Morgunblaðið - 11.08.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 11.08.2002, Síða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Rammen om et godt liv... ELDASKÁLINN Invita sérverslun Brautarholti 3, 105 Reykjavík Sími: 562 1420 - Netfang: eldask@itn.is Umgjörð u gott líf... Persónulega eldhúsið SAMBAND norrænna safnamanna var stofnað 1915 og koma ráð- stefnugestir og frummælendur frá öllum Norðurlöndunum. Ráð- stefnan er haldin á þriggja ára fresti og hefur tvisvar áður verið á Íslandi. Meðal fyrirlesara eru Emil Ros- ing, þjóðminjavörður á Grænlandi, og Arne Torsteinsson, fyrrverandi þjóðminjavörður í Færeyjum. Þeir fjölluðu um samninga sem þessar þjóðir hafa gert við Dani um að fá heim til varðveislu safngripi úr þjóðarsögu sinni, en þessi málefni eru einnig á döfinni víða um heim. Fyrir hönd Íslands töluðu Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, dokt- orsnemi við Gautaborgarháskóla, um afhendingu safngripa til Þjóð- minjasafns Íslands frá Danmörku árið 1930, í tengslum við Alþing- ishátíðina. Sigurður Líndal prófess- or fjallaði um handritamálið í lög- fræðilegu ljósi og Vésteinn Ólason prófessor um þýðingu þess að fá handritin heim. Daninn Birgitta Kjær frá Árósum ræddi einnig handritamálið séð frá Danmörku. Danmörk – Grænland Sýningin „Utimut – retur – return“ sem sett var upp árið 2001 var lokakaflinn í sögu flutninga á safnmunum frá Þjóðminjasafni Danmerkur til Þjóðminja- og skjala- safns Grænlendinga. Utimut er grænlenska orðið yfir „endurheimt, eða að snúa til baka“. Sýningin var fyrst sett upp í Kaupmannahöfn og síðan flutt til Nuuk á Grænlandi. Þjóðminjasafn Grænlendinga er við Kolonihöfnina í Nuuk og rekið af heimastjórninni. Frá 1984–2001 hafa verið fluttir um 35.000 safn- gripir til Grænlands. Í sýningum safnsins er kynnt yfir 4.500 ára menningarsaga Grænlendinga. Emil Rosing, þjóðminjavörður Grænlendinga, segir hlutverk Grænlendinga nú ekki eingöngu að safna munum, heldur einnig að skrá fornleifar. Hann segir að sl. 17 ár hafi þjóðin ráðið yfir öruggri vörslu í grænlenskum söfnum og sam- starfið við Dani um endurheimt safngripa hefur verið án vanda- mála. Munir séu einnig varðveittir t.d. í Frakklandi og Hollandi, sam- starf sé gott við þessar þjóðir, en ekki sé á döfinni að flytja muni það- an til Grænlands. Minni héraðssöfn eru einnig víða á Grænlandi. Í fyrirlestri Emil Rosing kom fram að áhugi á þjóðmenningu grænlensku þjóðarinnar eigi sér all- langa sögu. Danir hafa safnað og varðveitt grænlenskan menningar- arf hátt á aðra öld en síðustu ára- tugi hafi svo verið unnið markvisst að þessum málum, með lagasetn- ingum, byggingu safnahúsa og styrkingu sýninga, bæði heima á Grænlandi og í Danmörku, þar sem flestir munirnir voru varðveittir. Árið 1968 voru í fyrsta sinn sýnd- ir munir frá Þjóðminjasafni Dana í Nuuk og fór á þeim tíma að styrkj- ast sjálfsmynd og vitund Grænlend- inga um eigin sögu. Með heima- stjórn Grænlendinga 1979 fylgdu í kjölfarið ný lög og tilskipanir, sem báru m.a. í sér friðlýsingu jarð- fastra fornminja og að nýlegt og ómótað „Landsmuseum“ fékk stöðu þjóðminjasafns með kvöðum um varðveislu menningararfsins. Sam- vinna komst á milli landanna, með nefndaskipan, um að byggja upp safnastarf á Grænlandi og 1984 hófst starfið við að flytja muni heim. Þeir munir sem fluttir hafa verið frá Danmörku rekja uppruna sinn til mismunandi svæða Grænlands og var það stefna nefndarinnar við val á munum að Þjóðminjasafnið á Grænlandi gæti gefið mynd af mis- munandi svæðum, tímaskeiðum og menningu. Emil nefnir að vera nor- rænna manna á Grænlandi tilheyri einnig þeirra menningarsögu. Áhersla er einnig lögð á að í báðum löndum sé fyrir hendi heildstætt safn muna. Við yfirfærslu muna hafa þeir verið skráðir rafrænt og yfirfarnir af forvörðum, en í Dan- mörku eru varðveittir um 100.000 munir. Afrit af skjölum, bréfum og rann- sóknargögnum um forngripina fylgja einnig í þessum flutningum og verða varðveitt á skjalasafninu. En í byrjun árs 1991 voru sett sam- an í eitt safn Þjóðskjalasafn Græn- lendinga og Þjóðminjasafnið. Danmörk – Færeyjar Saga þessarar yfirfærslu er orðin rúmlega hundrað ára gömul segir Arne Thorsteinsson, fyrrverandi þjóðminjavörður í Færeyjum, og hún byrjaði sem áhugamál Jóannes- ar Paturssonar. Árið 1955 var málið tekið upp á færeyska lögþinginu, með stuðningi dönsku ríkisstjórn- arinnar, en mætti mótstöðu á danska Þjóðminjasafninu. Það var svo árið 1961 sem danskir safna- menn sýndu fyrstu jákvæðu við- brögðin, með þeim fyrirvara að varsla og öryggi safnsins í Fær- eyjum væri viðunandi. Þegar Fær- eyingar fengu safnalög 1952 var rúmlega aldargamalt minjasafn þeirra gert að opinberu Forn- minjasafni. Húsnæði var hins vegar ekki viðunandi fyrir vörslu muna, en á síðustu tveimur áratugum hef- ur aðstaðan batnað. Fyrir þremur árum var gerður samstarfssamn- ingur á milli Fornminjasafns Fær- eyja og Þjóðminjasafns Dana og gengið fyrst og fremst út frá safna- starfi. Í framhaldinu var gerð til- laga um hvaða menningarminjar skyldu færðar til Færeyja. Þegar meta á hvort flytja eigi hluti heim segir Arne höfuðáherslu lagða á það hvar gripirnir hafi mest vægi, bæði í tengslum við rann- sóknir og miðlun menningararfs. Um síðustu jól var gert sam- komulag um yfirfærslu og í júní sl. var sett upp kveðjusýning í Þjóðminjasafninu í Kaupmanna- höfn sem síðan var flutt til Færeyja og opnuð í Fornminjasafninu í Þórs- höfn í júlí. Sýningin fyllir tvö herbergi, alls um 200m², og er flokkuð í átta hluta með hliðsjón af þeim persónum sem söfnuðu hlutunum á sínum tíma og færðu Þjóðminjasafni Dana. Sýn- ingin segir því líka sögu sjálfrar söfnunarinnar og áhrifamanna hennar. Nánast allir fornmunir Færeyinga voru á 19. öld sendir til Danmerkur. Árið 1810 tóku „Old- saksmedlemmer“ með sér hluti til vörslu í Danmörku. Áfram var svo safnað af embættismönnum og fleirum. Afkastamestur þessara safnara var Rasmus Rasmussen læknir. Ráðstefnunni í Reykholti lýkur í dag, sunnudag. Grænlenskir fornmunir á Þjóðminjasafninu í Nuuk. Meðal muna sem Færeyingar hafa endurheimt eru kirkjubekkjabríkur frá Kirkjubæ. „Handritin heim“ á sér víða hljómgrunn Arne Thorsteinsson, fyrrverandi þjóðminjavörður Færeyja, og Emil Rosing sem nú gegnir starfi þjóðminjavarðar Grænlands. Þessa dagana stendur yfir ráðstefna í Reyk- holti í Borgarfirði á veg- um Sambands nor- rænna safnamanna. Umfjöllunarefnið er í þetta sinn endurheimt menningarverðmæta og tilfærsla slíkra verð- mæta milli þjóða og landsvæða. Sigríður Kristinsdóttir fylgdist með á föstudag og ræddi við norræna safnamenn. alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.