Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 39 . Hannes Jóna Pétur Sæberg Við skoðum og verðmetum samdægurs. Kannaðu málið, það kostar ekkert. Fasteignamarkaðurinn er nú með líflegasta móti og eftirspurn mikil. Ef þú ert í söluhugleiðingum, hafðu þá samband og við munum aðstoða þig. ÞEKKING • ÖRYGGI • ÞJÓNUSTA Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteigna- og skipasali Sími 588 55 30 Fax 588 55 40 Netfang: berg@berg.is Heimasíða: www.berg.is Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 9-17 Eigendur fasteigna athugið! Hús á mynd er m. steinklæðningu. Hús þetta er 151 fm (125+26 fm bílsk.) íslenskt timbureiningahús. Efni í fokh. hús m. stand. vatnsklæðningu afhendist í gámi tilbúið til uppsetningar á höfuðborgarsvæðinu. Reisingartími er um 10 dagar. Kr. 5.600.000  Lækkaðu byggingarkostnaðinn!  Styttu byggingartímann! sphönnun húseiningar, Dalvegi 16b, 200 Kópavogi, sími 564 6161, netfang: spdesign@mmedia.is Mjög vel staðsett, rótgróin og fullbúin hárgreiðslustofa (4 stólar) með góða og jafna viðskiptavild til sölu. Stofan er í 65 fm leiguhúsnæði. Hér er gott tækifæri fyrir athafnafólk að ganga beint inní reksturinn. Stofan býður upp á mikla möguleika fyrir duglega aðila. Mjög hagstætt verð og kjör. Frekari upplýsingar gefur Björgvin í síma 595 9012. Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is - www.holl.is Hárgreiðslustofa í miðborginni Til sölu lítil ferðaskrifstofa með B-leyfi. Sérstök áhersla er lögð á per- sónulega þjónustu, hálandaferðir og sérútfærðar ævintýraferðir fyrir er- lenda sem og innlenda ferðamenn. Fullbúinn ofur-jeppi, bókaðar ferðir og búnaður til rekstrarins fylgja með svo sem tölvur, heimasíður, áætlan- ir, viðskiptavinir og viðskiptasambönd. Hér er frábært tækifæri fyrir at- hafnasaman einstakling eða samhenta fjölskyldu. Hagstæð langtímalán getur fylgt rekstrinum. Mikil og markviss markaðssetning hefur verið unnin að undanförnu. – Ferðaskrifstofa með sérstöðu. Frekari upplýsingar gefur Björgvin í síma 595 9012 Ævintýraferðir - ferðaiðnaður! BYKO hf. hefur afhent Krabba- meinsfélagi Íslands eina milljón króna í tilefni af 40 ára afmæli fyr- irtækisins. Gjöfin er til minningar um stofnendurna, Guðmund H. Jóns- son verslunarmann og síðar forstjóra og Hjalta Bjarnason byggingameist- ara, en þeir eru báðir látnir. Guðmundur og Hjalti stofnuðu Byggingavöruverslun Kópavogs 14. júní 1962 og opnuðu verslun í 135 fermetra húsnæði við Kársnesbraut. Nú er starfsemi BYKO á mörgum stöðum á landinu, í húsnæði sem skiptir tugum þúsunda fermetra. Einnig hefur fyrirtækið verið að hasla sér völl erlendis og rekur timb- urvinnslu í Lettlandi. Í frétt frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að félagið meti mikils þessa höfðinglegu gjöf sem kemur að góðum notum í fjölþættu starfi fé- lagsins í almannaþágu. BYKO gefur Krabbameins- félaginu eina milljón Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, afhendir Sigurði Björnssyni, for- manni Krabbameinsfélags Íslands, og Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra fé- lagsins, einnar milljónar króna gjöf í tilefni af 40 ára afmæli BYKO. SJÓBLEIKJUVEIÐI hefur víða verið góð, en sums staðar hefur bleikjan annaðhvort verið sein fyrir eða hana beinlínis vantað. Þetta er afar breytilegt, ár fyrir vestan hafa t.d. verið mjög líflegar, t.d. Skálmardalsá þar sem sum hollin voru að fá 30 til 40 fiska og missa mikið, eftir miðjan júlí. Góð skot voru einnig í Gufudalsá og sunnar, í Dölunum, hefur sannar- lega verið góð veiði í Hvolsá og Staðarhólsá þótt ekki séu tölur fyr- irliggjandi. Norðanlands er þó sums staðar daufara yfir vötnum. Gæðum heimsins er misskipt á silunga- svæði Vatnsdalsár, en Ragnar bóndi á Bakka í Víðidal sagði bleikjuveiði í Víðidalsá hafa verið mun lakari en menn eiga að venjast á þeim bæ. Hann talaði um „skot“ þegar einhverjir tveir á silunga- svæði árinnar fengu 10 fiska einn daginn. Mikinn fisk var þó að sjá í Hópinu í júní og snemma í júlí og því kemur fiskleysið dálítið á óvart. Mikið er um það talað meðal norðlenskra veiðimanna að Eyja- fjarðará sé „hrunin“, þar séu menn að fá mest 10 til 12 fiska á dag en ekki 30 til 50 þeg- ar best hefur látið. Nú er kominn sá tími sumars að bleikjan á að vera byrjuð að ganga af mikl- um krafti og því er uggur í mönn- um að göngur og veiði þetta árið verði með minnsta móti. Á sama tíma hefur glæðst nokk- uð í Hörgá, en besta hrotan sem frést hefur af úr þeirri á er 19 fisk- ar á einum degi, sem flestir veidd- ust í Bægisárhyl, sem mun vera einn besti veiðistaðurinn í ánni. Sjóbleikjuveiði víða slök Sigurður Árni Sigurðs- son fylgist með Jökli syni sínum, 9 ára, þreyta 2,5 punda bleikju í Skálmar- dalsá. Morgunblaðið/Einar Falur Jökull Sigurðsson sýnir fluguna Gull-Rófu sem hann bjó til og hnýtti og gaf honum stærstu sjóbleikjuna í 36 fiska holli í Skálmardalsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? SAMKVÆMT nýlegu áliti nefndar sem starfar á grundvelli 27. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gerði ríkislögreglustjóri rétt í því að víkja aðalvarðstjóra hjá rík- islögreglustjóra tímabundið úr starfi vegna rannsóknar á meintu umferð- arlagabroti hans. Grunur er um að hann hafi notað einkabifreið sína með áfestum skráningarmerkjum þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið tekin af skrá og þannig hafi hann komið sér undan greiðslu tryggingariðgjalda og annarra gjalda. Aðalvarðstjórinn, sem starfaði um nokkurra mánaða skeið í umferðar- deild ríkislögreglustjóra, var stöðv- aður við venjulegt eftirlit lögreglunn- ar í Reykjavík 25. janúar sl. og kom þá í ljós að skráningarmerkin höfðu verið lögð inn hjá Frumherja hf. á Hvolsvelli um miðjan desember 2001. Þegar starfsmaður Frumherja var yfirheyrður sagði hann að lögreglu- maðurinn hefði verið staddur í Reykjavík þegar hann óskaði eftir innlögninni. Hafi lögreglumaðurinn lofað að koma skráningarmerkjunum til Frumherja innan nokkurra daga en ekki hafi orðið af því. Einnig kom í ljós að hann hafði tekið bifreið konu sinnar af skrá með sama hætti rúmu ári áður. Báðar bifreiðirnar voru skráðar á eiginkonu lögreglumanns- ins en nefndin telur það ekki breyta því að hann hagnýtti þær sjálfur og var stöðvaður á annarri þeirra. Í lok febrúar var honum vikið tímabundið úr starfi og telur nefndin að ríkislögreglustjóri hafi gert rétt í að víkja honum frá. Telur hún að brotin, sem aðalvarðstjórinn er grun- aður um, séu ósamboðin lögreglu- manni. „Í ljósi starfssviðs [lögreglu- mannsins] á vettvangi umferðarmála og sérþekkingar hans á reglum um bifreiðaskráningar væru slík brot sérlega alvarleg,“ segir í álitinu. „Að mati nefndarinnar eru brotin [...], ef sönn reyndust, svo alvarleg að hann teldist ekki lengur verður eða hæfur til að vera lögreglumaður, sbr. 68 gr. alm. hgl.“ Lögreglurannsókn á mál- inu heldur áfram hjá lögreglunni í Reykjavík. Vék aðalvarðstjóra réttilega frá störfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.