Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 37
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 37
upp úr ísnum – milli Hvalfjarðar og
Borgarfjarðar, á Vestfjörðum, á
Tröllaskaga og á Austfjörðum. Hann
taldi að á ísöld hafi Vestfjörðum svip-
að til SA-hluta Vatnajökuls nú. Guð-
mundur Kjartansson (1943) og
Trausti Einarsson (1942) færðu
sömuleiðis rök að því að hlutar lands-
ins hefðu verið íslausir á síðasta jök-
ulskeiði. Sænski skordýrafræðingur-
inn Lindroth varð fyrstur
líffræðinga til að lýsa því (1931) að
fjöldi skordýrategunda hljóti að hafa
lifað af ísöldina, og danski grasa-
fræðingurinn Gelting (1934) taldi
einsýnt að á Íslandi, ekki síst Trölla-
skaga, hafi gróður getað lifað af, því
þar sé að finna fjölda tegunda sem
hvergi finnist annars staðar á land-
inu, auk þess sem grænlenskar teg-
undir séu algengari þar en annars
staðar.
Fyrst skrifaði Steindór um þetta
efni í Náttúrufræðinginn 1937, en
kemur síðan aftur og aftur að því í
ritum sínum. Hann hafði fljótlega
veitt því athygli eftir að hann fór að
rannsaka hálendisgróður landsins að
flestar hinna óalgengari tegunda eru
ýmist einskorðaðar við tiltekin
svæði, eða virðast hafa dreifst út frá
þeim. Svæði þessi reyndust í aðal-
atriðum vera hin sömu og Sigurður
Þórarinsson taldi hafa verið íslaus.
Eftir því sem árin liðu renndu frek-
ari rannsóknir Steindórs stoðum
undir þessa niðurstöðu, sem loks var
tekin saman í ofangreindu 150 blað-
síðna riti (1962). Mun það rit vera
óbrotgjarnt framlag til þessara
fræða eins og Hákon Bjarnason
spáði, þótt enn séu skiptar skoðanir
um uppruna íslensku flórunnar – til
dæmis ritaði Sturla Friðriksson
grein Um aðflutning íslensku flór-
unnar í Náttúrufræðinginn 1962 þar
sem haldið er fram gagnstæðri nið-
urstöðu. Skömmu síðar gaus Surts-
ey, og landnám lífsins þar með fugl-
um og sjávarstraumum þykir
merkilegt rannsóknarefni.
Kenningar koma og kenningar
fara, en réttar athuganir standast
óhaggaðar tímans tönn. Af því tagi
eru viðamiklar athuganir Steindórs
Steindórssonar á flóru Íslands, ára-
tuga eljuverk glöggs og hugkvæms
náttúrufræðings. Meðal „aukaaf-
urða“ þeirra miklu ferðalaga og
rannsókna má telja yfirlitsritið Gróð-
ur á Íslandi (Almenna bókafélagið,
1964), Skrá um gróðurhverfi (1974),
Íslensk plöntunöfn (1978), Landið
þitt (upphaflega með Þorsteini Jós-
epssyni: Örn og Örlygur, 1966, 1980),
og Vegahandbókina í framhaldi af
því.
Flokkunarlykill Steindórs og skil-
greining gróðurhverfa, sem hann tók
fyrst upp við rannsóknir sínar á
svæði Flóaáveitunnar og þróaði síð-
an áfram, sjálfur og ásamt Birni Jó-
hannessyni og Ingva Þorsteinssyni
til nota við gróðurkortagerðina, voru
brautryðjandaverk. Auk þess mark-
aði hann með þessari vinnu upphaf
vistfræðirannsókna hér á landi.
Steindór markaði því djúp spor í ís-
lenskri náttúrufræði, spor sem ekki
hefur fennt í svo merkt verði á 100
ára afmæli hans.
Sjálfur hitti ég Steindór Stein-
dórsson aðeins einu sinni, á Akureyri
árið 1991. Þar var þá haldin vegg-
spjaldasýning um Alfred Wegener
og ég flutti erindi. Þrettán sóttu
samkomuna, og var Steindór þeirra
á meðal, þá orðinn blindur. Hann var
áhugasamur mjög og léttur í máli,
fjölfróður og minnugur.
Um kvöldið var samkvæmi hjá
Haraldi Bessasyni og frú hans þar
sem Steindór var hrókur alls fagn-
aðar. Þar spurði ég hann um fram-
hald bókar hans um íslenska nátt-
úrufræðinga og bauð fram aðstoð
mína við það verk, en Steindór hafn-
aði því eins og fyrr sagði – treysti
engum til þess nema sjálfum sér.
Því miður tók hann mikið með sér í
gröfina þótt fáir stæðu honum á
sporði á ritvellinum, ævinlega trúr
ráðum velunnara síns Guðmundar G.
Bárðarsonar.
Steindór Steindórsson var kjörinn
félagi í Vísindafélagi Íslendinga 1941
og heiðursdoktor við Háskóla Ís-
lands 1981.
Sigurður Steinþórsson,
prófessor við Háskóla Íslands
og fyrrverandi forseti
Vísindafélags Íslendinga.
Hallgrímskirkja: Sumarkvöld við orgelið.
Tónleikar kl. 20. Susan Landale frá Frakk-
landi leikur.
Neskirkja: Leikja- og ævintýranámseið
Neskirkju 12.–16. ágúst frá kl. 13–17.
Skráning í síma 511 1560.
Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahóp-
ur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla
virka daga frá kl. 09–17 í síma 587-9070.
Laugarneskirkja. Mánudagur kl. 18. fram-
haldshópur í 12 sporastarfinu kemur sam-
an. Margrét Scheving hefur umsjón.
Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon-fund-
ur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánu-
dagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag
kl. 19.30.
Landakirkja. Kl. 20 kvöldguðsþjónusta að
kvöldi dags. Ath. breyttan tíma.
Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára
5 kl. 16.30. Allir velkomnir.
Íslenska kristskirkjan. Samkoma kl. 20.
Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram
talar um efnið: Hvernig á að sigrast á dep-
urð og svartsýni.
KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma
sunnudag kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir
talar. Bænastund fyrir samkomu kl.
13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla
fyrir 1–7 ára börn. Þriðjud.: Bænastund kl.
20.30. Miðvikud.: Samverustund unga
fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og Orð
Guðs rætt. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjunni á Akureyri. Sam-
koma kl 20. Yngvi Rafn Yngvason predik-
ar. Lofgjörð og fyrirbænaþjónusta.
Safnaðarstarf
Vorum að fá í sölu mjög fallega hæð ásamt risi í þessu virðulega húsi. Húsið er
tvibýlishús sem reist var árið 1902 við Hverfisgötuna en flutt árið 1989 yfir á
lóð við Bergstaðastræti og var húsið þá allt standsett af fagmönnum. Sérinn-
gangur er í íbúðina en íbúðin sjálf er um 80 fm að stærð og skiptist í tvær sam-
liggjandi stofur, svefnherbergi, baðherbergi, vinnuherbergi (svefnherbergi), eld-
hús og risloft. Úr holinu er gengið upp nokkur þrep út á svalir með útsýni til
vesturs yfir borgina. Íbúðinni hefur verið vel við haldið og til að mynda eru
lagnir hússins frá árinu 1989 og því sérstakt að svo gamalt hús státi af nýlögð-
um grunnlögnum með tilliti til aldurs. Þetta er eign sem vert er að skoða.
BERGSTAÐASTRÆTI -
GLÆSIÍBÚÐ Í VIRÐULEGU HÚSI
www.holtfasteign.is
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði EFSTASUND - RVÍK Nýkomið í sölu á
þessum góða stað mjög góð efri hæð og ris ásamt
íbúð í bílskúr, samtals 170 fm. 5 herb. Yfirbyggðar
sólsvalir. Fallegur garður. Verð 17,9 millj. 82235
LINDASMÁRI - KÓP. - PENTHOUSE
Vorum að fá í sölu á þessum góða stað stórglæsil.
165 fm íbúð á tveimur hæðum. Eignin er mjög
smekklega innréttuð með fallegum innréttingum og
gólfefnum. Góð lofthæð. 3-5 svefnherb. Stutt í alla
þjónustu. Eign fyrir vandláta. Skipti mögul. Áhv.
húsbr. 6,7 millj. Verð 17,9 millj. Laus strax.
BLÁSALIR - KÓP. - SÉRH. Nýkomin í
einkas. á þessum góða stað mjög falleg 125 fm efri
hæð í fjórbýli ásamt 34 fm góðum bílskúr. Glæsil.
innréttingar og gólfefni. Sérinng. Frábær staðs.
Ákv. sala. 91912
LÆKJASMÁRI - KÓP.- M. BÍLSKÝLI
Nýkomin í einkas. sérl. falleg 95 fm íb. á efri hæð í
góðu fjórb. auk sérstæðis í bílskýli. Sérinng. Rúm-
góð herb. Parket og flísar. Fráb. staðs. á rólegum
stað. Áhv. húsbr. 7 millj. Verð 14,9 millj. 90434
VESTURGATA - RVÍK - SÉRH. Vorum
að fá í sölu 112 fm íb., efri hæð í tvíb. Eign sem
býður upp á mikla möguleika, t.d. leigutekjur. 3
svefnherbergi. Aukaherbergi á neðri hæð. Sérinng.
Ákv. sala. Verð 12,4 millj. 90792
REYKÁS - RVÍK Nýkomin á þessum fráb. út-
sýnisstað mjög falleg 96 fm íb. á 2 hæðum. Falleg-
ar innr. Merbau-parket. Þvotth. í íb. Ákv. sala. Laus
strax. Verð 13,5 millj.
HJALTABAKKI - RVÍK Nýkomin í einkas.
mjög skemmtil. 73 fm íbúð á 2. hæð í nýmáluðu
fjölb. Tvö herb. (eitt stórt á teikningu). Parket. Nýj-
ar innnr. Verð 8,5 millj. 82983
ÁLFAHEIÐI - KÓP. Nýkomin í einkas. á
þessum fráb. útsýnisstað mjög falleg 63 fm íbúð á
1. hæð í góðu hirtu fjölb. Fallegar innr. Parket og
flísar. Fráb. staðs. Verð 10,5 millj. 91151
REKAGRANDI - RVÍK
Nýkomin í einkas. á þessum fráb. stað falleg 53 fm
íb. á 2. hæð í fallegu nýmáluðu fjölb. Sérstæði í
góðu bílskýli. Áhv. 4,7 millj. Verð 9,3 millj. 91479
ÁLFAHEIÐI - KÓP. - 2JA Nýkomin í
einkasölu glæsil. 62 fm endaíbúð á annarri hæð
(efstu) í klasahúsi. Parket. Vandaðar innréttingar.
Suðursvalir. Tvær íbúðir í stigagangi. Frábær stað-
setning í suðurhlíðum Kópavogs. Góð eign. Áhv.
byggingarsj. ca 5 millj. Verð 10,5 millj. 91561
ÁSVALLAGATA - RVÍK
Nýkomin í einkas. skemmtil. ca 75 fm íb. (kjallari)
m. sérinng. í glæsil., virðulegu þríbýli. Mjög fallegur
garður. Frábær staðs., örstutt frá miðbænum. Áhv.
húsbr. Verð 11,6 millj. 91649
ÞRASTARÁS - HF. - NÝTT FJÖLBÝLI
Nýkomnar í sölu á þessum frábæra útsýnis-
stað vel skipulagðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja
íbúðir (með bílskúr) í 12 íbúða, klæddu, litlu
fjölbýli. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólf-
efna í des. 2002. Tvennar svalir. Sérinng. Ein-
stakt útsýni. Traustur verktaki. Teiknað af Sig-
urði Þorvarðarsyni. Nánari uppl. og teikn. á
skrifstofu Hraunhamars.
SVÖLUÁS - HF. - EINB. - GLÆSILEGT
Nýkomið glæsil. nýtt einb. m. innb. bílskúr
samtals ca 240 fm. Fráb. útsýni og staðs. Hús-
ið selst uppsteypt. Arkitektateiknað. Til afh.
strax. Verð 15,3 millj.
Opið hús í dag milli kl. 14 og 17
Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050
www.hofdi.is
Í dag býðst þér og þínum að skoða
þetta fallega 117 fm. einbýli, sem er
á einni hæð og er húsið í botnlanga.
Óbyggt svæði er við húsið. Húsið
skiptist m.a. í þrjú herbergi, tvær
stofur, eldhús og bað. Byggingar-
réttur er við húsið fyrir stækkun og
bílskúr. Húsið stendur á 746 fm. lóð
Verð 15,9 mill.
SIGURJÓN TEKUR VEL Á MÓTI YKKUR.
Einarsnes 33 - Skerjafirði
ÓLAFSGEISLI TIL SÝNIS Í DAG
Í dag milli kl: 13:00 og 15:00 kynnum við glæsilegar sérhæðir í húsunum nr. 20 til 28
við Ólafsgeisla. Öll húsin er tvíbýlishús og eru byggð á einhverjum fallegasta bygg-
ingastað í Reykjavík, með óviðjafnanlegt útsýni yfir Reykjavík og golfvöllinn í Grafar-
holti. Íbúðarflötur er frá uþb. 150 -250 fm, geymslur uþb. 25 fm og innbyggður bílskúr
uþb. 25 fm. Hér býðst þér að búa í næsta nágrenni við ósnorta náttúru í glæsilegu og
nútímalega hönnuðu húsnæði. Húsin afhendast fullbúin að utan en að innan geta
íbúðirnar afhendst fokheld að innan eða lengra komin eftir samkomulagi.
Ólafsgeislinn er gullmolinn í Grafarholtinu, staðsettur sunnan- og sólar-
megin í holtinu. Sjón er sögur ríkari.
HLÍÐARHJALLI KÓPAVOGI
Glæsilegt 212 fm einbýli á 2 hæðum með innb. bílskúr. Einstaklega vel
skipulagt hús sem er mjög vel staðsett neðan við götu. 5 svefnherb.Mikið
endurnýjað hús m.a. nýtt eldhús og massivt parket. Stór sólpallur með heit-
um potti. Fallegt útsýni. Verð 35 milljónir. Sjá 46 myndir á netinu
Opið hús - Móabarð 30b
Híbýli fasteignasala, Suðurgötu 7, símar 585 8800 og 864 8800.
Mjög snyrtilegt og vel staðsett ein-
lyft einbýlishús með fjórum svefn-
herbergjum. Nýleg eldhúsinnrétt-
ing. Húsið er klætt að utan. Mjög
fallegur gróinn garður. Fallegt út-
sýni. Bílskúr. Mjög góð langtímalán
áhvílandi.
Sigrún og Finnbogi sýna húsið frá kl. 14 til 16 í dag.
Viltu léttast
um 1-4 kíló á viku
Símar 557 5446 og 892 1739
Hárlos
það er óþarfi
Þumalína, Skólavörðustíg 41