Morgunblaðið - 30.08.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 30.08.2002, Síða 11
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir að mjög góður árangur hafi náðst á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Jó- hannesarborg í S-Afríku, sérstaklega varðandi baráttu gegn mengun hans. Full samstaða hafi náðst um tillögu Íslands um að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér fyrir því að safnað verði sam- an upplýsingum um mengun í hafinu og afleiðingar hennar. Þessi tillaga sé nú orðin hluti af framkvæmdaáætlun ráðstefnunnar. Siv kom til Jóhannesarborgar í gær og sat m.a. fund umhverfisráðherra ríkjanna sem sitja ráðstefnuna, en þar var farið yfir verklag á ráðstefn- unni næstu daga. Embættismenn hafa unnið að samkomulagi um þau mál sem deilt er um á ráðstefnunni og hefur þeim fækkað verulega. Nokkur ágreiningsmál verða hins vegar ekki leyst nema með aðkomu stjórnmála- manna. Siv sagði að á ráðherrafund- inum hefði verið ákveðið að viðræður um hreinlætismál yrðu færðar frá embættismönnum yfir á hið pólitíska svið. Ágreiningur væri um hvort setja ætti inn í kaflann um hreinlætismál skýr töluleg markmið. Talið er að um 2,4 milljarðar manna búi við óviðun- andi hreinlætisaðstöðu. Samstaða hefði hins vegar tekist um að setja það markmið að fækka þeim sem ekki hafa aðgang að öruggu drykkjarvatni um helming fyrir árið 2015. Upplýsingum safnað um mengun hafsins Kaflinn um hafið og sjálfbærar fiskveiðar var fyrsti kafli fram- kvæmdaáætlunarinnar sem fullkom- in samstaða náðist um. Áætlunin ger- setja sér markmið sem unnið verður eftir. Ég spyr hvað ef Ríó-ráð- stefnan hefði ekki verið haldin? Hvar stæðum við þá? Það hefur stór- kostlegur árangur náðst síðan Ríó-ráð- stefnan var haldin. Auðvitað vilja margir að lengra sé gengið og meiri árangur náist og það er eðlilegt og gott fyrir stjórnmálamenn að búa við slíkt aðhald,“ sagði Siv. Siv minnti á að á fundinum í Ríó hefði að frumkvæði Íslands verið samþykkt að gerður yrði alþjóðasamningur um bann við losun á þrávirkum lífrænum eiturefnum, en þau væru afar hættu- leg og hefðu áhrif á heilsu manna og dýra. Unnið hefði verið að þessu verk- efni sem loks hefði skilað þeim ár- angri að 2001 hefði alþjóðlegur samn- ingur á þessu sviði verið undirritaður. „Ísland er því leiðandi ríki varðandi varnir við mengun sjávar,“ sagði Siv. Eitt erfiðasta ágreiningsmál fund- arins er um aðgang þróunarríkja að mörkuðum og niðurgreiðslur iðnríkj- anna á landbúnaðarvörum. Siv sagð- ist vona að þar næðist árangur, en jafnvel þó að hann yrði minni en von- ast væri eftir mætti ekki gleyma því að menn myndu halda áfram viðræð- um um þau mál á vettvangi Alþjóða- viðskiptamálastofnunarinnar. Menn væru í vaxandi mæli farnir að horfa á þessi viðskiptamál í samhengi við um- hverfismálin sem væri afar mikil- vægt. Góður árangur hefur náðst í baráttu gegn mengun Jóhannesarborg. Morgunblaðið. Siv Friðleifsdóttir á fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun ir ráð fyrir að fyrir árið 2015 verði fiskveiðar í heiminum sjálfbærar. Siv sagði þessa niðurstöðu ánægjulega. Hún væri einnig merkileg fyrir þær sakir að Bandaríkjamenn hefðu fallist á að setja inn í framkvæmdaáætl- unina skýr töluleg markmið en þeir hefðu verið mjög tregir til þess varð- andi aðra þætti framkvæmdaáætlun- arinnar. „Inni í kaflanum um hafið er tillaga sem Ísland lagði fram um að Samein- uðu þjóðirnar söfnuðu saman á einn stað upplýsingum um ástand hafsins og hverning ástand hafsins hefur áhrif á efnahagslega og félagslega þróun. Við lögðum þessa tillögu fram á fundi í Kenýja á fundi Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið var haldin ráðstefna í Reykjavík, sem Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri stýrði og ég sótti. Eftir alla þessa vinnu náðist síðan það fram að texti Íslands fór inn í drögin að framkvæmdaáætlun fundarins í Jóhannesarborg. Ég fagna þessum árangri. Þetta er mikilvægt, ekki bara fyrir Ísland, heldur alla heimsbyggðina. Með því að safna saman upplýsingum og gera reglulegar úttektir munu málefni hafsins og varnir gegn mengun sjávar fá aukna athygli á hinum pólitíska vettvangi. Þegar hinn vísindalegi grunnur liggur fyrir aukast verulega líkur á að á því að stjórnmálamenn taki nauðsynlegar ákvarðanir á þessu sviði. Loftslagsmál fengu mikið vægi í hinni pólitísku umræðu eftir að vís- indanefndin um loftslagsmál lagði fram sínar upplýsingar um ástand loftslags heimsins. Það skapaði grunn fyrir aðgerðir stjórn- málamanna á þessu sviði. Eitthvað sambæri- legt á vonandi eftir að gerast með hafið í kjöl- farið á þessari sam- þykkt,“ sagði Siv. Hefðbundin gagnrýni á alþjóðlega fundi Talsverð gagnrýni hefur verið á leiðtoga- fundinum í Jóhannesar- borg. Miklar efasemdir eru um að nokkuð komi út úr fundinum og þau sjónarmið heyrast að fundurinn snúist mest um málæði um ekki neitt. Siv sagðist vera ósamþykk þessu. „Þetta er hefðbundin gagnrýni á stóra alþjóðlega fundi. Viðkvæði er að þetta sé dýrt og skili litlu. Ég tel að svona ráðstefna sé afar mikilvæg fyr- ir framtíð mannkyns. Þetta er í þriðja skiptið sem þjóðarleiðtogar koma saman til að ræða umhverfismál í víðu samhengi. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Stokkhólmi 1972, næsta í Ríó árið 1992 og svo er þessi ráðstefna í Jóhannesarborg haldin. Það er því ekki hægt að halda því fram að svona ráðstefnur hafi verið oft haldnar. Þessi ráðstefna er hins vegar afar mikilvæg. Það er eftirtektarvert hvað margir þjóðarleiðtogar mæta. Og þó að það kunni að vera að það verði ekki allir ánægðir með það sem samþykkt verður á ráðstefnunni þá má ekki gleyma því að hér fara fram mjög gagnlegar viðræður um mikilvæg málefni og menn munu væntanlega Siv Friðleifsdóttir FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 11 ÁTTA starfsmönnum á skrif- stofu fjarskiptafyrirtækisins OZ í Reykjavík hefur verið sagt upp störfum. Aðeins sex starfs- menn eru þá eftir hjá OZ á Ís- landi en að sögn Skúla Mogen- sen, forstjóra OZ, er ætlunin að halda starfsemi áfram hér á landi þó að aðalstöðvar fyrir- tækisins hafi verið fluttar til Montreal í Kanada. Hann segir að þegar ákveðið hafi verið að flytja starfsemina út sl. vetur hafi legið fyrir að dregið yrði verulega úr starf- seminni hér á landi. Því hafi þessar fregnir nú ekki átt að koma á óvart. Aðspurður segir Skúli starfsemina í Kanada ganga vel og eftir áætlun. Skrifstofa OZ í Reykjavík Átta af fjór- tán starfs- mönnum sagt upp FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Svar hefur síðustu þrjú ár boðið upp á sítengingu við Netið í gegn- um gervihnött og segir Ari Jó- hannesson, yfirtæknistjóri hjá fyr- irtækinu, að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi ekki misst sam- band við Netið á miðvikudag. Ut- anríkisráðuneytið sé meðal við- skiptavina fyrirtækisins. Svar tengist beint í gegnum gervihnött til Þýskalands. Fyrirtækið hafi haft samband við banka, Flugmálastjórn og fleiri aðila sem eigi mikið undir teng- ingu við Netið sem hafi afþakkað þjónustuna, hafi ekki sagst þurfa á varasambandi að halda þar sem allir geri ráð fyrir því að varasam- andi sé komið á á mjög stuttum tíma. „Stofnkostnaður vegna svona sambands er ekki nema 200 þús- und krónur og mánaðargjaldið 18 þúsund,“ segir Ari. Segir hann að afskekktir bóndabæir, rútur og skip séu með sítengingu við Netið í gegnum gervihnött á þeirra vegum. Hægt að fá sítengingu í gegnum gervihnött HALLDÓR Blöndal, forseti Al- þingis, og eiginkona hans, Krist- rún Eymundsdóttir, eru ásamt fimm manna sendinefnd í opin- berri heimsókn í Hansaborginni Brimum dagana 28. ágúst til 1. september í boði fylkisstjórnar Brima. Í heimsókninni mun sendinefnd- in m.a. eiga fundi með Christian Weber, forseta borgarstjórnar Brima, Jörg Schultz, borgarstjóra Brimahafnar, og Henning Scherf, borgarstjóra Hansaborgarinnar Brima. Þá mun sendinefndin hitta Íslendinga sem reka atvinnustarf- semi í Brimum og eiga fund með fulltrúum verslunarráðs Brima og Brimahafnar. Með Halldóri Blön- dal og eiginkonu hans í för verða þingmennirnir Össur Skarphéðins- son, Guðjón Guðmundsson, Ísólfur Gylfi Pálmason og Árni Steinar Jóhannsson, auk Belindu Ther- iault, forstöðumanns alþjóðasviðs Alþingis. Forseti Alþingis heimsækir Þýskaland SELIRNIR í Húsdýragarðinum eiga marga aðdáendur. Þetta eru landselir og þeim virðist líka lífið í garðinum því urturnar kæpa þar, en slíkt er ekki algengt í dýragörð- um í nálægum löndum. Á myndinni, sem var tekin fyrr í sumar, sjást urtuna Kobba, f. 1988, og brimilinn Snorra f. 1989, mak- ast, en afar sjaldgæft er að ná slíku á mynd því mökunin stendur mjög stutt. Urtan gengur með í 10–11 mán- uði, á oftast einn kóp, einstaka sinn- um tvo, en aldrei þrjá eftir því sem heimildir herma. Kópurinn er á spena fyrstu 4–5 vikurnar og fær næringarríka mjólk, sem er hvít og rjómakennd og þykkari en kúa- mjólk. Fæðing kópsins gengur mjög hratt fyrir sig og bítur móðirin naflastrenginn í sundur. Hún þefar af nýfæddum kópnum og þekkir hann síðan af lykt hans og hljóðum. Urtur landsela þykja mjög um- hyggjusamar mæður. Urtur ná kyn- þroska 4–5 ára og brimlar 5–6 ára. Landselir eru algengir við Ísland. Þeir finnast líka við strendur Norð- ur-Atlantshafsins og í norðanverðu Kyrrahafi. Talið er að stofninn við Íslandsstrendur sé um helmingur alls landselastofnsins, en árið 1987 var áætlað að hér við land væru um 40 þúsund dýr. Áður fyrr voru drepnir hér við land 6–7 þús. kópar árlega vegna verðmætis skinnanna, en þessum drápum var hætt eftir árið 1977. Una sér í sela- lauginni ♦ ♦ ♦ ÍSLANDSBANKI keypti bréf Orca- hópsins á markaðsvirði eða nálægt því en ekki á yfirverði segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka. „Jú, þetta er rétt. Að teknu tilliti til núvirðingar greiðsluflæðisins og arðgreiðslu vegna ársins 2002 sem kemur í hlut seljanda er verðið ná- lægt markaðsverði. Að vísu er ekki búið að ákveða arðgreiðslu vegna ársins 2002 þannig að menn vita ekki hver hún verður. En miðað við okkar forsendur erum við ekki að greiða yf- irverð heldur verð sem er í takt við markaðsverð og erum sáttir við það. En markaðsverð er auðvitað ekki ná- kvæm tala, bankinn endaði til dæmis í 4,95 í gær en ef hann hefði endað í 4,70 hefðu menn sagt verðið vera að- eins yfir markaðsverði.“ Bjarni segir að Íslandsbanki stefni ótrauður að því að bjóða almenningi bréf til kaups í haust, væntanlega í október eða nóvember en menn hafi þó ekki sett sér nákvæma tímasetn- ingu í því sambandi né heldur hversu stór hluti verður seldur almenningi. Bjarni segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort starfs- mönnum verði boðin bréf til kaups. „Það yrði þá eitthvað sem myndi tengjast útboði á bréfum til almenn- ings en það er aðeins flóknara ferli.“ Bréf Orca-hópsins ekki keypt á yfirverði Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka Morgunblaðið/Sigurjón Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.