Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 43

Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 43 DAGBÓK Í dag flytur á Suðurlandsbraut 50, bláu húsin við Faxafen, sími 568 2560 www.brudarkjolaleiga.is Njálsgötu 86 - sími 552 0978 10-70% afsláttur Tilboðsdagar Rúmfatnaður • Handklæði Barnafatnaður SVEITIR Guðmundar Sv. Hermannssonar og Skelj- ungs mættust í átta liða úr- slitum Bikarkeppninnar fyrr í vikunni og hafði sú fyrr- nefnda betur og mun spila í úrslitum helgina 28.-29. sept- ember. Fyrsta spil leiksins var athyglisvert: Austur gefur; enginn á hættu. Áttum snúið. Norður ♠ G862 ♥ K7 ♦ Á1094 ♣983 Vestur Austur ♠ ÁD10973 ♠ K5 ♥ 82 ♥ D103 ♦ 752 ♦ DG63 ♣ÁD ♣G1052 Suður ♠ 4 ♥ ÁG9654 ♦ K8 ♣K764 Í opna salnum voru liðs- menn Guðmundar í NS, þeir Ásmundur Pálsson og Guðm. P. Arnarson, en AV feðgarnir Karl Sigurhjartarson og Snorri Karlsson. Sagnir gengu: Vestur Norður Austur Suður Snorri Guðm. Karl Ásmundur -- -- Pass 1 hjarta 1 spaði 1 grand 2 spaðar 3 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur á ekkert rakið út- spil og Snorri valdi að trompa út. Það leysti eitt af vanda- málum sagnhafa, en Ásmund- ur sá fram á næg verkefni. Hann tók slaginn heima og spilaði spaða. Sem var takt- ískur millileikur til að eftir- láta vörninni frumkvæðið í loðinni stöðu. Karl tók slag- inn á kóng og spilaði smáu laufi. Ásmundur lét lítið og Snorri fékk slaginn á drottn- inguna. Snorri spilaði trompi hlutlaust um hæl á kóng blinds. Nú varð Ásmundur að taka afstöðu, og hann ákvað að spila laufi og dúkka. Þegar ás Snorra sló vindhögg hafði Ásmundur tryggt sér níu slagi – sex á hjarta, tvo á tígul og einn á laufkóng. Sá tíundi yrði að koma með þvingun. Snorri spilaði háspaða og Ásmundur trompaði. Hann tók síðan öll trompin og þvingaði austur í þessari endastöðu: Norður ♠ G ♥ -- ♦ Á109 ♣9 Vestur Austur ♠ Á10 ♠ -- ♥ -- ♥ -- ♦ 752 ♦ DG6 ♣-- ♣G10 Suður ♠ -- ♥ 4 ♦ K8 ♣K7 Karl mátti ekkert spil missa í síðasta hjartað. Hann henti tígli og Ásmundur fékk tíunda slaginn á tígultíu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugmyndaríkur og ákveðinn og átt auðvelt með að aðlagast nýjum aðstæðum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það veldur þér vonbrigðum að komast að því að þú átt ekki jafn mikla peninga og þú hélst. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir þessu en þú ættir að fara yfir fjármálin til að fá hlutina á hreint. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samskipti við aðra gætu reynst þér erfið í dag. Þetta gæti stafað af vilja þínum til að halda sjálfstæði þínu í ákveðnu máli. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gerðu ráð fyrir óvæntum fréttum í fjölmiðlunum í dag. Þær geta annaðhvort komið þér ánægjulega eða óþægi- lega á óvart. Það fer eftir því hvernig málið snertir þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Frjálslegt viðhorf vinar þíns til eigna þinna ergir þig í dag. Vinur þinn hefur að öllum lík- indum enga hugmynd um hvernig þetta snertir þig svo reyndu að taka því létt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Fólk er óvenju eirðarlaust, ergilegt og jafnvel þrjóskt í dag. Sýndu þolinmæði því að öllum líkindum sýnir þú sömu eiginleika. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samstarfsmenn þínir munu hugsanlega koma þér á óvart í dag. Bilanir eða tölvuvand- ræði geta annaðhvort aukið álagið eða neytt þig til að gera hlé á vinnunni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fjármál geta valdið deilum milli elskenda í dag. Mundu að margir nota peninga til að reyna að stjórna öðrum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það gæti komið upp óánægja innan heimilisins eða fjöl- skyldunnar í dag. Hafðu í huga að þótt aðrir séu óánægðir þarft þú ekki að vera það líka. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ýttu frá þér öllum áhyggjum af heilsunni. Það er auðvelt að gera úlfalda úr mýflugu og verða óöruggur og hræddur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningum í dag. Það getur verið gaman að láta það eftir sér að kaupa hlutina en seinna muntu sjá eftir því. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Óvenjuleg hugmynd heldur þér hugföngnum. Þér er óhætt að leika þér að henni í huganum en ekki grípa til framkvæmda, a.m.k. ekki í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er hætta á óhöppum í dag. Þú gætir misst hlutina út úr höndunum á þér eða jafn- vel dældað bílinn. Sýndu þol- inmæði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MEYJA 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 30. ágúst, er 90 ára Björg Guð- finnsdóttir, Hofteigi 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Ragnar Jónsson, d. 1991, baðvörður í Austur- bæjarbarnaskólanum. Björg tekur á móti gestum á heim- ili Guðfinnu dóttur sinnar, í Laugateigi 4, laugardaginn 31. ágúst milli kl. 15 og 18. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 30. ágúst, er sjötug Elín Pál- fríður Alexandersdóttir, Skipastíg 3, Grindavík. Eig- inmaður hennar er Edvard Júlíusson. Þau verða að heiman í dag. LJÓÐABROT Til þín Hvað sem myrkrið og moldviðrið tautar og hve mjög sem í byljunum hvín, vil ég grátfeginn ganga til þrautar hverja götu, sem liggur til þín. Yfir firnindi ferlegra hreta, þar sem flár er hver glampi sem skín, vil ég allshugar ókvíðinn feta sérhvern óveg, sem liggur til þín. Þú, sem gafst mér hvert gull minnar ævi og sem greiddir öll vandkvæði mín. Eins og lindin, er sækir að sævi, svo er sókn mín og flótti til þín. Indriði Þórkelsson 1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 d5 5. Rh3 c6 6. 0-0 Bd6 7. Rd2 0-0 8. Dc2 De8 9. Rf3 h6 10. Rf4 g5 11. Rd3 Dh5 12. Rfe5 Rg4 13. h3 Rxe5 14. Rxe5 Bxe5 15. dxe5 Rd7 16. f4 g4 17. hxg4 Dxg4 18. Kf2 Hf7 19. Bf3 Dg6 20. g4 Hg7 21. Hg1 fxg4 22. Dxg6 Hxg6 23. Bxg4 Rf8 24. Be3 b6 25. cxd5 cxd5 26. Hac1 Kh8 27. Bd4 Bd7 28. Hc3 Hg7 29. Hh3 Kh7 30. Hhg3 Hc8 11. og síðasta umferð Skákþings Ís- lands, lands- liðsflokki, hefst í dag kl. 13.00, 27. september, í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Staðan kom upp á mótinu og hafði Bragi Þorfinnsson (2.362) hvítt gegn Þorsteini Þorsteinssyni (2.332). 31. Bf5+! Rg6 svartur yrði mát eftir 31... exf5 32. Hxg7+ Kh8 33. Hg8+ Kh7 34. H1g7#. 32. Bxg6+ og svartur gafst upp. Íslands- mót öldunga hefst í dag, 30. ágúst, kl. 19:00 í Garðabergi í Garðabæ. Mótið er opið öllum eldri en 60 ára en sig- urvegari mótsins vinnur sér þátttökurétt á Evrópumóti öðlinga sem fram fer á Ítal- íu. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 2. septem- ber, verður fimmtugur Sveinn Helgi Sveinsson, Reykjavíkurvegi 50, Hafn- arfirði. Í tilefni þessa býður hann ættingjum og vinum að samgleðjast sér í samkomu- húsinu Garðaholti v/Álfta- nesveg, 4. október nk. frá kl. 19. Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 6.507 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Kolbeinn Ingi, Diljá, Þórdís Ylfa og Gylfi. Morgunblaðið/Jim Smart Hlutavelta KIRKJUSTARF Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffi- spjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Sjöundadags aðventistar á Íslandi Samkomur á laugardögum Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Bænastundir á hverju kvöldi kl. 20–22 í hliðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega vel- komnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Um- sjón: Brynjar Ólafsson. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður: Gavin Anth- ony. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.