Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 22

Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 22
LISTIR 22 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÍFIÐ er ósköp strembið hjá Lilo litlu, einmana stúlku á Hawaii-eyjum sem er í umsjá Nani, nítján ára syst- ur sinnar. Þeim hefur ekki gengið of vel að spjara sig og lífsbaráttan erf- ið. Þegar félagsráðgjafinn Cobra Bubbles kemur til að fylgjast með hvernig gengur hjá systrunum eru þær að rifast og íbúðin á hvolfi. Cobras varar Nani við og gefur henni þriggja daga frest til að koma lagi á hlutina og sýna að hún sé fær um að gæta systur sinnar. Annars fari í verra! Um kvöldið sér Lilo litla stjörnu- hrap út um svefnherbergisgluggann og óskar sér að „einhver verði vinur minn, einhver sem stingur mig ekki af“. Hún bætir við: „Þið ættuð að senda mér engil, besta engilinn sem þið eigið!“ Í rauninni er það lítið geimskip sem Lilo sá út um gluggann sinn. Eigandinn er Stitch, hálfgerður vandræðabelgur sem hefur flúið plánetuna sína sem heitir Turo. Sá sem bjó hann til er kolruglaður vís- indamaður sem segir að Stitch sé „skotheldur, eldtraustur og getur hugsað hraðar en ofurtölva. Hann sér í myrkri og getur fært hluti sem eru þrjúþúsund sinnum stærri en hann. Eina eðlishvöt hans er að eyði- leggja allt sem hann snertir!“. Slíkt getur ekki viðgengist og Stitch er dæmdur í einangrun úti í geimnum. Þá gerir hann sér lítið fyr- ir, stelur lögreglugeimskipinu og skellir sér til fjarlægrar stjörnu sem heitir Jörðin. Nýjasta teiknimyndin frá Disney segir síðan af skemmtilegum og spennandi ævintýrum Stitch og vin- konu hans Lilo, sem hann hittir fljót- lega á jörðu niðri. Með sínum yfir- náttúrulegu hæfileikum eru þeim vinunum allir vegir færir og skyndi- lega brosir lífið við Lilo, hún hefur fengið sannkallaðan engil af himnum sendan! Og tónlist rokkkóngsins Elvis Presley er aldrei langt undan! Leikarar: Daveigh Chase/Lilo (Fill- more!, Ring, Carolinas, Donnie Darko); Tia Carrere/Nina (Rising Sun, Wayne’s World, True Lies); Ving Rhames/Cobra ( (Pulp Fiction, Out of Sight, Bring Out the Dead); David Ogden Stiers/Jumba (Fríða og Dýrið, Pocahontas, Hringj- arinn í Notre Dame). Leikstjórar: Chris Sanders og Dean Deblois (Frumraun). Himnasending- in hennar Lilo Úr bandarísku teiknimyndinni „Lilo & Stitch“. Lilo & Stitch. Bandarísk teiknimynd. Enskar raddir: Daveigh Chase, Jason Scott Lee, Tia Carrere, Ving Ehames, Chris Sanden, David Ogden Stiers. Sýn- ingarstaðir: Sjá bíóauglýsingar dag- blaðanna. Á UNDANFÖRNUM árum hafa fá- ar myndir vakið jafnmikla hrifningu, eftirtekt og aðsókn og hrollvekjan The 6th Sense eftir M. Night Shyamalan. Nú er þessi ungi og upp- rennandi leikstjóri kominn með Signs, sína fimmtu mynd, sem átt hefur mikilli velgengni að fagna und- anfarnar vikur og skellti sér m.a. aft- ur á toppinn í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Signs fjallar líkt og tvær síðustu myndir leikstjórans/handritshöfund- arins Shyamalans um yfirnáttúru- lega hluti og venjulegt fólk sem á í mikilli innri baráttu við sjálft sig og utanaðkomandi öfl. Spennumynd byggð á dularfullum, illútskýranleg- um atburðum. Mel Gibson fer með aðalhlutverk Grahams Hess, fyrr- verandi guðsmanns, nú bónda í kyrr- látri sveitasælunni í Pennsylvaníu. Hann ræktar meðal annars korn, sem þekur tugi ekra umhverfis býlið. Innra með bóndanum ríkir hinsveg- ar lítil friðsæld. Hann hætti prest- skap er hann missti konu sína í slysi og elur nú upp börnin sín tvö á bú- garðinum. Við bústörfin nýtur hann einnig aðstoðar Merrills (Joaquin Phoenix), yngri bróður síns. Hess missti trúna við slysið og er í sálarkreppu þegar heimurinn, eins- og hann hefur þekkt hann, hrynur á einni nóttu. Úti á kornökrunum eru skyndilega komin risavaxin, fram- andi tákn, tugir metra á lengd. Eru hrekkjalómar á ferð eða gestir utan úr geimnum? Spurningunni verður Hess að svara og hann er til að byrja með ekki í minnsta vafa um að hér sé ver- ið að fremja ótugtarleg prakkara- strik. Honum snýst hugur er fréttist af svipuðum risatáknum víðsvegar að úr heiminum og nú verður hann að takast á við efasemdir sínar gagn- vart almættinu um leið og sviplegir atburðir fara að gerast í fjölskyld- unni. Börnin vafra í svefni útá akr- ana og dularfullar verur fara á stjá. M. Night Shyalaman er í toppformi og svíkur engan aðdáanda sinn. Mel Gibson og Joaquin Phoenix fara með aðalhlutverk bræðranna, tveir afar vinsælir en sömuleiðis traustir leikarar sem skila jafnan sínu af öryggi. Því má bæta við að Shyalaman kemur einnig fram í aukahlutverki drukkins ökumanns. Leikarar: Mel Gibson (Braveheart, Lethal Weapon I- IV, Hamlet, Payback); Joaquin Phoenix (U-Turn, Gladiator, Quills, The Yards); Patricia Kalember (Jacob’s Ladder, A Far Off Place, Big Girl’s Don’t Cry); Rory Culkin (A Few Good Years, You Can Count on Me, The Good Son). Leikstjóri: M. Night Shyalaman (The 6th Sense, The Un- breakable Praying With Anger, Wide Awake). Undrin á akrinum ReutersMel Gibson í kvikmyndinni „Signs“. Signs. Aðalleikendur: Mel Gibson, Joaquin Phoenix, Rory Culkin, Abigail Breslin, Cherry Jones o.fl. Sýning- arstaðir: Sjá auglýsingar í dagblöð- unum. hvaða nútímabarn væri ekki til í að vera hluti af Krílafjölskyldunni? Hún er svo falleg og góð, bjartsýn og bros- andi, en þó svo skemmtilega óraun- veruleg og gamaldags. Eða eins og einhver sagði: „Músin er raunveru- legri en mennirnir.“ Annars er boðskapur og innsýn í barnssálina ekki stærsti kostur þess- arar myndar. Það er hasarinn og húmorinn. Þótt sagan sé einföld er hún spennandi, og á köflum mjög áhrifarík. Heimiliskötturinn Snjóber á allar bestu setningarnar í myndinni og uppsker hlátrasköll bæði barna og fullorðinna. Þetta er ein af þessum myndum þar sem er hugsað um for- eldrana líka, nokkrir undirliggjandi brandarar bara fyrir þá, og hvernig eiga börnin að skilja tilvísunina í Hitchcock-myndina Vertigo? Enda er ekki víst að þau skilji öll að Stúart er eiginlega ástfanginn af fuglinum Möggu Lóu. Þau gætu líka bara verið vinir. Við Íslendingar erum því al- deilis óvön að verið sé að raddsetja leiknar kvikmyndir. Og þótt músin og fuglarnir séu mjög raunveruleg er mun eðlilegra að sjá þau tala … og það íslensku, en að sjá þekkta leikara tala íslensku. Mér fannst fyrst rödd Guðfinnu ekki passa við Geenu Davis, en það venst þó óvenju vel, og radd- setningin er öll skemmtilega vönduð. Brotthætt rödd Bergs passar listilega vel við viðkvæmu músina Stúart kríli … ég meina litla. Af hverju heitir hann ekki bara Stúart kríli? EN gaman að hitta Stúart litla aft- ur! Og það í enn meira stuði en í fyrstu myndinni. Þar var meira gert út á hversu skondið það er að lítil mús skuli eiga mannlega foreldra og hversu krúttlegt þetta allt saman er. Og það verður að segjast að herberg- ið hans Stúarts, bíllinn og fötin, þetta er mjög sætt, skemmtilega upphugs- að og fyrst og fremst vel gert. Ef ég væri fimm ára og hefði ekki vit á hvað hægt er að gera í tölvum væri ég sannfærð um að Stúart væri raun- verulegur. Myndin fjallar aðallega um vinátt- una og fjölskylduna og upp koma að- stæður sem börn geta auðveldlega samsamað sig við; að vera skilinn út undan og vera einmana. Og að finnast maður lítill og ráða ekki við aðstæð- urnar. En Stúart segir að maður sé bara jafnstór og manni finnist maður vera. Já Stúart! Rétt hjá þér! Og Músahasar og húmor KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Laug- arásbíó Leikstjórn: Rob Minkoff. Handrit: Douglas Wick og Bruce Joel Rubin eftir sögum E.B. White. Kvikmt.: Steven B. Poster. Brellur: Jim Henson’s Creature Shop og Sony Pic. Imageswork. Leikarar: Geena Davies, Hugh Laurie og Jonathan Lipnicki. Leikstj. ísl. raddsetn: Þórhallur Sigurðsson. Raddir: Bergur Ingólfsson, Gunnar Hansson, Guðfinna Rúnarsdóttir, Sigurður Jökull Tómasson, Hjálmar Hjálmarsson, Pálmi Gestsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. 78 mín. Bandaríkin. Columbia Tristar 2002. STÚART LITLI 2  Hildur Loftsdóttir AUSTIN Powers er samur við sig í þessari nýjustu mynd sinni. Brandari ofan í brandara, þeim er hellt yfir mann bröndurunum svo enginn tími gefst til að melta þann seinasta sem maður gleypti. Og húmorinn er að vanda allur neðan mittis, en í þessari mynd er óvenju mikið um typpa- brandara. Kannski er það í samræmi við þema myndarinnar sem er sam- band föður og sonar, eða til heiðurs nýjustu persónunni sem Mike Myers holdgerir, hinum hollenska Gulllimi. En hann hlaut nafn sitt af því óláni að missa liminn í málmbræðsluslysi og fá sér einn úr gulli í staðinn. Gull- limur er diskófrík sem flagnar og ef hann safnar ekki skinnflögunum í sérstakt box, þá borðar hann þær. Oj! þarna kúgaðist ég jafn mikið og þeg- ar Feiti skíthæll drakk kúk í seinustu mynd. (Mike Myers húmor í hnot- skurn?) Nýja daman hans Austin er leyni- löggan Flotta Kleópatra sem söng- konan Beyoncé Knowles leikur, og er geðveikt flott með brjálaða afró- greiðslu. Í þessari fyrstu mynd sinni stendur hún sig ekki sem verst þótt henni takist engan veginn að stela senunni. Það gerir hins vegar pabbi Austin Powers sem sjálfur Michael Caine leikur. Svo hittum við auðvitað alla gömlu vinina okkar, Dr. Illan, Scotty, Litla-Ég, Númer 2, Basil og Frau. Og því miður eru allir brand- ararnir sem þeim viðkoma mjög svip- aðir og í fyrri myndum hans. Mér fannst upphafsatriðið alveg frábært og Danny de Vito bestur. Það segir ýmislegt um þá virðingu sem Austin Powers nýtur, þrátt fyrir að vera bara bullukolla. Nathan Lane kemur líka inn með gott atriði og skuggamyndirnar í kafbátnum eru góðar. Jæja, annars fjallar þessi mynd um eitthvað spæjó, ... eða þannig. Þetta var allt saman mjög ruglingslegt, en Gulllimur vill alla vega eyða heimin- um, og auðvitað verður Austin Pow- ers að redda því. Þetta finnst mér ein- mitt verst við Myers. Hugmyndirnar hans eru oft alveg frábærar og húm- orinn líka. Hann hefur allt í höndun- um til að búa til góða, jafnvel frá- bæra, grínmynd, ef hann myndi sýna smá aga í vinnubrögðum. Gera góðan og spennandi söguþráð sem hægt er að lifa sig inn í og koma svo með brandara á réttum stöðum. Myndin er bara samansafn af persónum, að- stæðum og bröndurum sem hann hef- ur fundið upp, dembir yfir okkur í belg og biðu, veður sífellt úr einu í annað og að lokum verður þetta al- gjört bull. En geggjað bull, já! Geggjað bull KVIKMYNDIR Regnboginn, Smárabíó, Laug- arásbíó og Borgarbíó Ak. Leikstj: Jay Roach. Handrit: Mike Myers og Michael McCullers. Kvikm.t: Peter Deming. Aðalhlutverk: Mike Myers, Beyoncé Knowles, Michael Caine, Seth Green, Verne Troyer, Fred Savage, Mindy Sterling, Michael York og Robert Wagn- er. 94 mín. USA. New Line Cinema 2002. GOLDMEMBER/GULLLIMURINN Hildur Loftsdóttir LISTAHÁSKÓLI Íslands verður settur í fjórða sinn í dag kl. 16 og hefst með stuttri dagskrá í porti skólahúss- ins í Skipholti 1. Auk ávarps rektors verða flutt tónlistaratriði og veggmál- arar láta til sín taka. Skólinn starfar nú í fjórum deild- um, myndlistardeild, leiklistardeild, hönnunar- og arkitektúrdeild og tón- listardeild, auk þess sem í boði er sér- hæft kennaranám fyrir myndlistar- menn, hönnuði og leiklistarfólk. Til helstu nýjunga í skólastarfinu má telja nám í arkitektúr innan hönnun- ardeildar, tónlistarnám á sviði nýrra miðla í tónlistardeild, nám á almennri fræðabraut innan sömu deildar og út- víkkun kennaranámsins til leiklistar- fólks. Um 140 nemendur hefja nám á fyrsta ári við skólann en umsóknir um skólavist voru um 550. Alls verða um 300 nemendur í fullu námi. Auk þess starfrækir skólinn símenntunardeild, Opna listaháskólann, þar sem á haustönn verða í boði rúmlega 30 námskeið fyrir almenning og fjöldi sjálfstæðra fyrirlestra um listir og listtengd efni. Listaháskólinn settur undir berum himni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.