Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 18
Einn góður...
– Veistu hvað er bleikt, silfurlitað og drulla yfir því?
– Svín með eyrnalokka!
(Siggi Atli, 9 ára, á www.trassi.is.) barn@mbl.is
LÓÐRÉTT:
1) Í þetta áttu að skrifa stafi og stíla.
2) Stærðfræði kennir manni að.....
3) Það þarf .... til að skrifa á svarta töflu.
4) Er stundum græn, stundum svört,
jafnvel hvít.
5) Eftir leiðinlega kennslustund verða all-
ir glaðir þegar koma....
6) Þessi stelpa fór í skóla bara til að geta
fengið sumarfrí.
7) ....fræði kennir manni um frumefnin.
8) Sá er klaufskur sem ekkert ....
9) Sá er gleyminn sem ekkert ...
10) Fátt er skemmtilegra en að
lesa góða ...
11) Ég .. ekki nógu vel á töfluna.
LÁRÉTT:
1) Notist til að stroka út.
10) Til að skrifa þarf að eiga ......
12) Í myndmennt fær maður
að .....
13) Eru nemendur ekki alltaf að
hugsa um næsta ...?
14) Þessi lætur þig vita hvenær
tíminn byrjar.
15) Sá sem treður lærdómnum í
hausinn þinn.
16) Ef þú ættir ekki eina svona,
væri skóladótið allt út um allt.
17) ...... skólinn manni líka manna-
siði?
Skólakrossgátan
Flestum krökkum þykir gaman að
byrja í skólanum. Sumum af því að
það er svo brjálæðislega gaman að
vera í skóla – einsog allir vita – en
flestum þykir enn betra að hitta aftur
alla skemmtilegu félagana sína, rifja
upp minningar og fremja ný prakk-
arastrik.
Góðar hugmyndir fyrir góðan bekk
Það er ótrúlega gaman að vera í bekk þar
sem allir eru vinir, ekki strákar á móti stelp-
um eða einhver einn sem er skilinn út undan
eða strítt. Best að vera í bekk þar sem krakk-
arnir gera hluti saman, bæði í og utan skólans.
En það er engin heppni að vera í þannig bekk,
það er undir krökkunum sjálfum komið. Ef þig
langar að vera í samheldnum bekk geturðu
prófað eitthvað af eftirfarandi hugmyndum
og sagt félögunum frá þeim. Eða fengið enn
betri hugmyndir sjálf/ur.
Verður bekkjarpartí hjá þér?
Hvernig væri að byrja skólaárið vel með bekk-
japartíi? Hvernig væri að fá ókeypis 30 tommu
pítsu og tvo poka af brauðstöngum frá Hróa
hetti? Hljómar vel!
Nú stendur barnablað Moggans fyrir bekkj-
arkeppninni þar sem þrír heppnir og sam-
heldnir bekkir geta unnið þessa pítsu-
veislu. Vill þinn bekkur taka þátt?
Keppnisreglur:
1) Bekkurinn – eða nokkrir krakk-
ar sem bekkurinn velur – skapar
einhverskonar listaverk þar sem
ævintýrið um Hróa hött kemur
fyrir. Það getur verið saga,
myndasaga, ljósmynd,
kvikmynd, klippimynd,
höggmynd, ljóð eða
hvaða sem ykkur
snillingunum dettur í
hug.
2) Verkið
skal vera tilbúið hinn 16.
september því að í sein-
asta lagi þann dag skal
það sent á:
Barnablað Moggans
– Hrói höttur –
Kringlunni 1
103 Reykjavík.
Eða þið sendið
netpóst á barn-
@mbl.is þar
sem verkinu er
lýst eða mynd af
því fylgir með. Mun-
ið að senda inn nafn
bekkjarins, skóla og
heimilisfang. Góða
skemmtun!
Gott í góða gogga
Það er alltaf gaman að borða saman og
það er ágæt hugmynd að bekkurinn fái sér eitt-
hvað gott í gogginn reglulega. Til dæmis í löngu
frímínútunum á föstudögum? En þá verður að
skiptast á að búa til eitthvað gott handa öllum
hinum, 2–3 í einu.
Fyrir þá sem ekki kunna (né finnst skemmti-
legt) að kokka má poppa, brytja niður ávexti
sem dýft er í súkkulaðisósu, eða bera fram
grænmeti með ídýfu. Á Netinu eru fullt af síðum
með uppskriftum sem börn geta farið eftir.
Reynið síðuna www.trassi.is. Svo eru þessar
reyndar á ensku:
kid.allrecipes.com/directory/2251.asp
kidshealth.org/kid/stay_healthy/re-
cipe_links.html
www.honey.com/recipes/kidsresp/
Svo er auðvitað gott að spyrja bara pabba
eða ömmu um uppskrift að uppáhaldinu ykk-
ar …
Bók besta bekkjarins?
Það er mjög gaman að
þekkja alla í bekknum vel.
Veistu t.d. hver er uppá-
haldshljómsveit allra? Eða
hvað hina langar að vera í
framtíðinni? Líklega ekki.
Sniðugt væri að útbúa bók
sem allir í bekknum þurfa að
skrifa í. Öðrum megin á opn-
unni geta verið spurningar sem
allir verða að svara um sjálfan sig, sem þig eða
aðra langar að vita um bekkjafélagana. Hinum
megin hafa þeir svo frjálsa síðu þar sem þeir
geta gert hvað sem er, límt flottar myndir úr
tímaritum, skrifað ljóð eða annað sem þeim
finnst flott. Bókin er svo látin ganga á milli eða
jafnvel skoðuð í fyrsta skipti í pítsupartíinu!
Skólinn er byrjaður. Gaman!
Nafn: Einar Freyr
Magnússon.
Bekkur: 7. bekkur.
Skóli: Víkurskóli,
Mýrdalshreppi.
„Já, þótt sumarfríið hafi
verið fljótt að líða. Það er
skemmtilegast að hitta
krakkana aftur, því ég hef
verið mest í sveitinni í sum-
ar. Ég hlakka til að byrja
að læra dönsku og mér
finnst enska og stærðfræði
mjög skemmtileg fög.“
Nafn: Gunnar Eyþórsson.
Bekkur: 5. bekkur.
Skóli: Álftanesskóli.
„Það er ágætt að byrja aft-
ur í skólanum. Skemmtileg-
ast er að hitta vinina aftur.
Svo hlakka ég líka til að
byrja aftur í íþróttum og
listum.“
Nafn: Íris Aníta Eyþórs-
dóttir.
Bekkur: 3. bekkur.
Skóli: Álftanesskóli.
„Já, það er gaman af því að
mér finnst gaman í skól-
anum. Og íþróttirnar eru
langtum skemmtilegastar.“
Nafn: Margrét Sif
Magnúsdóttir.
Bekkur: 4. bekkur.
Skóli: Setbergsskóli,
Hafnarfirði.
„Það er gaman að byrja
aftur í skólanum og mér
finnst skemmtilegast að
skrifa. Og vera með öllum
bestu vinkonum mínum, því
þær eru með mér í bekk.“
Er gaman að byrja
aftur í skólanum?
Margrét Sif
Íris Aníta
Gunnar
Einar Freyr
Arnaldur Björnsson, 11 ára nemi í Vesturbæj-
arskóla, dreif sig á Stúart litla 2 með pabba sínum
um daginn og voru þeir feðgar mjög ánægðir með
myndina. „Þessi mynd er aðeins betri en sú fyrri,
því nú er maður búinn að kynnast honum og kom-
inn inn í þetta, allt er klappað og klárt. Sagan ger-
ist í einum rykk því það þarf ekkert að undirbúa
mann.“
Arnaldur segir söguna sjálfa vera mjög spenn-
andi, sérstaklega atriðin með fálkanum. „Það sem
er svo best við myndina er kötturinn Snjóbert,
sem hélt uppi gríninu. Svo auðvitað spennuatriðin,
fálkinn og auðvitað Stúart.“
Arnaldur mælir með myndinni „fyrir krakka
svona 6–11 ára til að ná söguþræðinum og skilja,
en síðan er þetta líka fjölskyldumynd þótt eldri
kynslóðin hlæi sig ekki í keng“, segir Arnaldur að
lokum.
Arnaldur 11 ára.
Betri en fyrri
myndin
Krakkarýni: Stúart litli 2
LITIÐ
BRODDGÖLTINN
Er leikur að læra?
Nú kemur það í ljós! Hér áttu að fara inn í þennan skóla vinstra
megin, og kemur út úr honum hægra megin, en bara ef … þú virki-
lega einbeitir þér á meðan þú ert inni í skólanum!
Er gaman í þínum bekk?