Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss og Goðafoss
koma og fara í dag.
Havtank kemur í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Florinda fór í gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 48. Sum-
arlokun frá 1. júlí til 1.
september.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta kl. 13 spil-
að, kl. 13.30 keila og
frjáls spilamennska.
Púttvöllurinn er opinn
kl. 10–16 alla daga. All-
ar upplýsingar í s.
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
12.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 10–10.30
banki, kl. 13–16.30 spil-
að. Vetrarstarfið hefst
mánudaginn 2. sept.
Upplýsingar í s.
568 5052.
Eldri borgarar, Há-
teigskirkju. Fyrirhuguð
er sumarferð, Heið-
mörk–Kaldársel,
fimmtudaginn 29. ágúst,
lagt af stað frá Setrinu
kl. 13. Skráning og upp-
lýsingar í s. 511 5405
eða 511 5400.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 baðþjón-
usta, kl. 14.30 banka-
þjónusta, kl. 14.40 ferð í
Bónus, hárgreiðslu-
stofan opin kl. 9–17 alla
daga nema mánudaga.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl.
16.30–18. Uppselt er í
Suðurnesjaferðina 29.
ágúst, ráðgert er að
fara í aðra ferð í sept-
ember ef næg þátttaka
fæst. Skráning í þá ferð
sem fyrst á lista sem
liggja frammi í fé-
lagsmiðstöðvunum Gjá-
bakka og Gullsmára.
Frekari upplýsingar hjá
ferðanefnd (Bogi Þórir,
s. 554 0233, eða Þráinn,
s. 554 0999).
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Fótaaðgerða-
stofa, tímapantanir eftir
samkomulagi s.
899 4223.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði í
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu,
www.feb.is. Miðviku-
dagur: Gönguhrólfar
ganga frá Ásgarði kl.
10. Línudanskennsla
Sigvalda kl. 19.15.
Fimmtudagur: Brids kl.
13. Réttarferð í Þver-
árrétt 15. sept. Leið-
sögumaður Sigurður
Kristinsson. Brottför
frá Ásgarði kl. 12.
Skráning hafin á skrif-
stofu FEB.
Fyrirhugaðar eru ferðir
til Portúgals 10. sept-
ember í 3 vikur og til
Tyrklands 30. sept-
ember í 12 daga fyrir fé-
lagsmenn FEB, skrán-
ing hafin, takmarkaður
fjöldi. Silfurlínan er op-
in á mánu- og mið-
vikudögum kl. 10–12.
Skrifstofa félagsins er
flutt í Faxafen 12, s.
588 2111. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði í
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Línudans
kl. 11, pílukast kl. 13.30.
Á fimmtudag boccia og
billjard kl. 13.30. Orlofs-
ferð að Höfðabrekku
10.–13. sept. Farseðlar
greiðist í Hraunseli í
dag og á morgun kl. 13–
16.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð, opin vinnu-
stofa, m.a. postulín,
mósaík og gifsafsteypur,
kl. 9–17 hárgreiðsla.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. almenn
handavinna. Umsjón
Eliane Hommersand, kl.
9.30 sund og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug.
Frá hádegi spilasalur
opinn, kl. 13 tréút-
skurður, umsjón Hjálm-
ar Th. Ingimundarson.
Myndlistarsýning Huga
Jóhannessonar stendur
yfir. Veitingar í Kaffi
Bergi. Allar upplýsingar
á staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
kl. 13 félagsvist FEBK,
kl. 15–16 viðtalstími
FEBK, kl. 17 bobb.
Leikfimi hefst þriðju-
daginn 3. sept., tveir
hópar, annar úti kl. 9.05
og hinn kl. 9.55.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið alla virka daga
kl. 9–17 hádegismatur,
kaffi og heimabakað
meðlæti.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur, kl. 9–
17 hárgreiðsla, kl. 11–
11.30 banki, kl. 13–14
pútt, kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
og kl. 10 jóga. . Fótaað-
gerð, hársnyrting. Allir
velkomnir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 9–12 tréskurður, kl.
10–11 samverustund
með Júlíönu, kl. 9–16
fótaaðgerðir, kl. 13–
13.30 banki, kl. 14 fé-
lagsvist, kaffi, verðlaun.
Leirnámskeið hefst 5.
september, skráning hjá
Birnu í s. 568 6960.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
13–14 spurt og spjallað.
Verslunarferð í Bónus
kl. 12.15. Föstudaginn
30. ágúst kl. 14.30–16
dansað við lagaval Sig-
valda, kl. 15 sýna nem-
endur Sigvalda dans.
Vöfflur með rjóma í
kaffitímanum, allir vel-
komnir. Miðvikudaginn
18. september kl. 13–16
byrjar fyrsti tréskurð-
artími vetrarins, skrán-
ing hafin. Tvímenningur
í brids verður á þriðju-
dögum í vetur frá kl.
13–16.30. Stjórnendur
Bjarni Guðmundsson og
Guðmundur Pálsson
(einnig verður frjáls
spilamennska). Upplýs-
ingar og skráning í síma
562 7077. Allir velkomn-
ir.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 bókband og
handmennt, kl. 10
morgunstund, kl. 12.30
verslunarferð í Bónus.
Bankaþjónusta tvo
fyrstu miðvikudaga í
mánuði. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 10 fótaað-
gerð.
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykjanesbæ
byrjar vetrarstarfið 1.
sept. Allir fastir liðir
eins og síðasta vetur
(stundaskrár liggja
frammi í félagsmið-
stöðvunum Hvammi og
Selinu), nema leikfimin
sem verður í vetur á
mánudögum kl. 10 og á
fimmtudögum kl. 11.15 í
íþróttahúsinu við
Sunnubraut. Auk þeirra
föstu liða sem eru á
stundaskránni, verður
boðið upp á eftirtalin
námskeið ef næg þátt-
taka fæst. Útsaums-
námskeið, myndmennt
(vatnslitamálun), út-
skurðarnámskeið,
tölvunámskeið,
spönskunámskeið.
Þeir sem hafa áhuga á
þátttöku, hafi samband
við Jóhönnu í síma
861 2085.
Minningarkort
Minningarkort Krabba-
meinsfélags Hafn-
arfjarðar (KH) er hægt
að fá í Bókabúð Böðv-
ars, Reykjavíkurvegi 64,
220 Hafnarfirði, s.
565 1630, og á skrifstofu
KH, Suðurgötu 44, 2.
hæð, sími á skrifstofu
544 5959.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félagsins
eru afgreidd í síma
540 1990 og á skrifstof-
unni í Skógarhlíð 8.
Hægt er að senda upp-
lýsingar í tölvupósti
(minning@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma
551 7868 á skrifstofu-
tíma og í öllum helstu
apótekum. Gíró- og
kreditkortagreiðslur.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis fást á
skrifstofu endurhæf-
ingadeildar Landspít-
alans, Kópavogi (áður
Kópavogshæli), síma
560 2700, og skrifstofu
Styrktarfélags vangef-
inna, s. 551 5941, gegn
heimsendingu gíróseð-
ils.
Í dag er miðvikudagur, 28. ágúst,
240. dagur ársins 2002.
Ágústínusmessa. Orð dagsins:
Leitið Drottins, meðan hann er
að finna, kallið á hann, meðan
hann er nálægur!
(Jes. 55, 6.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 karlmennska, 8 jarð-
ræktarverkfæri, 9 furða,
10 málmur, 11 aflaga, 13
myrkur, 15 laufs, 18 rot-
in, 21 rök, 22 metta, 23
dulið, 24 stórbokka.
LÓÐRÉTT:
2 ákveð, 3 hafna, 4 fýla, 5
snérum upp á, 6 óblíður,
7 þrjósku, 12 land, 14
reið, 15 baksa við, 16 sál-
ir, 17 kvenvarg, 18 land-
flótta, 19 sopa, 20 brúka.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 kleif, 4 sægur, 7 kilja, 8 ættin, 9 kýr, 11 agna,
13 gróa, 14 skjár, 15 hark, 17 ábót, 20 frí, 22 læður, 23
látum, 24 innan, 25 remma.
Lóðrétt: 1 kikna, 2 eðlan, 3 flak, 4 slær, 5 gætur, 6
renna, 10 ýkjur, 12 ask, 13 grá, 15 hældi, 16 rúðan, 18
bætum, 19 tomma, 20 frán, 21 ílar.
Víkverji skrifar...
VEGIR um hálendið fara sífelltbatnandi með hverju árinu.
Það hefur Víkverji reynt margfald-
lega síðustu árin og nú síðast um
helgina þegar hann var á ferð um
Sprengisand, í Veiðivötn og víðar.
Í fyrsta sinn ók Víkverji suður úr
Eyjafirði og inn á Sprengisandsleið
eftir áningu við Laugafell. Þar er
ágæt og ylvolg laug sem kunnugt er
og gott að dýfa sér þar ofan í og láta
líða úr sér eftir hristinginn úr Eyja-
firðinum. Vegurinn þangað upp er
sem sagt nokkuð grófur og engin
hraðbraut. Það sama má segja þeg-
ar ekið er áfram og inn á Sprengi-
sandsleiðina. Þegar komið er inn á
hana er hins vegar slóðin líkari vegi
en ruddri slóð. Þótt ekki sé hann
sléttheflaður malarvegur hefur
hann þó fengið einhverja umhirðu
og er þokkalega greiðfær.
x x x
LEIÐ Víkverja lá áfram suður umog eftir að komið var í Nýjadal
var sveigt af betri veginum og haldið
inn á vestari leiðina þar sem stefnan
var m.a. sett á viðkomu í Eyvind-
arkofaveri. Þessi leið er líka ekki
síst áhugaverð fyrir útsýnið inn yfir
Þjórsárver margumtöluð með öllum
gróðri sínum og mýrlendi. Vegurinn
er hins vegar ekki merkilegur á
þessum kafla. Eystri leiðin er þægi-
legri yfirferðar og svo sem ekki síð-
ur skemmtileg því hvar sem farið er
um Sprengisand er það alltaf sand-
breiðan og auðnin sem ferðalangur-
inn staðnæmist við. Einnig fjalla-
sýnin að sjálfsögðu þegar skyggni er
gott og þarf ekki að fjölyrða um
hversu tignarleg hún er.
Eyvindarkofaver er merkilegur
bústaður. Þar á Fjalla-Eyvindur að
hafa hokrað og ekki þykir nútíma-
manninum aðbúnaður góður, svo
vanur sem hann er upphituðum
fjallaskálum, tjöldum með himni og
gashitara eða öðrum þægindum. En
þarna þraukaði hann sem sagt og
lifði af landinu.
Áfram er haldið í suðurátt og er
næst stefnt framhjá Kvíslaveitum
Landsvirkjunar. Þar eru varnar-
garðar á nokkrum stöðum sem feng-
ið hafa nöfn úr umhverfinu og lónin
fæða síðan virkjanirnar neðar í land-
inu. Þarna er líka komið á þokka-
legan veg, uppbyggðan og fljótfar-
inn ef svo ber undir. Á slíkum vegi er
ekið talsverðan spöl eða þar til aftur
er komið inn á fjallveginn sem áður
var yfirgefinn skammt sunnan
Nýjadals.
x x x
HÉR er nefnilega komið að þvísem Víkverji ætlaði að varpa
fram en það eru góðir hálendisvegir.
Hversu langt á að ganga í að gera þá
góða? Eiga þetta að vera vegir fyrir
alla bíla eða aðeins jeppaslóðir?
Burtséð frá öllum hugsanlegum veg-
um sem Landsvirkjun hefur átt þátt
í að byggja upp vegna framkvæmda.
Nokkuð hefur verið rætt um þá
hugmynd samgönguráðherra að
byggja upp varanlega vegi um Kjöl,
Sprengisand, Kaldadal og eitthvað
meira. Spurning er hverju það
myndi breyta. Myndu ferðamenn,
íslenskir sem erlendir, flykkjast í
stærri hópum en nú er á hálendið?
Myndi þurfa fleiri ráðstafanir til
verndar vegna aukins ágangs. Mót-
vægisaðgerðir? Mætti taka gjald
fyrir betri vegi? Eða er best að hafa
þetta tiltölulega óbreytt?
Víkverji hallast svolítið að því.
Hafa þessar heillandi leiðir svolítið
torsóttar og þar með ennþá eftir-
sóknarverðari.
VEGNA þess hve veðrið
var gott kvöldið 17. ágúst
freistaði það mín að fara
niður í miðborg og fylgjast
með menningar- og
skemmtiatriðum. Ég varð
heldur betur fyrir von-
brigðum, þar sem ekkert
var um að vera annað en
leiðinleg garg-tónlist og há-
vaðinn slíkur og óþolandi,
jafnvel þó maður stæði
langt frá hljómsveitunum.
Þarna ráfaði fólk um í leit
að einhverju skemmtilegu.
Það var einnig mjög mikið
af börnum á öllum aldri og
mörg mjög þreytuleg á
svipinn. Hvað er verið að
kenna æskunni? Er þetta
menning að mati borgar-
stjórnar?
Ein undrandi.
Kræsilegar kanínur
KANÍNURNAR geta orð-
ið hrikaleg plága því þær
éta rætur trjánna. Einn
góða veðurdag geta trén
kringum Öskjuhlíðina farið
að deyja, því á veturna,
þegar ekkert æti er ofan-
jarðar, lifa þær af rótum.
Þá fara trén að fölna í
stórum hópum.
Kanínur eru hins vegar
til margs brúkanlegar.
Kanínukjöt er mjög gott
kjöt, og ég átti hér í gamla
daga kanínupels sem var
mjög mjúkur og góður. við
getum bara skotið þessi
grey, þó ekki eigi að fara
illa með þær fyrir það. Ekki
er hægt að láta þær leika
lausum hala eins og þetta.
Ef ekki verður gert átak í
þessu um veturinn verður
það of seint, því þær fjölga
sér hratt og geta farið að
dreifa sér út um landið.
Náttúruunnandi.
Snilldartilþrif
hjá Samúel
ÉG VIL þakka Ríkissjón-
varpinu fyrir útsendingar
frá Evrópumeistaramótinu
í frjálsum íþróttum. Sér-
staklega vil ég þó þakka
Samúel Erni fyrir lýsingar
frá mótinu. Þær voru
hreint út sagt frábærar.
Hann lýsti München með
þvílíkum myndugleik um
leið og hann sagði frá af-
rekum íþróttamannanna.
Þessi tilþrif voru stórkost-
leg.
Vilhjálmur Sigurðsson,
Njálsgötu 48.
Krónur á Kastrup
ÉG VAR á ferð um Kast-
rup-flugvöll fyrir skömmu
og sá það mér til mikillar
furðu að hægt var að kaupa
100 kr. íslenskar fyrir 7,53
danskar. Ef keyptar eru
100 kr. íslenskar þarf aftur
á móti að borga 9,58 dansk-
ar fyrir. Fólk getur því selt
íslenska peninga úti, en fær
lítið sem ekkert fyrir þá.
Ferðamaður.
Óþrifnaður
í ísbúðum
ÞAÐ hefur lengi farið í
taugarnar á mér hvernig ís
í brauðformi er afgreiddur.
Afgreiðslufólkið er jöfnum
höndum að taka við pening-
um og handfjatla ísformin
með berum höndum. Ég
hef séð ís afgreiddan rétt á
einum stað hér í Reykjavík,
en það er í Ísbúðinni í
Kringlunni þar sem af-
greiðslufólkið tekur um
brauðformin með munn-
þurrku.
Gyða.
Velvakandi
kattavinur
KÆRI Velvakandi. Bestu
þakkir fyrir að birta aug-
lýsinguna mína, þar sem ég
lýsti eftir týndu kisunni
Gerplu. Auglýsingin bar ár-
angur og Gerpla er nú kom-
in heim við bestu heilsu
með góðra manna hjálp.
Íris.
Tapað/fundið
Frakki á flakki
LJÓSLITUR karlmanns-
rykfrakki var tekinn í mis-
gripum á veitingastaðnum
Jómfrúnni í Lækjargötu,
síðdegis laugardaginn 3.
ágúst. Sá sem hefur frakk-
ann undir höndum er beð-
inn að hringja í síma
899 1699 eða 581 1699.
Myndavélar saknað
EINNOTA myndavél tap-
aðist við Almannagjá 8.
ágúst s.l. milli klukkan 14
og 15. Ung stúlka á vélina
og saknar hennar sárt. Þeir
sem vita um vélina eru
beðnir að hringja í síma
473 1249 eða 892 5749.
Gleraugu í
Tryggingastofnun
SJÓNGLERAUGU fund-
ust hjá Tryggingastofnun.
Vitja má þeirra í síma
557 7735.
Dýrahald
Týndur Snúður
HANN
Snúður er
ljósgul-
bröndótt-
ur, 5 ára
gamall
högni sem
týndist
nýlega frá
Bakka-
stíg 4 í
Vestur-
bænum. Hann er mjög gæf-
ur, en ólarlaus. Í eyrað á
honum er merkt R-9259.
Þeir sem geta gefið upp-
lýsingar um ferðir Snúðs
frá 17. ágúst s.l. eru beðnir
að hringja í síma 552 4119
eða 863 9123.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Ómenningarnótt
í Reykjavík
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16