Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 13
Svifbraut í Hlíðarfjalli,
breyting á deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með breytingu á
deiliskipulagi Svifbrautar í Hlíðarfjalli skv.25. grein
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.
Breytingar frá fyrra uppdrætti felast eingöngu í stækkun
bílastæða við Skíðastaði. Tillöguuppdráttur mun hanga
uppi almenningi til sýnis í þjónustuanddyri
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur
frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til 9. október 2002,
svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert
við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á
heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út
kl. 16.00 miðvikudaginn 9. október 2002 og skal
athugasemdum skilað til umhverfisdeildar
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan
þessa frests telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Akureyrarbær auglýsir:
HJÓNIN Davíð Guðmundsson og
Sigríður Manasesdóttir gróð-
ursettu 500 þúsundustu plöntuna á
jörð sinni, Glæsibæ í Hörgárbyggð
sl. föstudag og gáfu við sama tæki-
færi skógi sínum nafn; Hálsaskóg.
Dóttursonur þeirra, Egill Ant-
onsson átti hugmyndina að nafninu
og systir hans, Elfa valdi stafa-
gerðin sem prýða trjábolinn með
nafni skógarins. Gunnhildur Ing-
ólfsdóttir á Jódísarstöðum skar
stafina í trjábolinn.
Gróðursetning hófst á Glæsibæ
haustið 1991 og hafa þau hjón því
gróðursett á milli 40 og 50 þúsund
plöntur árlega. Að langmestu leyti
hafa þau verið við þetta tvö, að
sögn Davíðs, en einnig notið að-
stoðar Huldu dóttur sinnar og Eg-
ils, sonar hennar. Þetta er enn sem
komið er langumfangsmesta skóg-
rækt einstaklinga á Norðurlandi.
Davíð og Sigríður eru þátttak-
endur í Norðurlandsskógaverkefn-
inu sem stofnað var árið 2000 en
áður tóku þau þátt í nytjaskógrækt
á bújörðum sem var verkefni á
vegum skógræktar ríkisins.
Valgerður Jónsdóttir fram-
kvæmdastjóri Norðurlandsskóga
sagði framtak þeirra Davíðs og
Sigríðar lofsvert og til mikillar
fyrirmyndar. Margir hefði ekki
haft trú á verkefninu fyrir röskum
tíu árum, en nú gætu menn séð ár-
angurin; stóran og mikinn skóg.
„Þetta verður afar glæsilegt eftir
önnur tíu ár þegar við komum sam-
an til að gróðursetja milljónustu
plöntuna í Hálsaskóg,“ sagði Val-
gerður.
Norðurlandsskógar eru lands-
hlutabundið skógræktarverkefni
sem hefur þann megintilgang að
stuðla að skóg- og skjólbeltarækt á
Norðurlandi. Norðurlandsskógar
hafa reynst vera mjög öflugt
byggðaverkefni sem skapar auk
þess nýja auðlind og eflir atvinnu-
líf í framtíðinni. Starfssvæði Norð-
urlandsskóga nær frá Hrútafirði
austur á Langanes.
Um 90 bændur á svæðinu stunda
nú skógrækt og um 40 bændur
skjólbeltarækt á vegum Norður-
landsskóga. Fjárveitingar til verk-
efnisins hafa ekki verið samkvæmt
áætlun, segir í frétt frá Norður-
landsskógum, en áhugi á verkefn-
inu er gríðarlega mikill. Nú eru um
100 jarðir á biðlista og verður ekki
unnt að taka þær inn í verkefnið
fáist ekki til þess aukið fjármagn.
Hjónin í Glæsibæ í Hörgárbyggð
Gróðursettu
500 þúsundustu
plöntuna
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Hjónin Sigríður Manasesdóttir og Davíð Guðmundsson gróðursettu
500.000. plöntuna á jörð sinni, Glæsibæ í Hörgárbyggð, fyrir helgina.
SÍÐASTA vika Listasumars að þessu
sinni er runnin upp en dagskránni
lýkur á menningarnótt laugardaginn
31. ágúst. Þessa dagana stendur yfir
myndlistarsýning Benedikts S. La-
fleur í Deiglunni og í Ketilhúsinu
standa yfir þrjá sýningar. Ilana Hal-
perin og Adam Putnam sýna í aðalsal,
Rannveig Helgadóttir á svölum og
Hrefna Harðardóttir í litla sal á jarð-
hæð. Sýningarnar eru opnar til kl. 22
á menningarnótt.
Á laugardag verður kökusýning
Bródaríklúbbsins í Ketilhúsinu til kl.
17 en þá verður gestum boðið að
bragða á sýningunni. Margmiðlunar-
sýning verður í Ketilhúsinu allan dag-
inn. Ljósmyndasýning verður í
Bögglageymslunni í Listagili – Gilið í
gamla daga. Aðalheiður S. Eysteins-
dóttir verður með opna vinnustofu.
Hátíðartónleikar verða í Akureyr-
arkirkju kl. 17 á laugardag, þar sem
fram koma bæjarlistamennirnir Ósk-
ar Pétursson tenór og Björn Steinar
Sólbergsson orgelleikari. Brandur
verður á Café Karólínu kl. 15.30, 19.30
og 22.30 og með nýja dagskrá í hvert
skipti. Kristján Pétur og Sigurður
Jónsson verða á Restaurant Karólínu
kl. 21.30 með ljóð og lög um sólskinið.
Dans og trumbur í Listasafninu kl.
20.30 og 21.30, með Önnu Richards
dansara og Stínu bongó.
Dagskrá
Listasumars
SKOTFÉLAG Akureyrar vígði
nýjan leirdúfuvöll á félagssvæði
sínu á Glerárdal um síðustu helgi.
Það voru bæjarfulltrúarnir Jakob
Björnsson og Sigrún Björk Jak-
obsdóttir sem vígðu völlinn með
því að hleypa af fyrstu skotunum.
Að sögn Guðmundar Brynjarsson-
ar formanns Skotfélagsins er nýi
völlurinn sambærilegur velli sem
félagið á þarna fyrir og hann mun
breyta miklu í starfinu.
„Nú verður hægt að hafa byrj-
endur á sérstökum velli, auk þess
sem hægt verður að halda mót,
sem alla jafna standa yfir allan
daginn, á mun styttri tíma.“ Skot-
félag Akureyrar og íþrótta- og
tómstundaráð gerðu með sér
samning árið 1999 um uppbygg-
ingu á svæðinu á fimm ára tíma-
bili. Guðmundur sagði að nýi leir-
dúfuvöllurinn væri stærsti
áfanginn á þessu tímabili, sem nú
er hálfnað.
Mjög mikil uppsveifla hefur ver-
ið í starfi félagsins í sumar og hef-
ur félagið átt allt að sex keppendur
á flestum mótum Skotsambands
Íslands á liðnu keppnistímabili og
átt menn í efstu sætum oftar en
einu sinni. Þá hefur notkun riff-
ilvallarins færst mjög í aukana.
Guðmundur sagði að næsta verk-
efni væri að byggja skotskýli við
enda riffilbrautarinnar og reisa ör-
yggisvegg við enda hennar og er
þegar byrjað að leggja drög að
þeim framkvæmdum.
Í tilefni vígslu nýja leirdúfuvall-
arins var bæjarkeppni milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur í leirdúfu-
skotfimi endurvakin en hún hefur
legið niðri í nokkur ár. Þar fóru
Akureyringar með sigur af hólmi,
hlutu 539 stig á móti 532 stigum
gestanna. Að sögn Guðmundar var
þetta fyrsti sigur Akureyringa í
bæjarkeppninni.
Nýr leirdúfuvöllur vígður
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs, mundar haglabyssuna.
ELÍN Antonsdóttir jafnréttis-
fulltrúi Akureyrarbæjar sagði ým-
islegt bæði jákvætt og neikvætt í
niðurstöðum könnunar um laun
æðstu stjórnenda bæjarins, sem
unnin var af Rannsóknarstofnun
Háskólans á Akureyri. „Mín von
er einfaldlega sú að við gleðjumst
yfir því sem jákvætt er en að við
göngum í það eins og hvert annað
verkefni að laga það sem miður
er.“
Könnunin náði til 27 einstak-
linga, 19 karla og 8 kvenna, sviðs-
stjóra og deildar- og verkefnis-
stjóra. Fram kemur í könnuninni
að töluverður launamunur er á
milli kynja, konum í óhag, hjá
deildar- og verkefnisstjórum en
ekki er teljandi launamunur meðal
sviðsstjóra. Elín sagði það jákvætt
að sviðsstjórar hjá bænum skyldu
vera á sömu launum en hins vegar
væri það mjög neikvætt að launa-
munurinn skyldi vera svona mikill
á milli deildar- og verkefnisstjóra.
Þá væri það líka neikvætt að að-
eins átta konur skyldu vera í þessu
27 manna úrtaki. „Við erum heldur
ekki alveg í takt við tímann, því
miðað við aukinn fjölda kvenna
með æðri menntun er hlutfall
þeirra ekki hærra meðal æðstu
embættismanna.“
Elín sagði að eftir væri að
kynna könnunina í bæjarráði og
hún vildi því ekki tjá sig frekar um
niðurstöðurnar að svo stöddu.
Launakönnun Akureyrarbæjar
Margt bæði já-
kvætt og neikvætt
MIKILL fjöldi erlendra
ferðamanna hefur sótt
Ísland heim í sumar
líkt og undanfarin ár.
Flestir koma þeir flug-
leiðina til landsins, fjöl-
margir koma sjóleiðina
til Seyðisfjarðar með
Norrænu og enn aðrir
með skemmtiferðaskip-
um eða bara á eigin
vegum. Þessi enska
skúta, Kerry Piper,
kom við í Ólafsfjarð-
arhöfn á dögunum á
leið sinni kringum
landið.
Á skútu
kringum
landið
Morgunblaðið/Helgi Jónsson