Morgunblaðið - 30.08.2002, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 47
FYRRVERANDI forsprakki hljóm-
sveitarinnar Verve, Richard Ash-
croft, hefur nú sent frá sér nánari
fregnir af væntanlegri sólóplötu
sinni.
Platan, sem mun bera heitið
Human Condition, kemur á markað
21. október næstkomandi. Ashcroft
hefur áður sent frá sér sólóplötuna
Alone With Everybody. Platan
væntanlega mun innihalda tíu lög og
fær Ashcroft sér til liðsinnis í nokkr-
um laganna ekki ómerkari menn en
Brian Wilson úr Beach Boys og
James Lavelle MoWax-leiðtoga.
Í kjölfar útgáfunnar ætlar Ash-
croft svo í tónleikaferðalag um
Bandaríkin.
Mannlegur Ashcroft
www.regnboginn.is
„Besta mynd ársins til þessa“
1/2HÖJ Kvikmyndir.com
„Ein besta mynd þessa árs.
Fullkomlega ómissandi.“
SV Mbl
HK DV
Radíó X
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 10 ára
The Sweetest Thing
Sexý og Single i l
Yfir 25.000 MANNS
Yfir
35.000
MANNS
Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B. i. 14.
„meistaraverk sem lengi mun lifa“
ÓHT Rás 2
i t r r l i lif
Hverfisgötu 551 9000
mikeMYERS beyoncé KNOWLES and michaelCAINE
Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.45.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Yfir 15.000 MANNS
Radíó X
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6. með íslensku tali.
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 4 og 6. með íslensku tali.
Ben affleck Morgan Freeman
SK Radíó X
ÓHT Rás2
„Enginn ætti að missa af þessari,“
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Forsýnd kl 12.15 eftir miðnætti.
Sýnd kl. 6 og 9. B. i. 14.
Yfir 25.000 MANNS
Yfir 15.000 MANNS
Radíó X
1/2Kvikmyndir.is
mikeMYERS beyoncé KNOWLES and michaelCAINE
Frá leikstjóra og
framleiðanda
THE FAST AND THE
FURIOUS
NÝ TEGUND TÖFFARA
ATH! MIÐASALA OPNAR
KL. 15.30.
FORSÝNING
POWERFORSÝNINGkl. 12.15 eftir miðnætti.Á STÆRSTA THX tJALDI LANDSINS
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10.
Hverfisgata 26 - Tel.: 511 3240
Matti &
Skratti
spila
alla
helgina
sex
fet
undir
Við erum best geymda
um helgar
Opið til
kl. 5.30
GLEÐISVEITIN Sixties gaf ný-
verið út sína sjöttu breiðskífu og
til að fagna áfanganum mun sveit-
in halda útgáfutónleika á Kaffi
Reykjavík í kvöld. Nýja platan
heitir Sumargleði og inniheldur
sígild íslensk dægurlög, lög sem
allir, já allir landsmenn ættu að
þekkja og geta sungið með. „Sum-
argleði inniheldur kassagítars- og
partílög,“ skýrir Rúnar Örn Frið-
riksson söngvari Sixties nánar er
hann sat fyrir svörum ásamt Guð-
mundi Gunnlaugssyni trommara,
og á stundum söngvara.„Við tök-
um gömul íslensk lög sem hafa
verið sungin mikið í partíum,
svona þekkta slagara, og klæðum
þau í okkar búning.“
„Þetta er það sem fólk vill
heyra held ég,“ bætir Guðmundur
við.
Þeir félagar eru á einu máli um
að hlutverk Sixties sé númer eitt,
tvö og þrjú að skemmta fólki.
„Við höfum ekkert verið að
leggja neitt sérstaklega mikið upp
úr listrænu gildi heldur aðallega
að skemmta, hvort sem er á böll-
um, á plötum eða bara hvar sem
er,“ segir Rúnar.
„Það virkar best ef fólkið kann
textana, þá er gaman á böllum.
Fólk vill þekkja lögin og geta
sungið með,“ segir Guðmundur og
Rúnar upplýsir að þetta eigi við
um alla aldurshópa enda hafa þeir
félagar skemmt áhorfendum jafnt
á grunnskólaaldri sem og eldri
borgurum.
Hættum við fermingu
Þeir Rúnar og Guðmundur
segja Sumargleðina ólíka öllu
öðru sem þeir hafa gefið út að því
leyti að hún er órafmögnuð.
„Á hinum plötunum vorum við í
rauninni að nútímafæra gömul lög
en á þessari erum við að færa þau
í einfaldari búning,“ segir Rúnar.
Rúnar og Guðmundur segja
mikið hafa verið að gera hjá sér
við spilamennsku seinnipart sum-
ars, eða frá því að platan kom út.
„Það hefur verið alveg gríð-
arlega mikið að gera hjá okkur og
það stefnir í að svo verði áfram,“
segir Rúnar en bætir við: „Við
höfum þó í raun aldrei verið endi-
lega mikið sumarband. Það er
jafn mikið að gera hjá okkur allt
árið og ef eitthvað er þá tökum
við okkur frí á sumrin á meðan
hinir þeysast um landið.“
„Já árshátíðarnar og þorrablót-
in eru í raun okkar vertíð,“ sam-
sinnir Guðmundur.
Sixties fagnar þessa dagana
átta ára starfsafmæli sínu en
sveitin var stofnuð í október ári
1994.
„Hljómsveitin er þar með komin
í annan bekk,“ grínar Rúnar. „Við
stefnum að því að halda áfram
fram að fermingu. Þegar búið er
að ferma bandið þá förum við að
hugsa okkar gang.“
Útgáfutónleikar vegna Sum-
argleðinnar fara sem áður sagði
fram í kvöld á Kaffi Reykjavík og
hefjast klukkan 22.
„Þetta verðum við ásamt að-
stoðarmanninum Sigurði Sigurðs-
syni munnhörpuleikara,“ segi
Guðmundur. „Þetta verður örugg-
lega mjög skemmtilegt og við
vonum að sem flestir sjái sér fært
að mæta.“
Sumargleði Sixties
Sixties heldur útgáfutónleika á Kaffi Reykjavík
birta@mbl.is
Guðmundur Gunnlaugsson, Rúnar Örn Friðriksson, Björgvin Björgvinsson
og Svavar Sigurðsson bjóða til sumargleði í kvöld.