Morgunblaðið - 30.08.2002, Page 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UNDIRRITAÐUR lögmaður,
Hreinn Loftsson hrl., lögmaður
Baugs Group hf., fer þess á leit við
Héraðsdóm Reykjavíkur að úrskurð-
að verði um lögmæti aðgerða lögreglu
svo og lögmæti haldlagningar gagna
og muna sem lagt var hald á í leit sem
framkvæmd var í húsakynnum Baugs
Group hf. hinn 28. ágúst 2002.
Kröfugerð: Kærandi, Baugur
Group hf., kt. 4807982289, Skútuvogi
7, 104 Reykjavík, óskar með kæru
þessari eftir úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur um:
a. Lögmæti aðgerða lögreglu við
húsleit í höfuðstöðvum kæranda,
dags. 28. ágúst 2002.
b. Lögmæti haldlagningar gagna í
umræddri húsleit.
Málavextir:
Með úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur, dags. 28. ágúst 2002,
var fallist á kröfu efnahagsbrota-
deildar ríkislögreglustjóra, dags.
sama dag, um leit í húsnæði Baugs
hf./Aðfanga hf. að Skútuvogi 7,
Reykjavík, í því skyni að handtaka
þar sakborninga Tryggva Jónsson og
Jón Ásgeir Jóhannesson og finna
muni og gögn sem hald skyldi lagt á í
þágu rannsóknar á meintum brotum
þeirra. Leitarheimildin náði einnig til
læstra hirslna.
Tilefni kröfu ríkislögreglustjóra
eru ásakanir Jóns Geralds Sullenber-
ger, forsvarsmanns heildsölufyrir-
tækisins Nordica Inc., sem skráð er í
Miami í Flórídaríki í Bandaríkjunum,
í garð framangreindra manna, sem
eru forstjóri og stjórnarformaður
Baugs Group hf., um að þeir hafi
„með röngum reikningum, látið Baug
hf., greiða verulegar fjárhæðir til
kaupa á skemmtibátnum Thee Viking
i Miami Florida í Bandaríkjunum sem
þeir eiga í félagi við Jón Gerald Sull-
enberger sem er viðskiptafélagi
þeirra sem þar býr eins og komist er
að orði í kröfu ríkislögreglustjóra.
Krafa ríkislögreglustjóra um leit
og handtöku byggir á tveimur meg-
inþáttum. Annars vegar er um að
ræða grun um misferli vegna 33
reikninga sem Jón Gerald gerði
Baugi í nafni Nordica frá janúar 2000
til 29. maí 2002. Hins vegar beinist
rannsóknin að því að upplýsa hvort
reikningur að fjárhæð USD 589.890
hafi verið gjaldfærður í bókhaldi
Baugs hf. og hvert greiðsla vegna
reikningsins hafi runnið.
Í kröfu ríkislögreglustjóra kemur
fram að rannsókn lögreglu muni bein-
ast að því að leita í bókhaldi Baugs hf.
hvort og þá hvernig framangreindir
reikningar hafi verið færðir þar til
gjalda auk þess að leita staðfestingar
á samskiptum kærðu við Jón Gerald,
t.d. með frumritum þeirra ritvinnslu-
skjala og tölvupóstsendinga sem Jón
Gerald hefur afhent lögreglu, skjal-
lega eða á gagnaberum í tölvukerfi
Baugs.
Í úrskurði héraðsdóms var krafa
ríkislögreglustjóra tekin nánast orð-
rétt upp og á hana fallist samdægurs.
Í framhaldi af þessum úrskurði
komu þrír starfsmenn ríkislögreglu-
stjóra í aðalstöðvar Baugs Group hf.
um kl. 16.45, auk þess sem um tugur
lögreglumanna fylgdi á eftir laust eft-
ir kl. 17.00. Framkvæmdu þeir leit,
lögðu hald á muni og tóku afrit af
tölvugögnum. Aðgerðum lögreglu á
vettvangi var lokið um miðnætti.
Málsástæður:
I
Kærandi telur aðgerðir lögreglu
alltof umfangsmiklar og að upplýs-
inga sem lögregla leitaði eftir hefði
mátt afla með mun vægari aðgerðum.
Kærandi heldur því fram að rannsókn
lögreglu í undanfara kröfu um leit og
handtöku hafi verið verulega ábóta-
vant. Bendir kærandi í því sambandi
á að síðari hluti kröfugerðar lögreglu,
þ.e.a.s. um að tiltekinn reikningur
hafi verið gjaldfærður í bókhaldi
Baugs, á ekki við nein rök að styðjast.
Telur kærandi að eðlilegra hefði verið
að rannsaka ásakanir á hendur for-
svarsmönnum Baugs frekar áður en
farið var fram á jafn viðurhlutamikla
aðgerð sem leit í húsakynnum fyrir-
tækisins er. Kærandi heldur því fram
að athafnir lögreglu á vettvangi hafi
verið í engu samræmi við markmið
rannsóknarinnar, eins og það er
kynnt í kröfu til Héraðsdóms Reykja-
víkur. Lögreglan hafi lagt hald á um-
talsvert magn gagna sem ekki verður
með neinu móti séð að tengist efni
rannsóknarinnar og þannig farið úr
hófi við haldlagningu gagna. Loks
heldur kærandi því fram að fram-
ganga lögreglunnar á vettvangi hafi
verið ámælisverð. Umboðsmönnum
Baugs var lengi haldið í óvissu um
efni og tilgang rannsóknarinnar og
var aldrei gerð grein fyrir réttindum
félagsins þannig að unnt væri að
halda uppi réttum vörnum. Hér á eft-
ir verður leitast við að skýra einstak-
ar málsástæður kæranda frekar.
II
Eins og fram kemur í kröfu rík-
islögreglustjóra til Héraðsdóms
Reykjavíkur byggjast grunsemdir
lögreglu á framburði fyrrum við-
skiptafélaga kærðu, Jóns Gerald Sul-
lenberger, kt. 240664-2089, íslensks
ríkisborgara sem á og rekur útflutn-
ingsfyrirtækið Nordica Inc. í Banda-
ríkjunum, sem stofnað var á árinu
1999. Baugur Group hf. hefur átt í við-
skiptum við Nordica en ljóst er að síð-
arnefnda fyrirtækið hefur viljað auka
viðskipti við Baug en Baugur að sama
skapi viljað draga úr viðskiptum og er
þeim nú slitið að fullu. Í ljósi þess að
hér er um mál að ræða er tengist lík-
lega fremur uppgjöri viðskipta milli
félaga verður að telja að lögreglu hafi
borið að ganga ítarlega úr skugga um
hvort ásakanir annars aðilans á hend-
ur forsvarsmanna hins um meint sak-
næmt athæfi eigi við rök að styðjast.
Hér ber að hafa í huga að umræddur
forráðamaður Nordica Inc. hefur tjáð
forsvarsmönnum Baugs að viðskipti
við Baug séu meginhluti allra við-
skipta Nordica Inc. Lögreglan byggir
kröfu um leit og handtöku einvörð-
ungu á framburði og gögnum sem Jón
Gerald Sullenberger hefur látið þeim
í té. Þar á meðal er reikningur að upp-
hæð USD 589.890 sem Jón Gerald
kveður að hafi verið tilbúningur og að
hann hafi enga greiðslu fengið vegna
reikningsins. Er það ekki að furða því
hér er um að ræða kredit-reikning
sem gefinn var út af Nordica Inc. til
Baugs vegna afsláttar en eðli slíkra
reikninga er að þeir eru tekjufærðir
hjá því fyrirtæki sem þeir eru gefnir
út á, í þessu tilviki Baugur Group hf.,
en ekki færðir til gjalda. Meðfylgj-
andi er yfirlýsing KPMG Endurskoð-
unar hf. þessu til staðfestingar. Efna-
hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra
virðist hafa yfirsést þetta mikilvæga
atriði. Einfalt var fyrir embættið að
ganga úr skugga um réttmæti þess-
arar ávirðingar Jón Geralds án þess
að til húsleitar og handtöku þyrfti að
koma. Er rannsókn lögreglu því veru-
lega ábótavant, sbr. 10. gr. stjórn-
sýslulaga, nr. 37/1993, en stjórnvaldi
ber m.a. að staðreyna hvort upplýs-
ingar sem það byggir á séu réttar.
Þannig heldur kærandi því fram að
aðgerðir lögreglunnar í framhaldinu
séu ólögmætar. Kærandi heldur því
fram að þessi háttur lögreglunnar, að
fara fram á leit í starfsstöðvum Baugs
Group hf., án þess að fram færu frek-
ari rannsóknir á sakargiftum þeim
sem á stjórnarformann og forstjóra
Baugs eru bornar, sé brot á meðal-
hófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga, sbr.
og 2. málsl. 14. gr. lögreglulaga, nr.
90/1996, þar sem segir að aldrei megi
ganga lengra í beitingu valds en þörf
er á hverju sinni.
Það skal tekið fram að kærandi er
ekki að óska eftir endurskoðun á úr-
skurði Héraðsdóms um húsleit, dags.
28. ágúst sl., þar sem aðgerðin er um
garð gengin, sbr. 3. mgr. 142. gr. laga
nr. 19/1991, um meðferð opinberra
mála (oml.), enda væri það hlutverk
Hæstaréttar að úrskurða í slíkum
málum. Tilgangur kæranda með
kæru sinni er að fá úrskurð um lög-
mæti rannsóknarathafna lögreglu,
sbr. 75. og 79. gr. oml. Auk þessara
ágalla á undirbúningi lögreglu, sbr.
það sem að framan greinir, voru að-
gerðir á vettvangi mun umfangsmeiri
en heimild var til í úrskurði héraðs-
dóms eins og nú verður rökstutt.
III
Við leit í húsakynnum kæranda tók
lögregla afrit af öllum tölvugögnum
Baugs Group hf., hverju nafni sem
nefnast, þar á meðal fjárhagsupplýs-
ingar og tölvupóst starfsmanna. Auk
þess var numið brott mikið af gögnum
sem á engan hátt tengjast máli því
sem lá til grundvallar kröfu lögreglu
um húsleit. Hafa ber í huga að Baug-
ur Group hf. er skráð félag í Kauphöll
Íslands og aðgerðir sem þessar geta
hæglega haft mjög skaðleg áhrif á
gengi hlutabréfa og þá um leið hags-
muni hinna fjölmörgu hluthafa í fé-
laginu. Á þessu stigi voru umboðs-
menn kæranda í algerri óvissu um að
hverju rannsókn lögreglunnar beind-
ist og þ.a.l. var erfitt fyrir þá að halda
uppi vörnum. Er þetta, að mati kær-
anda brot á a-lið 3. mgr. 6. gr. Mann-
réttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr.
62/1994 (MSE), en þar segir að hver
sá sem borinn sé sökum um refsi-
verða háttsemi skuli fá, án tafar, vitn-
eskju í smáatriðum um eðli og orsök
þeirrar ákæru sem hann sætir. Í
framkvæmd hefur verið talið að rétt-
indi þau sem sakborningur njóti sam-
kvæmt þessu eigi einnig við um aðra
þá aðila sem eiga verulegra hags-
muna að gæta.
Kærandi bendir á að samkvæmt
kröfu lögreglu til héraðsdóms var
kynnt að rannsókn lögreglu myndi
beinast að því að leita í bókhaldi
Baugs Group hf. um hvort og þá
hvernig reikningar hafi verið færðir
til gjalda auk þess að leita staðfest-
ingar á samskiptum kærðu við Jón
Gerald. Lögreglan notaði hins vegar
þessa heimild til þess að ná viðkvæm-
um upplýsingum úr tölvukerfi fyrir-
tækisins um alla þætti starfsemi þess
og öll persónuleg samskipti starfs-
manna. Hér er gróflega brotið gegn
stjórnarskrárvörðum réttindum kær-
anda og starfsmanna hans um frið-
helgi einkalífs, sbr. 1. mgr. 71. gr.
stjórnarskrár lýðveldisins Íslands,
nr. 33/1944 (stjskr.), og 8. gr. Mann-
réttindasáttmála Evrópu (MSE), sbr.
lög nr. 62/1994. Í dómaframkvæmd
Mannréttindadómstóls Evrópu hefur
það m.a. verið staðfest að ákvæði um
friðhelgi einkalífs og heimilis taki
einnig til starfsstöðva lögaðila. Kær-
andi krefst þess að dómurinn úr-
skurði um lögmæti þessara aðgerða
lögreglunnar jafnframt sem hann
krefst þess að öllum gögnum sem
gerð hafa verið upptæk og tengjast
ekki sakargiftum á hendur forstjóra
og formanni stjórnar með beinum
hætti samkvæmt úrskurði Héraðs-
dóms Reykjavíkur verði þegar í stað
skilað, með vísan til 79. gr. oml. Á
þetta við um skjöl og tölvugögn,
þ.á m. allar upplýsingar úr fjárhags-
bókhaldi félagsins.
IV Kærandi telur ámælisverða
framgöngu lögreglu við húsleitina.
Lögreglan birtist eingöngu með ljós-
rit af úrskurðarorði héraðsdóms og
gaf mjög takmarkaðar upplýsingar
um efni sakargifta eða tilgang hús-
leitar. Þá upplýsti lögreglan umboðs-
menn kæranda ekkert um lögvarinn
rétt þeirra til að bera undir dómara
lögmæti ákvörðunar um haldlagningu
einstakra muna, sbr. 79. gr. oml. Þeg-
ar kæranda hafði loks verið gerð við-
hlítandi skýring af hálfu lögreglu um
efni og markmið rannsóknar hennar
var húsleitinni nær lokið. Af þessu til-
efni telur kærandi húsleitina ólög-
mæta og krefst þess að öllum þeim
gögnum sem fjarlægð voru úr hús-
kynnum kæranda verði þegar í stað
skilað, hverju nafni sem nefnist.
Lagarök
Um heimild kæranda til að bera
lögmæti haldlagningar undir héraðs-
dóm vísar hann til 75. og 79. gr. oml.,
sbr. og dóm Hæstaréttar í máli nr.
391/1999, dags. 30. sept. 1999. Þá vís-
ar kærandi til 71. gr. stjskr., sem og 6.
og 8. gr. MSE. Ennfremur vísar kær-
andi til 10. og 12. gr. stjórnsýslulaga,
svo og 14. gr. lögreglulaga.
Flýtimeðferð
Vegna mikilvægra hagsmuna kær-
anda fer Baugur Group hf. þess á leit
við Héraðsdóm Reykjavíkur að máli
þessu verði flýtt svo sem framast er
unnt.
Reykjavík, 29. ágúst 2002.
F.h. Baugs Group hf.
Hreinn Loftsson hrl.
Hjálagt fylgja eftirgreind gögn:
1. Yfirlýsing endurskoðunarskrif
stofunnar KPMG, dags. 29. ágúst
2002.
2. Kreditreikningur Nordica Inc.,
dags. 30. ágúst 2001.
3. Úrskurður Héraðsdóms Reykja-
víkur, dags. 28. ágúst 2002.
4. Krafa Ríkislögreglustjóra um leit
og handtöku, dags. 28. ágúst 2002.
5. Útskrift úr þjóðskrá
Kæra lögmanns Baugs til
Héraðsdóms Reykjavíkur
Morgunblaðið/Þorkell
Hér fer á eftir í heild kæra sem lögmaður
Baugs Group hf. sendi til Héraðsdóms
Reykjavíkur í gær vegna húsleitar sem
starfsmenn Ríkislögreglustjórans fram-
kvæmdu hjá fyrirtækinu sl. miðvikudag.
Doktor í
kennslu-
fræðum
HINN 9. ágúst síðastliðinn varði
Hafþór Guðjónsson, lektor við Há-
skóla Íslands og Kennaraháskóla Ís-
lands, doktorsritgerð við Háskólann
í Bresku Kolumbíu, Vancouver,
Kanada. Ritgerð-
in ber heitið
„Teacher learn-
ing and language:
A pragmatic self-
study“. Ritgerðin
snýst um kenn-
aranám, þ.e.
spurninguna
hvernig fólk lærir
að kenna.
Í fréttatilkynn-
ingu segir: Til að takast á við þessa
spurningu beinir höfundur athygl-
inni að eigin starfsvettvangi og til-
raunum sínum til að þróa nýtt nám-
skeið fyrir kennaranema á
grundvelli hugmynda sem hann
hafði kynnst meðan hann var í fram-
haldsnámi í Kanada á árunum 1997
til 1999. Ritgerðin byggir á rann-
sóknargögnum sem var aflað skóla-
árið 1999 til 2000, einkum dagbók-
arfærslum höfundar, viðtölum við
þátttakendur í téðu námskeiði og
verkefnum og dagbókum sem þeir
gerðu í tengslum við námskeiðið.
Við úrvinnslu gagna styðst Haf-
þór við hugmyndir bandaríska heim-
spekingsins Richards Rortys en þær
fela í sér þá afstöðu að maðurinn sé
fyrst og fremst tungumálavera og að
framþróun mannkyns sé fólgin í því
að læra að yrða heiminn með sífellt
nýjum hætti. Í samræmi við þetta
viðhorf lítur höfundur á það sem
verkefni sitt að nýta rannsókn-
argögn sín til að endurlýsa kenn-
aranámi með það fyrir augum að
benda á nýjar sóknarleiðir fyrir þá
sem starfa að menntun kennara.
Meginniðurstaða höfundar er að
ríkjandi málvenjur eða talleikir
(language games) í samfélaginu hafi
afgerandi áhrif á það hvernig fólk
lærir að kenna.
Hafþór fæddist í Vestmanna-
eyjum 26. maí árið 1947. Foreldrar
hans voru Guðjón Jónsson og Marta
Jónsdóttir en þau eru bæði látin. Að
loknu stúdentsprófi stundaði Hafþór
nám í efnafræði við Háskólann í Osló
og lífefnafræði við Háskólann í
Tromsö í Noregi, þar sem hann lauk
mastersprófi árið 1976. Hann starf-
aði um hríð við rannsóknir á Raun-
vísindastofnun Háskóla Íslands en
gerðist síðan efnafræðikennari við
Menntaskólann við Sund árið 1979
og starfaði þar allt til ársins 1997.
Frá árinu 1988 hefur Hafþór verið
viðriðinn kennaramenntun, fyrst við
Háskóla Íslands en síðar einnig við
Kennaraháskóla Íslands. Hafþór er
höfundur þriggja námsbóka um
efnafræði fyrir framhaldsskóla sem
Mál og menning gaf út á árunum
1988 til 1992.
Hafþór er kvæntur Þorgerði
Hlöðversdóttur og eiga þau tvö börn
saman, Brynjar og Örvar, en að auki
Kjartan Orra Jónsson og Ástu Haf-
þórsdóttur frá fyrri samböndum.
Hafþór
Guðjónsson
♦ ♦ ♦
Alþjóða
kennsla-
nefndin
styrkt
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum á þriðjudag að styrkja
starfsemi Alþjóða kennslanefndar-
innar í Bosníu um 1,7 milljónir kr. en
Eva Klonowski réttarmeinafræðing-
ur starfar með nefndinni. Ríkis-
stjórnin hefur áður styrkt starf
nefndarinnar með svipuðum fjár-
framlögum.
Starf Alþjóða kennslanefndarinnar
í Bosníu snýst um að bera kennsl á
jarðneskar leifar sem fundist hafa í
fjöldagröfum eftir borgarastríðið þar.