Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ný legsteinagerð Einstakir legsteinar Úrval af legsteinum á duftleiði Englasteinar Legs teinar og englastyttur Helluhrauni 10 - 220 Hf. - Sími 565 2566 Að eiga góðar bernskuminningar er mikil guðsgjöf. Ég á því láni að fagna. Fyr- ir utan foreldra mína elskulega sem gerðu mér lífið eins auðvelt og þau gátu átti ég stóran frændgarð að, fimm móðursystkini og sjö föð- urbræður. Ég á ljúfar minningar um allt þetta fólk sem vildi mér svo vel kannski fyrst og fremst vegna þess að því fannst svo vænt um pabba og mömmu og vildu allt fyrir litla krílið þeirra gera. En það breyttist ekkert þótt ég fullorðn- aðist, alltaf var mér sýnd sama hlýjan og velvildin. Þau voru öll svo góðar manneskjur. Ein úr þessum hópi var Fanney móðursystir mín. Hún gerði mig að vinkonu sinni þegar ég komst til vits og ára og á þá vináttu bar aldr- ei skugga. Þegar hún kom í bæinn reyndum við alltaf að hittast, fara saman í búðir, á kaffihús og í heim- sóknir. Hún var svo ung í anda og naut þess að upplifa borgarlífið enda voru þetta hennar utanferðir því hún fór aldrei til útlanda. Það var svo gaman að spjalla við hana því hún var bæði athugul og fróð- leiksfús og hafði stálminni. Hún sagði mér frá uppvexti sínum og unglingsárum og lífinu í sveitinni. Meðal annars sagði hún mér frá slysi sem hún lenti í sjö ára gömul og hafði nokkur áhrif á líf hennar eftir á. Margrét systir hennar þá fimm ára og hún ætluðu að prófa nýja sleðann sem pabbi þeirra hafði smíðað handa þeim. Þær voru að koma sér fyrir á sleðanum þegar leikfélagi þeirra ýtti þeim af stað. Þær runnu stjórnlaust niður bæj- arhólinn í Stakkadal. Magga datt af sleðanum en Fanney fór með hon- um niður í Stakkadalsós og þegar hún fékk meðvitund lá hún í rúmi foreldra sinna með heitar flöskur allt í kringum sig. Hún var lengi veik á eftir og viðkvæm fyrir sýk- ingum upp frá því. Það hafði aftur þær afleiðingar að hún gekk ekki til sömu erfiðisverka og eldri syst- ur hennar enda kom fljótlega fram fínlegur smekkur hennar og natni við alla handavinnu sem þurfti að sinna á stóru heimili. Fanney var eitt af þeim íslensku ungmennum sem veiktist af berklum. Hún var fanggæsla í sjóbúð föður síns innan við tvítugt og smitaðist þar. Berkl- arnir voru svo hræðilegur vágestur á þeim tíma og það kom í ljós að einn sjómannanna var með smit. Fanney lá lengi á spítalanum á Ísa- firði meðal annars með bakið í gifsi í marga mánuði. Hún lá á sal og hún var ekki eina stúlkan þar sem lá í gifsi og mátti ekki hreyfa sig úr rúmi. Þær voru allar með hand- spegla til að horfa á lífið utan spít- alans. En þær lágu ekki aðgerð- arlausar heldur hekluðu og prjón- uðu litlar dúllur og milliverk í FANNEY JÚDIT JÓNASDÓTTIR ✝ Fanney JúditJónasdóttir fæddist á Sléttu í Sléttuhreppi í N-Ísa- fjarðarsýslu 6. maí 1913. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 16. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Ísafjarðar- kirkju 24. ágúst. sængurfatnað og allt upp í dúka á stofu- borð, svona útafliggj- andi. Fanney þurfti oftar að fara á spítala vegna berklanna en hún fór aldrei á hæli og smám saman varð hún albata. En það fór ekki hjá því að þessi veikindi settu mark sitt á lífshlaup hennar. Þegar Fanney gift- ist Inga fannst mér það sem barni hið besta mál. Hann var kokkur á bátnum sem pabbi var skipstjóri á. Og þegar ég hafði hitt hann gegnum tíðina ef ég fór um borð með pabba þá fannst mér hann svo hreinn og fínn og skemmtilegur þar sem hann glett- ist við okkur krakkana í litla lúk- arnum og gaf okkur kaffisopa úr gríðarstórri könnu. Mér fannst hann myndi passa svo vel fyrir Fanneyju frænku sem sjálf var alltaf svo fín. Þau áttu farsælt líf saman og Fanney eignaðist hlut- deild í Herði syni Ingólfs og gekk honum í móður stað. Hún eignaðist líka yndislega vinkonu í Ingu dótt- ur hans. Fanney sagði iðulega, ekki síst hin síðustu ár, að þótt hún hefði eignast dóttur sjálf hefði hún aldrei getað verið sér betri en Inga. Að þau hjón Inga og Haukur gerðu allt sem hægt væri fyrir hana. Fanney tók sér ýmislegt fyrir hendur þegar heilsan leyfði. Hún vann við saumaskap, vefnað, skrif- stofustörf, í frystihúsi og ýmislegt fleira. Hún var afar vandvirk og setti metnað sinn í að skila vel unnu verki. Þegar Fanney var um fimmtugt eignuðust þau hjónin lít- inn bíl og þau nutu þess að aka um nágrennið og strax dreif hún sig í að læra á bíl til að geta ekið líka. Eftir að Ingi dó varð Fanney mjög einmana og þá fór hún að ferðast meira. Fara í hópferðir með vinum sínum og koma oftar suður til að hitta fólkið sitt sem hér bjó. Í vor kom hún suður í augnaðgerð sem lengi hafði dregist vegna veik- inda og fékk nokkurn bata sem gerði henni gott. En gleði hennar yfir að sjá nánast allt sitt fólk sem búsett er hér syðra, bæði afkom- endur Inga og eigið frændfólk skipti augljóslega mestu máli. Þessi heimsókn Fanneyjar suður verður okkur öllum eftirminnileg því gleði hennar yfir að hafa tekist að ná þessu marki að koma og hitta alla sína hafði djúp áhrif á okkur öll. Nú er Fanney frænka dáin síðust sinna systkina. Þetta dugmikla, ljúfa og þrautseiga fólk er allt far- ið. Fanney og hin móðursystkinin eru samofin minningum okkar systkinanna um bernskuheimilið. Það var kært með þeim og varla leið sá dagur að systurnar litu ekki við á barnmörgu heimilinu í Brunn- götunni og fengju sér kaffisopa. Minningin um móðursysturnar í eldhúsinu heima er okkur kær og líka á slíkri stund var Fanney vel tilhöfð og fallega klædd svo eftir var tekið. Að leiðarlokum viljum við systk- inin öll þakka frænku okkar ást hennar og umhyggju í okkar garð. Við dáðumst öll að prúðmennsku hennar og höfðinglegri framkomu sem gaf til kynna virðingu hennar fyrir sjálfri sér og samferðamönn- unum. Við sendum hugheilar sam- úðarkveðjur til nánustu ástvina Fanneyjar og biðjum henni bless- unar á kveðjustund. Guðrún Sæmundsen. Elsku amma. Ég hugsa til þín með söknuði, þú þessi virðulega og fallega amma mín, sem ég leit svo upp til, munt skipa stóran sess í hjarta mínu. Það var svo gaman þegar við systkinin komum í heimsókn til þín til Reykjavíkur, þú tókst svo vel á móti okkur, með pönnukökum og mjólk. Þú varst til staðar fyrir allt og alla og ég skildi aldrei hvernig þú fórst að því að sinna þessari fjölskyldu allri í einu. Þegar ég hugsa um þig minnist ég jólanna hjá Kristrúnu frænku, þú vannst möndluna en lést okkur hin klára möndlugrautinn áður en þú brostir þínu fallega brosi og skemmtir þér yfir sigri þínum. Elsku amma, í minningunni verður þú alltaf stærst og best og ég veit við eigum eftir að hittast aftur. Ég elska þig, þín Guðný. Þú ert vorið á vetrarins storð, þú ert vinin á eyðimörk sandsins, þú ert blómið við hraunhellu-borð, þú ert brosið á ásjónu landsins. (Jakob Jóhannesson Smári.) Jæja, Þuríður, ekki grunaði mig er við fórum saman til Siglufjarðar fyrr í sumar að næst þegar ég sæi þig værir þú öll. ÞURÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR ✝ Þuríður Andrés-dóttir fæddist á Eyrarbakka 8. mars 1924. Hún lést af slysförum 6. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 15. ágúst. Ferðin norður var skemmtileg eins og allar hinar, ljúfur ilm- urinn úr litla silfurpel- anum kom úr aftur- sætinu, og þú að segja Önnu Stínu að taka lítinn sopa, helst að drekka með lokaðan munninn því pelinn átti að duga norður. Þegar ég hitti Þur- íði fyrir tæpum 30 ár- um, 13 barna móður norður á Siglufirði, sá ég svo glæsilega konu að jafnvel skuggi féll á dæturnar. Þuríður var glæsikona í útliti, klæðaburði og öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Skemmtilegri manneskju til að þvarga við hef ég aldrei hitt, föst fyrir en aldrei með æsing. Eitt var þó aldrei þvargað um, fjölskylduna. Ég reyndi það fyrir mörgum árum en fékk þvílíkt augnatillit sem ég gleymi ekki, augun skutu gneistum, ég skyldi ekki voga mér að tala um fjölskyld- una á þessum nótum. Ekki verða fleiri Kanaríaeyja- ferðir með þér, hver á nú að sjá um að reka Birnu í sundlaugina þar? Ekki var ætlunin að telja upp alla kosti Þuríðar, það verða aðrir til þess, heldur þakka fyrir allt og alla. Við ykkur kæru mágar og mág- konur vil ég segja, það hefur brim- að á ykkur áður en með samheldn- inni hafið þið komist í gegn, og þó svo þessi skafl sýnist óyfirstígan- legur mun ykkur takast það. Þú ert geislinn í dimmunnar geim, þú ert gleðin er sorgirnar baga, þú ert vonin í harmanna heim, þú ert hrynjandi eilífra braga. (Jakob Jóhannesson Smári.) Hvíl þú í friði, Þuríður. Þinn tengdasonur, Helgi Hrafnkelsson. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma Þura, það er skrítið að hugsa til þess að ég fái ekki að hitta þig aftur, en ég var svo hepp- in að fá að hafa þig hjá mér á Siglu- firði þínar síðustu tvær vikur. Ekki óraði mig fyrir því, þegar ég kvaddi þig áður en þú fórst, að ég væri að kveðja þig í síðasta skiptið. Þær eru ófáar minningarn- ar sem koma upp í hugann á svona stundu. Þú varst vön að koma til okkar á sumrin eða vera hjá okkur meðan mamma var í náminu. Þá var allt svo hreint og fínt því þú gast jú aldrei setið kyrr, alltaf fannstu eitthvað að gera. Ef ég þekki þig rétt ertu örugglega farin að taka til þar sem þú ert núna. Elsku amma, í mínum huga varstu hetja. Þú gast gert allt. Þú varst fyrirmynd okkar allra. Þú hafðir endalaust pláss í hjarta þínu fyrir okkur öll, og hefðir örugglega getað tekið að þér heilan her í við- bót, þú varst kjarnakona. Við erum öll heppin að hafa átt þig að. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Elsku amma Þura, minningin um þig mun lifa með mér um ókomin ár, takk fyrir allt sem við áttum saman, þín Hanna Sigríður. Snillingur í hugsun og mælsku, gaman- samari en glettnustu Danir, góður drengur út í gegn, bakari, vörubílstjóri og höfð- ingi. Þannig mætti halda lengi áfram í orðum um Ragnar Edvardsson, því hann var einstakur persónuleiki, ótrúleg víðátta af því jákvæða, for- vitnilega og skemmtilega. Hann bjó til bestu búðinga í heimi, bak- aði lífsleikinn á sinn hátt með öll- um veðrabrigðum sem afburða sögumaður og lífskúnstner. Eins og spóinn vellur á heiði hljómaði rödd Ragnars Edvardssonar stundum í borg og bæ langt út úr ramma hins venjulega og sem bet- ur fer var Ragnar nákvæmlega eins og hann var. Þessi taktur er til að mynda vel þekktur hjá börnum hans, sérstaklega Ómari frétta- manni og listamanni og Jóni kapp- aksturskappa. Það var magnaður skóli á sínum tíma að kynnast Ragnari, fjörinu í honum, hispursleysinu, napurri gagnrýni sem þó meiddi aldrei af því að það var einhver hlýr tónn í henni. Hann var í rauninni eins og Gullfoss, það hefði verið hægt að virkja hann og skipuleggja með einhverja ímyndaða nýtingu í huga, en sem betur fer datt engum það í hug í alvöru frekar en að virkja hinn eina sanna Gullfoss. Það var einmitt á flaggskipi RAGNAR EDVARDSSON ✝ Ragnar Edvards-son fæddist í Reykjavík 24. júní 1922. Hann lést 25. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 2. ágúst. Eimskipafélagsins í þá tíð, Gullfossi, sem ég kynntist Ragnari fyrst. Ég hafði kennt með Jónínu konu hans, en þarna var ég fararstjóri og þau far- þegar um borð. Þau léku þann leik að kíta oft og gantast í svo- litlum metingi, en hvorki fyrr né síðar hef ég orðið vitni að þeirri snilld sem Ragnar sýndi þarna dag eftir dag í tjá- skiptum. Hann svar- aði nefnilega öllum skotum, vanga- veltum og spurningum með tilvitnunum í ljóð Einars Bene- diktssonar. Það var hreint með ólíkindum, en allt rann þetta jafn eðlilega fram af vörum hans eins og stefni skipsins klauf öldur Atl- antshafsins, aldrei hik, aldrei spurning um skothelda þekkingu og rökfimi, nákvæmlega sama og hjá afkomendum hans. Í Edinborg fórum við saman upp í miðborgina og vorum að tala um það á leiðinni að við ættum að galla okkur upp í hinum breska glæsi- stíl. Leiðir skildu, en við ákváðum að hittast á ákveðnum tíma á miðri Princess Street. Þegar að því kom, heyri ég hrópað nafnið mitt með slíkum ógnarkrafti að það kom fát á flesta sem áttu leið um breið- strætið. Handan við götuna stóð Ragnar Edvardsson í hefðarklæðn- aði með harðkúluhatt og staf og veifaði mér, peyjanum sem hafði keypt sjakkett og var bara eins og sýnishorn af einhverju miðað við Ragnar, sem átti „pleisið“ skuld- laust og maður sá hvernig konurn- ar á Princess Street kiknuðu unn- vörpum í hnjánum. Oft höfðum við á orði síðar heima á Fróni þegar við hittumst að við þyrftum að skreppa til Ed- inborgar að galla okkur upp. Einu sinni fékk ég Ragnar á vörubílnum hans til þess að hjálpa mér með skipsmastur upp í Huldu- hóla í Mosfellssveit til Sverris Har- aldssonar listmálara. Mastrið var af bát í Eyjum.Við komum á miðju kvöldi til Sverris og Steinunnar, en grasateið tók nokkra klukkutíma, spjallið og spekúlasjónirnar og þegar Ragnar var í ham var ekkert til sem hét tími, aðeins taktur líð- andi stundar. En þannig er það, sumir búa yfir slíkri geislun að hún endist eins og eilífðin, verður til- finning í hjartanu sem heldur sínu striki jafnvel þótt víkur séu milli vina. Ragnar var einn af þessum mönnum sem varð ósjálfrátt hluti af manni sjálfum eða maður hluti af honum án þess að unnt sé að skilgreina til hlítar. Það er ákaf- lega mikilvægt að kynnast mönn- um sem minningin umvefur sífellt hlýju og birtu, vísar á eitthvað til- komumikið og tignarlegt. Það skortir oft að menn þekki hjartað sem bak við býr og brjóstið sem heitast slær, en stíll Ragnars opn- aði þessar dyr svo auðveldlega fyr- ir þá sem áttu einnig vinarþel sín megin. Það var söknuður að því að hitta Ragnar ekki oftar, hvað þá nú þegar hann er horfinn á vit ókunnra miða þar sem honum mun reynast létt að snara fram Einari Ben og hinum strákunum í þess lífs melódí. Það lék sólstafavindur um per- sónu Ragnars Edvardssonar, en stundum flekkuðu skúraský lífs- leikinn meira en Ragnar átti skilið. Þá greip hann í einræður sínar eins og Starkaður. Það var ekkert hjóm. Megi góður Guð geyma minningu hans og afkomendur hans af alúð og ást. Megi hann fylgja okkur fetin fram, þótt fjarri sé, þessi snillingur. Árni Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.