Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 25 Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Thailandsferðir Heimsklúbbsins efstar á vinsældalista halda áfram við frábærar undirtektir FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST. PÖNTUNARSÍMI: 56 20 400 Næstu hópbrottfarir: 16. okt. 2002 og 9. og 29. jan. 2003 - fá sæti eftir. NÝ VETRAR- ÁÆTLUN 17. ÁGÚST! Balidraumar - 8. nóv. fá sæti Vinna: Óskum að komast í samband við vel menntaðan, reglusaman íslenskan starfskraft í hlutastarf, búsettan í ORLANDO eða nágrenni, og annan búsettan í THAI- LANDI. Komið upplýsingum á framfæri hið fyrsta í síma 56 20 400 eða e-mail: prima@heimsklubbur.is Síðustu sætin til Benidorm 21. ágúst frá 39.865 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú bjóðum við síðustu sætin í ágúst til Benidorm á ótrúlegu tilboði þann 21. ágúst í eina eða tvær vikur. Beint flug með Heimsferðum á þennan einstaka áfangastað. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin, og þremur dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 21. ágúst, vikuferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Ekki innifalið: Forfallatrygging fullorðnir kr. 1.800, börn kr. 900. Akstur til og frá flugvelli erlendis kr. 1.800. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð/stúdíó/herb., 21. ágúst, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. Ekki innifalið: Forfallatrygging full- orðnir kr. 1.800, börn kr. 900. Akstur til og frá flugvelli erlendis kr. 1.800. Síðustu sætin í ágúst Fimm daga námskeið í blómaskreytingum frá kl. 9-17, dagana 26.-30. ágúst. Kenndir eru mismunandi blómvendir, brúðarvendir, skreytingar, kransar og annað eftir óskum. Skráning í síma 555 3932 - Uppl. í síma 897 1876. Blómaskreytinganámskeið VR styrkurUffe Balslev Lærðu að þekkja þinn eigin mátt Námskeið haldið frá september 2002 — júní 2003 Yfirgripsmikið og öflugt 10 mánaða námskeið í þjálfun sálarafls og að þroska persónuleika þinn. Markmið námskeiðsins er að kenna þér að þekkja og nýta til fulls styrk þinn sem heilari eða meðferðaraðili og læra að hjálpa fólki á þinn einstaka hátt. Námskeið helganna er eftirfarandi: Kennari er Gitte Lassen, ráðgjafi, heilari og miðill. Upplýsingar eru veittar í síma 861 3174  Að ná tökum á grunnatriðum  Köllun þín  Að njóta leiðsagnar  Leikjatími  Börn sem hafa orðið fyrir áföllum  Meðvirkni I, Meðvirkni II  Sambönd  Að öðlast andlega fyllingu  Veglegt lokahóf SÖNGKONURNAR Hulda Björk Garðarsdóttir og Sigríður Aðalsteins- dóttir eru báðar staddar á öndverðum ferli atvinnumennskunnar. Hulda Björk er fastráðin við Íslenzku óp- eruna frá janúar 2003, Sigríður hefur störf í haust við Þjóðaróperuna í Vín. Þær hafa áður sungið saman við ýmis tækifæri. Á tónleikum sínum með Daníel Þorsteinssyni píanóleikara í Myndlistarsafni Sigurjóns Ólafssonar s.l. þriðjudagskvöld sungu þær fyrst sitt í hvoru lagi; Sigríður fjögur lög eftir Gustav Mahler (Lieder eines fahrenden Gesellen) en Hulda síðan fimm lög eftir Richard Strauss, þ.e. Tvö lög við texta Johns Henrys Mackays Op. 27 og Drei Lieder der Ophelia Op. 67. Loks sungu þær sam- an fjóra dúetta eftir Johannes Brahms – Die Meere, Klänge I og II og Am Strande. Allt er í heimi afstætt, og fyrir létta sumardagskrá var sjálfsagt vand- fundið „léttara“ efni úr fórum ofan- getinna meistara miðað við þunga- viktarstöðu þeirra í síðrómantískri þýzkri tónsköpun, enda þótt auðmelt- ari ljóðasöngslög séu öllu tíðari bæði í klassík og nýrómantík, og jafnvel á 20. öld. En hvað sem því líður er ósvikin nálægð við einfaldleika þjóð- lagsins í söngvum förupilts Mahlers, þó að tærleikinn birtist kannski enn skírar í hljómsveitarútgáfunum en í versjóninni fyrir rödd og píanó. Mezzorödd Sigríðar virtist hafa þyngzt og óperumótazt verulega frá því er maður heyrði hana síðast og víðeygð undrun og æskusakleysi ung- lingsins því lengra undan en ella í Wenn mein Schatz Hochzeit macht. En þrátt fyrir svolítið losaralegan fókus í hæðinni, sem einnig vantaði meiri hlýju, mátti samt heyra nokkur sléttari litatilbrigði í seinni hluta Ging heut’ Morgen über’s Feld, og enn fleiri í 4. og síðasta laginu. Ich hab’ ein glühend Messer var dramatískara en hin og skilaði sér betur, einnig fyrir ágæta textatúlkun. Náði sú hæst í Die zwei blauen Augen von meinem Schatz með dyggri aðstoð píanósins í „marcia funebre“ bæjarabassakaflan- um, þótt hér sem stundum síðar virt- ist vanta aðeins mýkra flæði í áslátt- inn – hugsanlega fyrir fullsparlega pedalnotkun. Þá var komið að Huldu Björk, er gaf unnustanum undir fótinn með blómstrandi Rosenkavalier-rödd sinni í Heimliche Aufforderung eftir Richard Strauss og flutti hið kunna Morgen sama höfundar „sotto voce“ af eftirtektarverðri litafjölbreytni. Samt var hið bezta eftir, þótt ekki minni mig í bráð að hafa heyrt áður Ófelíusöngva Strauss af hérlendum söngpalli. Vart þarf lengi að liggja yf- ir þessum þrem lögum frá 1919 til að meðtaka snilld þeirra, þar sem Strauss teflir saman harmi saklausr- ar ungmeyjarsálar við gerjandi geð- veiki (m.a. í „rugluðu“ hljómaferli slaghörpunnar) á einkar átakanlegan hátt. Þau Hulda og Þorsteinn náðu þar eftirminnilegasta árangri kvölds- ins í fjölbreyttri og samstilltri túlkun er náði tragískum hápunkti í síðasta söng Ófelíu, „Sie trugen ihn auf der Bahre bloß …“. Að góðum forngrískum harm- leikjasið birtist svo hæfilegt andvægi í lokin með léttasta lið kvöldsins. Fólst hann í fjórum dúettum eftir Brahms, þar sem þær stöllur sungu fyrst ölduvaggandi sjávarídyllinn Die Meere, síðan hin þjóðlagaleitu smálög Klänge I og Klänge II og að endingu hið lýríska Am Strande, allt af lipurri samstillingu og í góðu jafnvægi, og hlutu prýðilegar undirtektir áheyr- enda að launum. Ljóðræn síðrómantík TÓNLIST Sigurjónssafn Lög eftir Mahler, R. Strauss og Brahms. Hulda Björk Garðarsdóttir sópran; Sigríð- ur Aðalsteinsdóttir mezzosópran. Daníel Þorsteinsson, píanó. Þriðjudaginn 6. ágúst kl. 20:30. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson STARFSEMI Listasafns Reykja- víkur heldur áfram þrátt fyrir þá óvissu sem nú ríkir um ástand verka í listaverkageymslum þess. Verið er að undirbúa sýningu sem opnuð verður í Hafnarhúsinu á Menningarnótt, en hún ber yf- irskriftina MHR-30 og er 30 ára afmælissýning Myndhöggvara- félagsins í Reykjavík. Hinn 8. ágúst var stærsti hluti sýning- arinnar, sem er þrátt fyrir það aðeins hluti úr einu verkanna, hífður upp frá norðurvegg Hafn- arhússins yfir í portið. Um er að ræða glerplötu sem vegur um 600 kíló en með grindum og öðrum nauðsynlegum búnaði sem þurfti til við flutningana var heild- arþyngd þess sem híft var yfir húsið alls 1.600 kíló. Glerið sjálft er 20 fm, 5x4 metrar að stærð og þykkt þess um 12 mm en stærri glerplötur eru yfirleitt ekki fram- leiddar. Glerið mun gegna hlut- verki tjarnar, sem er hluti af stærra verki Önnu Eyjólfsdóttur myndlistarkonu, sem jafnframt er formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Listasafn Reykjavíkur Tuttugu fermetra glerplata Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.