Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 27 hlutafé í A Holding að nafn- milljónir, 0 milljón- P hf. um festingar- um 68,0 f. um 5,2 ningu Ís- landsbanka að arður fylgir til kaupenda og ná greiðslur sölunnar til maíloka 2003. Fyrirkomulag sölutryggingar sé með þeim hætti að 32,5% hlutafjárins verði seld eigi síðar en 16. september næst- komandi og 67,5% verði seld eigi síðar en 15. janúar 2003. Þeim gjaldeyrisviðskiptum sem þessu tengjast er samkvæmt til- kynningunni að fullu lokið, annars vegar með viðskiptum á milli- bankamarkaði og hins vegar með framvirkum viðskiptum við Seðla- banka Íslands. Þau fela í sér að Seðlabanki Íslands selur Íslands- banka gjaldeyri að andvirði sam- tals rúmlega þrír milljarðar króna í þremur framvirkum samningum, 16. september næstkomandi og í janúar og mars 2003. Hlutaféð í Straumi verður boðið fagfjárfestum Kaup Íslandsbanka á 21,9% af heildarhlutafé félaganna fimm í Fjárfestingarfélaginu Straumi nema um 614,2 milljónum króna að nafnvirði. Nafnverð hlutafjáreign- ar seljenda skiptist þannig að Fjárfar ehf. á um 235,1 milljón, Kaldbakur hf. um 103,0 milljónir, Eignarhaldsfélagið ISP ehf. 100,0 milljónir, Fjárfestingarfélagið Krossanes ehf. 100,0 milljónir og Dúkur hf. um 76,1 milljón. Sam- kvæmt tilkynningu Íslandsbanka hyggst bankinn bjóða fagfjárfest- um hlutaféð til sölu á næstunni. Eigendur FBA Holding eru Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarfor- maður Baugur Group, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, og Saxhóll, sem er í eigu fjölskyldu Jóns Júlíussonar sem átti áður Nóatúnsverslanirnar. Ovalla Trading er fjárfestingar- félag í eigu Gaumur Holding SA og Austursels ehf. Eigandi Gaums Holding er fjárfestingafélagið Gaumur sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Jóns Ás- geirs og Kristínar, en Austursel er í eigu Hreins Loftssonar. Eignar- haldsfélagið ISP er í eigu Ingi- bjargar S. Pálmadóttur, Fjárfest- ingarfélagið Krossanes og Oddeyri ehf. tengjast Þorsteini Má Bald- vinssyni og Sjöfn hf. er 60% í eigu Baldurs Guðnasonar og 40% í eigu Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. sem tók um áramótin við öllum eignum og skuldbindingum Kaup- félags Eyfirðinga. Fjárfar er í eigu Helgu Gísladóttur, eiginkonu Ei- ríks Sigurðssonar, fyrrverandi kaupmanns í 10–11, og Dúkur ehf. er dótturfélag Baugs. elja 21,78% hlut í Íslandsbanka sölu- taféð Morgunblaðið/Ásdís Í BYRJUN ágúst 1999 vargreint frá því að eignarhalds-félagið Orca S.A., sem skráðvar í Lúxemborg, hefði keypt hlutabréf í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins að nafnverði um 1,8 milljarða króna. Orca-hópurinn keypti hlutabréf að nafnverði kr. 1.503.000.000 af Scandinavian Hold- ings S.A., fyrirtæki í eigu Kaupþings og sparisjóðanna, og hlutabréf að nafnverði 300 milljónir kr. af ónefnd- um seljanda, en eftir viðskiptin réð hópurinn yfir 26,5% af heildar- hlutafé FBA. Í kjölfarið voru við- skipti með hlutabréf FBA á Verð- bréfaþingi Íslands stöðvuð vegna þess að þingið hafði ekki fengið upp- lýsingar um hverjir stóðu að Orca S.A. Um miðjan mánuðinn kom í ljós að það voru Jón Ólafsson, stjórnar- formaður Íslenska útvarpsfélagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, og Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar. Þeir upp- lýstu á blaðamannafundi 13. ágúst að þeir veittu forystu fjórum hópum fjárfesta sem mynduðu eignarhalds- félagið Orca og eftir að hafa keypt aukinn hlut í FBA næmi hlutur hópsins 28%. Meðalgengi hlutabréfa í viðskiptunum var 2,8 og kaupverðið um 5 milljarðar króna. Jafnframt var greint frá því að í varastjórn Orca væru Gunnar Þór Ólafsson, Jó- hannes Jónsson, Kristján Vilhelms- son og Sveinn R. Eyjólfsson og væru þeir allir hluthafar. Jón Ólafsson sagði við þetta tæki- færi að upphaf viðskiptanna mætti rekja til desember 1998, þegar fulltrúi Kaupþings og Búnaðar- banka Íslands hefði boðið sér að kaupa hlut í FBA. „Ég taldi mig ekki í stakk búinn til þess á þeim tíma en síðan hafa ýmsir hlutir gerst,“ sagði Jón. Stærsti hluthafinn Á hluthafafundi í FBA 31. ágúst 1999 voru Jón Ingvarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, og Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, kosnir í stjórn bankans fyrir hönd Orca S.A. Í byrjun nóvember sama ár tóku 26 fjárfestar rúmlega 9,7 milljarða kr. tilboði í 51% hlut FBA á genginu 2,8. Í framhaldi af kaupunum kom fram að eigendur Orca S.A. myndu skipta upp hlutabréfum sínum þann- ig að þeir yrðu beint hluthafar í FBA eins hratt og þeim væri kostur en þangað til færu hluthafar í Orca beint með atkvæði sín á hluthafa- fundum í FBA. Eftir viðskiptin fóru stærstu hluthafarnir því hver um sig með um 7% atkvæðisrétt í félaginu. Við sameiningu FBA og Íslands- banka árið 2000 varð FBA Holding, eignarhaldsfélag Orca-hópsins, stærsti hluthafinn í bankanum og kom fram í apríl það ár að hluturinn væri 14,64%. Lífeyrissjóður verslun- armanna og Lífeyrissjóðurinn Framsýn komu þar á eftir með rúm- lega 7% hlut hvor. Átta framboð bárust til setu í bankaráði Íslandsbanka-FBA hf. og þar af þrjú frá Orca-hópnum, en Eyjólfur Sveinsson, Jón Ásgeir Jó- hannesson og Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja og m.a. fulltrúi Þorsteins Más Baldvinsson- ar, gáfu kost á sér og náðu allir kjöri. Hluthafafundir Íslandsbanka og FBA samþykktu sameiningu bank- anna 15. maí og tók hún formlega gildi 2. júní. Í mars 2001 var sjálf- kjörið í bankaráð Íslandsbanka- FBA. Finnbogi Jónsson og Guð- mundur H. Garðarsson, fulltrúi Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, gáfu ekki kost á sér, en í stað þeirra buðu sig fram Jón Ólafsson og Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár og stjórnarformaður Líf- eyrissjóðs verslunarmanna. Aðrir sjálfkjörnir aðalmenn í bankaráði voru Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, Eyjólfur Sveinsson, framkvæmda- stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Málningarverksmiðjunnar Hörpu, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Kristján Ragnarsson, stjórnarformaður LÍÚ. Eyjólfur og Jón út Greint var frá því 3. janúar sl. að Eyjólfur Sveinsson hefði hinn 31. desember 2001 selt eignarhlut sinn í Orca S.A. og þar með í Íslands- banka. Kaupendur voru tveir félaga hans úr Orca-hópnum, Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Keyptu þeir á genginu 4,3 en Eyjólfur mat greiðsluna á genginu 4,7 til 4,8 vegna greiðslna til hans á næsta ári. Eftir söluna áttu Eyjólfur og félög á hans vegum um 157 milljónir að nafnverði í bankan- um. 5. febrúar sl. sagði Eyjólfur Sveinsson af sér setu í bankaráði Ís- landsbanka. Þá hafði hann selt öll hlutabréf sem voru í hans eigu í bankanum og það sama höfðu tvö fé- lög sem hann var hluthafi í, einnig gert, samtals um 42,7 milljónir kr. að nafnverði, og var um utanþingsvið- skipti að ræða. Eignarhlutur félaga á vegum Eyjólfs var því um 114 milljónir kr. að nafnverði eða um 1,18% af heildarhlutafé bankans. Nokkur kaflaskil urðu í barátt- unni um Íslandsbankafyrr á þessu ári þegar Landsbankinn keypti hlutabréf Fjárfestingarfélagsins Straums í Tryggingamiðstöðinniog seldu þau síðan aðilum sem tengjast Ísfélaginu í Vestmannaeyjum. Með því að eignast hlutabréf Straums hefðu Jón Ásgeir Jóhannesson, Þor- steinn Már Baldvinsson og félagar náð yfirhendinni í TM og þar með haft aðgang að miklum fjármunum félagsins og hlutabréfaeign, m.a. í Íslandsbanka. Önnur kaflaskil urðu 6. mars þegar Hreggviður Jónsson, fyrrverandi forstjóra Norðurljósa, dró framboð sitt í bankaráð Íslands- banka til baka. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins bauð Jón Ás- geir Jóhannesson fram lista yfir fulltrúa Orca-hópsins í bankaráðið og var nafn Hreggviðs á listanum ásamt nafni Jóns Ásgeirs og Þor- steins Más Baldvinssonar. „Þetta var gert án minnar vitneskju og án míns samþykkis,“ sagði m.a. í yfir- lýsingu Hreggviðs sem sagðist hafa boðið sig fram vegna óska fulltrúa hluthafa, sem hefðu talið að framboð hans gæti skapað málamiðlun milli fylkinga í hluthafahópi bankans. Vegna þessa var sjálfkjörið í banka- ráðið. Fjármálaeftirlitið svipti eigendur FBA Holding S.A. atkvæðisrétti í Íslandsbanka og barst bankanum tilkynning þess efnis skömmu áður en aðalfundur bankans hófst 11. mars sl. Hlutur FBA Holding nam 15,553%, en eigendur voru Jón Ás- geir Jóhannesson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Saxhóll, félag í eigu fjölskyldu Jóns Júlíussonar, sem átti Nótatúnsverslanirnar áður en Kaupás keypti þær. Hlutur Saxhóls í FBA Holding var í eigu Jóns Ólafs- sonar þar til þennan dag. Í tilkynn- ingu Fjármálaeftirlitsins kom m.a. fram að það tæki „ákvörðun sína til endurskoðunar jafnskjótt og gripið hefur verið til úrbóta af hálfu FBA- Holding S.A. og annarra hlutaðeig- andi aðila, sem Fjármálaeftirlitið metur nægjanlegar.“ Ákvörðun Fjármálaeftirlitisins kom forráðamönnum FBA Holding á óvart. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Þorsteini Má Bald- vinssyni rétt fyrir aðalfundinn kom fram að unnið hefði verið að endur- skipulagningu á félaginu og henni hefði lokið með sölu Jóns Ólafssonar á eignarhlut sínum í því. Jón og félög honum tengd áttu tæpan 6% hlut í bankanum og voru bréfin seld á gengi rétt undir 5. Eigendurnir gerðu ráð fyrir að fá atkvæðisrétt sinn til baka innan fárra daga enda væri um að ræða eignasterkt félag með eigið fé upp á 2 milljarða króna. Í yfirlýsingu frá Jóni Ólafssyni, sem birtist í Morgunblaðinu 15. mars sl., kom m.a. fram að honum hefði ekki borist bréf frá Fjármála- eftirlitinu vegna ákvörðunar þess um sviptingu atkvæðisréttarins og hann vissi ekki hvaða ástæður lægju að baki þessari ákvörðun. „Þá er ennfremur rétt að vekja á því at- hygli, að hlutafjáreign mín í Íslands- banka var ekki einvörðungu í Orca S.A. og kom reyndar fram að sama dag og ég seldi hlut minn í því félagi seldi Jón Ólafsson og Co. sf 123.090.597 kr. nafnverðshlut í bankanum. Ákvörðun fjármálaeftir- litsins tók ekki til þess hlutar. Hefði ákvörðun eftirlitsins vegna FBA Holding S.A. tengst mér, hlyti þó að hafa legið beint við, að fella atkvæð- isrétt niður af þeim hlutum.“ Sagan öll Í gær lauk síðan þessari um þriggja ára sögu Orca-hópsins þegar tilkynnt var að gengið hefði verið frá samkomulagi Íslandsbanka og sex stórra hluthafa, þ.á m. félaga sem tengjast Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Þorsteini Má Baldvinssyni, um að bankinn sölutryggði alla eignarhluti hluthafanna í Íslandsbanka hf. Morgunblaðið/Arnaldur Frá blaðamannafundi Orca í ágúst 1999. Frá vinstri: Jón Ólafsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Gestur Jónsson, lögmaður félagsins, Jón Ásgeir Jóhannesson og Eyjólfur Sveinsson stjórnarformaður. Orca-hópurinn um- svifamikill í þrjú ár Orca-hópurinn varð til þegar hann keypti 26,5% hlut í Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins í ágúst 1999. Hann átti stóran hlut í samein- uðum banka, Íslands- banka-FBA, nú Íslands- banka hf., en með sölu hlutanna nú í bankanum er þessum þriggja ára kafla hópsins í sögu bankans lokið. é að ræða n kaup og garfélagið bankinn num 20% selja það þar fram stjórnar- segir að á hluthöf- selja hluti álfsagt að n hafi síð- em hann standi hér styrkum aðstand- a þennan m sem víð- rsson lagi u r óttir, iðn- a, sagðist ðið í gær hlutabréf f á einka- nna. Hún m málið að ki ka- erlið MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ás- geiri Jóhannessyni og Þorsteini Má Baldvinssyni, meirihlutaeig- endum í FBA Holding: „Eins og fram kemur í frétta- tilkynningu frá Íslandsbanka í dag, 27. ágúst 2002, hefur verið gengið frá samkomulagi um sölu- tryggingu á eignarhlutum í Ís- landsbanka hf. og Fjárfestingar- félaginu Straumi hf. sem m.a. er í eigu félaga sem við erum í for- svari fyrir. Frá kaupum FBA-holding í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999 hafa orðið töluverðar breytingar á íslensku fjármála- kerfi. Það er ánægjulegt að hafa átt þátt í sameiningu Íslands- banka og FBA, enda reyndist það skref sem þá var stigið bæði hag- stætt og nauðsynlegt fyrir ís- lenskt atvinnulíf. Við þær aðstæður þegar að- gengi að erlendu fjármagni er rýmra en áður hlýtur sala á hlut í Íslandsbanka að vera álitlegur kostur þegar gott verð er í boði. Við höfum þá sýn að afar brýnt sé að íslenskar fjármálastofnanir séu samkeppnishæfar á opnum fjármagnsmarkaði og geti þjónað ört vaxandi fyrirtækjum í alþjóð- legri útrás. Til þess að unnt sé að bjóða betri og ódýrari þjónustu á íslenskum fjármagnsmarkaði er brýn þörf á að sameina og efla innlend fjármálafyrirtæki. Því nauðsynjaverki er á engan hátt lokið. Í framhaldi af því samkomulagi sem gengið hefur verið frá mun- um við segja af okkur sem stjórn- armenn í Íslandsbanka hf. Reykjavík 27. ágúst 2002 Jón Ásgeir Jóhannesson Þorsteinn Már Baldvinsson“. Morgunblaðið/Jim Smart Yfirlýsing eigenda FBA Holding

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.