Morgunblaðið - 30.08.2002, Page 40

Morgunblaðið - 30.08.2002, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á KJALARNESI er vindasamt í norðanátt en með uppgræðslu skóg- ar má draga úr vindi og gera landið byggilegra. Húshitunarkostnaður verður lægri þar sem skjólsamt er og einnig skapast meira umferðarör- yggi þar eð trjágróður skýlir fyrir sviptivindum . Árið 1956 var byrjað að rækta skóg í landi Mógilsár, en það voru nokkrir framsýnir bændur á Kjalarnesi sem tóku sig saman og stofnuðu Skógræktarfélag Kjalar- ness. Þessi skógarreitur er í dag mjög fallegur og sýnir vel að hægt er að rækta upp skóg þótt vindar blási. Rannsóknarstöðin á Mógilsá hefur plantað mikið í Esjuhlíðar og í dag er Skógurinn að Mógilsá orðin að eft- irsóttu útvistarsvæði Reykvíkinga með merktar gönguleiðir. Í dag, á árinu 2002, er einkennilegt að það sé látið viðgangast að sauðfé fái að valsa um hlíðar Esju og gera að engu margra áratuga vinnnu bæði áhuga- manna og fræðimanna. Undirrituð býr á Völlum, næstu jörð við Mógilsá, og hér hefur verið reynt að rækta upp skóg. Land Valla nær upp á topp Esjunnar en höfuð- borgargirðingin margumtalaða ligg- ur neðarlega í hlíðinni og eiga borg- aryfirvöld að halda henni við. Erfitt hefur reynst að fá starfsmenn borg- arinnar til að halda girðingunni fjár- heldri. Síðustu 3 árin hefur verið sagt að verið sé að girða af beitarhólf uppi á Mosfellsheiði og þangað eigi allt fé að fara og verið sé að samþykkja eða leggja fyrir nýjan búfjársamning. Þessu hefur verið trúað og fyrir 2 ár- um var farið að planta fyrir utan höf- uðborgargirðinguna vel að merkja inni á eignarlandi Valla. Ekki er ein planta lifandi sem við gróðursettum fyrir ofan girðingu. Vorið 2001 fengu bændur á Kjal- arnesi sent bréf frá borgaryfirvöld- um þar sem farið var fram á við bændur að halda sauðfé innan heima- girðingar þar sem hólfin væru að verða tilbúin. Daginn eftir var féð komið í Esjuhlíðar. Ekki er bara ver- ið að tala um lausafjárgöngu á afrétt því sauðfé valsar um á Esjumelum þar sem er sýsluvegur. Sauðfé geng- ur inn og útum hliðið á Völlum og ét- ur upp og eyðileggur plöntur sem eru innan girðingar. Haft hefur verið samband við bóndann sem á féð en þau svör feng- ist að landeigendur geti sjálfir rekið féð út. Reynst hefur erftitt að fá fjár- gæslumann borgarinnar til að sinna þessu. Skrifum og símtölum til borg- aryfirvalda hefur verið svarað með því að segja að búfjársamningur liggi fyrir til samþykktar. Þessi búfjár- samningur er búinn að vera til skoð- unar núna í nokkuð mörg ár og á meðan valsar sauðfé um eignarlönd og skemmir gróður. Hver skyldi vera ábyrgur fyrir þeim skemmdum? Eiga skógar- bændur að standa uppi með skað- ann? Að rækta upp landið kostar bæði penginga og vinnu. Þegar Reykjavík yfirtók Kjalarnes var sagt í samstarfssamningum að Kjalarnes yrði áfram landbúnaðar- hérað fyrir hefðbundinn landbúnað og skógarbýli En þar var ekki minnst á að réttur 2ja sauðfjárbænda ætti að vera meiri en réttur annarra bænda. Íbúaþing var haldið sl. vetur á Kjalarnesi sem borgin stóð fyrir, þar kom fram vilji íbúa Kjalarness um að stuðla að ræktun græna trefilsins, þar sem mikið skjól myndi skapast. Ályktun var send til borgaryfirvalda frá aðalfundi skógræktarfélags Kjal- arness í apríl um að lausafjárganga yrði bönnuð. Borgin hefur látið Skóg- ræktarfélagi Kjalarness í té vinnu- kraft fráVinnuskóla Reykjavíkur og hafa þau ungmenni verið dugleg við að planta út í Esjuhlíðum. Það hlýtur að vera sárt fyrir þessi ungmenni að sjá starf sitt eyðilagt með ágangi sauðfjárins. Skora ég á borgaryfirvöld að finna varanlega lausn á þessum málum þannig að hægt verði að halda áfram að mynda græna trefilinn og skapa vistvænna umhverfi. LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR, ábúandi á Völlum og formaður Skógræktarfélags Kjalarness. Að reyna að rækta skóg á Kjalarnesi Frá Lilju Guðmundsdóttur: UPP er komin umræða um gamlan draug er ég benti á fyrir nokkrum árum. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið og sendi með til sönnunar máli mínu bréf er Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir skrifaði og sendi út, hvatning- arbréf á bréfsefni Alþingis en á kostnað almennings. Eitt þessara bréfa lenti af tilviljun hjá konu minni en þetta var hvatning um að fjöl- menna í ferð krata um Snæfellsnes. Smáumræða varð um þetta mál þá en var svo af einhverjum ástæðum þögguð niður. Nú er komið upp sama tilfelli frá sama alþingismanni þar sem senda átti hundruð eða þús- undir bréfa til hvatningar fólki um að styðja alþingismanninn til fram- boðs á Alþingi. Og aftur átti að nota sömu aðferð; að senda þetta á kostn- að almennings. Hvernig samræmist það samvisku alþingismanna að vera sífellt að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir bruðl og gera svo slíkt sjálfur? Ásta Ragnheiður þarf ekkert að af- saka sjálfa sig með því að hún hafi ekki vitað þetta (vegna þess er ég hef áður sagt frá) og er það bara í lagi að borga eftir á tekið fé? Ef ég notaði hundruð þúsunda af fé al- mennings yrði mér umsvifalaust stungið í steininn, eða að minnsta kosti sektaður og kæmist þar með á sakaskrá. KARL ORMSSON, fv. deildarfulltrúi. Að sjá flísina í auga bróður síns Frá Karli Ormssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.