Morgunblaðið - 11.08.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 11.08.2002, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 45 DAGBÓK Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöld 23. ágúst og laugardag 24. ágúst í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Sprengitilboð v/breytinga 50% afsláttur af öllu í búðinni Sófasett, barir, innskotsborð, kistur, stólar, úrval af ljósum og gjafavöru. Opið virka daga frá kl. 11-18, laugard. 10. ágúst frá kl. 11-16, sunnud. 11. ágúst frá kl. 13-18 Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Fyrirtæki til sölu ● Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. ● Gömul og þekkt sérverslun við Laugaveg með nærföt og náttföt. Góð evrópsk umboð. Velta nú um 1 m. kr. á mánuði sem hægt er að marg- falda. ● Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda. Ársvelta 40 m. kr. ● Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. ● Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr. Mikil föst viðskipti. ● Lítil blómaverslun í Breiðholti. Falleg búð í stóru hverfi. Auðveld kaup. ● Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vinnuvélar, lyftara o.fl. Ársvelta 50 m. kr. ● Lítið landflutningafyrirtæki með mikil föst verkefni. Tilvalið fyrir bílstjóra. ● Þekkt, lítið matvælafyrirtæki með góða framleiðslu óskar eftir samein- ingu við öflugt fyrirtæki. Selur bæði í matvöruverslanir og stofnana- markað. Ársvelta nú um 35 m. kr. en getur vaxið hratt. ● Lítil en mjög efnileg heildverslun með umhverfisvæn hreinsiefni. ● Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnað- ur. ● Heildverslun með þekkt fæðubótarefni sem aðallega eru seld í apótek. Ársvelta 20 m. kr. ● Þekkt videósjoppa í Breiðholti með 5 m. kr. veltu á mánuði. Auðveld kaup. ● Breiðin, Akranesi. Stórt samkomuhús með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Eigið húsnæði. Gott tækifæri fyrir fagmenn. ● Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1—2 starfsmenn, sérstaklega smiði. ● Góður og vaxandi söluturn í Grafarvogi. Velta 2,7 m. kr. á mánuði. Verð aðeins 4,5 m. kr. Auðveld kaup. ● Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hag- naður. ● Rótgróin deild úr fyrirtæki. Sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og mat- vælafyrirtæki. Framlegð 5 m. kr. á ári. ● Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki. Frábær staðsetning. ● Stór heildverslun með iðnaðarvélar. Ársvelta 200 m. kr. ● Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vax- andi velta og miklir möguleikar. ● Heildverslun með sælgæti. 60 millj. kr. ársvelta. Föst viðskipti. Góður hagnaður. Meðeign eða sameining möguleg. ● Lítil heildverslun, með góða markaðsstöðu í matvöru, óskar eftir sam- einingu til að nýta góð tækifæri. ● Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi. ● Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins. ● Kaffi- og veitingahúsið Vivaldi, Borgarnesi. Ársvelta 20 m. kr. ● Vinsæl verslun með notaðan fatnað. Auðveld kaup. ● Verksmiðja sem framleiðir gróðurmold o.fl. Góð viðskiptasambönd. ● Pizzastaður í Hafnarfirði. Partur af stórri keðju. Miklir möguleikar. ● Góð bónstöð með mikil föst viðskipti. ● Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 130 m. kr. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð. ● Sólbaðstofa í Skeifunni. 12 bekkir. Velta 1200 þús. kr. á mánuði. Skipti möguleg. ● Grensásvideó. Ágætur hagnaður, auðveld kaup. ● Ein besta sólbaðstofa borgarinnar. Góður hagnaður. Skipti möguleg á góðu atvinnuhúsnæði. ● Vel þekkt og vaxandi sérverslun með flísar. 50 m. kr. ársvelta. Góð umboð. ● Veitingastaður í atvinnuhverfi. Eingöngu opið virka daga kl. 7—17. Lágt verð — auðveld kaup. ● Langar þig í eigin rekstur. Höfum til sölu nokkur lítil en góð fyrirtæki sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel auðveldara en þú heldur. ● Eitt af vinsælustu veitingahúsum bæjarins. Mjög mikið að gera. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Persóna þín hefur ríka rétt- lætiskennd og lætur ekki hugfallast í baráttunni við ranglæti. Miklar breytingar eru framundan hjá þér, bæði í starfi og einkalífi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú vilt endurskoða það sem þú hefur áorkað í gegnum tíð- ina. Þú vilt ekki líta til baka á efri árum og vera leið/ur yfir því hvers vegna þú gerðir ekki þá hluti sem þig dreymdi um. Naut (20. apríl - 20. maí)  Taktu til hendinni og losaðu þig við það sem þú telur þig ekki hafa þörf á. Miklar breytingar eru framundan í lífi þínu á næsta ári. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur komist að raun um það hvað hefur gengið upp og hvað hefur misfarist í lífi þínu. Sýndu hugrekki og hættu því sem skilar ekki ár- angri. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert nálægt því að ljúka verki sem hefur tekið þig eitt ár í vinnslu. Þú hefur hins vegar enn ekki náð á leiðar- enda, enn eru nokkur atriði óútkljáð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur þurft að sætta þig við minna að undanförnu, kannski vegna þess að maki þinn hefur þurft að skipta um starfsvettvang eða er án vinnu. Láttu ekki hugfallast því erfiðleikar eru til þess að sigrast á þeim. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það hefur hlaðist svo margt upp á skrifborðinu þínu að þú átt ekki annarra kosta völ en að bretta upp ermarnar og vinna sleitulaust fram úr öllu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Erfið vinna mun skila árangri á næsta ári. Ekki láta hugfall- ast þó að þér finnist starfið vera að beygja þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Aukin ábyrgð í tengslum við börn mun valda því að þú veltir fyrir þér að breyta um starfsvettvang. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Haltu þinni stefnu í starfi því þú munt ná betri árangri eftir því sem á líður. Atorka þín mun skila sér í betri starfs- kjörum eða nýjum atvinnu- möguleikum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur tök á að fegra heim- ili þitt með nýjum hlutum. Keyptu eitthvað sem þér líst vel á og kemur að notum heima hjá þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú er ekki tími til þess að slaka á. Framundan eru erf- iðir tímar, einkum í starfi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú býrð yfir mikilli orku, sem hægt er að nota til þess að stíga á stokk og koma þínum hugmyndum á framfæri. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 12. ágúst, er sextug Birgit Henriksen, kennari, Miðvangi 127, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræðingur. Þau hjón eru á ferð um Hornstrandir á af- mælisdaginn. 102 ÁRA afmæli. Ídag, sunnudaginn 11. ágúst, er 102 ára Ágúst Benediktsson frá Hvalsá í Kirkjubólshreppi, nú til heimilis á Hrafnistu, Hafn- arfirði. Hann verður að heiman í dag. LJÓÐABROT Hún kyssti mig Heyr mitt ljúfasta lag, þennan lífsglaða eld, um hinn dýrlega dag og hið draumfagra kveld. Rauðu skarlati skrýðzt hefur skógarins flos. Varir deyjandi dags sveipa dýrlingabros. Ég var fölur og fár, ég var fallinn í döf. Ég var sjúkur og sár, og ég sá aðeins gröf. Hvar er forynjan Feigð með sitt fláráða spil? Hér kom gleðinnar guð, og það glaðnaði til. - - - Stefán frá Hvítadal SPIL dagsins kallar ekki á flókna úrspilstækni, en það hangir fleira á spýtunni. Samningurinn er fjórir spaðar og útspil vesturs laufkóngur: Norður ♠ 10762 ♥ Á6 ♦ KG105 ♣1073 Suður ♠ ÁK94 ♥ 985 ♦ ÁD7 ♣Á95 Hvernig myndi lesandinn spila? Fyrir margt löngu sat Terence Reese (1913–1996) í suðursætinu. Hann dúkk- aði laufkónginn, tók næsta slag á laufás og lagði niður ÁK í spaða. Trompið var 3-2 og nú er spilið unnið ef sá mótherji sem á þriðja trompið fylgir þrisvar lit í tígli. Norður ♠ 10762 ♥ Á6 ♦ KG105 ♣1073 Vestur Austur ♠ G5 ♠ D83 ♥ KG7 ♥ D10432 ♦ 9642 ♦ 83 ♣KDG8 ♣642 Suður ♠ ÁK94 ♥ 985 ♦ ÁD7 ♣Á95 En austur á aðeins tvo tígla, svo spilið ætti að tap- ast. Reese tókst þó að læða þriðja tíglinum framhjá austri með kænlegri íferð. Hann tók fyrst á tígulásinn, spilaði svo sjöunni á kóng- inn og gosanum úr borði. Frá bæjardyrum austurs leit út fyrir að sagnhafi hefði byrjað með Á7 tvíspil og væri nú að undirbúa trompsvíningu fyrir tígul- drottningu. Austur sá því ekki ástæðu til að trompa og henti hjarta. Reese fór þá inn í borð á hjartaás og henti laufi niður í fjórða tíg- ulinn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson GÓÐIR vinir og lesendur þessara pistla hafa á stundum mér til mikillar ánægju lagt hér orð í belg. Er ég þakklátur fyrir það. Mættu þeir þó alveg að ósekju vera fleiri, því að langt er frá því, að ég heyri eða komi auga á allt það, sem vert væri að minnast á í stuttu máli. Ekki alls fyrir löngu var ég í hópi nokk- urra áhugamanna, sem finnst veruleg ástæða til að minnast á ýmis ensk orð, sem flæða inn í mál okkar. Þetta er vitaskuld rétt og þörf ábending, enda held ég eitthvað hafi verið vikið að enskum slettum í þessum pistlum. En góð vísa er aldrei of oft kveðin, eins og á stundum er sagt. Eitt enskt orð hefur sótt mjög á, þ. e. bæ. Trúlega þó einkum í mál yngra fólks. Þegar menn kveðja, segja margir bæ eða jafn- vel bæ, bæ. Ég held, að í mínu ung- dæmi vel fyrir miðja síð- ustu öld hafi enginn sagt svo, heldur oftast bless eða blessaður og jafnvel þegar menn heilsuðust. Ég tel mig aftur á móti hafa heyrt menn fullyrða, að þessi síðarnefndu orð hafi borizt hingað með Englendingum í seinna stríði. Hér sé því einnig um slettu að ræða. Þetta er hinn mesti misskiln- ingur. Þau eru löngu áður komin í mál okkar. Þau eru áreiðanlega dregin af so. að blessa, sem hér hefur þekkzt í máli okkar um margar aldir. Samkv. OM. (1983) merkir það að signa, lýsa blessun yfir: Guð blessi matinn, sagði gamla fólkið. Og presturinn blessar yfir fólkið. Þá minnist OM á, að orðið sé notað í „(heilsunar- og) kveðju- orðum; (komið þið, verið þið) sæl og blessuð“. Síðan er bætt við: „oft stytt í bless.“ Blessaður. Þetta eru falleg árnaðar- orð, sem fara vel í máli okkar, og menn ættu að nota. En alls ekki bæ, að ekki sé talað um „ókei, bæ, bæ“. – J. A. J. ORÐABÓKIN Bless – bæ 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Ba6 9. b3 g5 10. h4 Bg7 11. Bb2 Rf4 12. De3 h6 13. Rd2 Rg6 14. Rf3 gxh4 15. 0-0-0 0-0 16. Dd4 Had8 17. Dxa7 Rxe5 18. Dxc7 Rxf3 19. Bxg7 Dg5+ 20. Kc2 Kxg7 21. gxf3 d5 22. Hd4 Bc8 23. Hhxh4 Bf5+ 24. Kb2 Bg6 25. Df4 dxc4 26. Bxc4 c5 27. Hxd8 Hxd8 28. Kc3 Hd1 29. a4 Hc1+ 30. Kb2 Hc2+ 31. Ka3 Hxf2 32. a5 Hxf3 33. Dxg5 hxg5 34. Hg4 f5 35. Hxg5 Kf6 Staðan kom upp á Lost Boys-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Amster- dam. Jan Smeets (2.392) hafði hvítt og lagði landa sinn og goðsögnina Jan Timman (2.623) að velli. 36. a6! og svartur gafst upp enda fátt til varnar þar sem bæði eftir 36. ...Kxg5 37. a7 og 36. ...He3 37. a7 He8 38. Hxg6+ Kxg6 39. Bd5 reynist a-peð hvíts svörtum ofviða. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.            

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.