Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 23
Í HAFNARHÚSINU í Reykja-
vík stendur Myndhöggvarafélag
Reykjavíkur, MHR, nú að öðrum
hluta 30 ára afmælissýningar sinn-
ar. Fyrri hluti hennar var settur
upp á gangi Kjarvalsstaða fyrri
hluta árs undir nafninu „Félagar“,
þrjár sýningar tveggja listamanna í
senn sem heppnuðust mjög vel. Fé-
lagið hélt einnig stórar sýningar í
tilefni 25 ára afmælis síns, margir
muna eflaust eftir Strandlengjusýn-
ingunni 1998 og FIRMA ’99. Félag-
ið hefur verið frábærlega virkt og
duglegt í starfsemi sinni. Samtímis
vaknar sú spurning hverjir þykja
hæfir sem meðlimir í félaginu, fyrir
hvað MHR stendur í raun. Sú hugs-
un að skipa listamönnum á bás út
frá því hvort verk þeirra eru tvívíð
eða þrívíð virðist ekki varpa miklu
ljósi á viðkomandi listamenn. Getur
ekki verið að afstaða eða hug-
myndafræði vegi þyngra á metun-
um? Eru kannski þær forsendur
sem voru fyrir stofnun félagsins á
sínum tíma orðnar úreltar í dag?
Eins og er kallar nafn félagsins á
síendurtekna skilgreiningu á fyr-
irbærinu höggmynd. Til að fjalla
aðeins um þá skilgreiningu má í
mjög stuttu máli segja að allt fram
á miðja tuttugustu öld hafi högg-
myndir verið styttur á stöplum,
upphafnar, skoðaðar með vissri
lotningu. Á síðari hluta tuttugustu
aldar vildu listamenn færa listina til
fólksins, færa hana niður af stöpl-
inum og inn í sama rými og áhorf-
endur. Við það lifnaði rýmið við og
varð virkur hluti af verkunum og er
það enn í dag. Listamenn reyna oft
á allan hátt að draga áhorfendur
inn í verk sín, bæði með inntaki
verkanna og framsetningu. Lista-
menn vinna verk sín í ríkari mæli
fyrir ákveðið rými. Þeir búa ekki til
verk á vinnustofu og setja síðan
upp í hlutlausu rými – enda er ekk-
ert hlutlaust rými til.
Vegna mikils fjölda félagsmanna
brá MHR nú á það ráð að fá list-
fræðing til samstarfs við sig við val
listamanna á sýninguna. Það er
Auður Ólafsdóttir sem verður
þannig fimmtándi höfundur sýning-
arinnar. Útgangspunktur hennar
virðist hafa verið að setja upp fjöl-
breytta sýningu. Það eru þau Anna
Eyjólfsdóttir, Borghildur Óskars-
dóttir, Finna Birna Steinsson,
Finnbogi Pétursson, Guðjón Ket-
ilsson, Halldór Ásgeirsson, Hannes
Lárusson, Katrín Sigurðardóttir,
Magnús Pálsson, Magnús Sigurð-
arson, Ólöf Nordal, Ragnhildur
Stefánsdóttir, Rúrí og Valgerður
Guðlaugsdóttir sem eiga verk á
sýningunni.
Það sem kemur mest á óvart í
Hafnarhúsinu er hreinlega umfang
og stærð verkanna. Sýningin hefði
reyndar þurft meira pláss ef eitt-
hvað er. Auður virðist hafa valið
listamenn sem unnu verk sín fyrir
sýninguna en ekki tilbúin verk. Af
fjórtán verkum eru fimm mynd-
bandsverk, fjögur á vegg en eitt á
skjá sem hluti af innsetningu.
Tveimur þeirra fylgja hljóð utan
heyrnartóla – poppsíbylja og kúa-
baul. Að auki eru tvö verk í mónú-
mental stærð og tvö mjög stór. Að
þessu og húsnæði Hafnarhússins
gefnu er ekki að furða þótt sýn-
ingin sé dálítið þung í vöfum.
Í Porti eru verk Önnu Eyjólfs-
dóttur, Paradeisos, og Magnúsar
Sigurðarsonar, Babel. Reyndar
hefði þetta ágæta verk Önnu notið
sín betur eitt en skiljanlegt að því
varð ekki við komið. Eftir nokkuð
langa leit á Netinu sannfærðist ég
um að með Paradeisos væri einfald-
lega átt við paradísargarð, sælureit.
Þýðing á titli myndi e.t.v. auðvelda
fólki skilning á verkinu. Verk
Magnúsar, Babel, nýtur sín vel í
þessum stærðarhlutföllum, þessi
mikli massi eykur á áhrifamátt
þess. Í fremri sal niðri er konu-
mynd Ragnhildar Stefánsdóttur,
Heimurinn sem hugarsmíð mín,
gifsafsteypa af kvenlíkama, það
verk á sýningunni sem hvað skýr-
ast vísar til höggmyndahefðar. Í
innri sal eru verk fjögurra kvenna,
þeirra Valgerðar Guðlaugsdóttur,
Rúríar, Borghildar Óskarsdóttur og
Ólafar Nordal, að hluta til handan
milliveggs. Valgerður hefur smíðað
stóran hval úr tré, hann hangir í
loftinu í salnum miðjum en sést
ekki vegna stórra steinsteypusúlna
allt í kring, hann er eins og í búri
og er lýsandi dæmi um hversu illa
sumir salir Hafnarhússins eru falln-
ir til myndlistarsýninga. Innan úr
hvalnum má heyra lesinn texta sem
vísar til vinnu listamanna og þess
hvernig þeir sækja innblástur í um-
hverfi sitt. Því miður er erfitt að
heyra textann vegna tónlistar sem
tilheyrir myndbandsverki Ólafar
Nordal handan milliveggs. Tónlistin
vinnur líka á skjön við verk Rúríar
og Borghildar og truflar sýn áhorf-
enda á þau. Myndband Ólafar er
hins vegar fyndið, áleitið og gróft
allt í senn, samruni barbídúkku og
kindarhorns. Ólöf virðist sífellt
finna nýja fleti á þjóðararfinum og
nálgast hann tilgerðarlaust.
Á efri hæð er fyrst að sjá verk
Finnboga Péturssonar, Circular
cubes, í litlum sal þar sem viðamikil
súla skiptir salnum í tvennt og
drepur niður aftari hluta hans,
enda er verkið eingöngu í fremri
hluta. Hljóðið ferðast í hring gegn-
um svarta kassa og verður næstum
áþreifanlegra en kassarnir. Hér
hefði líka að ósekju mátt vera ís-
lenskur titill. Í næsta sal eru saman
og þröng á þingi hjá þeim Hannesi
Lárussyni með verk sitt Climaxes,
verk sem vekur margar spurningar
– aftur vantar íslenskan titil, og
Guðjóni Ketilssyni með System.
Verkin rúmast ekki vel í salnum og
yfir þeim baula kýr í verki Magn-
úsar Pálssonar handan við vegg.
Þegar haldið er áfram blasir verk
Magnúsar við og fylgir því texti í
heyrnartólum fyrir utan baulið.
Textinn er mikilvægasti hluti
verksins og miðað við hvað baulið
er truflandi er mér spurn hvort hér
hefði ekki mátt gera einhverja
málamiðlun. Verk Finnu Birnu
Steinsson, Ég finn það á lyktinni,
fjallar um Gustav Jaeger og áhuga
hans á virkni ullar og lyktar.
Skemmtilegt efni en eins og Magn-
ús gerir hún kröfu til þess að fólk
gefi sér dálítinn tíma til að hlusta á
texta í heyrnartólum. Myndband
Katrínar Sigurðardóttur ber svo
með sér afar velkominn léttleika,
næstum ljúfan andblæ, það vekur
þægilega tilfinningu fyrir rólegu
dútli án þess að verða léttvægt.
Loks er innsetning Halldórs Ás-
geirssonar, „… þegar örin flýg-
ur …“ í litla salnum handan við
ganginn, þar er a.m.k. húsnæðið
blessunarlega ekki til trafala.
Sýningin í heild er heldur þung-
lamaleg, þar er mest um að kenna
hinu afar erfiða húsnæði sem og
umfangi verkanna. Hún er lýsandi
dæmi um það hversu flókið það get-
ur verið að setja saman sýningu
með verkum ólíkra listamanna og
hvað salarkynni og samspil verka
eiga ævinlega mikinn þátt í loka-
útkomu sýninga.
Hvalur í búri
MYNDLIST
Hafnarhúsið
Stendur til 6. október. Hafnarhúsið er op-
ið alla daga vikunnar frá kl. 11–17 og
lengur á fimmtudögum, til kl. 18.
BLÖNDUÐ TÆKNI, 14 FÉLAGAR Í
MYNDHÖGGVARAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Hornklof, hluti af verki Ólafar Nordal á sýningu MHR í Hafnarhúsi.
Ragna Sigurðardóttir
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Framundan er síðsta sýningar-
helgi á ljósmyndasýningunni „Og
svo brosa“ sem staðið hefur yfir í
Byggðasafninu í sumar. Tilefni sýn-
ingarinnar er að Sigríður Erlends-
dóttir, síðasti ábúandi Siggubæjar
við Kirkjuveg, hefði orðið 110 á
þessu ári og 100 ár eru frá því bær-
inn var byggður. Á sýningunni má
sjá tækifærismyndir úr bæjarlífinu
sem Sigga tók sjálf.
Miði í Siggubæ, gildir líka í Sjó-
minjasafn Íslands, Sívertsenhús og
Smiðjuna þar sem hægt er að skoða
sýningarnar Blóðug vígaferli og
götulíf víkinganna í Jórvík.
Siggubær er opinn laugardag og
sunnudag frá 13–17.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg
Sýningu Jóhannesar Jóhannes-
sonar, „Úr fórum gengins lista-
manns“, lýkur á morgun.
Á sýningunni eru verk Jóhannesar
Jóhannessonar (1921–1998), vatns-
litamyndir, pastel og teikningar.
Ein ljósmynda Sigríðar er af ungum barnapíum fyrir framan elsta tré
bæjarins, en það stendur í garðinum við Siggubæ.
Sýningum lýkur
Í HAUST er væntanlegt á markað
fyrra bindið af ævisögu sjálfstæðis-
hetjunnar Jóns Sigurðssonar eftir
Guðjón Frið-
riksson, sagn-
fræðing og rit-
höfund. Guðjón
hefur unnið að
ritun bókarinnar
um nokkurra
ára skeið, og
meðal annars
dvalið vetr-
arlangt í Kaup-
mannahöfn við
rannsóknir. Guðjón hefur lagt
áherslu á að tengja starf Jóns við
samtímaviðburði og stjórnmál í
Danmörku ekki síður en hér heima.
Persónusagan verður þó í for-
grunni, og er ætlun höfundar að
færa lesendur nær þeim manni sem
Jón Sigurðsson hafði að geyma.
Guðjón Friðriksson er kunnur
fyrir bækur sínar, t. d. um sögu
Reykjavíkur, en ekki síst fyrir ævi-
sögur íslenskra merkismanna, Jón-
asar frá Hriflu og Einars Benedikts-
sonar. Hann hefur tvívegis hlotið
Íslensku bókmenntaverðlaunin.
Samningar hafa tekist með Fróða,
f. h. Iðunnar sem um árabil hefur
gefið út bækur Guðjóns, og Eddu –
miðlun og útgáfu um að síðarnefnda
félagið yfirtaki verk Guðjóns, þar
með talinn lager og útgáfurétt af
fyrri bókum hans. Ævisaga Jóns
Sigurðssonar mun því verða gefin út
undir merkjum Máls og menningar,
eins af dótturfélögum Eddu.
Ævisaga Jóns Sigurðs-
sonar í burðarliðnum
Guðjón
Friðriksson
STÚLKNAKÓR Reykjavíkur hefur
áttunda starfsár sitt í september.
Tæplega eitt hundrað stúlkur
syngja í þremur deildum kórsins,
sem eru aldursskiptar frá fimm til
sextán ára.
Kórinn starfar í sönghúsinu Dom-
us Vox, Skúlagötu 30, og æfa stúlk-
urnar einu sinni til tvisvar í viku.
Stofnandi og aðalstjórnandi er
Margrét Jóhanna Pálmadóttir.
Undirleikari er Ástríður Haralds-
dóttir píanóleikari.
Kórinn kemur fram á árlegum
jólatónleikum Gospelsystra Reykja-
víkur. Þá er geisladiskur með söng
stúlknakórsins væntanlegur fyrir
jól.
Áttunda starfsár
Stúlknakórs
Reykjavíkur
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
Kokkabókastatív
Litir: Svart, blátt,
grænt, grátt
Verð 3.995 kr.
Kæru vinir og vandamenn.
Hjartans bestu þakkir fyrir heimsóknir, gjafir
og góðar óskir á afmælisdaginn minn þann
22. ágúst.
Oddrún Pálsdóttir.