Morgunblaðið - 30.08.2002, Qupperneq 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALLS bárust 29 athugasemdabréf og
fimm undirskriftalistar með samtals
275 nöfnum til Skipulags- og bygg-
ingasviðs Reykjavíkurborgar vegna
fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi
Norðlingaholts en frestur til að skila
inn athugasemdum rann út á mið-
vikudag eftir að hafa verið fram-
lengdur um tvær vikur.
Að sögn Helgu Bragadóttur skipu-
lagsfulltrúa bera athugasemdirnar að
sama brunni og áður. „Það er búið að
fjalla töluvert um þetta og ljóst við
hvað verið er að gera athugasemdir.
Það er þéttleikinn, hæð húsa, sprung-
urnar, Vatnsendasvæðið, umhverfis-
málin, samráðið, athugasemdir frá
Kópavogsbæ, frá eignaraðilum inni á
svæðinu sjálfu og einnig frá hesta-
mönnum varðandi framtíðaraðstöðu
þeirra. Það er sama sagan sem end-
urtekur sig.“
Hún segir að í framhaldinu verði
athugasemdirnar yfirfarnar og rædd-
ar hjá Skipulags- og byggingasviði og
í kjölfarið verður gerð umsögn um
þær. „Næsti fundur Skipulags- og
bygginganefndar verður þann 11.
september og ég geri ráð fyrir að at-
hugasemdirnar verði lagðar fyrir á
þeim fundi,“ segir Helga.
Fjarri lagi að verið
sé að þétta byggð
Meðal þeirra sem gera athuga-
semdir við skipulagið eru Höfuðborg-
arsamtökin en í bréfi þeirra er þeirri
fullyrðingu skipulagsyfirvalda í
Reykjavík mótmælt að um sé að ræða
þéttingu byggðar.
„Ekkert er fjær lagi,“ segir í bréf-
inu. „Hið rétta er að fyrirhuguð
byggð er afskekktari en nokkurt ann-
að hverfi í Reykjavík og íbúar þar
þyrftu að sækja atvinnu og miðlæga
þjónustu um lengri veg en áður hefur
þekkst í höfuðborginni. Tillagan er
því enn ein ávísunin á áframhaldandi
þróun bílasamfélags á kostnað mann-
vænnar menningarborgar.“
Frestur til að skila inn athugasemdum rann út á miðvikudag
Um 30 athugasemdabréf
og 275 undirskriftir
Morgunblaðið/Jim Smart
Að sögn Helgu Bragadóttur, skipulagsfulltrúa borgarinnar, varða at-
hugasemdir við tillögu að deiliskipulagi Norðlingaholts þéttleika
byggðarinnar, hæð húsa, umhverfismálin, samráð við íbúa og fleira.
Norðlingaholt
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Smáralind-
ar og LEGO á Íslandi hófst í
Smáralind í gær er danski kon-
súllinn opnaði hátíðina. Á hátíð-
inni er margt í boði fyrir áhuga-
fólk um LEGO-leikföng. Þar má
nefna 200 fermetra svæði með
kappasktursbrautum, myndver
þar sem börnum býðst að búa til
kvikmyndir í tölvu, leiksvæði fyr-
ir börn á aldrinum tveggja til sex
ára, Bubbi byggir svæði, fótbolta-
spil og fleira.
Aðgangur á LEGO-hátíðina í
Smáralind er ókeypis.
Morgunblaðið/Jim Smart
LEGO er myndað úr dönsku orðunum „Leg godt“ eða leiktu fallega, en þýðir líka að safna eða velja á latínu.
Þessir drengir voru áhugasamir á LEGO-hátíðinni í Smáralind í gær.
Fjölskyldu-
hátíð í
Smáralind
Kópavogur
NOKKUR skólpmengun er enn í
Bessastaðahreppi en Gunnar Valur
Gíslason, sveitarstjóri, segir að hún
sé ekki lengur á leiksvæði heldur á
afgirtu svæði og stefnt sé að því að
útrýma henni alveg á næstunni.
Ármann R. Úlfarsson, íbúi í
Bessastaðahreppi, segir að í þrjú ár
hafi hann barist fyrir aðgerðum í frá-
veitumálum og sérstaklega vegna
skólps í ákveðnum skurði við íþrótta-
svæðið norður af skátaheimilinu. Í
sumar hafi komið fram að skólp-
mengunin í skurðinum hafi verið
langt yfir viðunandi mörkum og þá
hafi verið farið í framkvæmdir, m.a.
hreinsað upp úr skurðum, en ekki úr
um 300 metra löngum skurði, þar
sem mengunin sé mest. Hins vegar
hafi nýlega verið send út orðsending
til íbúanna þar sem m.a. hafi komið
fram að búið væri að hreinsa skólp-
mengun úr þessum skurði.
„Þetta er skurðurinn sem er ekki
hreinn og hefur aldrei verið farið í,“
segir Ármann og bætir við að hann
hafi fengið meiri- og minnihluta til að
ganga með sér um svæðið sl. sunnu-
dag. Allir hafi verið sammála um að
skólp væri í skurðinum og rætt hafi
verið um að bréfið hafi verið ótíma-
bært en það fengist ekki dregið til
baka, því framkvæmdir væru fyrir-
hugaðar á næstunni. Með orðsend-
ingunni væri verið að segja að þessi
skurður væri í lagi barnanna vegna
en aðrir ekki, en hann væri það alls
ekki.
Gunnar Valur Gíslason, sveitar-
stjóri, segir að í sumar hafi verið far-
ið í ákveðna aðgerð til að hreinsa um-
ræddan skurð og þá staði þar sem
mengunin hafi verið mest. Í bréfinu
kemur fram að búið sé að hanna
tengilögn frá Vesturtúni og skáta-
heimili að stofnlögn fráveitu við
Breiðumýri og að verkið hafi verið
boðið út, en Gunnar Valur segir að
ákvörðun um verktaka verði tekin í
vikunni og síðan hefjist framkvæmd-
ir sem taki nokkrar vikur. Hann seg-
ir að farið hafi verið út í að loka fyrir
tengingu í viðkomandi skurð, hann
hafi verið hreinsaður og mælingar
sýni að hann sé í lagi, en þetta hafi
verið framkvæmdir til bráðabirgða.
„Við fjarlægðum mengunina úr íbúð-
arhverfinu,“ segir hann og áréttar að
komandi framkvæmdir komi endan-
lega í veg fyrir skólpmengunina.
Enn skólpmeng-
un í skurði
Bessastaðahreppur
FJÖGUR athugasemdabréf hafa
borist skipulags- og bygginganefnd
Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar
stækkunar Grand Hótels í Reykja-
vík en frestur til að skila athuga-
semdum við tillögu að deiliskipulagi
svæðisins rann út í júlí.
Bréfin voru kynnt á fundi nefnd-
arinnar í síðustu viku. Í þeim eru
gerðar athugasemdir við skugga-
varp af tveimur 12–13 hæða turn-
um, sem fyrirhugað er að reisa við
hótelið. Þá er talið að slíkir turnar
séu ekki í samræmi við þá byggð
sem fyrir er í hverfinu.
Eitt athugasemdabréfið er frá
Tónskóla Sigursveins D. Kristins-
sonar en hann er til húsa á Engja-
teigi 1, í næsta nágrenni hótelsins.
Er í bréfinu tíundaðar áhyggjur af
aðkomu og umferðarmálum í kjöl-
far breytinganna. Þá telja stjórn-
endur skólans að erfitt eða ómögu-
legt verði að skerma fyrir
umferðarhávaða frá Kringlumýrar-
braut eftir að byggingarnar verða
komnar auk þess sem stækkun lóð-
ar Grand Hótels muni þrengja
mjög að skólalóðinni.
Athugasemdir vegna
stækkunar Grand Hótels
Óttast skugga-
varp af hótel-
turnunum
Teigar
SÉRSTAKAR öryggisráðstafanir
verða viðhafðar á næstu vikum við
Flataskóla vegna framkvæmda við
viðbyggingu skólans til að tryggja
öryggi skólabarna. Verður út-
færsla á öryggisráðstöfunum end-
urmetin ef nauðsynlegt reynist að
því er fram kemur í bókun bæj-
arráðs Garðabæjar.
Í minnisblaði bæjarverkfræð-
ings kemur fram að ráðstafanirnar
felast meðal annars í að auk venju-
legrar vinnugirðingar umhverfis
framkvæmdasvæðið hefur verið
sett upp girðing umhverfis bíla-
stæði skólans þar sem aðkomuleið
að vinnusvæðinu er. Á girðingin að
tryggja að umferð vinnuvéla og
skólabarna skarist sem minnst. Þá
verður gæsla viðhöfð við skólann
þegar flutningabílar með húsaein-
ingar fara um skólasvæðið.
Bæjarverkfræðingur greindi frá
þeim öryggisráðstöfunum sem
verða á næstu vikum. Útfærsla á
öryggisráðstöfunum verður endur-
metin ef nauðsynlegt reynist til að
tryggja öryggi skólabarna.
Öryggisráðstaf-
anir vegna bygg-
ingaframkvæmda
Garðabær
♦ ♦ ♦