Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MCP A+, MCSA námslotur Nu gefst þér loksins færi á að ná þér í þessar eftirsóttu alþjóðlegu prófgráður frá Microsoft, burtséð frá búsetu. Sérhæft nám fyrir starfsmenn tölvudeilda, umsjónarmenn tölvukerfa fyrirtækja, stofnana eða skóla , netþjónustumenn eða þá sem vilja ná sér í viðurkennnt alþjóðlegt próf. Kennsla fer fram í 20 klukkustunda námslotum í húsnæði skólans aðra hverja helgi, auk þess sem gert er ráð fyrir heimavinnu og viðtalstíma kennara þess á milli. Námið hentar því vel þeim sem búa og starfa á landsbyggðinni. Námið miðar að því að nemendur geti tekið alþjóðleg próf sem gefa eftirfarandi prófgráður: • MCP (Microsoft Certified Professional) • Comptia A+ & Server+ • MCSA (Microsoft Certified System Administrator) MCP A+ 120 kennslustunda (80 klst.) nám sem dreifist á 4 helgar. Námsgreinar eru: Verð án prófa: 168.000 Öll námsgögn innifalin • Comptia A+ hardware • A+ operating systems • Server+ • Windows 2000 Pro MCSA námsbraut 210 kennslustunda (140 klst) nám sem dreifist á 7 helgar. • Windows 2000 server • Win 2000 Network Environment 292.000 Öll námsgögn innifalin Námsgreinar eru: • Comptia A+ hardware • A+ operating systems • Server+ • Windows 2000 Pro Verð án prófa: Nánari upplýsingar á www.tss.is eða í síma 421 4025 Nám með vinnu hvar sem þú ert á landinu Tölvuskóli Suðurnesja Annað nám á haustönn Námsbrautir: • Tölvu og markaðsnám • Skrifstofu og tölvunám • Vefsíðugerð I • Vefsíðugerð II Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna: • Word • Excel • Outlook • PowerPoint • Publisher • FrontPage • Access • Lotus Notes • Photoshop • Dreamweaver • Flash • Meðferð stafrænna mynda • Myndbandavinnsla fyrir heimilið Hótel Keflavík býður utanbæjar þátttakendum einstaklega hagstæða gistingu Hafnargötu 51 - 55 • Reykjanesbæ  Öllum þeim mörgu, sem heiðruðu mig og glöddu á 90 ára afmæli mínu 5. ágúst síðast- liðinn þakka ég af alhug. Guð blessi ykkur öll. Arnór Aðalsteinn Guðlaugsson, Digranesheiði 5, Kópavogi. MEÐAL Íslendinga er löng venja fyrir því að trúa öllu sem kemur fram í fréttum. Átökin milli Ísraels- og Palest- ínumanna hafa þar ver- ið fyrirferðarmikil. Í tengslum við frásagnir af atvikum hafa frétta- stofur landsins oft haft viðtöl og flutt frásagnir Íslendinga sem lýsa viðburðum og skoðun- um sínum á ástandinu. Hversdagslegt er orðið að heyra frásagnir fé- laga í Vinafélagi Pal- estínu á Íslandi, en hópurinn aðhyllist sjónarmið annars aðilans og leitast við vinna málstað hans fylgi og stuðning. Einnig bregður fyrir viðtölum við starfs- menn Hjálparstofnunar kirkjunnar, fulltrúa Þjóðkirkjunnar, íslenska hjálparstarfsmenn í Palestínu og ný- lega var sagt ítarlega frá fjölmennri ferð utanríkisráðherra og starfs- manna hans til Ísrael. Það skal því engan undra þótt fólkið í landinu telji sig hafa heilsteypta og heiðar- lega mynd af ástandinu á svæðinu og góða innsýn í aðferðir og fram- komu stríðenda. Fjöldi fallinna! Nýlega kom fram í fréttum að u.þ.b. 1.800 Palestínumenn hefðu fallið í átökunum, sem hófust í sept- ember árið 2000 og væru þeir þre- falt fleiri en myrtir Ísraelsmenn. Í úttekt „International Policy for Counter-Terrorism“ (ITC) kemur fram að Palestínumenn hafa sjálfir myrt 185 menn af hin- um föllnu. Jafnframt kemur fram í skýrsl- unni að mikill meiri- hluti fallinna Palest- ínumanna væru stríðs- menn. Af u.þ.b. 800 Ísraelsmönnum sem myrtir hafa verið í stríðinu væru a.m.k. 80% þeirra almennir borgarar, þar af 30% konur og að yfir 2.000 Ísraelar liggja limlest- ir efir sjálfsmorðsárás- ir Palestínumanna á almenna borgara. Margt af því fólki mun verða rúmliggjandi allt sitt líf. 5.000 myrtir í Jenin? Frásagnir af innrás Ísraelsmanna í borgina Jenin á Vesturbakkanum vöktu hörð viðbrögð. Féllu stór orð um ofbeldi Ísraelsmanna og fjölda látinna. Þegar mest gekk á í frétta- flutningi af atburðarásinni var talað um að allt að 5.000 Palestínumenn hefðu fallið í innrásinni. Íslenskir hjálparstarfsmenn í Palestínu lýstu ástandinu í löngum og mörgum fréttasamtölum við íslenskar frétta- stofur. Drógu þeir ekki af sér að lýsa grimmdarverkum hermanna Ísr- aels. Íslenskur prestur sem kom til Jenin, sem formaður Mannréttinda- nefndar alþjóða Lúterska heims- sambandsins átti varla orð til að lýsa ástandinu og eyðileggingunni. Lýs- ingar þessara aðila gáfu tilefni til að halda að sjaldgæf voðaverk hefðu verið framin. Síðan hefur komið í ljós að 52 palestínumenn fórust og reyndust flestir þeirra vera með vopn. Ísraelsmenn segja innrásina hafa heppnast vel í þeim tilgangi að uppræta hryðjuverk. Þeir hafi flutt marga bílfarma af vopnum og sprengiefni úr geymslum í bílskúr- um og kjöllurum frá svæðinu sem þeir jöfnuðu við jörðu í Jenin. Er friðarvilji forystumanna Palestínumanna einlægur? Dennis B. Ross, sendiherra, var formaður samninganefndar Banda- ríkjanna í friðarviðræðum um Mið- Austurlönd í stjórnartíð Clintons og George Bush eldri. Í grein sem hann skrifaði fyrr á þessu ári og vakti verðskuldaða athygli segir hann meðal annars um þetta atriði: „2. Bandaríkin tóku ákvörðun 1993 um að eiga viðræður beint við formann Arafat, sem hluta af Óslóar samkomulaginu, þegar og eftir að hann formlega samþykkti að hafna hryðjuverkum, hét að aga og refsa hverjum Palestínumanni sem efndi til óspekta og leysa árekstra með friði. Palestínumenn, Ísraelar, Bandaríkjamenn, Egyptar, Saudi- Arabar og aðrir leiðtogar Araba- ríkja deildu sameiginlega þeirri trú sinni að Arafat vildi frið við Ísrael. Samt undirbjó Arafat aldrei almenn- ing undir að samkomulagið yrði málamiðlun þar sem báðir aðilar hefðu slakað á ýtrustu kröfum sín- um. Hann lét sem friðarviðræðurnar færðu Palestínumönnum það sem þeir hefðu alltaf viljað- og gaf í skyn að gripið yrði til vopna ef ekki næð- ist fram það takmark. Jafnvel með- an allt lék í lyndi talaði Arafat við Palestínumenn um hvernig barátt- an, ,,Jihad“ (heilagt stríð) mundi leiða þá til Jerúsalem. Í friðarvið- ræðunum í desember 2000 með Clinton, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna, féll Arafat hryggilega á prófinu. Þá hafnaði hann friði. Dennis Ross segir að hann sjái enginn merki þess að Arafat hafi breyst og sé nú tilbúinn að gera tímamóta samkomulag um frið við Ísraelsmenn. Arafat hefur aldrei gert raunverulega tilraun til að út- skýra fyrir sínu fólki hvað Palest- ínuönnum var boðið í samningaferl- inu með Clinton. Samningur sem fært hefði Palest- ínumönnum sjálfstætt ríki, 97% af Vesturbakkanum, Gazasvæðið, gert austurhluta Jerúsalem að höfuðborg ríkisins og gefið Palestínskum flóttamönnum fullt frelsi til að flytja á landsvæði fráskilið sem hluti af nýju ríki Palestínumanna. Dennis segist aldrei hafa hitt Arabískan leiðtoga sem treysti Arafat eða hafi yfirleitt nokkuð gott um hann að segja. Nánast allir leiðtogar Araba hafa sömu sögu að segja um hvernig Arafat hafi viljandi villt þeim sýn eða svikið þá. Allir leiðtogar Araba létu í ljós þá skoðun sína á að frið- aráætlun Clintons hefði verið tíma- móta-tillaga. Hann dregur heldur ekki dul á að hann telji að Arafat geti, ef hann vilji, barið niður hryðjuverk og of- beldi. Það hafi hann sýnt og sannað 1996 þegar hann braut niður and- stöðu Hamas samtakanna og hélt niðri hryðjuverkastarfsemi þeirra til ársins 2000. Palestínumenn verða að taka ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin verkum. Raunverulegur friður veltur ekki minnst á því hvort að yf- irvöld í Palestínu taki upp heiðarlegt og falslaust samband við sitt fólk og æxli ábyrgð og standi af heilindum við umdeildar ákvarðanir og samn- inga sem gera verður“, segir Dennis Ross að lokum í grein sinni. Arafat verður að víkja Í lok júní ávarpaði Georg W. Bush, forseti Bandaríkjanna, þjóð sína í afdrifaríkri ræðu þar sem hann skorar á Palestínumenn að velja sér nýja leiðtoga. Hann hvatti Palestínsku þjóðina til að velja lýð- ræði og hafna einræði. Bush var harðorður gagnvart leiðtoga Palest- ínumanna er hann sagði: „Núverandi stjórnendur eru hvetjandi um hryðjuverk, í stað þess að berjast á móti þeim. Sjálfstætt ríki Palestínu verður aldrei skapað með hryðjuverkum. Það er óverj- andi að Palestínumenn lifi við eymd og einangrun við úrelt efnahagskerfi sem stýrt er af spilltum embættis- mönnum. Allir sem fylgst hafa með málefnum Mið-Austurlanda gera sér grein fyrir að friðarferlið hefur tekið stórt skref til baka. Þjálfaðir og ein- beittir morðingjar hafa stöðvað það. Verði breytingar í forystu Palest- ínumanna eru Bandaríkin, Evrópu- sambandið, Arabaríkin, Alþjóða- bankinn ásamt alþjóða samfélaginu tilbúin að leggja sinn stuðning fram við að koma á stofnun sjálfstæðs rík- is, raunverulegu lýðræði og traustu efnahagskerfi. 3. Hið nýja ríki gæti risið hratt og lifað í sátt, öryggi og friði við ná- granna sína Ísrael, Jórdaníu og Egyptaland“, sagði Bush ávarpinu. Ekki voru allir sammála ummæl- um Bush. Utanríkisráðherra Íslands lýsti sig undrandi á ræðunni. Hann sagði Arafat réttkjörinn leiðtoga Palestínumanna á sjálfstjórnar- svæðunum. Frjáls af skoðunum og viðhorfum þjóðarleiðtoga annarra ríkja ætti hann að leiða samninga- viðræður um velferð og framtíð Pal- estínumanna á svæðinu. Mátti skilja orð hans þannig að hann teldi Bush með ræðu sinni kalla fram aukin ófrið og grimmdarverk. Ekki áttuðu allir sig á þessum afskiptum utan- ríkisráðherra af sjónarmiðum Bandaríkjaforseta. Vera má að þetta viðhorf hans tengdist opinberri heimsókn hans og fylgdarliðs til Ísr- ael í byrjun júní sl. Mörgum var brugðið þegar myndir frá heimsókn- inni birtust með utanríkisráðherra Íslands og Arafat í faðmlögum og leiðast sem fóstbræður. Víst er að margir telja Arafat einn öflugasta núlifandi hryðjuverkamanninn og helstu hindrun fyrir friði í Mið-Aust- urlöndum. Frá því utanríkisráð- herra veiti félaga Arafat þessa stuðningsyfirlýsingu hafa hins vegar margir þjóðarleiðtogar tekið undir skoðanir Bush um nauðsyn leiðtoga- skipta, þ.á.m. leiðtogar Arabaríkja. Alið á hatri Í Morgunblaðinu 16. júlí sl. birtist grein eftir Björk Vilhelmsdóttur, ferðamann, sem dvaldi fyrir skömmu í Jerúsalem. Hún segist hafa heimsótt Gazasvæðið og borg- irnar Ramallah og Betlehem í ferð- inni. Í greininni elur hún á hatri og andúð á Gyðingum og Ísraelsmönn- um. Hún nefnir til sögunnar biðraðir sem mynduðust við varðstöðvar milli svæða Ísraels- og Palestínu- manna og það sem hún segir einu landamærastöðina til Jórdaníu þ.e. Allenby-brúna yfir Jórdaná. Sjálf- sagt er það vanþekking ferðamanns- ins, en landamærastöðvar til Jórd- aníu er þrjár. Til viðbótar Allen- by-brúnni er landmærastöð við Husein-brúna og við borgina Eilad við Aqabaflóann. Það skiptir máli þegar rætt er um varðstöðvar og landamæravörslu á þessum stað að yfir 50 sjálfsmorðs- árásir hafa verið gerðar á saklausa borgara í Ísrael, frá síðustu áramót- um, af fólki sem farið hefur í gegn um þessar varðstöðvar. Það á líka við í þessu sambandi að nefna að landamærin við Jórdaníu er varin af bæði Ísraels- og Jórdaníumönnum. Jórdaníumenn eru einnig afar var- kárir í þessum efnum. Það flýtir heldur ekki fyrir landmæraeftirliti að flestir Palestínumenn eru vega- bréfslausir og verða að ganga frá sérstökum áritunum við landamæra- stöðvarnar í hverju tilfelli. Hryggilegast við þessi greinar- skrif ferðamannsins er frásögnin þegar hún segir: „Ég spjallaði og hló með strákunum sem voru að koma frá því kasta steinum ...“ Flestum sem fylgjast með þessum málefnum er ekki hlátur í huga, þegar börn og unglingar eru notuð til að kasta steinum að Ísraelsmönnum og stuðla þannig að áframhaldi fjand- skap, ófriði og óvild. BARÁTTAN UM ÍSRAEL Ómar Kristjánsson Frá því utanríkisráð- herra veiti félaga Arafat þessa stuðningsyfirlýs- ingu, segir Ómar Krist- jánsson, hafa hins vegar margir þjóðarleiðtogar tekið undir skoðanir Bush um nauðsyn leið- togaskipta, þ.á m. leið- togar Arabaríkja. Höfundur er stjórnarmaður í KFUM og K í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.