Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 15 ÞAÐ óhapp varð við Friðarhöfn á sunnudag að 3–4 tonn af lýsi láku í höfnina þegar verið var að dæla lýsi í fluttningaskipið Freyju frá Nesskip- um. Það var þétting á krana sem var neðanjarðar sem gaf sig og lak lýsið þar út og í höfnina. Stöðva þurfti útskipunina á meðan viðgerð fór fram, en grafa þurfti nokkuð stóra holu til að komast að krananum sem lak. Lýsinu er dælt úr geymslutönkum sem eru upp við Lifrarsamlag um það bil 1.000 metra leið niður að bryggjukanti við Frið- arhöfn. Að sögn hafnarstarfsmanna sem unnu við hreinsun á lýsinu úr höfninni var notast við 10 ára gamlan hreinsunarbúnað og girðingu. Er þetta í fyrsta skiptið sem búnaðurinn er notaður til hreinsunar, en hann hefur eingöngu verið notaður við æf- ingar hingað til. Ekki er gert ráð fyr- ir því að slysið hafi varanleg árif, en tjón eigandans er þó nokkurt, en ekki fengust nákvæmar upplýsingar um það. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Lýsi lak í höfnina Vestmannaeyjar TÓNLISTARVEISLA er nafn á tón- leikum sem orðnir eru fastur liður í húsvísku menningarlífi og haldnir síð- sumars ár hvert. Þar koma fram húsvískir tónlist- armenn í yngri kantinum og flytja dagskrá sína. Og það er óhætt að segja að það hafi verið mikil veisla sem borin var á borð fyrir gesti þá sem komu á Tónlist- arveisluna 2002 sem haldin var á Fosshóteli Húsavík á dögunum. Tón- leikarnir voru fluttir tvö kvöld í röð fyrir fullu húsi og þóttu mjög vel heppnaðir. Að þessu sinni var dagskráin til- einkuð hinum ástsæla söngvara Vil- hjálmi Vilhjálmssyni og flutt lög sem hann söng á sínum tíma. Guðni Bragason stjórnaði sjö manna stór- hljómsveit sem spilaði undir söng tíu söngvara sem reyndar sumir hverjir voru einnig í hljómsveitinni. Hljóm- sveitina skipuðu þau Lára Sóley Jó- hannsdóttir á fiðlu, Sigurður Illuga- son á gítar, Víðir Pétursson á bassa, Jón Gunnar Stefánsson á trommur, Gunnar Illugi Sigurðsson á slagverk og Guðni Bragason á píanó og gítar. Gestahljóðfæraleikari með hljóm- sveitinni að þessu sinni var saxófón- leikarinn Kristinn Svavarsson. Hann er ekki með öllu ókunnur húsvísku tónlistarlífi frá því hann bjó hér um skeið. Þá spilaði hann m.a. með hljóm- sveitinni Gloríu auk þess að kenna við Tónlistarskólann. Þau sem sáu um sönginn á sýningunni að þessu sinni voru þau Lára Sóley, Guðni og Sig- urður sem áður eru nefnd, Anna Kar- in Jónsdóttir, Kristján Þór Magnús- son, Aðalsteinn Júlíusson og þær söngvasystur Guðný, Bylgja, Harpa og Svava Steingrímsdætur. Jóhann Kr. Gunnarsson kynnti dagskrána sem fyrr og fór það vel úr hendi, hann hefur verið að færa sig upp á skaftið í sambandi við tónleikana ár frá ári og loksins kom að því að hann fékk að syngja eitt lag. Hann söng við mikla hrifningu áheyrenda lagið „Eins- hljóðfærissinfóníuhljómsveit“ og ef- laust á hans hlutur eftir að verða stærri þegar fram í sækir. Upphaf þess að Tónlistarveislan komst á koppinn var að fyrir fjórum árum auglýsti Fræðslunefnd Húsa- víkur eftir hugmyndum sem gætu auðgað húsvískt menningarlíf að sumarlagi. Unga fólkið kom með þessa hugmynd, sem vaxið hefur ár frá ári. Tónlistarveisla á Fosshóteli Húsavík Anna Karin Jónsdóttir Húsavík SÍÐASTLIÐINN laugardag komu 11 flutningabílar Flytjanda suður Kjalveg með viðkomu á Flúðum en héldu síðan til Reykjavíkur. Annar eins hópur flutningabílstjóra tók á móti þeim við Gullfoss og bætist í hópinn með bifreiðar sínar. Kaffi- veitingar í boði Hrunamannahrepps fyrir bílstjórana og fylgdarlið þeirra var á Hótel Flúðum. Þar ávarpaði Ragnar Magnússon hóp- inn fyrir hönd sveitarstjórnar og greindi frá sögu vöruflutninga í Hrunamannahreppi. Loftur Þor- steinsson fráfarandi sveitarstjóri þakkaði bílstjórunum fyrir að vekja athygli á vegamálum í landinu á þennan hátt og sagði að íbúar Hrunamannahrepps, sem er stór og dreifð sveit, byggju við afleitt vega- kerfi og þekktu það ákaflega vel hvað vondir vegir væru. Það væri staðreynd að stærsta landsbyggða- málið væri að byggja upp góða og varanlega vegi. Það væri undarlegt hve ráðamenn þjóðarinnar væru seinir að skilja það. Páll Halldór Halldórsson starfs- maður Flytjanda í Reykjavík sem var í forsvari fyrir hópnum sagði að ferðin hefði einkum verið farin í þrennum tilgangi; „Til að minnast frumkvöðlanna í stéttinni og til að aka holóttan veg eins og fyrri tíma bílstjórar þurftu jafnan að gera áð- ur fyrr. Einnig til að minna á að Kjalvegur er stysta leiðin á milli Norður- og Suðurlands og upp- bygging er það sem koma skal fyrr, en seinna. Bílstjórar flutningabíla, sem eru starfsmenn margra fyr- irtækja, hittast sjaldan og við ætlum að gera okkur glaðan dag og snæða saman kvöldverð í Reykjavík.“ Meðal margra ágætra bílstjóra í hópnum var Baldur Ragnarsson sem búinn er að fara 2187 túra á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Vart þarf að taka fram að flutn- ingabílstjórar eru virtir og vinsælir menn sem aka um lífæðar lands- byggðarinnar og færa meðal ann- ars varninginn heim í hvert byggð- arlag, nauðsynjar sem landsbyggðarfólk þarf á að halda. Lest Flytjandabíla suður Kjöl Hrunamannahreppur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Flutningabílar frá Flytjanda aka niður Hrunamannahrepp. Á ÞRIÐJA hundrað gesta voru við- staddir vígslu Nýheima á Hornafirði um helgina. Þeirra á meðal voru for- seti Íslands, menntamálaráðherra, utanríkisráðherra, heilbrigðisráð- herra, háskólarektor og alþingis- menn. Nýheimar eru miðstöð þekkingar, náms, rannsókna og nýsköpunar í sýslunni. Þar verða til húsa Fram- haldsskólinn í Austur-Skaftafells- sýslu, Bókasafnið, Háskólasetur Austurlands og frumkvöðlasetrið Nýheimabúðir. Á næstunni verða útibú Þróunarstofu Austurlands og Hafrannsóknastofnunar opnuð í Ný- heimum. Markmiðið með því að steypa þessum stofnunum saman í eina byggingu er að þar skapist ein- stakt samfélag kennara og nemenda, fræðimanna, frumkvöðla og vísinda- manna sem getur af sér nýjar hug- myndir og þekkingu. Húsið er 2.500 fermetrar á tveimur hæðum og áætl- aður byggingarkostnaður er ríflega 440 milljónir króna. Í ávarpi Árna Kjartanssonar arki- tekts hjá Glámu-Kím var greint frá óskum byggingarnefndar til hönn- uða hússins; m.a. að byggingin skyldi vera glæsileg og ólík öðrum húsum í sýslunni en jafnframt ódýr í byggingu og viðhaldi. Þá var óskað eftir að þeir sem störfuðu í húsinu „neyddust“ til að hafa daglegt sam- neyti. Albert Eymundsson bæjarstjóri stýrði vígsluhátíð Nýheima sem hófst með því að Jónas Ingimund- arson vígði nýjan og glæsilegan konsertflygil Menningarmiðstöðar Hornafjarðar. Flygillinn mun standa í miðrými hússins þar sem mögu- leikar eru á tónleikahaldi af ýmsu tagi. Ávörp fluttu forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Páll Skúla- son háskólarektor, Tómas Ingi Ol- rich menntamálaráðherra, Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og fyrsti þingmaður Austurlands, og Halldóra Bergljót Jónsdóttir, for- maður bæjarráðs Hornafjarðar. Einnig fluttu ávörp forstöðumenn stofnana sem til húsa verða í Ný- heimum og verktaki þeirra, Geir Þorsteinsson. Karlakórinn Jökull og stúlknakórinn Vox Luminae sungu við vígsluathöfn Nýheima og sr. Sig- urður Kr. Sigurðsson blessaði húsið. Kennsla hófst í Framhaldsskólanum í Nýheimum á mánudagsmorgun og bókasafnið hefur einnig tekið til starfa. Á næstu dögum mun Há- skólasetur Austurlands flytjast inn í Nýheima og frumkvöðlasetrið Ný- heimabúðir verður opnað í endan- legu húsnæði í byrjun október. Nám, rannsóknir og nýsköpun undir sama þaki á Höfn Morgunblaðið/Sigurður Mar Jónas Ingimundarson tekur nýjan konsertflygil Hornfirðinga til kostanna í upphafi vígsluathafnar Nýheima. Fjölmenni var við- statt vígslu Nýheima Hornafjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.