Morgunblaðið - 30.08.2002, Síða 23
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 23
NÝJAR HAUSTVÖRUR
KRÖFUR um góða þekk-ingu og færni ófaglærðsstarfsfólks á bókasöfnumhafa vaxið mikið á undan-
förnum árum. Nám fyrir þennan hóp
hefur þó ekki staðið til boða um langt
skeið. Breyting verður á því, m.a.
fyrir tilstuðlan Upplýsingar – Félags
bókasafns- og upplýsingafræða og
Samtaka forstöðumanna almenn-
ingsbókasafna.
Nám í bókasafnstækni við Borg-
arholtsskóla hefst í haust. Boðið
verður upp á tveggja ára nám á
framhaldsskólastigi sem lýtur að
menntun starfsfólks á bókasöfnum,
skjalasöfnum og öðrum upplýsinga-
miðstöðvum. Fólk sem vinnur á
bókasöfnum á að geta stundað námið
samhliða vinnu og verður fyrri
menntun metin til eininga. Áætlað er
að námið geti hafist af fullum krafti
þegar dregur að áramótum en það
fer að stórum hluta fram í fjar-
kennslu.
Nýjung á Íslandi
Starfsemi bókasafna og annarra
upplýsingamiðstöðva snýst að miklu
leyti um að safna þekkingu og upp-
lýsingum, skipuleggja og miðla til
notenda. Bókasafnstæknar munu
sennilega einkum vinna við upplýs-
ingaöflun og upplýsingamiðlun í fyr-
irtækjum, bókasöfnum, skjalasöfn-
um og öðrum upplýsingamiðstöðvum
og veita ólíkum notendahópum al-
menna og sérhæfða þjónustu. Bóka-
safnstæknar munu vinna með sér-
fræðingum við upplýsingaleit og
skráningu gagna. Einnig við al-
menna umsýslu tölvubúnaðar, við-
hald vefefnis og við framsetningu
kynningarefnis fyrirtækja og stofn-
ana.
Námið flokkast undir upplýsinga-
og fjölmiðlagreinar, starfsgreinar og
starfssvið sem eiga það sameiginlegt
að tækni breytist hratt og skilin milli
greina riðlast. Í námskrá er gert ráð
fyrir þriggja anna grunnnámi sem á
að veita öllum nemendum almenna
þekkingu og innsýn í grundvallarat-
riði upplýsinga- og fjölmiðlagreina í
heild. Nemendur stunda svo sérnám
í eina önn í bókasafnstækni, bók-
bandsiðn, fjölmiðlatækni, grafískri
miðlun, ljósmyndun, prentun, net-
tækni eða veftækni. Þriðja stigið er
vinnustaðanám eða starfsþjálfun
samkvæmt námssamningi við fyrir-
tæki en fyrir þá sem þegar eru starf-
andi við bókasöfn má gera ráð fyrir
því að slíkri þjálfun sé þegar lokið
eða að hún fari fram samhliða nám-
inu.
Skipulag námsins á að auka fjöl-
hæfni starfsmanna og auðvelda þeim
að aðlagast breytingum á vinnu-
markaði jafnframt því að efla sam-
vinnu milli ólíkra faghópa og starfs-
stétta. Nemendur eiga svo kost á því
að fá námið að fullu metið inn í fjög-
urra ára nám til stúdentsprófs. Þeir
geta einnig bætt við sig einu ári til að
útskrifast af listnámsbraut en það
veitir aðgang að listaskólum á há-
skólastigi.
Um er að ræða nýja námsskipan
sem ekki hefur verið reynd hér á
landi áður. Búist er við því að fram-
haldsskólar sérhæfi sig á tilteknum
sviðum og hefur verið ákveðið að
kenna bókasafnstækni auk annarra
greina í Borgarholtsskóla. Kristján
Ari Arason, verkefnisstjóri og fags-
tjóri í Borgarholtsskóla, segir að
þessi nýja námskrá í upplýsinga- og
fjölmiðlagreinum sé löngu tímabær
og hafi verið aðkallandi verkefni.
„Fjölmiðlatæknin hefur breyst gríð-
arlega á undanförnum áratugum og
bókasafnstæknin, eða upplýsinga-
tæknin, er orðin mjög mikilvægur
þáttur í upplýsingasamfélaginu.
Bókasöfn gegna stóru hlutverki sem
upplýsingamiðstöðvar og menntunin
er liður í því að gera bókasöfn að
raunverulegum upplýsingamið-
stöðvum. Þessi menntun mun því
ekki síður nýtast þeim fyrirtækjum
og stofnunum sem eru háð öruggri
upplýsingamiðlun á einn eða annan
hátt.“
Fjarnám og staðnám
Skrifað var undir viljayfirlýsingu
um framkvæmd þessa náms í júní-
byrjun í sumar. Í kjölfarið verður
námskráin útfærð, tilskilinna heim-
ilda aflað, ásamt tækjum og gögnum,
og hefst innritun í haust. Til að byrja
með verður farið af stað með fag-
námshluta námsins í fjarkennslu og
staðbundnum lotum fyrir starfandi
bókaverði. Þar sem eingöngu verður
um að ræða fagnámshluta upplýs-
inga- og fjölmiðlagreina gefur það
nám eitt og sér ekki rétt til þess að
kalla sig bókasafnstækni nema við-
komandi hafi lokið bóknámshluta
grunnnáms á Fjölmiðla- og upplýs-
ingabraut og sem samsvarar 12 mán-
aða starfsnámi. Þeir sem hafa lokið
stúdentsprófi fá það metið.
Um leið og kennsla er hafin í
greininni má síðan ætla að fljótlega
geti þeir sem lokið hafa grunnnámi í
upplýsinga- og fjölmiðlagreinum
stundað bókasafnstækni sem sér-
nám. Aðrir en starfandi bókaverðir
verða að taka bókasafnstæknina í
dagskóla til að byrja með en stefnt er
að því að hægt verði að stunda námið
í kvöldskóla og með fjarkennslu.
Þeir sem hafa reynslu af starfi við
bókasöfn eða aðrar upplýsingamið-
stöðvar geta óskað eftir að fá þekk-
ingu sína og hæfni í sérgreinum og
almennum bóklegum greinum
metna áður en kennsla hefst.
Frekari upplýsingar um námið er
hægt að nálgast í Aðalnámskrá
framhaldsskóla á vefsíðu mennta-
málaráðuneytisins.
TENGLAR
..............................................
www.bhs.is
Bókasöfn og
upplýsinga-
tækni
Bókasafnstæknar vinna einkum við
upplýsingaöflun og -miðlun.
Fjölmiðlatæknir er sérhæfður í
tækniumgjörð á fjölmiðlum.
Undirritun vegna náms í bókasafnstækni. F.v.: Kristján Ari verkefnastjóri, Hlynur Helgason kennslustjóri, Þór-
dís T. Þórarinsdóttir, formaður Upplýsingar, Marta Hildur Richter, forstöðumaður Bókasafns Mosfellsbæjar,
Ólafur Sigurðsson skólameistari og Hulda Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar.
Borgarholtsskóli/Starfsnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum er nýjung sem hægt er að leggja stund á í
Borgarholtsskóla; 4 annir í skóla og árs starfsþjálfun á vinnustað. Bókasafnstækni er einnig nám sem brátt verður
hægt að iðka við þennan sama framhaldsskóla. Einnig má nefna veftækni, en veftæknir er fagmaður í vefmiðlun.
BORGARHOLTSSKÓLI hóf
haustið 2001 kennslu í upplýs-
inga- og fjölmiðlagreinum, en
starfsnám í
þessum grein-
um er nýjung á
Íslandi sem
byggir á göml-
um merg iðn-
greina prent-
iðnaðarins.
Námstíminn er
þrjú námsár,
þar af fjórar annir í skóla og tólf
mánaða starfsþjálfun á vinnustað.
Skólanámið skiptist í 58 eininga
sameiginlegt grunnnám og tutt-
ugu eininga sérnám. Með próf af
upplýsinga- og fjölmiðlabraut,
sem þreytt er við lok sérnáms í
skóla, getur nemandi farið í
starfsþjálfun hjá viðurkenndu
fyrirtæki og lokið starfsnámi á
sínu sérsviði eða haldið áfram
skólanámi á framhaldsskólastigi,
t.d. til stúdentsprófs (u.þ.b. tvö ár)
eða lokaprófs í margmiðlun á list-
námsbraut (u.þ.b. eitt ár). Að lok-
inni starfsþjálfun gangast nem-
endur í löggiltum iðngreinum
undir sveinspróf í viðkomandi iðn
eða fagpróf. Menntamálaráðu-
neytið hefur gefið út námskrá í
upplýsinga- og fjölmiðlatækni,
sbr. námskrárvef menntamála-
ráðuneytis.
Kristján Ari Arason (krisara-
@ismennt.is) kennari er verkefn-
isstjóri þessa og samkvæmt upp-
lýsingum frá honum verður til að
byrja með stefnt að því að tvö sér-
svið verði kennd í Borgarholts-
skóla; fjölmiðlatækni og veftækni.
Í fjölmiðlatækni er lögð áhersla á
margmiðlun, textaframsetningu
og tæknilega úrvinnslu fjölmiðla-
efnis.
Í veftækni er hins vegar lögð
áhersla á heildræna hönnun fyrir
Netið og vinnu við þróun og við-
hald vefja. Þrjátíu og fimm nem-
endur alls hófu nám á brautinni
nú í haust og gert er ráð fyrir að
nemendahópurinn verði um sjötíu
næsta haust.
Fjölmiðlatækni
Fjölmiðlatæknir er fagmaður á
sviði fjölmiðlatækni. Hann vinnur
meðal annars á framleiðslu-
deildum ljósvakamiðla, dag-
skrárdeildum, dagblöðum, tíma-
ritum, ritstjórnum, fréttastofum,
auglýsingastofum, upplýs-
ingadeildum fyrirtækja, net-
miðlum og víðar þar sem þörf er á
sérhæfðri þekkingu á tæknium-
gjörð við fjölmiðlun. Fjölmiðla-
tæknir vinnur með sérfræðingum
á fjölmiðlum, sér um uppsetningu
og frágang á tækjum og vinnur
við frágang og úrvinnslu efnis
fyrir birtingu og við útsendingu.
Hann getur unnið þverfaglega
með blaðamönnum, fréttamönn-
um, dagskrárgerðarfólki, dag-
skrárgerðarframleiðendum
(pródúsentum), tökumönnum,
tæknistjórum, klippurum, al-
mannatenglum, auglýsingateikn-
urum, grafískum hönnuðum, vef-
smiðum og öðrum fagmönnum á
sviði fjölmiðlunar og upplýsinga-
tækni.
Veftækni
Veftæknir er fagmaður á sviði
vefmiðlunar. Hann getur unnið
þjónustustörf innan fyrirtækja og
stofnana sem snúa að vefnum og
vefmiðlun. Hann sér um skipulag
vefja og þjónustu þeirra.
Hjá stærri fyrirtækjum er vef-
tæknir innanbúðarsérfræðingur á
sviði vefmiðlunar, hann skipu-
leggur vinnu með sérfræðingum
við að meta þörf á vefmiðlun fyrir
fyrirtækið, hann kemur til með að
eiga þátt í stefnumótun og áætl-
anagerð og hann á þátt í að skipu-
leggja flóknari forritunarvinnu
við stærri vefi fyrir hönd sinna
fyrirtækja. Hann vinnur að skipu-
lagi smærri vefja og hann getur
hannað útlit þeirra og virkni.
Hann mun einnig sjá um daglegt
viðhald vefjanna, vinna efni fyrir
þá, vista efnið á vefnum og kynna
vefinn og efni hans á Netinu.
Listnámsbraut
Í Borgarholtsskóla hefur list-
námsbraut einnig verið starfrækt
nú um tveggja ára skeið á sviði
margmiðlunar. Námið á brautinni
er á sama sviði og á hinum nýju
brautum þótt áherslur séu aðrar:
Upplýsinga- og fjölmiðlabrautin
er starfsmiðuð en í margmiðl-
unarhönnun er lögð áhersla á
undirbúning fyrir frekara nám í
háskóla eða listaháskóla á þessu
sviði.
Upplýsinga- og fjölmiðlatækni