Morgunblaðið - 11.08.2002, Side 42

Morgunblaðið - 11.08.2002, Side 42
42 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                         !        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SÍÐAST þegar ég vissi mældist Norðurland frá Hrútafjarðarbotni í vestri til Langaness í austri og grunar mig að þeir sem þar búa telj- ist flestir Norðlendingar. Allt er þó breytingum háð. Sveitarstjórinn á Akureyri og frú iðnaðarráðherra eru líka svo viss á því að Norðurland sé aðeins Eyjafjörður og þar með líka að Eyfirðingar einir séu Norð- lendingar að mig hlýtur hreinlega að misminna – og hvaða vit ætli maður hafi svo sem á landafræði? Tilefni þessa pistils er orðaleikur í Kastljósi Sjónvarpsins og öðrum fjölmiðlum milli áðurnefndra stjórn- málamanna sem telja að nú sé tími kominn fyrir stóriðju á Norðurlandi. Ómögulegt var að skilja orð þeirra á þann hátt að þetta ágæta fólk hefði t.d. Norðurland vestra í huga. Ég veit ekki til þess að þau hafi sýnt ná- grönnum sínum í vestri nokkurn áhuga, hvorki í stóriðjumálum né öðrum málum sem til samstarfs má horfa í byggðamálum. Þó má þetta vera vitleysa hjá mér rétt eins og landafræðin, því hvað veit maður svo sem um stjórnmál? Rétt eins og skurður skerst Eyja- fjörður inn í mitt Norðurland og skiptir því í tvennt. Oft er uppgröft- ur á skurðarbökkum og sé myndlík- ingunni haldið áfram má segja að þannig sé því farið með Eyjafjörð beggja vegna. Þar eru mikil fjöll og torleiði og með sanni hægt að segja að fjörðurinn frægi sé nokkuð af- skekktur. Það tíðkast enda harla lít- ið að Skagfirðingar fari í kaupstað til Akureyrar. Þurfi þeir einhvers með utan Sauðárkróks, fara þeir einfaldlega til Reykjavíkur. Sama má segja með Húnvetninga, ef Skagaströnd, Blönduós og Hvammstangi duga ekki er greið leið til Reykjavíkur. Af þessu má sjá að Akureyri er því síður en svo höf- uðstaður Norðurlands þó mörgum sé tamt að tuða á því. Áðurnefndir bæir á Norðurlandi vestra tóku sig til í byrjun vors og gerðu markvissar tillögur í byggða- málum í stað þess að gagnrýna frumvarp iðnaðarráðherra til laga í sama málaflokki. Meðal annars var stungið upp á því að gerð væru jarð- göng undir Tröllaskaga sem tengdu saman byggðir á Norðurlandi vestra og Eyjafjörð. Gríðarleg samlegðar- áhrif hljóta að verða til með góðum og greiðum samgöngum, nefna má í menntamálum, atvinnumálum, ferðamálum, menningarmálum og heilbrigðismálum jafnt í Eyjafirði sem Skagafirði og enn vestar. Við- brögð við tillögunum hafa látið á sér standa hjá eyfirskum Norðlending- um, stjórnmálamönnum sem öðrum. Eyfirðingum ætti að muna um áhrif af rúmlega 8.000 manna byggðar- lögum, nema því aðeins að þau telj- ist ekki til Norðurlands. Taka má þá undir með skáldinu sem að nóttu reikaði um eyðisand og syrgði horfið Norðurland. SIGURÐUR SIGURÐARSON, atvinnuráðgjafi hjá Iðnþróunarfélagi Norðurlands. … nú er horfið Norðurland Frá Sigurði Sigurðarsyni: FYRIR skemmstu höfnuðu Írar því í þjóðaratkvæðagreiðslu að Evrópu- sambandið yrði stækkað til austurs eins og til hefur staðið. Fyrir at- kvæðagreiðsluna lýsti Romano Prodi, fram- kvæmdastjóri Evrópusam- bandsins, því yfir að sambandið myndi ekki skipta sér af atkvæða- greiðslunni og ennfremur virða niðurstöður hennar hverjar sem þær yrðu. Strax og úrslit atkvæðagreiðsl- unnar voru hins vegar ljós tilkynnti Evrópusambandið að leitað yrði allra leiða til að fara í kringum nið- urstöðurnar og að lýðræðislegur vilji Íra yrði því ekki virtur. Maður spyr sig því óneitanlega hvers vegna verið var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Íra um stækkun Evrópusambandsins fyrst sambandið var þegar búið að ákveða hver úrslit málsins ættu að vera. Þetta minnir óhugnanlega á starfsaðferðir þær sem stundaðar voru í Sovétríkjunum sálugu og öðr- um austantjaldsríkjum. Lýðræðis- legar niðurstöður kosninga eru ein- ungis virtar ef þær eru í samræmi við vilja valdhafanna. Slík ólýðræðisleg vinnubrögð eru annars ekkert nýtt af hálfu Evrópu- sambandsins, en sömu meðöl voru m.a. brúkuð er Danir höfnuðu Maastricht-samkomulaginu á sínum tíma. Sama var einnig uppi á ten- ingnum þegar austurrískir kjósend- ur kusu „vitlaust“, í síðustu þing- kosningum þar í landi, að mati sambandsins. Fyrir að kjósa sam- kvæmt sannfæringu sinni, en ekki samkvæmt vilja Evrópusambands- ins, fengu Austurríkismenn efna- hags- og samskiptaþvinganir á sig. Sams konar hugmyndir voru síðan viðraðar þegar Evrópusambandinu mislíkaði lýðræðislegar niðurstöður þingkosninganna í Danmörku á síð- asta ári. Það verður því að segjast eins og er að lítið hefur áunnizt, eftir lok kalda stríðsins, ef við höfum fengið ólýðræðislega Vestur-Evrópublokk, í staðinn fyrir þá ólýðræðislegu Austur-Evrópublokk sem áður var við lýði, þar sem lýðræðið er ekki í hávegum haft og einungis í gildi þeg- ar valdhöfunum hentar. HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON, meðlimur í Flokki framfarasinna og Heimssýn. ESB hunsar vilja Íra Frá Hirti J. Guðmundssyni: Hjörtur J. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.