Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ É g var óspilltur Reykvíkingur; ætt- ir mínar ná varla lengra út úr borg- inni en í Hafn- arfjörð og upp í Borgarnes. Áar mínir fetuðu sig inn í borgina og voru nánast alla 20. öldina í hverfum hennar. Ég gerðist samt svo djarfur að yfirgefa hana – um skeið. Ég flutti til Egilsstaða (www.egilsstadir.is), þótt flestir bærust með straumnum inn í borgina en ekki út úr henni. Eg- ilsstaðir voru 1.500 manna kaup- staður (1991–1994), og nú er ég spilltur borgarbúi sem fór að heiman, og kom aftur breyttur. Á Egils- stöðum sner- ist sjónar- hornið. Oft var t.d. hlá- legt að hlusta á þáttagerð- arfólk í útvarpi láta eins og það vissi ekki að rödd þeirra heyrðist í öllum kaupstöðum, þorpum og sveitum, og jafnvel í framandi krummaskuðum og afdölum, hvort sem það var nú súld eður sól. Þetta heyrist enn; í sumar þegar veðrið var sem best í borg- inni en ekki svo gott annars stað- ar misstu þáttagerðarmenn stjórn á sér við að dásama veðrið og ráðleggja öllum landsmönnum að borða pasta undir berum himni í suðrænu hádeginu. Heim- ur þeirra var bara borgin ein, og hugurinn komst ekki út úr henni. En útsendingin náðist utanbæjar, og veðrið eins og ævinlega breytilegt eftir landshlutum. Ég rak mig einnig á að ró- semdin á Héraði var goðsögn. Vinnutíminn var jafnlangur og í borginni; fólk álíka upptekið og önnum kafið. Ef ekki við brauð- strit, þá í sveita síns andlitis í frí- stundum. Minni tími fór aftur á móti í snúninga á milli staða, og því bættust óneitanlega við nokkrar frímínútur á stundatöflu daganna. Eftir að ég flutti austur var ég iðulega spurður hvaðan ég væri og hverra manna en þegar eng- inn kannaðist við ættirnar misstu menn umsvifalaust áhugann og sneru sér að öðrum umræðuefn- um, eins og veðrinu. Seinna áttaði ég mig á því að spurningin var útpæld, því upp- runinn var notaður sem hluti af skýringu á hegðun eða skapi ein- staklinga. Drengur var svona og svona því að hann var þessara eða hinna manna og frá einum eða öðrum stað. „Já, hann er úr Skriðdalnum,“ eða „Hann er úr Jökuldalnum“ eða „Hann er son- ur Binnu.“ „A-ha, ég skil,“ var þá hiklaust svarað. Þessi sterka tilhneiging var mér algjörlega ný reynsla; að heyra að uppruninn fylgdi ein- staklingum eins og skugginn, og að hann yrði ævinlega notaður sem höfuðskýring á hegðun hans, lunderni, skoðunum og duttl- ungum. Mér finnst hér í raun um verðugt rannsóknarefni að ræða. Ég get fallist á að uppruninn hafi einhver áhrif, en ég held að á Austurlandi, og ef til vill víðar, sé hann mjög ofmetinn. Enginn botnaði neitt í mér. Kostirnir við að búa í fámennu samfélagi geta í einu vetfangi breyst í grimma ókosti. Notalega samfélagið, þar sem allir þekkja alla og eru voða góðir, getur breyst í fangelsi, oftast fyrir til- stuðlan kjaftasögunnar. Það er engin miskunn hjá Magnúsi; hversu mikið sem einstaklingur hefur lagt til samfélagsins og verið vinsæll, lendi hann milli tannanna á fólki er engin leið fær. Ég lenti ekki í þessu, en ólyginn sagði mér. Þótt allt sé uppspuni færast sögurnar bara í aukana og þrátt fyrir menntun og fyrri störf spyrja fáir sig þeirra augljósu grunnspurninga sem nægja til þess að afhjúpa lygina. Hver er t.d. heimildin; hversvegna hefur sögumaðurinn þetta ævinlega eftir einhverjum öðrum? Í borg- inni gerist þetta hjá víðfrægum og á vinnustöðum en í þorpi er ekkert skjól. Ég tel að það fyrsta sem hin umhugsunarverða landsbyggð, eða „utanborgarsamfélag“, þurfi að gera í viðleitni sinni að lokka til sín nýja íbúa, sé að líta djúpt í eigin barm. Meginverkefnið hjá mörgum er að vinna bug á innri ríg milli bæjarfélaga og nei- kvæðu viðhorfi íbúanna. Skynja má stundum skelfilega andúð milli kaupstaða, t.a.m. milli Nes- kaupstaðar og Egilsstaða. Rígur er ógreinanlegt fyrirbæri, því þeir sem haldnir eru þessum höf- uðsjúkdómi leita sér ekki hjálpar og kannast ekki við meinið í eigin huga. Ég held að helst þurfi langtímameðferð hjá fagmanni til að kveða niður hrepparíg. Þeir sem taka þátt í samfélag- inu og hafa frumkvæði eru ómet- anlegir í fásinninu. Þeir sem gera eitthvað móta og ráða ferðinni en gallinn er bara sá að þeir lötu ráða líka. Ef dugnaðarforkur opnar eina kaffihúsið á staðnum og gefur menningunni nýja vídd, þá geta letingjarnir eyðilagt framtakið með því að sitja áfram heima og hella sér upp á gamla góða Kaaberkaffið eða Braga. Eftir sjálfskoðun og sigurorð af rígnum tel ég heillavænlegast fyrir t.d. Egilsstaði að laða til sín pör með börn á leik- og grunn- skólaaldri. Foreldrar virðast velja sér búsetu eftir öryggi hverfa eða bæjarfélaga og gæð- um skólastarfs. Öryggið heillar þennan hóp, og fyrir þá eru ýms- ir kaupstaðir til sjávar og sveita góður kostur, ef innra lífið er í jafnvægi, þannig að fólkið tolli áfram. Ég hélt á hinn bóginn heim aftur til borgarinnar vegna þess að (staðar)vitund mín var of bundin henni. Ég saknaði lykt- arinnar og að heyra í henni um- ferðarniðinn og bílflautið, jafnvel sírenur voru greyptar í hjóðkerfi mitt. Það hljómar tvíbent að sakna sírena sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðsbíla, því hljóðin vita á ófarir annarra. En þessi hljóð eru hluti af borginni. Svo er ómenning borgarinnar einnig óviðjafnanleg, ásamt skugga- sundum hennar. Hún lokkar líka. Utanborg- arbúar … að heyra að uppruninn fylgdi ein- staklingum eins og skugginn, og að hann yrði ævinlega notaður sem höfuð- skýring á hegðun hans, lunderni, skoð- unum og duttlungum. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is TÖLUVERT hefur aukist á undanförnum árum að viðhöfð séu svo kölluð einkafram- kvæmd og alútboð við undirbúning að bygg- ingu opinberra mann- virkja. Þessar aðferðir geta verið góður hvati og átt vel við ýmsar framkvæmdir en þá að- eins að matsferlið sé vel undirbúið og taki til allra þátta. Í megin dráttum er með einkaframkvæmd átt við að verkefnið er boðið út sem heildstæð- ur pakki og skal bjóð- andi leggja fram hönnun og lýsingu á mannvirkinu í samræmi við forsögn, en einnig kostnaðar- og oft rekstr- aráætlun til ákveðins tíma. Alútboð er grein af sama meiði. Þegar meta skal marga þætti til að velja verktaka verður ljóst hversu nauðsynlegt er að fyrir liggi hvernig menn hugsa sér að meta hlut hvers þáttar; eins og hönnunarforsendur (útlit, efnisval, endingu og notagildi), heildarkostnað og rekstrarkostnað (þar með talið viðhald). Vægi hvers þáttar þarf því að liggja ljóst fyrir þegar boðið er út, ef vel á að fara. Í umræðum um tilboð í rannsókn- arhús við Háskólann á Akureyri kom fram hjá bjóðanda að hann teldi að ekki bæri að meta arkitektúr tillagn- anna „þetta væri ekki arkitektasam- keppni“. Er semsagt hugsanlegt að meta boð í að reisa hús án þess að meta arkitektúr? Hvað þá í hús yfir háskólastarfsemi inni á háskólalóð þar sem fyrir eru önnur hús og sér- stætt umhverfi? Auðvitað á það ekki að vera hugsanlegt. Þá er eitthvað að í okkar þjóðfélagi varðandi menningu og metnað. Ég var að fletta Tæknivísi, blaði byggingartæknifræðinema, og las frásögn Ólafs Gíslasonar byggingar- verkfræðings um alþjóðlegt útboð og forval vegna endurbyggingar frægs brimvarnargarðs við Alderney í Ermarsundi, skammt undan strönd Frakklands. Þarna telur hann um all einstakt og kostnaðarsamt verkefni að ræða (Ístak tengist PIHL, einum af fjórum völdum verktökum í for- vali). En það eru lokaorð hans sem vöktu athygli mína í tengslum við það sem hér er verið að fjalla um. „Hafnaryf- irvöld hafa upplýst að þau muni meta úrlausnir bæði út frá tæknilegu og fagurfræðilegu sjónarmiði áður en verðtilboð verða skoðuð.“ Hér er um hafnargarð að ræða en ekki húsnæði fyrir háskólastarf! Margt hefur tekist ágætlega við bundin út- boð en við þurfum að taka okkur tak og setja markið hátt. Sem betur fer er ýmislegt til um menningarstefnu í mannvirkjagerð og ým- is markmið hafa verið sett bæði hjá ríki og borg. Þetta kom ágætlega fram á málþingi um menningarstefnu í byggingarlist sem hald- in var í Norræna húsinu 23. nóvember 2001. Margir aðilar stóðu að málþinginu með fram- kvæmdasýslu ríkisins í fararbroddi (gögn á heimasíðu http://www.fsr.is). Til þess að ná betri tökum á þess- um þáttum og auka skilning á mik- ilvægi fagurfræði í allri mannvirkja- gerð og í manngerðu umhverfi er stefnt að því að vinna að stefnumótun hjá Reykjavíkurborg sem lýtur að yf- irbragði og útliti hins manngerða um- hverfis í borginni. Í markmiðum aðalskipulags Reykjavíkur 2001–2024 sem sam- þykkt hefur verið í borgarstjórn er undir markmiði 2. Að auka gæði byggðar. Stefnt er að því að út komi leiðbeiningarrit um: a) Þróun og uppbyggingu vistvænnar byggðar b) Gæði byggðar í íbúðarhverfum og á atvinnusvæðum c) Mótun hönnunarstefnu Reykjavíkur. Eins og menn munu hafa þegar tekið eftir eru notuð mörg mismun- andi orð um þessa stefnumótun s.s.: arkitektastefna, byggingarlistar- stefna, hönnunarstefna, menningar- stefna í byggingarlist og stefnumörk- um varðandi hið manngerða umhverfi o.fl. Rétt er að einfalda þessa málnotkun þegar nánar verður farið ofan í sauma stefnumörkunar. Eins og ymprað er á hér að framan hefur ýmislegt verið gert sem safna þarf saman og ýmsar borgir og ríki hafa mótað opinbera stefnu í bygg- ingarlist sem læra má af. Fyrir Akureyrarbæ var á árinu 2001 unnin tillaga að byggingarlista- stefnu af Árna Ólafssyni arkitekt. Í framhaldi stefnumörkunar verður að liggja fyrir aðgerðaáætlun um fram- kvæmd stefnunnar. Í ljósi þess sem hér er til umræðu er umfjöllun um fagurfræði í mann- gerðu umhverfi nauðsynleg til að forðast slys einmitt nú þegar mikið stendur til við mannvirkjagerð bæði hér í borg og annars staðar á landinu. Hvað er átt við með arkitektúr- stefnu eða menningarstefnu í mann- virkjagerð? Það er eins og áður hefur komið fram stefna sem lýtur að yfirbragði og útliti hins manngerða umhverfis og um leið markmiðssetning um að vernda það besta í arfinum, að al- menningur geti notið þess besta í um- hverfinu og hvetja til metnaðar við alla mannvirkjagerð varðandi útlits og umhverfisþætti. Allt þetta tengist um leið kostnað- arvitund og gildismati á manngerðu umhverfi fyrir íbúa og gesti (ferða- mennsku). Ef notagildi, góð ending og fegurð eru höfð að leiðarljósi skapar húsa- gerðarlist menningu. Við skulum hafa í huga að það sem skapað er í dag verður umhverfi á morgun. Þess vegna er húsagerðarlist bæði þýðing- armikil og áhugaverð. Eins og verk annarra „skálda“ eru verkin ætluð öðrum til að njóta/nota og lifa til framtíðar. Verk arkitekta eru áleitin, ágeng og gjarnan varan- legri en önnur „skáldverk“ og þurfa því að vera undir gagnrýni og lúta vissum aga. Með menningarstefnu í byggingar- list verður reynt að setja fram helstu markmið sem geti stuðlað að góðu manngerðu umhverfi fyrir íbúa borg- arinnar og gesti hennar nú og til framtíðar. Það krefst þekkingar á bygging- arlist og umhverfishönnun að móta rammann og það þarf góð tengsl við íbúa borgarinnar frá upphafi og síðar einnig við útfærslu stefnunnar, ef vel á að takast. Með stefnumörkun er stefnt að því að borgararnir geti kom- ið að mótuninni en það er samtímis lögð á herðar þeirra viss ábyrgð á eigin umhverfi. Kynning og fræðsla varðandi mat á gæðum í manngerðu umhverfi verður því þýðingarmikill þáttur undirbún- ings. Stefnt er að samstarfi við ýmsar stofnanir og félagasamtök við undir- búning byggingarlistastefnu fyrir Reykjavíkurborg og hefst sú vinna nú á haustmánuðum. Stefnumótun og manngert umhverfi Þorvaldur S. Þorvaldsson Byggingarlist Með stefnumörkun, seg- ir Þorvaldur S. Þor- valdsson, er stefnt að því að borgararnir geti komið að mótuninni. Höfundur er borgararkitekt. VIÐ ERUM nógu rík til að eiga Eyja- bakka og Þjórsárverin ósnert. Við þurfum ekki að veðsetja eða selja erfðagripina frá okkur til að skrimta. Ef jafnara væri skipt lifðu allir Íslendingar við munað. Því er það ennþá sorglegra að hlusta á þokkalega greinda menn tala um virkj- anabröltið í Þjórsár- verum sem bjargráð, og horfa á ábyrga stjórnmálamenn tví- stíga við að taka heiðarlega ákvörð- un í málinu. Þegar rætt var á sínum tíma í fullri alvöru um að ganga mun lengra í að spilla Þjórsárverum til vatnssöfnunar vegna stóriðju var náttúruverndarmönnum stillt upp við vegg. Eyðilegging veranna var að öllum líkindum stærsti skaði sem hægt var að vinna landinu til orkuöflunar. Verndar- sinnum var heldur ekki sama um Eyja- bakkana, en dæmið var sett upp þannig að annan kostinn skyldi velja. Fyrir Lands- virkjun voru fram- kvæmdir við Eyja- bakka næstvæn- legastar. Annar handleggur- inn skyldi tekinn. Þeir sem móti stóðu máttu ráða hvort það yrði sá hægri eða vinstri. Þjórsárverin eru griðland sem ekki má snerta. Þau hafa verndargildi á heimsmælikvarða. Við undirritun Ramsarsáttmál- ans skuldbinda Íslendingar sig til að stuðla að skynsamlegri nýtingu votlendis. Þjórsárverin voru síðan lýst Ramsar-verndarsvæði 1990. Þar megum við ekki raska vist- fræðilegum eiginleikum nema að skrá annað svæði jafnmikilvægt. Ef við lifðum hér við hungurmörk og álbræðsla væri síðasta bjargráð- ið horfði málið kannski öðruvísi við. Ísland er í 7. sæti hvað varðar velferð í heiminum. Á tímum góðæris eigum við ekki að drýgja þann óvinafagnað að fórna landgæðum fyrir umdeildan og mjög vafasaman stundarhagnað. Við erum nógu rík Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Virkjanir Á tímum góðæris eigum við ekki að drýgja þann óvinafagnað, segir Páll Steingrímsson, að fórna landgæðum fyrir um- deildan og mjög vafa- saman stundarhagnað. Páll Steingrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.