Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 20
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNVÖLD í Peking brugðust í
gær ókvæða við ásökunum þess
efnis að þau lokuðu pólitíska and-
stæðinga sína inni á geðsjúkrahús-
um en Alþjóðasamtök geðlækna
(WPA) hafa samþykkt að senda al-
þjóðlega nefnd lækna til Kína til
þess að kanna hvað hæft sé í ásök-
ununum. „Fullyrðingar af þessu
tagi eru úr lausu lofti gripnar og
lýsa miklu ábyrgðarleysi,“ sagði í
yfirlýsingu kínverska utanríkis-
ráðuneytisins. Ekki kom fram
hvort Kína myndi leyfa umræddri
nefnd að kanna aðstæður á sjúkra-
húsunum en stefnt er að því að hún
fari til Kína næsta vor.
Samþykktin um rannsóknar-
nefndina var gerð á ársfundi WPA í
Yokohama í Japan á mánudag en
geðlæknafélög 105 ríkja eiga aðild
að samtökunum, þar á meðal kín-
verska félagið. Forseti samtak-
anna, Juan Lopez-Ibor, sagði að
farið hefði verið yfir vísbendingar
um 500 dæmi um misnotkun geð-
lækninga á kínverskum sjúkrahús-
um og einkum hefðu félagar í Falun
Gong-hugleiðsluhreyfingunni verið
læstir inni á geðsjúkrahúsum.
Hreyfingin var bönnuð í Kína 1999.
Félagar í Falun Gong segja að
kínverskir geðlæknar gefi heil-
brigðu fólki stóra skammta af geð-
lyfjum og einnig sé beitt raflosti.
Mary Robinson, mannréttinda-
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sótti
Kínverja heim í liðinni viku og sagði
að þvinguð vistun Falun Gong-fé-
laga á kínverskum geðsjúkrahúsum
væri mikið vandamál. Kvartaði hún
undan því að embættismenn SÞ
ættu erfitt með að fá leyfi til þess að
kanna hvort kvartanir um misnotk-
un geðlækninga ættu við rök að
styðjast.
Skýrsla á vegum Human
Rights Watch
Fyrr í mánuðinum sendu banda-
rísku mannréttindasamtökin Hum-
an Rights Watch og Genfarsamtök-
in gegn misnotkun geðlækninga frá
sér um 300 síðna skýrslu um and-
ófsmenn sem lokaðir væru inni á
geðsjúkrahúsum í Kína og þannig
brotin á þeim mannréttindi. Þar
segir að kínversk stjórnvöld noti í
vaxandi mæli geðsjúkrahús til þess
að þagga niður í pólitískum andófs-
mönnum, félögum í Falun Gong,
fólki sem skipuleggur frjáls verka-
lýðsfélög og einstaklingum sem
kvarta undan ofsóknum yfirvalda
og spillingu. Kínversk stjórnvöld
fullyrða að Falun Gong-liðarnir hafi
verið lagðir inn á sjúkrahús að ósk
aðstandenda þeirra. Sagði í yfirlýs-
ingu þeirra í gær að fylgt væri
ströngustu reglum um meðferð
sjúklinga.
Eitt af dæmunum sem rakið er í
skýrslunni er af Cao Maobin. Hann
var lokaður inni í 210 daga í Ranch-
ing nr. 4 geðsjúkrahúsinu í austur-
hluta Kína eftir að hafa reynt að
stofna ólöglegt verkalýðsfélag, að
sögn samtaka í New York er fylgj-
ast með réttindum verkafólks í
Kína. Eiginkona hans segir að
læknar hafi þvingað hann til að taka
geðlyf enda þótt ekkert amaði að
honum.
Aðgangur verði óhindraður
Formaður breska geðlækna-
félagsins sat hjá við afgreiðslu sam-
þykktarinnar á mánudag og taldi
hana ekki ganga nógu langt þótt
hún væri skref í rétta átt. Fólk sem
stóð að skýrslunni um mannrétt-
indabrotin var í gær ekki einhuga,
aðalhöfundur hennar, Robin
Munro, hrósaði mjög ákvörðun
WPA. En Human Rights Watch-
samtökin sögðu að niðurstaðan færi
m.a. eftir því hverjir tækju þátt í
undirbúningnum, hvort Kínverjar
fengju að ráða hverjir yrðu í nefnd-
inni og hvort hún fengi fullan að-
gang að geðsjúkrahúsunum og
sjúklingunum.
„WPA verður að sýna mikla festu
í viðræðum við Kínverja um skil-
yrðin fyrir starfi nefndarinnar,“
sagði Mike Jendrzejczyk, yfirmað-
ur Asíudeildar Human Rights
Watch með aðsetur í Washington.
Sovétstjórnin lokaði á sínum tíma
marga andófsmenn inni á geð-
sjúkrahúsum og vegna gagnrýni
WPA sagði geðlæknafélag Sovét-
ríkjanna sig úr samtökunum árið
1983 til þess að sleppa við brott-
rekstur. Neiti Kínverjar samtökun-
um um leyfi til að rannsaka ástand-
ið gæti farið svo að Kínverjar yrðu
að segja sig úr WPA.
Alþjóðageðlæknasamtökin vilja senda alþjóðlega rannsóknarnefnd til Kína
Ásakanir um þvingaðar
innlagnir á geðsjúkrahús
Yokohama, Peking. AFP, AP.
AP
Wu Lili, systir konu sem sögð er hafa verið þvinguð til að leggjast inn
á geðsjúkrahús í Kína, með mynd af systurinni í Yokohama í gær.
Systir Wu er liðsmaður Falun Gong-hugleiðslusamtakanna.
Kínverjar segja ásakanir um að
andófsmenn séu vistaðir á slíkum
stofnunum allsendis tilhæfulausar
STJÓRN Bandaríkjanna hefur sett
sjálfstæðishreyfingu múslíma í kín-
verska héraðinu Xinjiang (Sinkiang)
á lista yfir alþjóðleg hryðjuverka-
samtök, að sögn Richards Armitage,
aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna á mánudag. Hann er nú á
ferðalagi um nokkur Asíulönd. Dag-
inn fyrir yfirlýsingu hans settu kín-
versk stjórnvöld reglur um tak-
mörkun á sölu eldflauga til annarra
landa en Bandaríkjamenn hafa lengi
hvatt Kínverja til að draga úr slík-
um útflutningi, ekki síst til landa
eins og Írans.
Kommúnistastjórnin í Peking
segir hreyfinguna í Xinjiang hafa
staðið fyrir mannskæðum tilræðum,
hún njóti stuðnings samtaka Sádi-
Arabans Osama bin Ladens, al-
Qaeda. Hafi al-Qaeda sent hópnum
vopn og þjálfað liðsmenn hans.
Bandaríkjamenn hafa fram til þessa
ekki viljað samþykkja að umrædd
samtök, Íslamshreyfing Austur-
Túrkestans (ETIM), sem eru sögð
fáliðuð og illa skipulögð, séu í banda-
lagi við alþjóðleg, íslömsk hermd-
arverkasamtök. Hafa þeir jafnvel
tekið undir með Mary Robinson,
mannréttindafulltrúa Sameinuðu
þjóðanna og öðrum sem fullyrða að
Kínastjórn noti baráttuna gegn al-
þjóðlegum hryðjuverkum sem
skálkaskjól til að berja niður frið-
samlegt andóf.
„Ofbeldisverk gegn
óvopnuðum borgurum“
Armitage átti fundi með Hu
Jiantao, varaforseta Kína, Qian
Qihcen aðstoðarforsætisráðherra og
Tang Jiaxuan utanríkisráðherra í
Peking á mánudag. Hann sagði að
ákvörðun Bandaríkjamanna um að
setja Íslamshreyfingu Austur-Túr-
kestans á lista yfir hryðjuverkahópa
hefði verið tekin eftir vandlega íhug-
un. Samtökin hefðu framið „ofbeld-
isverk gegn óvopnuðum borgurum
án tillits til þess hver yrði fórnar-
lambið“. Hann sagðist einnig hafa
tjáð kínverskum ráðamönnum að
það væri „bráðnauðsynlegt að virða
réttindi minnihlutahópa“.
Xinjiang, sem áður var nefnt
Sinkiang, var um hríð sjálfstætt ríki
snemma á 20. öld undir heitinu
Austur-Túrkestan en Kínverjar hafa
síðustu áratugi lagt mikla áherslu á
að tryggja yfirráð sín þar til fram-
búðar. Meirihluti íbúa Xinjiang er af
þjóðerni Uighura, sem eru flestir
múslímar, búa margir vestast í hér-
aðinu og tala tungumál fjarskylt
tyrknesku. Þeir hafa lengið barist
gegn kínverskum yfirráðum. Xinji-
ang liggur að hluta að Afganistan.
Vilja stofna íslamskt ríki
Fátt er vitað með vissu um áð-
urnefnda hreyfingu annað en það
sem kom fram í yfirlýsingu stjórn-
valda í Peking í janúar þar sem
starfsemi hennar var fordæmd. Kín-
verjar segja að leiðtogi hennar sé
Hasan Mahsum, hann sé Uighuri og
hafi tekið þátt í mörgum hryðju-
verkum.
Dilxat Rexiti er talsmaður upplýs-
ingamiðstöðvar Austur-Túrkestans,
stofnunar með aðsetur í Þýskalandi
er heldur á lofti málstað sjálfstæð-
issinna í Xinjiang. Rexiti sagðist
efast um að liðsmenn ETIM tækju
þátt í samstarfi alþjóðlegra hryðju-
verkamanna. „Markmið þeirra er að
frelsa Austur-Túrkestan og reka á
brott hernámsliðið,“ sagði hann.
Rexiti sagðist ekki vita hve margir
væru í ETIM en hann væri sjálfur
andvígur þeirri stefnu hreyfingar-
innar að stofna íslamskt ríki og
einnig á móti ofbeldisfullum aðferð-
um þeirra.
„Við erum á móti vopnaðri bar-
áttu en með kúgunina, sem Kínverj-
ar stunda fyrir, í huga óttumst við
að æ fleiri Uighurar eigi ekki kost á
öðru,“ sagði Rexiti.
Kína umbunað fyrir hömlur við eldflaugaútflutningi
Sjálfstæðishreyfing í
Xinjiang á lista yfir
hryðjuverkahópa
Lítt þekkt ísl-
ömsk samtök er
vilja stofna sjálf-
stætt ríki þjóð-
arbrots Uighura
Peking. AP, AFP.
FRÖNSK yfirvöld leituðu í gær
flutningaskips en talið er, að það
hafi siglt á og sökkt frönskum
togara. Komust þrír skipverjanna
af en fjögurra er saknað. Hér er
háseti af togaranum, sem bar
nafnið Cistude, hífður um borð í
björgunarþyrlu nærri eynni Sein
undan Atlantshafsströnd Frakk-
lands.
Haft er eftir frönsku strand-
gæslunni, að nokkuð víst sé, að
árekstur hafi valdið slysinu en
það átti sér stað snemma í fyrra-
dag um 120 km vestur af Frakk-
landsströnd, rétt við fjölfarna
siglingaleið. Beinist grunurinn
helst að norska flutningaskipinu
Bow Eagle en það fór þarna um á
þessum tíma. Seint á mánudag
tilkynnti það, að það hefði rekist
á „ókunnan hlut“ og væri komið
gat á kinnunginn. Út um það læki
etýlefni, sem væri hluti af farm-
inum. Því var þó leyft að halda
áfram til Rotterdam. Voru menn
frá frönsku strandgæslunni
komnir um borð í skipið í gær.
Reuters
Franskur togari
sökk eftir árekstur
Brest. AFP.