Morgunblaðið - 30.08.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 30.08.2002, Síða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 39 OPNA heimsmeistaramótinu í brids lýkur í Montreal í Kanada um helgina með úrslitum í tvímenningi, bæði í kvenna- og opnum flokki. Lokið er keppni í helstu flokkum sveitakeppni og þar bar helst til tíð- inda frá íslenskum sjónarhóli, að Hjördís Eyþórsdóttir spilaði til úr- slita um McConnell-bikarinn í sveitakeppni kvenna ásamt banda- rískum sveitarfélögum. Sveit Hjördísar tapaði leiknum fyrir annarri bandarískri sveit en í báðum þessum sveitum spiluðu sterkustu spilakonur Bandaríkj- anna. Í sigursveitinni spiluðu Kerri Sanborn, Jill Meyers, Randi Montin, Irina Levitina, Lynn Deas og Beth Palmer en í sveit með Hjördísi spiluðu Judi Radin, Shawn Quinn, Mildred Breed, Rozanne Pollack og Valerie Westheimer. Allar hafa þessar konur, nema Hjördís, spilað í bandarískum landsliðum og flestar unnið heimsmeistaratitla í brids. Hjördís spilaði hins vegar í íslenska landsliðinu áður en hún flutti til Bandaríkjanna þar sem hún er nú atvinnuspilari. Þá urðu spilarar, sem með réttu má kalla Íslandsvini, heimsmeistar- ar í öldungaflokki, 50 ára og eldri, í vikunni. Þetta voru Kanadamenn- irnir George Mittelman og Boris Baran, sem báðir hafa oft spilað hér á landi á Bridshátíð. Mittelman hef- ur áður unnið heimsmeistaratitil en fyrir réttum 20 árum varð hann fyrsti heimsmeistarinn í parakeppni. Með Mittelman og Baran spiluðu Diana Holt, Ed Schulte og Joe Godefrin. Sveitin spilaði til úrslita við bandaríska sveit, skipaða Chris Larsen, Joe Kivel, Gene Freed, Nels Erikson, Lew Finkel og Bernie Mill- er. Öruggur sigur Ítala Þá vann ítalska sveitin Lavazza Rosenblum-bikarinn í sveitakeppni þegar hún lagði sveit frá Indónesíu í úrslitaleik á miðvikudag. Ítalska sveitin hafði yfirburði í úrslitaleikn- um og vann með 160 stigum gegn 70. Í ítölsku sveitinni spiluðu Giorgio Duboin, Norberto Bocchi, Lorenzo Lauria, Maria Teresa Lavazza, Alf- redo Versace og Guido Ferraro. Ítal- ir eru núverandi ólympíumeistarar og Evrópumeistarar í sveitakeppni og virðast þessir spilarar vera verð- ugir arftakar Bláu sveitarinnar margfrægu. Í sveit Indónesíu spiluðu Eddie Manoppo, Henky La- sut, Frankie Karwur, Denny Sacul, Taufik Asbi og Robert Parasian Tobing. Úrslitaleikurinn um Rosenblum- bikarinn var ekki sérlega vel spilað- ur en það var í raun aldrei vafi á hvorum megin sigurinn myndi lenda. Ítalirnir virtust á stundum geta töfrað stig úr nánast engu, til dæmis í þessu spili. Suður gefur, NS á hættu. Norður ♠ D8654 ♥ G86 ♦ 85 ♣G107 Vestur Austur ♠ KG ♠ 10932 ♥ Á7543 ♥ 10 ♦ ÁD6 ♦ G97432 ♣K82 ♣53 Suður ♠ Á7 ♥ KD92 ♦ K10 ♣ÁD964 Þegar litið er á öll spilin sést að AV geta unnið 5 tígla. En niðurstað- an varð sú við bæði borð að suður varð sagnhafi í bút. Við annað borðið spilaði Alfredo Versace 1 grand eftir að vestur sýndi sterk spil með hjartalit en eftir hjartaútspil frá vestri fékk Versace 9 slagi, 150 til Ítalíu. Við hitt borðið opnaði Franky Karwur á sterku laufi og sýndi síðan 16-18 punkta og jafnskipta hönd. Norður yfirfærði í 2 spaða sem varð lokasamningurinn. Bocchi í vestur hafði skotið inn 1 hjarta í sögnum og hann spilaði út hjartaás og síðan hjartasjöu sem Duboin í austur trompaði. Hann hlýddi síðan hliðarkallinu með því að skipta í tígulníu og kallaði þar með í hjarta. Suður stakk upp kóng og Bocchi drap með ás og spilaði nú hjartafimmu sem austur trompaði. Duboin spilaði meiri tígli á drottn- ingu vesturs sem spilaði enn hjarta. Sagnhafi henti laufi í borði og Dubo- in trompaði með níunni. Hann skipti nú í lauf, sagnhafi lét lítið og kóngur vesturs átti slaginn. Enn spilaði Bocchi hjarta, sagnhafi henti enn laufi í borði og einnig heima þegar Duboin trompaði með tíunni. Vörnin hafði nú fengið fyrstu átta slagina, þar af austur helming- inn á tromp, og vestur átti einn slag vísan á spaðakóng. 4 niður, 400 til Ítalíu og 11 impar. Ítalskir Pólverjar Í undanúrslitum í opnum flokki unnu Ítalarnir sænska sveit undir stjórn Peters Fredins, og Indónesar unnu pólska sveit undir stjórn Ítal- ans Leandros Burgays. Sveitarfé- lagar hans í Montreal voru ekki af verri endanum: pólsku landsliðs- mennirnir Adam Zmudzinski, Cec- ary Balicki, Michel Kwecien og Jac- ec Pszczola. Í þessu spili, sem kom upp í byrj- un undanúrslitanna, ákvað Balicki að kanna taugastyrk andstæðinga sinna: Vestur gefur, NS á hættu. Norður ♠ Á873 ♥ 8732 ♦ G42 ♣62 Vestur Austur ♠ D10964 ♠ KG2 ♥ Á1054 ♥ KDG ♦ K ♦ D97652 ♣1083 ♣G Suður ♠ 5 ♥ 96 ♦ Á108 ♣ÁKD9754 Við bæði borð opnaði austur á 1 tígli eftir pöss frá vestri og norðri. Án efa myndu margir keppnisspil- arar einfaldlega stökkva í 3 grönd með suðurspilin og eins og sést vinnst sá samningur auðveldlega. En í leiknum ákváðu suðurspilararn- ir að fara sér hægt og sagnir gengu lengi vel eins við bæði borð: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 tígull 2 lauf dobl pass 2 tíglar 2 grönd pass 3 grönd Nú skildu leiðir. Við annað borðið passaði Eddy Manoppo með austur- spilin, allir aðrir sögðu pass og Pszczola í suður tók 9 slagi. En við hitt borðið hafði Franky Karwur tekið sér góðan tíma áður en hann lyfti í 3 grönd og Balicki ákvað að dobla þá sögn með austurspilin. Nú var spurning hvort Karwur væri maður eða mús. Á endanum herti hann upp hugann, vonaði að ásinn hans dygði og passaði, Danny Sacul fékk sömu 9 slagina og við hitt borð- in en græddi 4 impa. Í leik um þriðja sætið á mótinu unnu Pólverjarnir síðan Svía. Ítalir unnu Rosenblum-bikarinn á opna heimsmeistaramótinu í brids í Montreal Hjördís spilaði til úrslita á HM í kvennaflokki Guðm. Sv. Hermannsson Heimsmeistarar Ítala fagna sigri á Indónesum. BRIDS Montreal OPNA HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Í BRIDS Haldið dagana 16.–31. ágúst. GÓÐ veiði hefur verið í Flekkudalsá á Skarðsströnd í sumar og er síðasta holl lauk veiðum voru komnir 189 laxar á land og er áin komin vel yfir veiðitölu síðasta sumars. Síðasta holl, sem að mestu var skipað veiði- mönnum sem þekktu ána lítið, veiddi 13 laxa, sem er tveggja daga veiði á þrjár stangir. Hollið á undan var með 17 laxa. Martin Bell, kvikmyndatökumað- ur frá New York, var í ánni með nokkrum íslenskum vinum sínum í síðasta holli og hann veiddi sína fyrstu laxa, náði þremur löxum síð- asta morguninn, þar af einum 11,5 punda sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Stórlaxinn tók Snældu ofan í kok í hávaðaroki og hryssingi. Áður voru komnir nokkrir 10 punda. Menn hafa þó séð nokkra laxa sem eru klárlega stærri, en þeir hafa ekki tekið. Laxá bætir sig tæplega Þokkalega gengur í Laxá í Dölum, en að sögn Gylfa Ingasonar kokks í veiðihúsinu þarf áin að gefa að jafn- aði 10 laxa á dag það sem eftir lifir veiðitímans til að ná 900 löxunum sem veiddust í fyrra. Að sögn Gylfa í gærdag voru þá komnir 613 laxar á land og holl að fara úr ánni með að- eins 20 laxa. Næsta holl á undan var með tæpa 40, þar á undan var holl með 97 laxa, en hollið þar á undan var ormahollið og má heita að það hafi beðið skipbrot því aðeins 43 lax- ar veiddust þá að sögn Gylfa. Sagði Gylfi að karlarnir í maðkahollinu hefðu hreppt slæm skilyrði, þurrka og vatnsleysi. Hörkuvertíð í Veiðivötnum Veiði er lokið í Veiðivötnum á Landmannaafrétti og var vertíðin afar gjöful. Reyndar er enn veitt, því netamenn veiða eitthvað fram í sept- ember og fer einhver stangaveiði fram samhliða. Það er veiði sam- kvæmt hefðbundinni veiðileyfasölu sem er lokið og veiddust samkvæmt Veiðivatnavef Arnar Óskarssonar 11.889 silungar, 10.494 urriðar og 1.395 bleikjur. Til samanburðar veiddust árið 2000 12.788 fiskar, en metið var 1977 er 18.885 fiskar voru dregnir á þurrt. Það ár var þó sér- stakt að því leyti að rúmlega 80% aflans voru smáurriðar veiddir í Stóra Fossvatni. Veiðin bæði í ár og síðustu sumur byggist hins vegar á miklum mun meira af vænni fiski og mun meðalþyngd aflans vera nærri 2 pundum. 11,6 punda urriði veidd- ist í Hraunvötnum og 10 punda urr- iði kom úr Litlasjó. 8 punda urriðar veiddust og í Litla Breiðavatni, Pyttlum, Grænavatni og Ónefnda- vatni. Langmest var veiðin í Litlasjó, eða 4.721 fiskur. Næst var Skyggnis- vatn með 1.308 fiska, en þar af voru 747 bleikjur. Samkvæmt töflu Arnar er aðeins eitt vatn í klasanum hreint bleikjuvatn, Tjaldvatn, en þar veidd- ust 103 bleikjur og enginn urriði. Morgunblaðið/Einar Falur Martin Bell, kvikmyndagerðar- maður frá New York, með ellefu og hálfs punds hrygnu sem tók Snældutúpu í Jónsbakkahyl Flekkudalsár. Líflegt í Flekkunni ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? HAUSTNÁMSKRÁ Endurmennt- unar HÍ er komin út og er verið að bera hana í hús til 33.000 viðtakenda um allt land. Hátt í þrjú hundruð námskeið eru í boði á meira en þrjá- tíu fræðasviðum, enda er námskráin afrakstur af fjölþættu samstarfi við fagfélög, fyrirtæki, menningarstofn- anir, frjáls félagasamtök, kennara og viðskiptavini. Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur nú bæst í hóp þeirra stéttarfélaga sem standa að Endurmenntun HÍ en sex fagfélög háskólafólks eiga nú fulltrúa í stjórn stofnunarinnar. Í fréttatilkynningu segir: „Vegna fjölþættra tengsla við atvinnulífið liggur mikið þróunarstarf á bak við hverja námskrá og er hún óvenju fjölbreytt að þessu sinni. Hæst ber nýjar námsbrautir sem stunda má samhliða starfi, s.s. nám í sálgæslu, sem boðið er upp á í samstarfi við guðfræðideild HÍ, og heildstætt nám í verkefnastjórnun. Þá stendur hjúkrunarfræðingum nú til boða að ljúka endurmenntunarnámskeiðum sem meta má til eininga í meist- aranámi og MBA-nám er að fara af stað í annað sinn í samstarfi við við- skipta- og hagfræðideild HÍ og hefja 48 nemendur nám að þessu sinni. Kvöldnámskeið Endurmenntunar fyrir almenning njóta alltaf jafnmik- illa vinsælda og eru óvenjumörg námskeið í boði að þessu sinni eða á þriðja tuginn. Jón Böðvarsson tekur á haustmánuðum fyrir Brennu- Njáls sögu og einnig Þingeyingasög- ur og Magnús Jónsson verður með framhaldsnámskeið í Sturlungu. Af öðrum viðfangsefnum á menningar- sviði má nefna lifandi námskeið um óperuna Rakarann í Sevilla eftir Rossini, sem sett verður upp í Ís- lensku óperunni á haustmánuðum, námskeið og vettvangsferð til Þing- valla þar sem Páll Hersteinsson pró- fessor og Sigurður S. Snorrason, dósent við HÍ, fjalla um einstæða náttúru og sögu þessa svæðis og Magnús T. Bernharðsson, dr. í sögu Mið-Austurlanda, ætlar á fjögurra kvölda námskeiði að fræða fólk um sögu og menningu palestínsku þjóð- arinnar. Hann fær til liðs við sig tvo aðra sérfræðinga frá Hofstra-há- skólanum í Bandaríkjunum. Þeir sem huga á ferð til Kúbu eiga líka kost á undirbúningi á skemmtilegu námskeiði þar sem ýmsir sérfræð- ingar í menningarsögu Kúbverja fjalla um tónlist, bókmenntir og danshefðir eyjaskeggja. Þá er mikið úrval af sérhæfðari fræðslu fyrir fagfólk, s.s. skemmri námskeið fyrir lögfræðinga, verk- fræðinga og fólk í fjármála- og hug- búnaðargeiranum. Einnig er fjöl- breytt framboð af námskeiðum fyrir fólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu og í uppeldisstörfum. Tekið hefur verið upp samstarf við IMG til að auka fræðsluframboð fyrir stjórn- endur og er hátt á fjórða tug slíkra stjórnunarnámskeiða í boði. Skólaárið hjá Endurmenntun HÍ hefst nú fyrr en áður og er vakin at- hygli á að fjölmörg starfstengd námskeið eru haldin strax í sept- ember.“ Námskrá Endurmenntunar er komin á Netið, www.endurmenntun- .is, og þar er hægt að skrá sig. Haustnámskrá Endur- menntunar HÍ er komin út Nýtt nám með starfi, meistara- nám og fjölmörg skemmri nám- skeið FYRSTA Bláa lóns hlaupið fer fram laugardaginn 31. ágúst. Boðið verður upp á 6 og 12 km hlaup. Bláa lóns hlaupið er samvinnuverk- efni Bláa lónsins og Grindavíkurbæj- ar og er haldið í tilefni opnunar nýs vegar milli Grindavíkur og Bláa lóns- ins. Aðrir styrktaraðilar hlaupsins eru: Flugleiðir, Sparisjóður Keflavík- ur, Þingvallaleið og Vífilfell. Skráning hefst kl. 11:00 á bað- staðnum við Bláa lónið. Að skráningu lokinni verður þátttakendum ekið með Þingvallaleið til Grindavíkur þar sem hlaupið hefst kl. 13:00. Hlaupið endar á baðstaðnum við Bláa lónið þar sem öllum þátttakendum verður boðið í lónið. Allir þátttakendur fá verðlaunapening og boli. Þátttakend- ur fá einnig Powerade í boði Vífilfells, segir í fréttatilkynningu. Keppt verður í 6 og 12 km vega- lengdum í karla- og kvennaflokki og verða verðlaun veitt fyrir fyrsta, ann- að og þriðja sæti. Aðalverðlaun í hlaupinu eru útdráttarverðlaun sem eru ferð fyrir tvo að eigin vali til ein- hvers áfangastaðar Flugleiða í Evr- ópu. Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir full- orðna og kr. 500 fyrir börn. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 420 880 og á netfanginu lagoon@bluelagon.is. Bláa lóns hlaupið á laugardag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.