Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 19
Í tilefni af Íslensku sjávarútvegssýningunni verður
gefinn út blaðaukinn Úr Verinu sem fylgir Morgunblaðinu
4. september. Aukaupplagi verður dreift á sýningunni.
Pantanafrestur auglýsinga er til kl.12
fimmtudaginn 29. ágúst.
Allar nánari upplýsingar veita sölu-og upplýsingafulltrúar
á auglýsingadeild í síma 569 1111, bréfsíma 569 1110
eða netfanginu augl@mbl.is.
AUGLÝSENDUR!
Íslenska
sjávarútvegssýningin
í Smáranum
Kópavogi
4. - 7. september
ABDUL Kadir, menningar- og
ferðamálaráðherra Malasíu,
hefur lagt til að ókurteisum
leigubílstjórum verði „stillt
upp við vegg og þeir skotnir,“
að því er dagblaðið New
Straits Times í Kuala Lumpur
greindi frá í gær. Í viðtali við
blaðið sagði ráðherrann, að
leigubílstjórar sem sýndu
ókurteisi og svikju kúnna sína
væru orðnir alvarlegt vanda-
mál í landinu. Ríkisstjórnin
hefði eytt miklu fé í að laða
ferðamenn til landsins. „Leigu-
bílstjórar sem haga sér svona
eru svikarar við land vort og
réttast væri að stilla þeim upp
við vegg og skjóta þá,“ hefur
blaðið eftir Kadir.
Bar við
ávísanafalsi
CHARLES Digiglio, 34 ára
Pennsylvaníubúi sem var
dæmdur fyrir að hafa sofnað
undir stýri og ekið á skólabíl,
tjáði dómaranum að hann hefði
dottað vegna þess að hann hefði
unnið alla nóttina áður að því að
falsa ávísanir. Hinn sakfelldi
fékk tveggja til fjögurra ára
fangelsisdóm á mánudaginn fyr-
ir að valda árekstrinum við
skólabílinn í bænum Penn For-
est í Pennsylvaníuríki í Banda-
ríkjunum hinn 20. nóvember
2000. Áður var búið að dæma
Digiglio fyrir þátttöku í skipu-
lögðum glæpahring sem notaði
stolnar tölvur til að falsa launa-
reikninga og ávísanir upp á
samtals um hálfa milljón
Bandaríkjadala, andvirði um 45
milljóna króna. Á föstudaginn á
að falla dómur yfir Digiglio fyr-
ir fleiri ávísanafölsunarbrot.
Auglýsingar á
lögreglubílana
BÆJARSTJÓRNIN í Spring-
field á Flórída hefur ákveðið
að taka tilboði um að kaupa
lögreglubíla fyrir einn Banda-
ríkjadal stykkið. Það er aðeins
einn galli á gjöf Njarðar: Á bíl-
ana verða límdar stórar aug-
lýsingar frá kostunaraðilum.
Svipar þeim til auglýsinga á
kappakstursbílum. Lög-
reglustjórinn í Springfield, sem
er útbær Panamaborgar, sagði
að þessi ráðstöfun myndi spara
bæjarfélaginu um hálfa milljón
Bandaríkjadala, andvirði um
45 milljóna króna, á þriggja
ára tímabili.
Skjóta beri
ókurteisa
leigubílstjóra
BANDARÍSKIR rannsóknarlög-
reglumenn kváðust í gær vænta
þess að Ward Weaver, 39 ára íbúi
Oregonborgar sem er í gæzluvarð-
haldi vegna nauðgunarákæru, verði
ákærður fyrir morð á tveimur stúlk-
um sem hafði verið saknað frá því
snemma á árinu. Jarðneskar leifar
þeirra fundust grafnar í bakgarði
Weavers um helgina.
„Það er ekki óeðlilegt að það taki
sinn tíma að leggja fram ákæru í svo
flóknu máli sem þessu,“ sagði Matt
Mattox, talsmaður rannsakenda í
gær. „Þetta er mjög alvarlegt mál
og rannsóknin þarf augljóslega að
vera mjög ítarleg,“ sagði hann. Að
sögn saksóknara verður málið lagt
fyrir rannsóknarkviðdóm í því skyni
að fá ákæruheimild.
Dánarorsök ekki staðfest enn
Krufning stendur enn yfir, en í
gær var hún nógu langt á veg komin
til að hægt væri að staðfesta að um
væri að ræða lík týndu stúlknanna.
Beth Ann Steele, talsmaður alrík-
islögreglunnar FBI í Oregon, upp-
lýsti að enn væri ekki búið að kom-
ast að niðurstöðu um dánarorsök.
Stúlkurnar hétu Miranda Gaddis,
13 ára, og og Ashley Pond, 12 ára.
Þær áttu heima í blokk skammt frá
heimili Weavers í hverfi láglauna-
fólks í Oregonborg, skammt frá
Portland. Réttarlæknir bar kennsl á
líkamsleifar þeirra með samanburði
við tannlæknaskýrslur, en Gaddis
hafði verið saknað síðan í byrjun
mars. Hin stúlkan hvarf í janúar, en
hún var vinkona og bekkjarsystir
Gaddis.
Lík Gaddis fannst á laugardaginn
í skúr við heimili Weavers. Lík Pond
fannst á sunnudaginn í tunnu sem
grafin hafði verið undir stein-
steyptri plötu á bak við hús
Weavers.
Weaver hefur setið inni síðan 13.
ágúst og bíður þess að réttað verði
yfir honum vegna nauðgunarkær-
unnar, en hann er sakaður um að
hafa nauðgað kærustu 19 ára sonar
síns.
Pond var vinkona dóttur Weavers
og síðastliðið sumar ásakaði Pond
hann um að hafa misþyrmt sér kyn-
ferðislega, en hann neitaði því og
var ekki ákærður. Þegar spurðist að
Weaver, sem á alls fjögur börn,
hefði nú verið ákærður fyrir nauðg-
un fóru ættingjar stúlknanna sem
saknað var fram á það við lögreglu
að leitað yrði undir steypuplötunni,
sem Weaver steypti skömmu eftir
að Gaddis hvarf í mars.
Faðir Weavers er dæmdur morð-
ingi og bíður aftöku fyrir að hafa
myrt konu og grafið lík hennar í
garði sínum.
Morðákæru
vænzt í Oregon
Oregon-borg, Los Angeles. AP, AFP.
AP
Blóm og önnur tákn hluttekningar hafa hrannast upp á girðingu við lóð
húss Ward Weavers í Oregon-borg, en þar fann lögregla jarðneskar leif-
ar tveggja stúlkna sem saknað hafði verið frá því snemma á árinu.