Morgunblaðið - 28.08.2002, Side 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HARLA fámennt var á tónleik-
unum í Fríkirkjunni sl. sunnudags-
kvöld. Ástæður mikils eða lítils að-
streymis hlustenda liggja að vísu
sjaldan einhlítt í augum uppi, en í
þetta sinn hefði umstang heimil-
anna vegna nýhafins skólaárs hugs-
anlega getað haft letjandi áhrif.
Fyrir utan dagskrána sem sló mann
ekki sem sérlega lokkandi, kannski
burtséð frá boðuðum samleik orgels
og píanós. Slíkt gerist ekki á hverj-
um degi.
Fyrst var „Consert í d. moll“ [sic]
eftir Vivaldi / Bach, er minnti á þá
æskuiðju Johanns Sebastians að
umrita verk feneyska starfsbróður
síns fyrir hljómborð. Lærði hann
ekki minna af því en ef hann hefði
farið í námsför suður fyrir Mundíu-
fjöll. Verkið var örugglega leikið af
Rögnvaldi S. Valbergssyni, burtséð
frá svolítið ósamstilltum pedal í
byrjun og stirðum miðkafla í síðasta
þætti (Allegro). Útsetjari orgelút-
færslu á Serenöðunni úr Eine
kleine Nachtmusik Mozarts fyrir
strengjasveit var ekki nefndur í
tónleikaskrá, en útsetningin var
engu að síður töluvert krefjandi,
enda að mestu trú upphafinu og
hélt því frísklega tempói sem til
þurfti. Organistinn átti þokkalega
spretti á sumum stöðum, en á þá
skyggði fremur ónákvæmari leikur
hans á öðrum.
Hið sívinsæla síðbarokksönglag
Bist du bei mir er – því miður –
ekki eftir Bach, heldur G. H. Stöl-
zel. Gæti sá enn útbreiddi misskiln-
ingur í seinni tíð stafað af rangfeðr-
un í söngvasafni Elísabetar
Schumann. Anna Sigríður söng lag-
ið prýðisvel við orgelundirleik
Rögnvalds á kannski heldur róleg-
um hraða en ekki til vanza. Ombra
ma fu, óðurinn til trésins úr óratórí-
unni Serse, var enn hægari – enda
oft nefndur „Largó Händels“ (þó að
höfundur hafi aðeins beðið um
Larghetto), og skartaði mikilli fyll-
ingu og tenútó-úthaldi í sönghend-
ingum. Tónslepjuuppátæki Gounods
að klína Maríuóði sínum ofan á 1.
prelúdíu Bachs í I. bindi Velstillta
hljómborðsins verkar á marga – því
miður ekki á nógu marga – eins og
að troða kitsch-myndinni „Tárinu“
við hlið Venusarmyndar Botticellis.
Þau Anna Sigríður fóru samt með
óskapnaðinn af smekkvísi og drógu
þannig þakksamlega úr væmnu ut-
anínuddi franska smámeistarans.
Næst á blaði voru þrjár útsetn-
ingar Hauks Guðlaugssonar fyrir
píanó og orgel – enda þótt útsetj-
arans hafi af einhverjum ástæðum
ekki verið getið í tónleikaskrá held-
ur aðeins í kynningu í Morgun-
blaðinu daginn áður. Samsetning
hljóðfæranna hljómar í fljótu bragði
eins og olía og vatn, enda munu slík
dúó af býsna skornum skammti.
Áhöfnin ku samt ekki einsdæmi, en
trúlega munu útsetningar algengari
en frumsmíðar. Eins og við mátti
búast var orgelið einkum nýtt í
mjúkri registrun sem ígildi söng-
raddar/kórs eða líðandi hljómsveit-
ar á móti hreyfanlegri slætti slag-
hörpunnar. Í „In diesen halgen
hallen“ [sic] úr Töfraflautu Mozarts
virtist organið aðallega fara með
hljómsveitina og prestakórinn en pí-
anóið með hluverk Sarastrós.
Stykkið var þó varla hið heppileg-
asta fyrir einmitt þessa skipan,
enda gáfust fá tilefni til sláttrænnar
flúrunar í fremur afskiptu píanó-
röddinni eins og reyndar kom fram
af vandræðalega langri þögn þess í
miðju kafi, auk þess sem hljóðfærin
voru ekki alveg nógu samtaka sakir
fjarlægðar á milli altaris og org-
ellofts.
Samstillingin lagaðist stórum í
seinni tveim lögum, Menúett eftir
Gluck og hinni löturhægu Minningu
úr Lögum fyrir æskuna eftir Schu-
mann, í varfærinni en vandaðri
túlkun þeirra Önnu Kjartansdóttur.
Komu þau lög sömuleiðis betur út
fyrir áhöfnina, jafnvel þótt líflegri
og hryngari tónsmíðar (og sér í lagi
frumsamdar) hefðu eflaust sýnt bet-
ur fram á ýmsa ókannaða samspils-
möguleika þessara gjörólíku hljóm-
borðshljóðfæra.
Anna Sigríður söng þá þrjú lög
við píanóundirleik Rögnvalds. Hið
notalega lag Tryggva M. Baldvins-
sonar, Krummi, var ekki ólíkt síð-
asta laginu í anda, Nótt eftir Árna
Thorsteinsson (aldrei þessu vant í
hraðara kanti), þar sem Anna, líkt
og raunar þar á undan í The Birds
(Britten), tefldi skemmtilega fram
sléttari brjósttónalitum í tjáningar-
ríkri andstöðu við óperuröddina.
Píanóleikurinn var fylgispakur, tær
og mjúkur og aðeins synd hvað
hljóðfærið var tekið að klökkna í
hæðinni sakir stillingarleysis. Að
lokum lék Rögnvaldur á orgel Ada-
gio cantabile úr „Pathetiq“
[Pathétique] píanósónötu Beethov-
ens og Brennið þið vitar úr Alþing-
ishátíðarkantötu Páls Ísólfssonar.
Enn var ekki getið útsetjara, en
gæti af fyrrtöldu hafa verið Haukur
Guðlaugsson. Pedalleikurinn var
eitthvað stirður í fyrra númerinu og
í 3. og 4. textalínu hins síðara bar á
einkennilega miklum hægingum.
Annars var skýrt og líflega leikið,
og raddval organistans (ef ekki út-
setjarans) var smekklega hugvits-
samt í kantötunni.
Frágangur tónleikaskráa hefur
notið ærinnar athygli undirritaðs í
seinni tíð og kannski mál að linni.
Samt gat sú er hér átti í hlut varla
stuttyrtari verið, auk þess sem
prentvillur voru með mesta móti.
TÓNLIST
Fríkirkjan
Orgel- og einsöngsverk eftir m.a. Vivaldi,
Bach, Mozart, Händel, Gluck, Schu-
mann, Britten og íslenzka höfunda. Anna
Sigríður Helgadóttir messósópran; Anna
Kjartansdóttir píanó; Rögnvaldur S. Val-
bergsson orgel. Sunnudaginn 25. ágúst
kl. 20.30.
ORGEL- OG EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Eins og olía
og vatn
Ríkarður Ö. Pálsson
LEIKFÉLAG Sól-
heima sýnir leikritið
Hárið okkar á Nýja
sviði Borgarleikhúss-
ins laugardaginn 7.
september kl. 14. Hár-
ið okkar verður sýnt
fyrir hlé en eftir hlé
verður fluttur leik-
þátturinn „Í meðbyr
og mótbyr“ sem fjallar
um ævi og störf Sess-
elju Hreindísar Sig-
mundsdóttur, stofn-
anda Sólheima.
Forsala er hafin í
Borgarleikhúsinu og
kostar miðinn 1.600
kr.Leikarar og aðstandendur sýningarinnar Hárið okkar.
Leikfélag Sólheima í Borgarleikhúsinu
Á MÁNUDAGSKVÖLD
var haldinn árlegur sam-
ráðsfundur stjórnar
Kvikmyndasjóðs og
kvikmyndagerðarmanna.
Aðalefni fundarins voru
umræður um ný kvik-
myndalög og hvernig
best væri að standa að
umskiptum frá eldri lög-
um yfir í hin nýju lög
sem gera ráð fyrir tölu-
verðum breytingum. Ný lög um
kvikmyndamál taka gildi 1. jan-
úar 2003. Gert er ráð fyrir að
nýtt Kvikmyndaráð taki til starfa
1. febrúar. Þá er gert
ráð fyrir að nýr for-
stöðumaður Kvikmynda-
miðstöðvar Íslands hefji
störf 1. mars. Höfðu
kvikmyndagerðarmenn
af því nokkrar áhyggjur
að úthlutanir úr Kvik-
myndasjóði myndu tefj-
ast vegna þessa og skapa
veruleg vandamál.
Á fundinum lagði Jak-
ob Magnússon, leikstjóri og fram-
leiðandi, fram tillögu um að fund-
urinn lýsti yfir stuðningi við
Þorfinn Ómarsson, fram-
kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs,
og að hörmuð yrði sú máls-
meðferð er hann hefði mátt sæta,
en honum var vikið frá tímabund-
ið meðan fjárreiður sjóðsins yrðu
skoðaðar. Bað Jakob um að kosið
yrði leynilega um tillöguna þar
sem hann taldi hættu á að menn
yrðu settir út af sakramentinu
gagnvart Kvikmyndasjóði ef þeir
hefðu skoðanir sem samræmdust
skoðunum stjórnvalda. Í leyni-
legri atkvæðagreiðslu féllu at-
kvæði síðan þannig að 32 lýstu
yfir stuðningi við Þorfinn, 4 voru
á móti og 4 skiluðu auðu.
Eindreginn stuðningur við Þorfinn
Þorfinnur
Ómarsson
Í OPNU bréfi til borgarstjórnar
Reykjavíkur, sem birtist í Morgun-
blaðinu í gær, tíundar Kjartan Guð-
jónsson listmálari aðstöðuleysi sitt til
sýningarhalds í borginni. Í bréfinu
sækir Kjartan um sýningarsal í borg-
inni og býðst til að greiða leigu fyrir.
Morgunblaðið leitaði viðbragða hjá
formanni menningarmálanefndar
Reykjavíkurborgar og forstöðu-
mönnum Listasafns Íslands, Lista-
safns Reykjavíkur og Listasafns
ASÍ.
Leita þarf fleiri leiða
„Ég get verið sammála því að það
þurfi að vera í borginni salur þar sem
menn geti sótt um að sýna list sína,
án þess að vera boðið að fyrra bragði
að sýna af embættismönnum,“ sagði
Stefán Jón Hafstein, formaður menn-
ingarmálanefndar Reykjavíkurborg-
ar. „Það er nauðsynlegt að frum-
kvæðið geti komið að neðan, en ekki
bara að ofan. Ég get alveg tekið undir
að það sjónarmið eigi mikinn rétt á
sér og er tilbúinn til að athuga það.
Því fylgir að sjálfsögðu ekkert loforð
um að allir fái að sýna hvar sem þeir
vilja. Því fylgir aðeins að menn séu
ekki einvörðungu háðir því að „kerf-
ið“ bjóði þeim að vera með, heldur
geti þeir tekið frumkvæði og óskað
eftir því að komast inn í góða sali.“
Hann sagðist telja að gæta þurfi
þess, að sýningar í sýningarsölum á
vegum borgarinnar rísi undir
ákveðnum gæðakröfum. „Ég er ekki
tilbúinn til að slá af því. En þessi að-
ferð að einvörðungu sé hægt að kom-
ast í sali borgarinnar gegnum boð er
kannski ekki nógu frjálslynd. Þetta
sjónarmið sem fram kemur í grein-
inni, er ég alveg til í að taka til athug-
unar,“ sagði hann.
Ekki komið til umræðu
„Mér sýnist Kjartan í þessu bréfi
fyrst og fremst vera að biðla til borg-
arstjórnar í Reykjavík um íhlutun
fyrir sína hönd. Ef borgaryfirvöld
vilja taka upp hanskann fyrir hann þá
er það þeirra mál,“ sagði Eiríkur Þor-
láksson forstöðumaður Listasafns
Reykjavíkur.
– Hefur Kjartan sótt um að sýna á
vegum Listasafns Reykjavíkur?
„Frá því ég kom til starfa 1997 hef-
ur ekki borist umsókn um sýningar-
hald frá Kjartani. Hann hefur ekki
átt nein bein samskipti við safnið á
þeim tíma. Það er líka rétt að rifja
upp að fyrir rúmum 10 árum var gerð
sú breyting á rekstri Kjarvalsstaða
að hætt var að leigja út sali og í stað-
inn var mótuð sú stefna að sýning-
arhald væri alfarið á ábyrgð forstöðu-
manns og menningarmálanefndar.“
– Hefur Kjartani verið boðið að
sýna á vegum Listasafns Reykjavík-
ur?
„Það hefur ekki komið til um-
ræðu,“ sagði Eiríkur Þorláksson.
Listasafn Íslands ekki leigt út
Ólafur Kvaran er forstöðumaður
Listasafns Íslands. Í samtali við
Morgunblaðið sagði hann að ekki
væri tekið við umsóknum um sýning-
ar í Listasafni Íslands. Safnið tæki
sjálft ákvarðanir um hverjir sýndu
þar. „Hér er ekki leigð út til einstak-
linga sýningaraðstaða í safninu, það
er [hlutverk] sýningarsala og gall-
ería,“ sagði hann. Hann sagði sýn-
ingu á verkum Kjartans Guðjónsson-
ar ekki vera á döfinni hjá safninu, en
sagðist ekki vilja tjá sig um hvers
vegna. „Ég sé enga ástæðu til að
fjalla sérstaklega um Kjartan Guð-
jónsson.“ Hann sagði ennfremur að
hann hefði ekki myndað sér skoðun á
þeim viðhorfum sem birtust í bréfi
Kjartans.
Takmarkað framboð
góðs sýningarrýmis
Forstöðumaður Listasafns ASÍ,
Kristín Guðnadóttir, sagðist ekki vita
til þess að Kjartan Guðjónsson hefði
sótt um að sýna í Listasafni ASÍ frá
því að hún tók þar við embætti for-
stöðumanns árið 1997. „Við lánum
salarkynni safnsins endurgjaldslaust
til listamanna og allir listamenn geta
sótt um að sýna í safninu hjá okkur.
Við höfum einungis að takmörkuðu
leyti frumkvæði að sýningargerð,
þannig að sýningar safnsins eru al-
farið á vegum listamannanna
sjálfra,“ sagði hún. Aðspurð hvernig
vali úr umsóknum væri háttað, sagði
hún safnið leitast við að endurspegla
þá fjölbreytni sem einkenndi list
samtímans og að það sýndi jafnt list
eldri sem yngri listamanna. Hún sæi
því enga ástæðu fyrir því að Kjartan
Guðjónsson gæti ekki sýnt í Lista-
safni ASÍ. „En aftur á móti má geta
þess að fjöldi starfandi listamanna
hefur aldrei verið meiri. Félagsmenn
í SÍM eru nú um 470, en aukning í
sýningarhúsnæði hefur ekki fylgt
þessari þróun eftir. Það er staðreynd
að það eru mjög margir um hituna
varðandi sýningarhald. Við hér í safn-
inu erum í þeirri erfiðu aðstöðu að
þurfa endalaust að velja og hafna,“
sagði Kristín.
Vantar sýningarsali
Viðbrögð við opnu bréfi Kjartans Guðjónssonar
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
afhendir Carnegie Art-verðlaunin
fyrir árið 2002 við opnun Carnegie-
sýningarinnar í Listasafni Reykja-
víkur – Hafnarhúsi 18. október og
er þetta frumopnun á Norðurlönd-
um á þessari farandsýningu. Danski
listamaðurinn Troels Wörsel hlýtur
500.000 skr., sænska listakonan
Lena Cronqvist 300.000 skr. og
danski listamaðurinn Tal R. hlýtur
200.000 skr. Sérstakan styrk til
listamanns af yngri kynslóðinni,
50.000 skr., hlýtur sænski listamað-
urinn David Svensson, sem er 28
ára að aldri en hann er yngsti lista-
maður sem hlotið hefur styrk
Carnegie Art verðlaunanna. Hann
nam við Konunglega fagurlistaskól-
ann í Stokkhólmi, en að auki hefur
hann stundað framhaldsnám í mál-
aralist við Málmey og Osló.
Troels Wörsel er fæddur árið
1950 í Árósum, en flutti ungur til
München þar sem hann tók þátt í
þýsku málarabylgjunni á 9. ára-
tugnum. Í dag býr hann í Toscana á
Ítalíu.
Lena Cronqvist hefur starfað í
Svíþjóð við góðan orðstír frá því á
7. áratugnum, en sló fyrst í gegn
með umtalaðri sýningu í Stokk-
hólmi fyrir tæpum sjö árum.
Expressjóníski listamaðurinn Tal
R. er 35 ára og hefur m.a. sýnt
verk sín í Louisiana-safninu í
Humlebæk, í Lundúnum og New
York.
Georg Guðni, Katrín Sigurðar-
dóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir
eru meðal margra valinkunnra
þátttakenda á Carnegie Art sýning-
unni sem opnuð verður í fimmta
sinn. Í dómnefndinni sitja m.a. Lars
Nittve frá Moderna listasafninu í
Stokkhólmi, formaður, og Halldór
Björn Runólfsson lektor við LHÍ.
Dómnefndin var ásátt um að verð-
launa ofangreinda fjóra listamenn,
en upprunalega voru 119 listamenn
tilnefndir til sýningarinnar.
Á sýningunni eru verk eftir 25
norræna listamenn en hún stendur
yfir dagana 19. október til 10. nóv-
ember og verður á ferðalagi á
Norðurlöndum og í Lundúnum
fram á vor 2003.
Davíð Oddsson afhend-
ir Carnegie-verðlaunin
Samráðsfundur Kvikmyndasjóðs og kvikmyndagerðarmanna