Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Matur H a n n a Fr i ð r i k s d ó t t i r Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir Það hefur löngum verið hefð fyrir því að borða sultu með ýmsu kjöti. Þessi sulta er frábær með lambakjöti, en hentar líka vel í hjónabandssæl- una, ofan á pönnsur og vöfflur eða brauð og kex, sem íssósa og er líka frábær með grilluðum sætum kart- öflum. 3 kg vel þroskaðir tómatar 1,5 kg sykur 1 kanilstöng Dýfið tómötunum í sjóðandi vatn og fjarlægið skinnið. Setjið allt í stór- an pott og sjóðið við mjög lágan hita þar til þeirri sultuþykkt er náð sem óskað er eftir. Mikilvægt er að hafa mjög lágan hita því annars er hætta á að sultan brenni við. Hrærið reglu- lega í með trésleif. Fjarlægið kan- ilstöngina og hellið sultunni sjóðheitri á hreinar glerkrukkur og lokið krukkunum undir eins. Sultan geym- ist í u.þ.b. ár á lokuðum krukkum. TÓMATASULTA ÖNU 1 kg smákartöflur 50 ml ólífuolía gróft sjávarsalt Þvoið kartöflurnar (skrælið þær alls ekki) og komið þeim fyrir í eld- föstu móti. Baðið í ólífuolíu og dreifið vel af sjávarsalti yfir. Grillið í 200° heitum ofni í 35–40 mín. (eða þar til þær eru mjúkar). Ef um algjört kartöflusmælki er að ræða (t.d. úr skólagörðunum) er einnig gott að djúpsteikja þær upp úr Wesson- grænmetisolíu þar til þær eru mjúk- ar, þerra og strá grófu sjávarsalti yf- ir. BAKAÐAR SMÁKARTÖFLUR  Í gær var opnuð sýn- ing í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41 sem ber nafnið REHUM PAP- YRUS. Á þessari sýningu not- ar Kristveig Halldórs- dóttir myndlistarkona rabarbara á nýstárlegan hátt. Úr rabarbaranum hefur hún búið til papyr- us, en til þess er notuð ævaforn aðferð þar sem plöntutrefjarnar eru meðhöndlaðar á sérstakan hátt. Einnig eru á sýningunni ljósmyndir af börnum sem eru að bíta í rabarbara og sýna þær ósjálfráð viðbrögð þeirra við súra bragðinu. Rabarbari, sem húsmæður hafa löngum soðið niður eða sultað, fær nýtt hlut- verk. Sýningin stendur til 22. september. Sólon var opnað aftur… …hinn 15. ágúst eftir talverðar breytingar í sínu gamla húsnæði á horni Banka- strætis og Ingólfsstrætis. Matseðillinn er fjölbreytur og mikil áhersla er nú lögð á ódýra smárétti á verðinu 350–890 kr. en auk þess eru klassískir réttir á seðl- inum á afar hóflegu verði (sá dýrasti á 1890.-). Megintilgangurinn með tilkomu smáréttanna er sá að auka fólkstreymi yfir daginn í húsinu. Öll léttvín eru seld í glasavís og stefnt er að því að bjóða upp á vín og bjór dagsins sam- hliða réttum dagsins (á þar til gerðri töflu með tilboðum dagsins). Hvað innréttingar varðar hefur staðurinn nú yfir sér mun hlýlegri blæ en áður. Búið er að setja upp gardínur (sem draga verulega úr óþægilegum glymj- anda), stór blóm eru á vel völdum stöðum og stór og mikill bar gefur staðnum fallega heild- armynd. Listsýningar eru stöðugt í gangi á Sólon eins og tíðkast hefur og skipt er um listamann á 3–5 vikna fresti. Rabarbaralist Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir Fyrir 4 4 lambafilet (með fitu), 1 á mann (u.þ.b. 250 g) 80 g beikon ½–1 bolli ólífuolía nokkrir ferskir rósmarínstönglar 2 hvítlauksgeirar salt og pipar Skerið beikonsneiðarnar og hvít- laukinn í mjög fínlegar og mjóar sneiðar og tínið rósmarínblöðin af stönglinum. Þvoið og þerrið kjötið og skerið með oddmjóum hníf nokkra skurði í fituna (og örlítið ofan í kjötið). Brúnið augnablik á pönnu í olíu. Komið beikon- og hvítlauks- ræmunum og rósmarínblöðunum haganlega fyrir inni í skurðunum. Kryddið með salti og pipar. Komið kjötinu varlega fyrir (fitan snýr upp) í háu, aflöngu eldföstu móti, baðið það með ólífuolíunni og bakið við 180° í 10–15 mín. (fer eftir þykkt bitanna, þeir mjóstu þurfa ekki nema u.þ.b. 10 mín.) eða þar til kjötið hefur fengið á sig jafnan gyllt- an lit og er mátulega eldað (fer dálít- ið eftir smekk). Snúið kjötinu af og til og ausið safanum yfir. Berið fram með eftirfarandi meðlæti BEIKONFYLLT LAMBAFILETN ú er sumarið flogið eftirfrekar stutt stopp ognorðangjólan tekin tilvið að afklæða tré ogkappklæða menn. Ekkier til neins að sýta það, enda er haustið hinn dásamlegasti árstími þó ögn gefi á bátinn og blási vindum köldum. Þótt hinar björtu sumarnætur séu dásamlegt fyrirbæri er óneitanlega huggulegra að leggjast til hvílu í haust- rökkrinu heldur en yfir blánótt sumarsins. Tökum haustinu með húmor (menn hætti að hlaupa eftir stuttpilsum sumars- ins en taki hins vegar á rás eftir alvöru lambakjöti) og rómantík eins og Tómas Guðmundsson Reykjavíkurskáld gerði á sínum tíma í Fögru veröld. Í niðurlagi kvæðisins Haust í borginni segir: En einmitt nú er náðartími skáldsins, Því haustið kemur Með fangið fullt af yrkisefnum. Og ýmist eru það bliknuð blóm, Sem minna á hverfulleik hamingjunnar, Eða húmið Sem minnir á dauðann. Og skáldið klökknar af innvortis ánægju Yfir öllum þessum hörmum, Sem svo gott er að yrkja um. Þegar kólna tekur í veðri krefst mann- skepnan feitmetis. Þetta er vísindalega margsannað, sbr. t.d. grein um breytilega hitaeiningaþörf bandarískra hermanna eftir löndum (Keflavík eða Víetnam). Hún eykst eftir því sem kólnar í veðri og er það því fullkomlega eðlilegt að á haustin grípi okkur tryllingsleg kjötlöngun. Yfir vetrartímann verður sunnudags- steikin og tilheyrandi meðlæti okkur því lífsnauðsynlegur orkugjafi, en ekki tyllida- gaprjál; við erum aðeins að bregðast við hinni dýrslegu eðlishvöt mannskepn- unnar. Sunnudagssteikin Grænt blómkál Nýjung á markaðnum er grænt blómkál (romanesco, fæst í verslunum Nóatúns). Þetta blómkál er afbrigði venjulegs blómkáls og blóm- skipunarleggir þess eru mun bústnari en venjulegs blómkáls og afar auðugir af sterkju. Gænt blómkál er gott eitt og sér, hrátt sem soðið, snöggsteikt í lít- illi fitu, djúpsteikt, í gænmetisbúðing (mousse) eða frauð (soufflé), léttsteikt í hvítlaukssmjöri með sveppum eða pasta. Prófið t.d. að gufusjóða það (mun- ið að salta vatnið) í litlum vöndum og bera fram með lambakjötinu. Beikonfyllt lambafilet með tómatsultu, bökuðum smákartöflum og grænu blómkáli. Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sæl- kerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sér- stakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morg- unblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkera- síðunnar er matur@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.