Morgunblaðið - 11.08.2002, Síða 24
LISTIR
24 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Norræni
menningarmálasjóðurinn
veitir styrki til norrænna menningarverkefna
sem eigi færri en þrjú norræn
lönd/sjálfstjórnarríki taka þátt í.
Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sjóðsins
og skulu þær vera póststimplaðar eigi síðar en
15. september 2002.
Afgreiðsla umsókna tekur 3 mánuði.
Frekari upplýsingar ásamt
umsóknareyðublöðum fyrir árið 2003 er að
finna á heimasíðu sjóðsins:
www.nordiskkulturfond.org
Norræni menningarmálasjóðurinn,
Store Strandstræde 18,
1255 København K.
Sími: +45 33 96 02 00
Bréfsími: +45 33 32 56 36
Netfang: kulturfonden@nmr.dk
Enn er hægt að skrá sig á Tabúluna
(Tabula gratulatoria) og óska Menningarsjóði
þingeyskra kvenna til hamingju með hálfrar
aldar afmælið.
Um 200 þingeyskar konur eiga efni í bókinni
sem er sannkallað stórvirki
í íslensku menningarlífi.
Pjaxi ehf. sími 565 9320 pjaxi@pjaxi.is www.pjaxi.
Meistaraskóli hótel- og matvælagreina
Í haust verður boðið upp á kvöldnám í Meistaraskóla hótel-
og matvælagreina ef næg þátttaka fæst. Hér er um að
ræða nám fyrir bakara, framreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn
og matreiðslumenn.
Nemendur munu geta lokið náminu á tveimur önnum.
Kennt verður frá kl. 17.20 til 21.45 fimm daga vikunnar.
Dreifnám
Dönskuáfanginn DAN 262 og tölvufræðiáfanginn TÖL
103 verða kenndir í dreifnámi með staðbundnum lotum.
Nánari upplýsingar og innritun hjá áfangastjóra verknáms,
Baldri Sæmundssyni, og fagstjóra meistaranáms,
Guðlaugu Ragnarsdóttur,
í síma 594 4000 frá kl. 9:00 til 15:00.
Umsóknarfrestur er til 19. ágúst 2002.
HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN
MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI
v/Digranesveg 200 Kópavogi.
Sími 594 4000 Fax 594 4001
Netfang mk@ismennt.is
Kvöldnám
HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN
MARÝ þreytir frumraun sína í
sýningarhaldi á Mokka um þessar
mundir. Á sýningunni eru verk
unnin með olíu á striga. Mest áber-
andi á sýningunni er sería málverka
af formum í einhvers konar fant-
asíulandslagi en í öðrum verkum
gætir annarra stílbrigða. Marý
reynir sig til dæmis við geometr-
íska abstraksjón auk þess sem hún
sýnir tvær myndir, „Bærinn mál-
aður rauður“ og „Vetur“, sem mál-
aðar eru á barnslegan hátt með því
að pára einföld form í grunnlitinn.
Enn fremur má þarna sjá litla
þokukennda trjámynd sem lista-
konan kallar „Haust“.
Marý notar mikið „heita“ liti,
rauða, appelsínurauða og gula, í
verk sín og fer ágætlega með þá.
Formin í ævintýralandslaginu
eru hvít að lit og gætu allt eins átt
að vera stór útilistaverk sem komið
er fyrir á rauðri plánetu. Ég veit
satt að segja ekki hvort það er með
vilja gert en formin eru meira og
minna vitlaust teiknuð hvað fjar-
vídd varðar og verða þess vegna
hálf aumkunarverð á fletinum,
næstum tvívíð á þrívíðum bak-
grunni. Eitt má þó lesa skýrt út úr
þessum myndum; Marý þarf að
nema grunnatriði í teikningu og
málun til að ná betri tökum á því
sem hún er að reyna að gera.
Bestu verk sýningarinnar þóttu
mér verkin þar sem hún párar í
gegnum málninguna, eins og barn á
leikskóla, og hefði ég kosið að sjá
fleiri slík verk á sýningunni en
minnka vægi annarra á móti.
Fantasíulandslag
MYNDLIST
Mokka-kaffi
Opið mánudaga til laugardaga frá 9.30 til
23.30 og sunnudaga frá 14 til 23.30. Til
14. ágúst.
MÁLVERK
MARÝ
Tagigi (Dagur) eftir Marý.
Þóroddur Bjarnason
Í GALLERÍI Gangi, heimagalleríi
Helga Þorgils Friðjónssonar á Reka-
granda 8, hefur þýski listamaðurinn
Ralf Weißleder sett upp ljós-
myndaverk. Þetta eru myndraðir
þar sem unnið er með form í náttúru
og umhverfi; lög af formum sem
verða til innan myndrammans eða
milli mynda sem hann raðar saman.
Eitt verkið er þannig gert af fjórum
ljósmyndum þar sem horft er á fólk
bakvið laufskrúð; í myndröðinni
verður til einhvers konar frásögn,
óljós að vísu, og í öðru verki eru
felldir saman nokkrir sjóndeild-
arhringir. Það verk endar í raun úti
á leikskólanum Gullborg, sem sést
fyrir utan glugga íbúðarinnar, en
þar blaktir á flaggstöng fáni með
grasi og himni og sjóndeildarhring-
urinn sker myndina í tvennt.
Weißleder var skólabróðir Önnu
Guðjónsdóttur myndlistarkonu í
Hamborg, hann hefur sýnt í galleríi
sem hún rekur og í tvígang hefur
hann tekið þátt í samsýningum með
Kristni G. Harðarsyni. Það var
Kristinn sem sagði honum frá Gang-
inum og nú er hann kominn hingað
til að sýna.
„Ég vinn mikið með fundnar
myndir,“ segir Weißleder, „myndir
sem ég ýmist klippi út úr tímaritum,
bókum eða kaupi hjá skransölum.
Þannig er ég nú með hálfgert vegg-
fóðursverk á sýningu úti, stórt sam-
klipp gert úr ljósmyndum þar sem
mest ber á myndum af konu sem ég
keypti á fornsölu. Þetta er eldri
kona, sem ég veit ekkert hver var,
en þarna eru tugir mynda af henni
við vötn. Og svo nota ég ýmiss konar
myndefni af vatni og konum; konum
að stíga uppúr vatni og þessháttar.
Slík verk mín eru að hluta rannsókn
og einnig um tungumál ljósmynda.“
Stundum blandar Weißleder sam-
an myndum sem hann tekur sjálfur
og fundnum myndum, og stundum
býr hann til hluti. Svo sýnir hann
bara ljósmyndir sem hann tekur
sjálfur og svo er um þessa sýningu í
Ganginum. „Þetta er í raun hrein
könnun á formum í efni sem ég hef
ekki búið til sjálfur. Formið er mér
mjög mikilvægt og hér vinn ég til
dæmis með hluti eins og sjóndeild-
arhringinn, sem er eitt af því sem
skilgreinir hugtakið landslag.“
Hann gengur mikið og er þá með
myndavélina; tekur myndir af lands-
lagi og í borginni; í sumum verk-
anna skarast byggingar og sterkar
línur brjóta upp myndflötinn.
Ljósmyndalistin hefur síðustu
áratugi verið mjög áberandi í
Þýskalandi og Weißleder segir ljós-
myndamiðilinn enn vera þann sterk-
asta í þýskri myndlist. „Ef maður
fer inn í listaháskóla þá er ljós-
myndin alstaðar og margir að vinna
með ljósmyndaútprent úr tölvum. Í
dag erum við að horfa á fagleg
barnabörn Beckers-hjónanna koma
út í listalífið; nemar þeirra, eins og
Thomas Struth, eru sjálfir orðnir
prófessorar og farnir að taka nem-
endur. Ungir ljósmyndarar eru mik-
ið undir áhrifum frá Tilmans og Nan
Goldin; Martin Parr virðist einnig
hafa áhrif á stóran hóp. Ég reyni
hinsvegar bara að halda áfram með
mína hluti, beiti gamaldags aðferð-
um við að setja myndirnar saman og
læt framkalla þetta fyrir mig í fram-
köllunarstofunni á horninu.“
Tungumál
ljósmynda
Morgunblaðið/Einar Falur
Ralf Weißleder vinnur í ljósmyndum sínum með form
í náttúru og borgarumhverfi.
NÚ standa yfir æfingar á gam-
anleikritinu Beyglur með öllu en
það er leikhópurinn Skjall-
bandalagið sem frumsýnir leikritið
í Iðnó föstudaginn 30. ágúst. Verkið
er ekki það fyrsta sem félagið setur
upp því árið 1994 setti Skjall-
bandalagið upp Dónalegu dúkkuna
eftir Dario Fo og Fröncu Rame.
Meðlimir Skjallbandalagsins,
þær María Reyndal leikstjóri og
leikkonurnar Arndís Hrönn Egils-
dóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir,
Jóhanna Jónas og Þrúður Vil-
hjálmsdóttir, hófu vinnu með
spunaformið fyrir rúmu ári og hafa
síðan unnið handrit að Beyglum
með öllu, en í verkinu er líf kvenna í
samtímanum tekið til nákvæmrar
skoðunar og byggist verkið á stutt-
um brotum úr lífi kvenna sem allar
tengjast á einn eða annan hátt.
„Kvenpersónurnar eiga það sam-
eiginlegt að vera uppfullar af
komplexum og taugaveiklun auk
þess að vera sterkar og áhugaverð-
ar en fyrst og síðast fyndnar,“ segja
konurnar í Skjallbandalaginu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Leikkonur Skjallbandalagsins: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Jóhanna Jón-
as, Elma Lísa Gunnarsdóttir, og Þrúður Vilhjálmsdóttir.
Gamanleik-
rit um líf
samtíma-
kvenna