Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 42

Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Thule kemur og fer í dag. Taiko Maru no. 7, Kur- oshio Maru no. 11 og Agpa koma í dag. Mána- foss, Bjarni Sæmunds- son og Carr fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Vetrarstarfið er að hefjast eftir sum- arfrí. Vinnustofa byrjar mánud. 2. sept. Skrán- ing er hafin í eftirtalin námskeið: leikfimi, myndmennt, leirkera- smíði, postulín og ensku. Ef næg þátttaka fæst verður jóga á þriðju- og fimmtud. kl. 9, skráning í afgreiðslu. Boccia á mánu- og fimmtud. kl. 10. Verslunarferðir verða fyrsta miðvikud. hvers mánaðar, næsta ferð verður miðvikud. 4. sept. kl. 10. Bún- aðarbankinn kemur í miðstöðina tvisvar í mánuði, næst þriðjud. 3. sept. kl. 10.15. Söng- stund við píanóið. Sung- ið verður á þriðjud. kl. 14 og hefst þriðjud. 10. sept., skráning í af- greiðslu. Skráning í af- greiðslu og s. 562 2571. Árskógar 4. Púttvöll- urinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Verslunarferð annan hvern föstudag kl. 10– 11.30. Vetrastarfið hefst mánud. 2. sept. Uppl. í s. 568 5052. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 baðþjón- usta, hárgreiðslustofan opin kl. 9–17 alla daga nema mánudaga. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids og frjáls spilamenska kl. 13.30, pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Á morgun morgungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl 9.50. Olofsferð að Höfða- brekku 10.–13. sept., sækja þarf farseðlana í Hraunseli í dag kl. 13– 16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnud.: Dansleikur kl. 20. Þriðjud.: Skák hefst að nýju kl. 13. Opið hús hjá Félagi eldri borgara 7. sept. kl. 14–16 í Ásgarði. Kynning á starfi og markmiði félagsins. Réttarferð í Þverárrétt 15. september. Brottför frá Ásgarði kl. 12. Skráning á skrifstofu FEB. Skrifstofa félags- ins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Félagsstarfið Furugerði 1. Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, kl. 14, kynning á vetrardagskrá í salnum. Allir velkomnir. Minnt er á að vetrardagskrá byrjar 2. sept. Þann dag byrjar bókbandið. Leik- fimin verður á miðvikud. kl. 13 og á föstud. kl. 10. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, m.a. myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Gerðuberg, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a bútasaumur og fjöl- breytt föndur, kl. 10 boccia, frá hádegi spila- salur opinn, myndlist- arsýning Huga Jóhann- essonar stendur yfir, opið laugar- og sunnu- dag frá 13–16.30. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin kl. 9.30–16. Leikfimi hefst þriðjud. 3. sept., tveir hópar, annar kl. 9.05 og hinn kl. 9.55. Miðvikud. 4. sept. kl. 14– 17 verður kynning og skráning á væntanlegri starfsemi í Gullsmára, í vetur. Félag eldri borg- ara í Kópavogi kynnir fyrirhugaða starfsemi sína. Frístundahópurinn Hana-nú kynnir sína starfsemi, t.d. bridshóp- inn, veflistahópinn, jóga, leirlistahópinn, sönghóp- inn Gleðigjafana, pútt- hópinn, glerlistahópinn, einnig verður kynning og sýning á hlutum og munum sem unnið er með á hinum ýmsu nám- skeiðum. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið alla virka daga kl. 9–17. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–14 pútt. Hvassaleiti 56–58. . Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla kl. 10–11 boccia. Leirnámskeið hefst 5. september, skráning hjá Birnu í s. 568 6960. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 14.30–16 dans- að, kl.15 sýna nemendur Sigvalda dans, vöfflur með rjóma í kaffitím- anum. Miðvikud. 18. sept. kl. 13–16 byrjar fyrsti tréskurðartími vetrarins, skráning haf- in. Tvímenningur í brids verður á þriðjud. í vetur frá kl. 13–16.30. Stjórn- endur Bjarni Guð- mundsson og Guð- mundur Pálsson (einnig verður frjáls spila- mennska). Skráning í síma 562 7077. Allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 13.30 bingó. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Mánud. 2. sept. byrjar félagsstarfið á Hlaðhömrum kl. 13 og verður í vetur á mánu- og fimmtudögum í lok starfs á mánud. verður leikfimi kl. 16–16.30 Jógatímar verða tilk. síðar. Bókbands- námskeið byrjar laug- ard. 7. sept. og verður á laugard. kl. 10–12. Tré- skurðarnámskeið byrjar fimmtud. 5. sept. kl. 13. Námskeið í postulíns- málun byrjar 18. nóv. – 9. des. Bókavörður frá Bókasafninu í Mos. mætir á fimmtud. kl. 14 með bækur til útláns, boðið verður uppá bóka- spjall frá kl. 15–16 sama dag. Línudans, tveggja mán. námskeið byrjar laugard. 5. okt. kl. 11. Kór eldri borgara, Vor- boðar, verður með kór- æfingar á fimmtud. í Damos kl. 17–19, fyrsta æfing 5. sept. Nýir fé- lagar velkomnir í kórinn. Hægt er að panta hand- og fótsnyrtingu á Hlaðhömrum og einnig hársnyrtingu. Tekið á móti pöntunum í síma 566 8060. Skrán- ingar hjá Svanhildi í s. 586 8014 e.h. og 525 6714 f.h. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanesbæ byrjar vetrarstarfið 1. sept. Allir fastir liðir eins og síðasta vetur (stundaskrár liggja frammi í Félagsmið- stöðvunum Hvammi og Selinu), nema leikfimin sem verður á mánud. kl 10 og á fimmtud. kl. 11.15 í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Boðið verð- ur upp á eftirtalin nám- skeið ef næg þátttaka fæst. Útsaumsnámskeið, myndmennt (vatnslita- málun), útskurð- arnámskeið, tölvu- námskeið, spænsku- námskeið. Skráning í síma 861 2085, Jóhanna. Háteigskirkja, eldri borgarar. Púttvöllurinn opinn frá kl. 9–17. Kvenfélagið Fjallkon- urnar, farið verður í ferðalagið laugardaginn 31. ágúst. Mæting stundvíslega kl. 9 við Fellaskóla. Í dag er föstudagur 30. ágúst, 242. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. (Kor. 16, 13–14.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 er leyft, 8 svæfill, 9 starfið, 10 gerist oft, 11 silungur, 13 koma í veg fyrir, 15 gaffals, 18 vinn- ingur, 21 glöð, 22 velta, 23 þátttaka, 24 íslenskur foss. LÓÐRÉTT: 2 bál, 3 digra, 4 sorg- mædda, 5 steinar, 6 ryk, 7 elska, 12 kvendýr, 14 feyskja, 15 gamall, 16 suða, 17 fiskur, 18 vinna, 19 spjóts, 20 málrómur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skuld, 4 þokki, 7 játar, 8 örðum, 9 tóm, 11 lend, 13 álar, 14 úrill, 15 fann, 17 lost, 20 snæ, 22 gisin, 23 tem- ur, 24 raust, 25 aðrar. Lóðrétt: 1 skjal, 2 urtan, 3 durt, 4 þröm, 5 kaðal, 6 ilmur, 10 Óðinn, 12 dún, 13 áll, 15 fagur, 16 nísku, 18 ormur, 19 tærar, 20 snót, 21 ætla. Á ÖRORKUSKÍRTEINI mínu stendur að ég sé 75% öryrki ævilangt, en þegar ég náði 67 ára aldri var ég látin á ellilífeyri og missti örorkubæturnar sem voru aðeins hærri. Stoðkerfis- bilanir mínar sem valda ör- orkunni bötnuðu ekki þeg- ar ég varð 67 ára. Mig langar að spyrjast fyrir um rétt minn í þessu máli. Þetta getur varla verið lög- um samkvæmt þar sem ég hef skírteini upp á það að vera öryrki ævilangt. Ég myndi vilja að löglærður maður fræddi mig um rétt minn og annarra, en ég veit um marga sem eins er komið fyrir. María. Sammála um brjóstagjafir KONA skrifaði um brjóstagjafir í Velvakanda fyrri hluta ágúst. Við erum innilega sammála þessari konu. Starfsfólk á fæðing- ardeildum leggur ofur- áherslu á að börn séu höfð á brjósti. Þetta er meira en góðu hófi gegnir og getur valdið konum skaða. Það eru ekki allar konur færar um að gefa brjóst og það á ekki að ganga svo hart að þeim í þessum efnum. Starfsfólkið á fæðingar- deildinni er vinsamlegast beðið að hugsa sinn gang. Sjómenn. Ef einhverju er stolið ÞAÐ FÆRIST í vöxt að brotist er inn á heimili fólks. Ég varð sjálf fyrir þessu og bendi þeim sem einnig hafa orðið eða munu verða fyrir þessari ógæfu að gera eins og ég og fylgj- ast vel með fornmuna- verslunum og listaverka- uppboðum. Ég fór á stúfana og fann muni úr innbúi mínu til sölu. Ég ráðlegg fólki einnig að merkja hlutina sína, t.d. aftan á strigann á málverk- um eða á vissri blaðsíðu í bókum sínum. Ef þjófun- um er gert erfiðara fyrir að selja munina vinnum við sigur gegn afbrotum. Lesandi. Misbrestur á menningarnótt ÉG SÓTTI sýningu í Listasafni Reykjavíkur á menningarnótt. Í sýning- arherbergjunum voru eng- ir eftirlitsmenn heldur að- eins vörður við innganginn. Þarna fór einnig fram sala á veitingum og gekk fólk um með bjórglös innan um viðkvæm verk. Ég vil biðja aðstandendur listasafna að setja næsta ár vaktfólk í hvern sal, og tel hyggilegt að fylgja fordæmi safna er- lendis þar sem óheimilt er að fara með veitingar inn í sýningarsali. Kona í vesturbænum. Þekkirðu börnin? ÁTEKIN filma fannst í Arnarstapa og var meðal annars þessi mynd á film- unni. Sá sem á myndirnar má vitja þeirra í móttöku Morgunblaðsins. Góðir þættir MÉR þóttu þættirnir Hvernig sem viðrar alveg frábærir. Mér þótti mjög gaman að horfa á þættina og sérlega áhugavert að fylgjast með ferð krakk- anna um landið. Agatha. Tapað/fundið Týndur sími SÍMI týndist fyrir röskri viku, á leið milli Borgar- spítala að Valsheimilinu. Síminn er af Nokia gerð, 3310 og í grænni kápu með mynd af Brútusi, óvini Stjána bláa. Finnandi hringi í síma 588 8155. Dýrahald Kisur vantar nýtt heimili VEGNA flutnings úr landi vantar 2 kisur nýtt heimili. Önnur er högni, geltur, svartur að lit, mjög gæfur og hin er 16 ára gömul læða, mislit, lífleg og skemmtileg. Kisurnar þurfa ekki að fara á sama heimili. Þeir sem hefðu áhuga á að fóstra þessar kisur vinsamlega hafi sam- band við Höskuld í síma 692 7903 eða 691 3680. Evítu vantar heimili EVÍTA er þriggja ára kisa, svört með hvítan blett á bringu. Hún er þrifin og hvers manns hugljúfi. Uppl. í síma 565 5935 og 691 1826. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Óréttlæti Víkverji skrifar... VÍKVERJI veltir því stundumfyrir sér hvort að í nokkru öðru landi séu jafnlíflegar umræður um grænmeti og kjúklinga á jafnein- kennilegum forsendum og á Íslandi. Líklega hvergi. Hvar annars staðar en á Íslandi hefur tekist að gera kjúklinga að munaðarvöru sem oft er skortur á? Hvar annars staðar er skortur á algengum grænmetisteg- undum um hásumar? Ekkert ríki kemur upp í hugann. Vissulega verður stundum upp- skerubrestur og einnig má finna dæmi um það í gegnum söguna að með pólitískum aðgerðum hafi tekist að leggja frjósöm landbúnaðarhéruð í eyði. Þannig tókst bolsévikkum að koma á fæðuskorti í Úkraínu og Rússlandi, sem áður höfðu verið helstu matarforðabúr Evrópu. Það er hins vegar engin ástæða til þess að í ríki sem lítur á sig sem eitt helsta velmegunarríki veraldar skuli ekki vera hægt að ganga að algeng- ustu tegundum grænmetis vísum. Víkverji lendir hins vegar í því aftur og aftur að ferðin í grænmetisborðið er fýluferð. Stundum er það vegna þess að gæði grænmetisins eru slík að það er ekki mönnum bjóðandi. Það lítur illa út og er í sumum til- vikum komið langt fram yfir æski- legan sölutíma. Oftar en ekki grunar Víkverja að þetta grænmeti hafi aldrei verið upp á marga fiska og flutt sé inn grænmeti sem í öðrum ríkjum myndi líklega flokkast undir svínafóður. Að minnsta kosti myndi enginn neytandi í Evrópu láta bjóða sér vöru af þessu tagi. Stundum fer Víkverji hins vegar fýluferð vegna þess að það sem hann vantar er hreinlega ekki til. Hugs- anlega er þetta vegna þess að neysla Víkverja og fjölskyldu hans byggist á fleiri tegundum en þeim örfáu teg- undum sem grænmetisúrvalið bygg- ist á, þ.e. kartöflum, papriku, agúrk- um, gulrótum, brokkólí, káli, kínakáli og rófum. Að þessum tegundum er hægt að ganga vísum í flestum versl- unum árið um kring þótt gæðin séu oft sorgleg þegar líður fram á vetur. Hvað margar aðrar tegundir grænmetis varðar (ekki síst ef þær eru fluttar inn) virðist það vera eins konar happdrætti hvort þær eru til eða ekki. Salat er stundum til og stundum ekki, stundum ferskt og stundum ekki. Þegar leitað var að kúrbít í nokkrum stórmörkuðum í byrjun þessarar viku reyndist hann ekki vera til nema í einni verslun sem heimsótt var og þar var hann svo gamall og linur að helmingur vör- unnar endaði í ruslafötunni. Víkverji er sannfærður um að hann sé ekki eini Íslendingurinn sem sættir sig við að geta gengið að fáu öðru en kartöflum og rófum vísum. Það er ótrúlegt að árið 2002 skuli neytendum vera boðið upp þetta hræðilega úrval. Að ekki sé nú minnst á verðlag. x x x SEM betur fer stóð þó ekki til aðelda kjúkling með kúrbítnum, þá hefði Víkverji lent í enn meiri vandræðum. Kjúklingur er alls stað- ar þar sem Víkverji þekkir til ein- hver ódýrasta fæða sem völ er á. Þegar hann var fátækur námsmaður á meginlandi Evrópu fyrir mörgum árum síðan voru kjúklingar oftar en ekki ódýrasta lausnin. Þar kosta kjúklingar brot af því sem þeir kosta hér. Í Bandaríkjunum má fá stóran kalkún fyrir sama verð og heimtað er hér fyrir meðalkjúkling. Einhvern veginn hefur okkur hins vegar tekist að byggja upp kerfi þar sem ekki er hægt að ganga að kjúk- lingi vísum. Þegar kjúklingaborðið er ekki tómt þessa dagana eru kjúk- lingarnir sem í boði eru svo litlir að það er vart hægt að nota þá í mat- argerð. Fyrir nokkrum vikum voru í gangi líflegar umræður um innflutn- ing á kjúklingum og hugsanlegan skort hér á landi á innlendum kjúk- lingum. Getur verið að nú sé verið að slátra allt of ungum kjúklingum til að ekki verði sýnilegur skortur? 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.