Morgunblaðið - 30.08.2002, Page 35

Morgunblaðið - 30.08.2002, Page 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 35 ✝ Margrét Péturs-dóttir frá Varma- dal í Vestmannaeyj- um fæddist í Vallanesi á Héraði 3. maí 1911. Hún lést í Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Margrétar voru Stefanía Una Stefánsdóttir, f. 25.1. 1882, d. 17.11. 1950, og Pétur Pétursson, f. 13.11. 1874, d. 19.3. 1937. Systkini Mar- grétar eru: Sigur- björg, f. 14.2. 1902, látin, Jón, f. 5.3. 1903, látinn, Ragnheiður, f. 9.8. 1904, látin, Sigurður, f. 22.12. 1905, látinn, Sigríður, f. 13.1. 1907, látin, Eva, f. 22.10. 1908, Sveinbjörg, f. 11.5. 1912, látin, Þorgerður, f. 2.8. 1913, látin, Stefán, f. 13.11. 1915, látinn, Guðný, f. 31.7. 1917, Ragna, f. 1919, dó 1 árs, og María, f. 8.11. 1923. Tveir drengir dóu í fæðingu, 1910 og 1921. Margrét giftist 26.9. 1942 Valdimar Sveinssyni frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. Dætur Þorgeirs eru Lára, f. 1932, og Gerða, f. 1943. Margrét var sett í fóstur 3ja vikna gömul og var í fóstri á ýms- um bæjum í Skriðdal og Breiðdal til níu ára aldurs er hún flutti til foreldra sinna á Norðfirði. Mar- grét gekk í Barnaskóla Norðfjarð- ar frá 10–14 ára aldurs. Unglingur fer hún að heiman til Reykjavíkur þar sem hún gerðist vinnukona. Til Vestmannaeyja flytur hún í janúar 1934, þá trúlofuð Valdimari og hófu þau sinn búskap fljótlega í Varmadal við Skólaveg. Þar átti hún lengst af heimili upp frá því. Eftir að Margrét varð ekkja fór hún að vinna í fiskvinnu, fyrst hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og síðar í Fiskiðjunni hf. Þrjú sumur, 1956, ’57 og ’58, er hún kokkur á sumarsíldveiðum á mb. Frigg og mb. Sindra. Síðan er hún í Fiskiðj- unni allt fram til eldgossins í Vest- mannaeyjum 1973. Margrét fluttist frá Eyjum eins og aðrir vegna eld- gossins og bjó þá í Garðinum og vann þá í fiskvinnu í Kothúsum. Ár- ið 1981 flytur hún aftur til Eyja og bjó þá fyrst í íbúðum aldraðra í Eyjahrauni en nú síðustu árin á dvalarheimili aldraðra á Hraun- búðum. Útför Margrétar verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 16. 18.6. 1905, d. 27.1. 1947. Börn þeirra eru: 1) Sveinn, f. 11.8. 1934, maki Arnlaug Lára Þorgeirsdóttir, f. 10.8. 1932, dætur þeirra eru Guðfinna og Margrét. 2) Esther, f. 10.12. 1938, maki Guðni Grímsson, f. 13.11. 1934, synir þeirra eru Valdimar, Grímur, Guðni Ingvar og Berg- ur. 3) Stefán Pétur, f. 20.6. 1942, maki Anna Sigfúsdóttir, f. 27.10. 1945, börn þeirra eru Margrét, Sigfús Pétur og Valdimar Helgi. 4) Sigríður, f. 31.1. 1945, maki Sveinn Óskar Ólafsson, f. 7.2. 1944, börn þeirra eru Ólafur Geir, Valdimar, Markús og Sigurður Óskar. 5) Arnór Páll, f. 30.6. 1946, maki Svanhildur Eiríksdóttir, f. 14.5. 1947, börn þeirra eru Eiríkur, Valgeir, Ingunn og Arnór. Tveir drengir dóu ungir, 1932 og 1936. Margrét giftist aftur 1959 Þorgeiri Jóelssyni frá Sælundi í Vestmanna- eyjum, f. 15.6. 1903, d. 13.2. 1984. Nú er mér ljóst, hvað átt ég hefi best hver unni mér og hjálpaði mér mest sem stríddi, svo ég fengi frið og fúsast veitti mér í þrautum lið. Þér þakka ég, móðir, fyrir trú og tryggð á traustum grunni var þín hugsun byggð þú stríddir vel, uns stríðið endað var og starf þitt vott um mannkærleika bar. Það var engin, engin nema þú elsku móðir glöggt ég sé það nú. Nú sé ég fyrst, að vinafár ég er, því enginn móðurelsku til mín ber. Hvíl þig móðir, hvíl þig, þú varst þreytt þinni hvíld ei raskar framar neitt á þína gröf um ókomin ár ótal munu falla þakkar tár. (Jóhann M. Bjarnason.) Kveðja börnin þín. Kveðja til tengdamóður okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Með þessum ljóðlínum viljum við kveðja þig elsku tengdamamma og þakka þér samfylgdina. Við munum hittast aftur. Við biðjum góðan Guð að gefa börnum hennar og ástvinum styrk í sorg þeirra og söknuði. Blessuð sé minning Margrétar. Lára, Anna og Svanhildur. Elskulegasta amma. Þá er kveðjustundin runnin upp. Þó að söknuðurinn sé sár er þakklæti og gleði í huga okkar fyrir að hafa fengið að njóta samveru þinnar í öll þessi ár. Hún amma var orðin 91 árs og líf hennar ekki alltaf dans á rósum. Hún var stórbrotin og skemmtileg kona sem gustaði um. Fólk hérna í Eyjum þekkti hana sem Möggu í Varmadal, en þar bjuggu hún og Valdimar afi allan sinn búskap og börnin urðu fimm. Einnig bjuggu þar Elli bróðir afa og Eva kona hans með sín sjö börn. Þegar amma varð ekkja aðeins 36 ára gömul, með börnin á aldrinum 7 mánaða til 13 ára, varð það henni til happs, að hennar sögn, að Svenni, sem er elstur barna hennar, fór að vinna eftir fermingu. Síðan þegar hún fór sjálf að vinna var það Eva sem hjálpaði henni með börnin, „mín bjargarhella“, eins og amma sagði. Amma þurfti upp frá þessu að vinna mikið og fór meira að segja á sjó þrjú sumur, þannig gat hún verið heima með börnunum í fjóra mánuði á eftir. Um 69 ára aldur hætti hún að vinna. Ekki sat hún amma auðum höndum þó að hún væri hætt að vinna úti, því prjónað, saumað og málað var af miklu kappi. Allir hennar afkom- endur eiga falleg verk eftir hana. Afkomendur hennar eru nú orðnir 48, 5 börn, 17 barnabörn, 25 lang- ömmubörn og ein langalangömmu- stelpa. Elsku amma, þrátt fyrir háan ald- ur fylgdist þú vel með öllum þínum afkomendum og við vitum að þín verður sárt saknað um jól, áramót og á öðrum hátíðum og í veislum hjá fjölskyldunni. Við sitjum hér systurnar og minn- umst liðinna gleðistunda. Við litlar stelpur í göngutúr með dúkkuvagn- ana á leið til þín og afa Þorgeirs upp á Stuðlaberg og oft biðu okkar þar heimsins bestu pönnukökur. Við minnumst jólanna á Stuðlabergi, öll fjölskyldan samankomin og þú með stóru hvítu pífusvuntuna að hita súkkulaði. Ekki má gleyma að minn- ast á ferðalögin sem við fórum í með ykkur afa, pabba og mömmu. Eftir að þú hættir að vinna urðu ferðalögin fleiri jafnt innan- sem utanlands. Alltaf var jafn gaman að hitta þig þegar þú komst aftur heim og við fengum að heyra ferðasögurnar. Þá upplifðum við ferðina með þér, því frásagnir þínar voru bæði lifandi og skemmtilegar. Minningarnar eru svo margar að þær væru efni í heila bók. Elsku amma, þú varst uppspretta sagna. Þú ert hlekkur okkar við for- tíðina. Þú sást, heyrðir og snertir margt sem var horfið áður en pabbi og mamma urðu til, hvað þá við. Þú ert úr heimi sem eitt sinn var – en var þér jafn eðlilegur og þessi er okkur. Þú færðir okkur líf þitt af gjöf. Við munum varðveita það, svo að við get- um gefið það börnum okkar og þau aftur sínum börnum. Þakka þér fyrir að láta okkur öll finna að við höfum sérstöku hlutverki að gegna í lífinu. Takk fyrir að vera amma okkar. Þínar Guðfinna og Margrét Sveinsdætur. Elsku amma, nú komið er að kveðjustund og kveðjum við þig með söknuði. Minningarnar um þig geym- um við alla tíð. Og það er margt sem þakka ber við þessa kveðjustund. Fjör og kraftur fylgdi þér, þín fríska, glaða lund. Mæt og góð þín minning er og mildar djúpa und. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Eiríkur, Valgeir, Ingunn og Arnór. Elsku langamma. Við getum ekki trúað því að þú sért farin. Það eru ófá orð sem koma upp í huga okkar þegar við hugsum til þín og öll eru þau fal- leg. Við minnumst þín sem glæsilegr- ar, skemmtilegrar konu sem var alltaf glöð í bragði. Konu sem var bein í baki, tignarleg og bar aldurinn svo vel. Bros þitt og hlátur er okkur svo minnisstætt því að þegar þú brostir birti yfir öllu andlitinu, fallegasta bros sem við höfum séð og mun aldrei gleymast. Þú varst alltaf glöð og hress, með kímni í augum. Það eru alger forréttindi að hafa fengið að kynnast þér og við erum svo heppin að hafa þekkt þig og getað haft þig svona lengi hjá okkur, þó svo að við vildum hafa þig lengur. Okkar helstu minningar úr æsku eru þegar við fórum í heimsókn til þín á Elló, fengum nammi, fiktuðum og grömsuðum í öllu dótinu hjá þér. Það var eins og við hefðum fundið nýtt dót í hverri heimsókn. Og ekki er hægt að gleyma frásögnum þínum af þessari merkilegu ævi, því sannarlega lifðirðu tímana tvenna. Ef við myndum leggja okkur öll fram gætum við ekki afrek- að helminginn af því sem þú hefur gert.Við söknum þín ógurlega og von- um að þessi tvö erindi úr ljóði eftir Vilhjálm frá Skáholti geti lýst söknuði okkar: Hið tæra ljóð, það óx þér innst við hjarta, sem ástin hrein það barst í sál mér inn. Og nú, þótt dauðinn signi svip þinn bjarta, þú syngur ennþá gleði í huga minn. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls hins góða. Ég bið minn guð að vaka yfir þér. Þú varst alltaf með handavinnuna á lofti og kom þar hvert meistaraverkið á fætur öðru, og eiga flestir ef ekki all- ir í fjölskyldunni verk eftir þig. Við munum alltaf geyma viskuorð þín, andlit þitt og bros í hjörtum okk- ar, elsku langamma. Við munum hitt- ast á ný og þá getum við faðmað þig, kysst og fundið lyktina af þér, en þetta er allt það sem við söknum nú þegar. Við munum ávallt elska þig og virða. Við biðjum Guð okkar að vaka yfir þér. Sveinn, Borgþór, Lára Dögg, Íris Dögg og Arnar Sveinn. Elsku langalangamma. Stutt voru kynni okkar en einstaklega skemmti- leg. Mér þótti svo ofsalega vænt um það að þú gast komið í eins árs afmæl- ið mitt um daginn. Þótt ég sé lítil og muni ekki, þá veit ég að pabbi á eftir að segja mér frá þér seinna. Þín Guðfinna Dís. MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR 9  +( #%    %       &( > , . ./ #( &"(/    %!%9%#'(# 9%#$5&% "%9%#$5&%  %!%$5&%+ 7 %  +       +%   % )       #)#      &(   (    ( )  ,* ) 9.  %!'/ !6F,  %%&+ %$ '-5%/ '$5&% !#&-5%($$''(# *5/##,1%!%$5&% %%;-5%($$'$5&% )%&'2%-5%($$'$5&% -5%!%01#''(# & $%,% -5%($$'$5&% *5/##*5/##''(# ( #""2%#+ 9    %  )       &( *  25#$ ?%G %!'/(%#& %0!%$ +(  & # *   "   %  ( +%  % (  #  % +  : % /( % $% + '(# %$ '+ !#$5&% *5# # $5&% )%&' # $5&% 9%#& !0&##''(#  &+ '(# 5'+)%&'1#'$5&% *5#+ '(# 5%)+)%&'&#'$5&% ##+ $5&% ##%! 2%#''(# 5 &+ $5&% %#E5% +,#$& ''(#  &>+ '(# & $%,+*5#'$5&%      2%#2%#(2%#2%#2%#+ var oftast farið í sunnudagsheim- sókn til ykkar ömmu, og alltaf var eitthvert góðgæti á borðum. Við fór- um ekki svöng heim. Því miður hefur þessum heimsóknum fækkað eftir því sem við urðum eldri og þykir mér það miður, en það var alltaf jafn gott að koma til ykkar og alltaf varst þú jafn glaður að sjá okkur. Þér leist nú ekkert á það þegar ég ákvað að flytj- ast til Spánar og setjast á skólabekk, skildir ekkert í þessari vitleysu í mér. Ég man að þú sagðir við mig að við myndum nú líklega ekki hittast aftur. Sem betur fer hafðir þú rangt fyrir þér. Í minningunni hefur mér alltaf fundist þú svolítill grallari. Í seinni tíð varstu alltaf að bralla eitthvað sem þú áttir alls ekki að vera að gera þar sem líkaminn hafði einfaldlega ekki orku í það. Einhvern tímann norður í Hvammi fannst þér að það þyrfti alveg nauðsynlega að þvo bíl- inn þinn, svo þú röltir þér bara út og gerðir það. Auðvitað varstu svo al- veg uppgefinn eftir það. Og í annað skipti þurfti að slá í kringum bústað- inn og að sjálfsögðu gerðirðu það bara sjálfur, með orfi og ljá. Afi, það er löngu búið að finna upp sláttuvél- ina! En svona varstu, þrjóskur og vildir gera allt sjálfur. Fannst alveg ómögulegt að sitja og horfa á hina vinna, því þó svo að líkaminn væri búinn þá var hugurinn á sínum stað. En svo var heyrnin líka eignlega að gefast upp, en að þú fengir þér heyrnartæki kom nú ekki til greina. Enda er ég nokkuð viss um að ná- grannarnir hafi ekkert þurft að vera með sjónvarp eða útvarp hjá sér, hann Einar í næstu íbúð er með kveikt hjá sér. Reyndar skilst mér að þú hafir nú reynt einu sinni að nota heyrnartæki, en ekki líkað við þau svo það var ekkert rætt meir. Allt eru þetta góðar minningar um þig, afi minn, sem ég mun geyma vel og lengi. Nú þegar þú ert farinn þá sé ég þig fyrir mér, sitjandi á skýi með stóra hvíta vængi, brosandi út að eyrum, sem í minningunni eru pínu- lítið útstæð og með svolítinn grall- arasvip. Þú situr með Völlu og Jóni og Mumma frænda og fylgist með okkur þar sem við rifjum upp minn- ingar um ykkur og segjum langafa börnunum þínum grallarasögur af þér. Ég veit að þér líður vel núna. Þú hleypur um, þrífur bílinn þinn og slærð grasið eins og þig lystir, og út- varpið er í eðlilegri tónhæð. Með söknuð í hjarta og tár á kinn, kveð ég þig, elsku afi minn. Þín dótturdóttir, Sigríður Harpa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.