Morgunblaðið - 30.08.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.08.2002, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 17 HÁTTSETTUR, bandarískur emb- ættismaður sagði í gær, að ill öfl réðu ríkjum í Norður-Kóreu, stjórn, sem hefði virt að vettugi viðvaranir Bandaríkjastjórnar og væri nú um- svifamest allra í sölu á ýmsum bún- aði í langdrægar eldflaugar. John Bolton, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna á sviði víg- búnaðareftirlits og alþjóðaöryggis, sagði í Seoul í Suður-Kóreu, að N-Kóreustjórn neitaði að leyfa eft- irlit með kjarnorkuverum og kjarn- orkuáætlunum sínum og því væri mikilvægur samningur hennar og Bandaríkjastjórnar um þau mál í uppnámi. Þá varði hann þá yfirlýs- ingu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, að Norður-Kórea ásamt Íran og Írak væri hluti af „hinum illa öxli“, sem ynni að því að auðvelda aðgang að gereyðingar- vopnum. „Tengslin milli þessara ríkja eru mikil, eftir þessum öxli flæða hættuleg vopn og hættuleg tækni,“ sagði Bolton og bætti við, að N-Kóreumenn hefðu útvegað Írön- um eldflaugar og eldflaugatækni árum saman. Hefði sala af þessu tagi verið ein helsta tekjulind þeirra í langan tíma. Samningurinn frá 1994 í uppnámi Bolton sagði, að í N-Kóreu réðu „ill öfl, vopnuð langdrægum eld- flaugum og gereyðingarvopnum. Í næsta nágrenni við Seoul er mesti samsafnaður af vopnum af þessu tagi á jarðríki“. Bolton sagði, að ólíklegt væri, að lokið yrði við fyrirhuguð kjarnorku- ver í N-Kóreu fyrir 2005, en áður hafði verið miðað við að ljúka því 2003. Sagði hann, að mikilvægustu hlutar kjarnakljúfanna yrðu ekki afhentir fyrr en stjórnin í Pyong- yang heimilaði IAEA, Alþjóða- kjarnorkustofnuninni, að kynna sér öll kjarnorkumál í landinu fyrr og síðar. N-Kóreustjórn setur hins vegar það skilyrði fyrir eftirliti, að hlutar í kjarnakljúfana verði af- hentir fyrst. Bandaríkjamenn og N-Kóreu- menn sömdu um það 1994, að bandarískt fyrirtæki byggði tvo léttvatnskjarnakljúfa í N-Kóreu gegn því, að stjórnvöld þar legðu allar áætlanir um smíði kjarna- vopna á hilluna. Grunur leikur hins vegar á, að þau hafi á laun verið bú- in að vinna úran í vopn úr gömlum kljúfum áður en samkomulagið var undirritað. Vilja Bandaríkjamenn og IAEA fá að ganga úr skugga um það. Bolton sagði einnig, að N-Kórea réði yfir miklu af eiturefna- og líf- efnavopnum, en S-Kóreustjórn áætlar birgðirnar í norðri um 2.500 tonn. Segir ill öfl ráða ríkjum í landinu                    !""  !# "    !    $                                   !  "  #$%     & "   % !& '  (" )  * +   , & -  ("  )  .  / ' 0   12344 52544 62444 554 744 644               ' ' ("   8             !!!" ./ "!!#$!! $"!  !!!  !!! %!!./ ""!#&!!  %!!  !!! " "!!#& !!! '  &  ( )' *+,-) - ' )*+,- . ' . '                      + Sala á eldflaugatækni ein helsta tekjulindin í N-Kóreu John Bolton, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna (t.h.), hittir Lee Jun, varnarmálaráð- herra S-Kóreu, í Seoul í gær. Seoul. AFP. Bandarískur embættismaður harðorður um stjórnvöld í Norður-Kóreu AP um sextíu prósent Svía telja eðli- legt að taka sér veikindaleyfi af öðrum ástæðum en raunverulegum veikindum, svo sem vandræðum heima fyrir og streitu. „Hjólin snú- ast of hratt,“ segir Anna Eriksson, 29 ára gamall hjúkrunarfræðingur, sem tók sér tveggja mánaða veik- indaleyfi á síðasta ári, og segist hafa verið „útbrunnin“. Andstæðingar bótakerfisins segja Svía líta á greiðslurnar sem sjálfsagðan hlut, en ekki það ör- yggisnet sem þær eiga að vera. Fullyrða þeir að stór hluti bóta- krafna eigi ekki rétt á sér og kenna þeir óréttlætanlegum kröfum um þá miklu aukningu í greiðslu bóta sem orðið hefur frá árinu 1997 þeg- ar aðeins um 170.000 Svíar fengu slíkar greiðslur. Það þarf að of- dekra Svía og umkringja þá ávaxtakörfum svo þeir geti unnið, segir í grein bókaútgefandans Hel- enu Riviere, sem birtist í Svenska Dagbladet. Riviere segir að of háar bætur bjóði upp á misnotkun kerf- isins og að fólk taki sér veikinda- EINN af hverjum sex Svíum á vinnualdri lifir nú á bótum frá hinu opinbera vegna veikinda eða meiðsla, og nema greiðslur vegna þessa eitt þúsund milljörðum ís- lenskra króna, sem svarar til um sextán prósenta af fjárlögum rík- issjóðs. Aldrei hafa jafnmargir Sví- ar sótt sér slíkar bætur, en samtals er um 810.000 manns að ræða. „Við ráðum ekki við meiri kostnað,“ segir Rolf Lundgren, hagfræðing- ur hjá sænsku tryggingastofnun- inni. Segir Lundgren að aukist kostnaðurinn enn verði að skera niður bætur og þá geti kerfið ekki þjónað hlutverki sínu. Þegar sænskur launþegi hverfur frá vinnu vegna veikinda eða slys- fara greiðir vinnuveitandi honum laun í tvær vikur en eftir það fær hinn veiki greiðslur frá ríkinu. Margt bendir til að bótagreiðsl- urnar verði kosningamál í þing- kosningum sem haldnar verða 15. september næstkomandi. Ríkis- stjórn jafnaðarmanna hefur hafið rannsókn á aðstæðum launafólks og samkvæmt skýrslum sem birtar hafa verið af ráðuneytum fer streita vaxandi hjá sænskum laun- þegum. Stjórnarandstaða hægri flokkanna segir ríkisstjórnina hins vegar leita lausna á röngum stöð- um. Segja talsmenn hennar vand- ann ekki felast í slakri heilsu sænskra launþega heldur í of rausnarlegum bótagreiðslum sem grafið hafi undan vinnusiðferði í landinu. Nýleg skoðanakönnun sýnir að leyfi þegar það sé ósátt við lífið og tilveruna eða einfaldlega búið að fá nóg af vinnunni. Hærri bætur – fleiri kröfur „Haldi fólk áfram að nota bóta- kerfið á þennan hátt mun ekki verða neitt eftir handa þeim sem raunverulega þurfa á aðstoð að halda,“ segir Eric Jannerfeldt, talsmaður samtaka atvinnurek- enda í Svíþjóð. Samtökunum reikn- ast svo til að á hverju ári tapist um 1.400 milljarðar íslenskra króna vegna ónýttra vinnustunda. Hagfræðingarnir Magnus Hen- rekson og Mats Persson segja háar bótagreiðslur hugsanlega hluta vandans. Í nýlegri grein benda þeir á tengsl milli breytinga á bótakerf- inu og breytinga í fjölda bóta- krafna undanfarna fimm áratugi. Kenning þeirra útskýrir ekki af hverju kröfur færðust í aukana ár- ið 1997, eftir stöðuga fækkun stærstan hluta tíunda áratugarins. Henrekson og Persson benda hins vegar á að fjöldi krafna tók kipp ár- ið 1998 eftir að ríkisstjórnin jók bæturnar úr 75% af launum í 80% af launum viðkomandi bótaþega. „Eitt er ljóst,“ segir Henrekson, „þegar fjárhæð bóta er aukin fjölg- ar bótakröfum.“ Vinnumálaráðherra Svíðþjóðar segir of fáa vinna þau störf sem unnin eru í hagkerfinu. Segir hún að uppsagnir og endurskipulagn- ing fyrirtækja á tíunda áratugnum hafi aukið streitu meðal sænskra launþega. Deilt um bóta- kerfið í Svíþjóð Sjötti hver Svíi á vinnualdri er á bótum vegna veikinda eða meiðsla og kostn- aðurinn er tekinn að sliga ríkissjóð Stokkhólmi. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.