Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
AF UMRÆÐUNNI um einkadans á
nektardansstöðum mætti ráða að
eigendur og verjendur þessara staða
upplifðu sig sem eins konar riddara
frelsis og mannréttinda. Það er mesti
misskilningur að það eigi að loka
nektardansstöðum, það á hins vegar
að gera kúnnum erfiðara fyrir að
nálgast líkama og persónu stúlkn-
anna sem þar dansa. Af umræðunni
að dæma mætti einnig halda að verið
væri að kyrkja frelsi athafnalífsins,
en hið rétta er að áfram geta karlar
drukkið eins mikið áfengi og áður og
horft á eins margar naktar stúlkur og
áður eins lengi og þeir vilja og stað-
urinn græðir áfram. Eini munurinn
er sá að kúnnarnir verða að vera
margir saman í stórum sal við þetta
áhugamál sitt í stað þess að vera einir
afsíðis í litlum klefa með naktri
stúlku.
En það sem mér finnst áhugaverð-
ari spurning er þessi: Hvað varð um
borgaraleg réttindi mín eftir að
helstu skemmtistaðir borgarinnar
breyttust í nektardansstaði og á svip-
stundu varð ég „persona non grata“,
og fæ ekki inngöngu vegna kynferðis
míns? Óðal, Las Vegas, Þórskaffi og
sennilega fleiri, þetta eru skemmti-
staðir sem fyrir nokkrum árum buðu
bæði kynin velkomin en nú eru kven-
kynsgestir ekki velkomnir þar leng-
ur. Í anddyri sumra ef ekki allra stað-
anna er skilti sem hreint og beint
segir; karlakvöld, og það eru öll kvöld
karlakvöld á nektardansstöðunum.
Mér finnst ástæða til að borgaryf-
irvöld kanni hvort þessir starfshættir
eru ekki brot á borgaralegum rétt-
indum helmings skattborgaranna. Ef
til vill er einnig ástæða til að jafnrétt-
isnefnd borgarinnar kanni málið.
HALLDÓRA
HALLDÓRSDÓTTIR,
Laufásvegi 6, Reykjavík.
Brot á jafnréttislögum?
Frá Halldóru Halldórsdóttur:
EKKI veit ég hvað ykkur gengur til
OMEGA-mönnum að halda uppi
þessum dæmalausu rangfærslum, í
lygum og útúrsnúningum í málum
Palestínu og Ísraels.
Þið haldið því fram að þið séuð
þeir einu sem eitthvert vit hafi á
þessum deilum. Allir aðrir beiti
rangindum í fréttaflutningi sínum
og séu andsnúnir Ísrael.
Þegar þið talið um Palestínumenn
eru þeir upp til hópa hryðjuverka-
menn, líkast til komnir frá þeim illa.
En þegar þið ræðið um Ísrael eru
þeir „Guðs útvalda þjóð“ að verja
hendur sínar og lendur. Þeir fremja
það sem þeir gera af nauðsyn – þeir
eru nefnilega „Guðs útvalda þjóð“
og geta því og mega gera það sem
þeim sýnist, hversu óguðlegt og
óskiljanlegt það er. (Jóh. 8:44.)
Það fylgdu og fylgja því skyldur
og ábyrgð þegar Guð Ritningarinn-
ar kallaði Ísrael og Ísraela „sitt fólk
og sína Þjóð“. Þessi boð Guðs hafa
þeir brotið aftur og aftur. Þeir eru
nú ekki frekar Guðs þjóð en hver
önnur sem heldur boðorð hans. (Jes-
aja 1: 2–5 & 1:14–20.)
Í dag er Ísrael eitt mesta herveldi
í heiminum, með annað á bak við sig
(Bandaríkin), og þeir setja sér það
markvisst að útrýma þjóð sem þeir
hafa kúgað, undirokað og smánað
kynslóð eftir kynslóð. Þeir hafa alið
upp palestínsku þjóðina í hatri og nú
uppskera þeir það sem þeir hafa til
sáð; hatur þeirra, alla þá litlu mót-
spyrnu sem þeir geta veitt. Það
reynist nú Ísrael súr ávöxtur.
Að þessi þjóð, gyðingar, sem fyrir
aðeins um 60 árum mátti þola pynt-
ingar og yfirgang, skuli í dag gera
sig seka um svipaða hluti er alveg
óskiljanlegt. Jesús grét yfir Jerú-
salem. Ég er viss um að í dag græt-
ur hann yfir þessari þjóð sinni.
(Matteus 23: 32–34 & 23: 37–39.)
Ísraelum nægir ekki að skjóta og
drepa. Þeir finna einnig þörf hjá sér
til að eyðileggja sem allra mest. Þeir
ráðast á sjúkrahús, þeir meina að
reynt sé að koma særðu og látnu
fólki af götunum. Þeir sprengja upp
skóla, brýr og þeir ryðja í sundur
götur og valta yfir hús borgaranna
með skriðdrekum sínum. Ekkert
hefur þetta neina „hernaðarlega“
þýðingu. Ástæðan virðist vera sú ein
að valda sem mestum þjáningum,
ótta, glundroða og vonleysi.
Hvað er þessi „útvalda þjóð“ að
gera? Og hvað er heimsbyggðin að
gera? Ekki neitt – þessum hryllingi
er haldið áfram og heimurinn horfir
á og leyfir það.
En Guð sér þetta og Hann mun
gera það sem gera þarf. Í dag eru
Ísraelar máttug þjóð, en þeir hafa
gleymt Guði sínum, einu sinni enn.
Þeir halda örugglega samkomur
sínar og lofa Guð, en það mun ekki
nægja þeim. Verk þeirra verða met-
in af Guði og Hann mun ekki láta
þetta viðgangast. Hann er góður
Guð og Hann er kærleiksríkur og
langlyndur Guð, en Hann mun taka í
taumana, Hann hefur ekki velþókn-
un á verkum Ísraels í dag.
Hafið þetta í huga OMEGA-menn
þegar þið notið aðstöðu ykkar til að
varpa yfir þjóðina rangindum ykkar,
ofstopa og óhróðri.
Munið að Guði er ekkert ómáttugt
og hann mun taka til sinna ráða, ef
þið ekki linnið þessum rangindum
og lygum ykkar. Hann mun ekki
leyfa ykkur að halda þessu áfram.
Guð vill, og hefur alltaf viljað rétt-
læti.
Það, að horfa á ykkur sitja fyrir
framan myndavélarnar ykkar, með
Ritninguna á milli ykkar, lesandi
upp afbakaðar setningar teknar úr
öllu réttu samhengi er illt – en verra
er að sjá hrokann og merkilegheitin
og sjálfsánægjuna sem af andlitum
ykkar skín, og hlusta á það sem af
munni ykkar gengur – það er meira
en illt – það er afskaplega sorglegt.
Ég trúi að það muni verða stöðvað.
GUÐRÚN Á. RUNÓLFSDÓTTIR,
Mánabraut 19, Kópavogi.
Opið bréf til útvarps-
stöðvarinnar Omega
Frá Guðrúnu Á. Runólfsdóttur: