Morgunblaðið - 30.08.2002, Síða 44

Morgunblaðið - 30.08.2002, Síða 44
ÞEIR Atli Bollason og Leó Stefáns- son ákváðu þetta sumarið að gefa frá sér þrjá diska fyllta með frumsömdu efni. Nú þegar hafa tveir þeirra, Rósavín og Raftónlist og Alti og Leó í Undralandi, litið dagsins ljós en sá þriðji er væntanlegur í lok septem- bermánaðar. Þemalaust „Við ákváðum að hafa diskana þrjá þar sem sumarið telur þrjá mánuði. Það átti nú reyndar fyrst að vera einn diskur á mánuði en nú eru þeir á um 6 vikna fresti,“ viðurkennir Atli. „Maður er alltaf að búa til einhverja tónlist og hún á sér engan vettvang. Þarna söfnum við saman öllu sem við gerum sama í hvernig stíl það er.“ „Já, við eigum í rauninni ekki efni í heilan rokkdisk eða heilan „drum’n bass“ disk. Þetta er meira svona sitt af hvoru tagi, allt í bland,“ segir Leó. Tvímenningarnir þvertaka fyrir að hvern disk einkenni eitthvert þema. „Þeir eru með öllu þemalausir,“ fullyrðir Alti. „Grunnurinn af því sem við spilum er reyndar raftónlist en svo teygir hún sig bara í allar áttir,“ segir Leó. Þeir Atli og Leó stunda báðir pí- anónám. Atli hefur numið í átta ár og er á djassbraut í FÍH. Leó er hins vegar að hefja nám í klassískum pí- anóleik en hann hefur lært í tvö ár. „Ég lem líka trommur á diskun- um,“ segir Atli og Leó segist leika á gítar í einhverjum lögum. „Svo leikum við auðvitað báðir á tölvur,“ bætir Atli við. Auk þess að standa í útgáfustarf- seminni eru þeir félagar liðsmenn í tölvu-fönk hljómsveitinni Nortón. „Það er okkar aðalverkefni þó að við höfum ekkert verið neitt of dug- legir að sinna því í sumar,“ segir Leó. „Já, þessi útgáfa er í rauninni bara hliðarverkefni okkar,“ samsinnir Atli. Þeir segja Nortón ekki enn hafa gefið út neitt af sköpun sinni en full- yrða að kynningareintök með lögum sveitarinnar liggi hjá „háttsettum mönnum úti í bæ.“ Raunveruleikatónlist Talið berst aftur að afurðum sum- arsins. „Diskarnir þrír eru svona í anda raunveruleikasjónvarps, þetta er svona hálfgerð raunveruleikatón- list,“ segir Atli og Leó er sama sinn- is: „Já, við sleppun engu en bætum heldur engu við. Þetta er bara það sem við gerum.“ „Þetta er líka að mörgu leyti ókl- árað hjá okkur. Við komumst ein- faldlega ekkert lengra með sum lag- anna og viljum endilega að fólk úti í bæ taki sig til og endurhljóðblandi eða klári lögin,“ segir Atli. Hinar umræddu afurðir þeirra Atla og Leós fást keyptar í verslun- um Hljómalindar og 12 tóna og kosta litlar 500 krónur. Upplagið er 30 diskar og segja tónlistarmennirnir viðtökur hafa verið framar öllum vonum. Leó segir þá félaga þó efast um að fleiri eintök verði gefin út af disk- unum þremur og bætir Atli þá við að þeir vonist til að hin upprunalegu eintök seljist á þúsundir dollara á E- Bay uppboðshaldaranum á Netinu í framtíðinni. Atli og Leó gefa út þrjár plötur í sumar Atli og Leó í Undralandi. Raftón- list í all- ar áttir Morgunblaðið/Jim Smart FÓLK Í FRÉTTUM 44 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                .) 5%5 ) 4%40 ;) < 5 <) 3 40 .       % )   &/ 9 & =%  %    & / &/  40;4   $%    #%&% .    #  )  0 ;5  % &/ & % 9 &  =%  % - ,% 2    %    4340    %     &  ) )     !   4540          Eva³              !" # $ %    &'()'( Vesturgötu 2, sími 551 8900 Sixties í kvöld Útgáfutónleikar frá kl. 22Vesturgötu 2 sími 551 8900 Hádegisverðartilboð Kvöldverðarhlaðborð kr. 990 kr. 1.990 frá kl. 11.30-14.30 frá kl. 18-22 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR Endurnýjun stendur yfir! Stóra svið MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 31. ágúst kl 20 Ath: örfáar sýningar í haust AND BJÖRK OF COURSE e. Þorvald Þorsteinss. Lau 31. ágúst kl 20 í Herðubreið, Seyðisfirði Leikferð ÞAÐ sem hrífur mann hvað mest við Van Morrison – er hversu stað- fastur hann er og tryggur sinni tón- listarsannfæringu. Allar götur síðan hann hóf feril sinn með hljómsveit- inni Them á 7. áratugnum hefur hann gefið stefnum og straumum í tónlistarheiminum langt nef og búið til þá tónlist sem hjarta hans liggur næst, sígildan og sálarskotinn rytm- ablús í bland við angurværar, ein- lægar ballöður og einstaka hliðar- spor þar sem hann vottaði þjóðlaga- hefðinni írsku virð- ingu sína. Það er einkum að þessi fyrrum mikli efa- semdamaður hafi breytt ofurlítið um áherslur er hann sá ljósið skæra á himnum á níunda áratugnum því upp frá því urðu gospel-áhrifin ennþá áþreifanlegri en áður, sem var vel. Samkvæmt óvísindalegum út- reikningum mínum er Down The Road 31. plata Morrisons ef undan eru skildar safnplöturnar. Enn er hann samkvæmur sjálfum sér, bull- andi rytmablús enda er þema plöt- unnar viðkoma ferðalangsins óþreytta – sígaunans sem Morrison hefur gjarnan álitið sig í gegnum tíðina – í uppsprettu blússins, New Orleans og Chicago. Ferðalag Morrisons er aftur í tímann, allt aft- ur til æskuáranna er hann drakk í sig blúsáhrifin. Og virðingin ein- kennir hverja einustu nótu sem sungin er og spiluð en einnig gleðin og þakklæti fyrir að vera í þessari aðstöðu eftir öll þessi ár, að geta fengist við það sem hjartanu liggur næst. Þótt unaður sé að hlusta á ein- læga blússtandardana þá eru það hreint ótrúlega fallegar ballöðurnar sem upp úr standa og „Steal My Heart Away“ er einfaldlega eitt af hans allra bestu lögum. Þótt Down The Road höfði kannski einkum til þeirra sem liðtækir eru fyrir í Morr- ison-fræðunum. þá er hún samt besta kynningin á þessum magnaða tónlistarmanni síðan hann sendi frá sér Avalon Sunset 1989.  Tónlist Flökku- mannsins blús Van Morrison Down The Road Polydor Enn ein platan frá írsku goðsögninni, enn ein himnasendingin fyrir unnendur hans. Skarphéðinn Guðmundsson Lykillög: „Down The Road“, „Steal My Heart Away“, The Beauty Of The Days Gone By“ M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga Viltu léttast um 1-4 kíló á viku Símar 557 5446 og 892 1739

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.