. Við
stefnum að því að byggja upp at-
vinnuher í framtíðinni og geta dreg-
ið úr fjölda þeirra sem þurfa að
gegna herskyldu. Við tökum því
ekki einungis á okkur efnahagslegar
skuldbindingar heldur mun þetta
skila samfélaginu miklu. Lettland
hefur skuldbundið sig til að umbylta
herafla sínum þannig að hann
standist kröfur NATO.
Þegar litið er til skoðanakannana
er ljóst að töluverður munur virðist
vera á afstöðu fólks til ESB og
NATO. Mikill meirihluti lettnesku
þjóðarinnar virðist styðja NATO-
aðild en minnihluti er fylgjandi
ESB-aðild. Er það áhyggjuefni?
Það eru miklar sveiflur á stuðn-
ingi við ESB og stuðningurinn virð-
ist ráðast af daglegum fréttaflutn-
ingi. Stuðningur við ESB-aðild náði
lágmarki eftir að framkvæmda-
stjórn ESB kynnti tillögur sínar í
byrjun árs, þar sem fyrst var ekki
gert ráð fyrir neinum beingreiðslum
og niðurgreiðslum til bænda í nýju
aðildarríkjunum en síðar að þeir
myndu fá fjórðung af þeim stuðn-
ingi sem bændur í núverandi aðild-
arríkjum fá. Þegar Evrópusam-
bandið greiddi hins vegar loks út
styrki, sem lettneskir bændur höfðu
sótt um fyrir tveimur árum og voru
orðnir langeygir eftir að fá, jókst
stuðningur við ESB skyndilega til
muna. Stuðningur við aðild minnk-
aði því fyrst, jókst aftur og minnk-
aði svo á nýjan leik þegar ESB
kynnti tillögur sínar um mjólkur-
kvóta. ESB hefur boðið Lettum
mjög lága kvóta á grundvelli viðmið-
unartímabils sem var okkur mjög
óhagstætt. Á fyrri hluta tímabilsins
voru umskiptin frá stóru sam-
yrkjubúunum yfir í einkarekin býli
enn í gangi og síðari hluti viðmið-
unartímabilsins eru ár sem voru
okkur mjög erfið vegna efnahags-
kreppunnar í Rússlandi. Þá misst-
um við stóran hluta af útflutnings-
markaði okkar. Mjólkurkvótinn sem
okkur stendur til boða er helmingur
þess sem við framleiðum í dag.
Bændur okkar hafa réttilega bent á
að með þessu væri okkur ekki heim-
ilt að framleiða mjólk er myndi duga
fyrir innanlandsneyslu. Hvað þá út-
flutning og frekari vöxt greinarinn-
ar. Þetta er ekki viðunandi.
Við vissum að viðræðurnar um
landbúnarmál yrðu erfiðar og sú
hefur orðið raunin. Við erum hins
vegar langt komin með aðildarvið-
ræðurnar og höfum í mörgum til-
vikum fengið viðunandi aðlögunar-
tíma til að laga okkur að
sambandinu. Mjólkurkvótarnir eru
hins vegar stórmál og Lettar eru
ekki sáttir við það sem er í boði.
Að öðru leyti ganga aðildarvið-
ræðurnar vel, við erum ánægð með
gang mála og almenningur sýnir
þessu skilning. Nú erum við hins
vegar að komast á leiðarenda og
þjóðaratkvæðagreiðsla verður hald-
in um aðildarsamninginn eftir að
viðræðum lýkur. Þetta minnir um
margt á aðdraganda brúðkaups þar
sem fólk fer að hafa efasemdir á síð-
ustu stundu. Fólk veltir því fyrir sér
hvort það sé í raun að taka rétta
ákvörðun með því að tengjast að ei-
lífu, hvort hamingja eða vesöld blasi
við. Það er titringur í fólki.
Hvaða áhrif mun aðild að NATO
og ESB hafa á samskipti Letta og
Rússa? Fyrir einungis tveimur ár-
um vakti það athygli er þú gagn-
rýndir stefnu Rússlands gagnvart
Eystrasaltsríkjunum harkalega.
Ríki geta ávallt breytt um stefnu.
Undir núverandi stjórn og lýðræð-
iskerfi ógnar Rússland Lettlandi
ekki á neinn hátt. Fræðilega séð
getur það þó breyst, ný öfl gætu
komist til valda. Rússar eru ná-
grannar okkar og þessi fræðilegi
möguleiki verður ávallt fyrir hendi.
Við getum ekki útilokað að þróunin
verði óhagstæð. Sem stendur eru
samskipti ríkjanna eðlileg að öllu
leyti og raunar bendir flest til að
þau séu stöðugt að batna og eflast.
Höfuðborgin Riga á góð samskipti
við Moskvuborg og margt bendir til
að brátt muni Rússland og Lettland
geta undirritað samninga um marg-
vísleg málefni. Það eina sem skyggir
á samskiptin eru yfirlýsingar rúss-
neska utanríkisráðuneytisins um að
illa sé farið með rússneska minni-
hlutann í Lettlandi og að hann eigi
undir högg að sækja. Við vísum slík-
um fullyrðingum til föðurhúsanna.
Við teljum að við fylgjum evrópsk-
um lýðræðisstöðlum í einu og öllu.
Ég tel að með aðild að ESB verð-
um við enn áhugaverðari viðskipta-
aðili fyrir Rússa. Við eigum mikil
viðskipti vegna vöruflutninga um
hafnir Lettlands. Rússar hafa áhuga
á því að nýta eigin hafnir í auknum
mæli í stað lettnesku hafnanna í
Ventspils og Riga. Ef efnahagsleg
sjónarmið munu ráða ferðinni en
ekki pólitísk verða þessar hafnir
hins vegar góður kostur í framtíð-
inni. Lettland ætti að geta laðað til
sín rússneska fjárfestingu og við-
skipti er beinast að Evrópusam-
bandinu. Þar sem við höfum landa-
mæri að Rússlandi höfum við
landfræðilega sterka stöðu í þessu
sambandi.
Vonandi tekst að styrkja
tengsl þjóðanna enn frekar
Samskipti Íslands og Lettlands
hafa verið góð og tilfinningaleg
bönd milli þjóðanna sterk. Hin land-
fræðilega fjarlægð gerir hins vegar
að verkum að bein samskipti þjóð-
anna hafa verið af skornum
skammti. Hvernig sérð þú fyrir þér
að hægt verði að efla samskipti Ís-
lendinga og Letta?
Það er athyglisvert hversu ört
viðskiptatengsl milli Íslands og
Lettlands hafa vaxið. Í ljósi stærðar
ríkja okkar er árangurinn undra-
verður. Í tengslum við hina opin-
beru heimsókn mun á fimmta tug
fulltrúa úr lettnesku viðskiptalífi
koma til Íslands. Allir hafa þeir
skipulagt fjölmarga fundi með ís-
lenskum fyrirtækjum til að afla sér
tengsla eða þá reynslu. Til að
mynda hafa menn áhuga á að kynna
sér rekstur álvers Alcan á Íslandi
og einnig hefur verið rætt um sam-
starf á sviði erfðavísinda.
Það er því ýmislegt í gangi og
vonandi mun þetta skila árangri.
Það er svo annað mál hvernig hægt
er að efla bein tengsl mill þjóðanna,
meðal annars með ferðum einstak-
linga. Hvað okkur varðar mun það
ráðast af því hversu hratt okkur
gengur að efla lífskjör þjóðarinar.
Það blasir við að það er dýrara að
ferðast til fjarlægari landa en ná-
grannaríkja. Vonandi munu Íslend-
ingar, sem eru tekjuhærri en Lett-
ar, sýna gott fordæmi með því að
sækja Lettland heim. Flestir Lettar
þekkja til Íslands og í huga þeirra
er það fagurt land sem hefur ávallt
stutt við bakið á Lettum, ekki síst
með því að viðurkenna sjálfstæði
okkar fyrst allra. Við finnum til
sterkra tengsla við íslensku þjóðina.
Vonandi mun okkur takast að
styrkja böndin á milli þjóðanna enn
frekar.
’ Það er athyglisverthversu ört viðskipta-
tengsl milli Íslands og
Lettlands hafa vaxið.
Í ljósi stærðar ríkja
okkar er árangurinn
undraverður. ‘
Morgunblaðið/Þorkell
Vike-Freiberga, forseti Lettlands, kom hingað til lands þegar haldin var ráð-
stefna undir yfirskriftinni Konur og lýðræði og vakti þá athygli með málflutningi
sínum í ávarpi í Borgarleikhúsinu.
Reuters
Vaira Vike-Freiberga tekur við blómum og heillaóskum eftir að hún var kjörin
forseti Lettlands í júní 1999.
’ Nú erum við hins vegar að komast áleiðarenda og þjóðaratkvæðagreiðsla
verður haldin um aðildarsamninginn eftir
að viðræðum lýkur. Þetta minnir um
margt á aðdraganda brúðkaups þar sem
fólk fer að hafa efasemdir á síðustu
stundu. Fólk veltir því fyrir sér hvort það
sé í raun að taka rétta ákvörðun með því
að tengjast að eilífu, hvort hamingja eða
vesöld blasi við. Það er titringur í fólki. ‘