Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ keyptum jörðina Vindás í Rang- árþingi eystra fyrir 18 árum, fern vina- hjón, til að halda þar hesta. Sambúðin hefur alla tíð gengið glimrandi vel og einna helst að komi upp pirringur í hópn- um ef einhvern vantar,“ segir Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF. Af þessum átta manna vinahópi eru all- ir fæddir og uppaldir úti á landi, nema eiginkona Friðriks, Ólöf Pétursdóttir dómstjóri. Það er hins vegar löngu búið að kristna hana til dreifbýlislífs og reynd- ist greinilega ekki erfitt verk. Þegar hóp- urinn kom sér fyrst fyrir á jörðinni var hins vegar ekki algengt að höfuðborg- arbúar ættu jarðir þar í sveit. „Örn heit- inn Johnson hjá Flugleiðum átti jörð skammt frá okkur og var þar með hesta. Nú hefur hins vegar orðið gríðarleg breyting og fjölmargir höfuðborgarbúar eiga jarðir eða landskika í Landeyjunum, Fljótshlíðinni og á Rangárvöllum, svo dæmi séu nefnd. Það lætur líklega nærri að tíunda hver jörð hafi verið lögð undir annað en hefðbundinn búskap, til dæmis hestamennsku eða skógrækt. Og þetta á enn eftir að aukast,“ segir Friðrik. Vinahjónin deila öll einu stóru íbúðar- húsi, sem var á jörðinni þegar þau keyptu hana. „Hvert par á sitt herbergi og sam- starfið gengur stórvel. Við erum oftast þarna öll saman í hestamennskunni og tökum öll þátt í heyskap. Það er gríð- arlegt verk að halda jörðinni við, við þurfum að halda við húsum og girðingum og heyja fyrir hestana.“ Þegar Friðrik er inntur eftir því hversu marga hesta þau eigi hikar hann eins og hestamanna er vani, en gerir svo svar Jóns í Skollagróf að sínu: „Ja, svona tveimur færri en í fyrra.“ Hann bætir því þó við, að fyrir utan vinina átta hafi nokkur börn þeirra sýnt sérstakan áhuga á hestamennskunni, svo líklega séu um 12 manns sem þarna haldi hesta og hestarnir séu 3–4 á mann. Og svo má reikna. Friðrik segir að þegar svo margir séu um kostnaðinn verði hann viðráðanlegur fyrir hverja fjölskyldu. Ef menn séu í hestamennsku á annað borð þurfi alltaf að kosta töluverðu til, t.d. leigja beitiland og kaupa hey, en þessi lausn hafi gefist mjög vel. „Við erum ekki nema um klukkustund að aka hingað og það er fært allt árið. Á meðan dætur okkar Ólaf- ar voru litlar flutti hún með þær að Vind- ási á sumrin og ég fór þangað hverja helgi. Farsímar og tölvur hafa gert það að verkum að við höfum getað eytt mikl- um tíma þarna. Þá eru sumir meðeigenda okkar komnir á eftirlaun og leita mikið í sveitasæluna.“ Kaup höfuðborgarbúa á jörðum eru oft atvinnu- skapandi, því oft ráðast nýbúarnir í ýmsar fram- kvæmdir. Kaupendur eru fyrst og fremst fólk á höfuðborgarsvæð- inu, en það færist einnig í vöxt að Ís- lendingar búsettir er- lendis kaupi sér land. Nú eiga menn kost á að selja jörðina sína, eða skika úr henni, á betra verði en áður bauðst. fremst fólk á höfuðborgarsvæðinu, en það fær- ist einnig í vöxt að Íslendingar búsettir erlendis kaupi sér land, byggi þar hús og dvelji þar hluta úr ári. „Þessi kaup eru ekki bundin við þá sem eru sestir í helgan stein,“ segir Magnús. „Áhugi fólks á landinu er að aukast mjög. Ég hef selt fasteignir í 16 ár og í upphafi var áberandi að að- eins einstaka efnamaður réðist í jarðakaup. Núna ráða miklu fleiri við slík kaup. Höfuðborg- arbúar hafa keypt upp ótrúlega margar jarðir og spildur á Suðurlandi, í Borgarfirði, sunnan- verðu Snæfellsnesi, í Dölunum og á Barða- ströndinni. Þetta eru bæði heilar jarðir og svo spildur sem eru allt frá fimm og upp í 100 hekt- arar að stærð. Þetta er viðbót við sumarbú- staðamarkaðinn, því fólk kaupir stærri jarðir og byggir heilsárshús, sem ég kýs að kalla frí- stundahús.“ Lögheimili í sveitinni Jarðakaup höfuðborgarbúa þýða ekki að kaupendurnir ætli sér að setjast í helgan stein. Margir eiga þess kost að dvelja töluvert á jörð sinni en halda áfram störfum sínum í borginni, til dæmis með tölvufjarvinnslu og símafundum. Þrá fólks eftir að komast burt úr borgarskar- kala lýsir sér einnig í því, að hús í litlum þétt- býliskjörnum nærri Reykjavík seljast nú betur en áður. Færst hefur í vöxt að fólk flytji lögheimili sín í nýju heilsárshúsin, þrátt fyrir að eiga áfram íbúðir eða hús í borginni. Þar ráða fjölskyldu- aðstæður þó miklu. Fólk sem komið er á miðjan aldur og á uppkomin börn hikar ekki við að flytja lögheimili sitt, enda þarf það ekki lengur á þjónustu leikskóla eða grunnskóla í Reykjavík að halda. Þar sem ráðsett fólk er í miklum meirihluta þeirra sem koma sér upp heilsárshúsi ut- an borgarmarkanna er slíkur lög- heimilisflutningur lítið mál og í mörgum tilvikum vill fólk leggja sitt af mörkum til nýju heimahaganna með því að greiða skatta þar. Allir vilja golfvöll Þótt flestir jarðakaupendur búi á höfuð- borgarsvæðinu og vilji eignast jörð sem næst borginni, þá hefur eftirspurn eftir jörðum um allt land aukist, eins og Magnús Leópoldsson nefndi. „Ef jörð er lengra í burtu, til dæmis á Austfjörðum, þá er algengara að 4–5 aðilar taki sig saman um kaupin. Oft eru stór íbúðarhús á þessum jörðum og eignin nýtist vel þegar fleiri eru um kaupin.“ Í eina tíð gerði fólk ekki meiri kröfur til sum- arhússins en að þar væri rennandi vatn, hiti og rafmagn, að sögn Magnúsar. Sundlaug í ná- grenninu var mikill plús. „Núna spyrja allir um næsta golfvöll,“ segir hann. „Það á jafnt við um þá sem eru að kaupa sér jarðir og þá sem eru að leita að lóð undir sumarbústað.“ Magnús býst við að áhugi höfuðborgarbú- anna á jörðum haldist næstu árin. „Heimasíðan okkar er mjög vel sótt og því greinilegt að margir eru að velta fyrir sér jarða- kaupum. Þessi viðskipti eru hins vegar annars eðlis en hefð- bundin íbúðakaup, landbúnaðarins veita ekki lán til jarðakaupa nema til búskapar, þar sem búseta á jörðinni er algjört skilyrði og kaupandinn þarf jafnframt að leggja fram áætlun um landbúnaðarframleiðslu á jörðinni. Höfuðborgarbúar, sem kaupa sér jarðir, falla ekki undir þá skilgreiningu. Fjölmennt í Fljótshlíð Fljótshlíðin, sem er í hálfrar annarrar klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík, er ágætt dæmi um útrás höfuðborgarbúanna, sem hafa margir keypt þar jarðir eða jarðar- skika og byggt þar heilsárshús. Þar hafa hesta- menn, sem margir gegna góðum stöðum í borg- inni, keypt heilu jarðirnar, sem og verslunareigendur í Reykjavík og margir stunda skógrækt. Þeir bændur, sem sitja enn á jörðum sínum, hafa margir selt úr þeim væna skika, til forstjóra, flugmanna, lækna og fleiri. Þá eru fjölmargir sumarbústaðir í Fljótshlíð- inni. Hæsta verðið næst borginni Magnús Leópoldsson, fasteignasali í Fasteignamiðstöðinni við Skipholt, hef- ur sérhæft sig í sölu jarða. Hann stað- festir að jarðir í nágrenni Reykjavík- ur séu eftirsóttastar, þótt nú sé áhugi að aukast á jörðum um land allt. Verðið sé þó sýnu hæst næst borg- inni. Kaupendur eru fyrst og Í BÚAR höfuðborgarsvæðisins eru farnir að leita í sveitasæluna. Þeir kaupa sér jarðir, eða spildur úr jörð- um, byggja heilsárshús og búa jafn- vel þar meirihluta ársins, þrátt fyrir að halda einnig heimili í borginni og stunda þar vinnu. Eðli málsins sam- kvæmt eru jarðir í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins eftirsóttastar og verð á þeim hefur hækkað töluvert á síðustu misserum. Ekki er þó enn svo komið að margir kaupendur berjist um hvern skika sem losnar, en áhuginn fer greinilega mjög vaxandi. Skiptar skoðanir eru um ágæti þessarar þró- unar. Sveitarfélög taka nýjum íbúum fagnandi, enda kærir sig enginn um mannlausar sveitir, og ekki skemmir fyrir ef nýbúarnir flytja lög- heimili sitt í „frístundahúsið“ og greiða skatta til sveitarfélagsins. Sem dæmi má nefna, að ný- verið kom fram í fréttum að skattakóngur Suð- urlands í ár er forstjóri úr Reykjavík. Kaup höfuðborgarbúa á jörðum eru oft at- vinnuskapandi, því oft ráðast nýbúarnir í ýmsar framkvæmdir og þá þarf að byggja og mála, draga rafmagn í húsið og aka möl í innkeyrslu, svo dæmi séu tekin. Bændur, sem vilja bregða búi, sjá nú fram á að geta selt jarðir sínar við ágætu verði, sem áður hefði ef til vill verið óger- legt. En þær raddir heyrast einnig, að það sé synd og skömm að sjá góðar bújarðir breytast í stórar einbýlishúsalóðir borgarbúanna. Ef nýju eigendurnir dvelja eingöngu í húsum sínum um helgar getur verið dauflegra í sveitinni en var á meðan búið var þar, en þó óneitanlega líflegra en ef jörðin færi alveg í eyði. Frá veiði til hesta og skógræktar Fátt virðist geta snúið þessari þróun við. Í eina tíð var fátítt að borgarbúar ættu landspild- ur og jafnvel heilar jarðir. Einna helst voru það auðugar fjölskyldur, sem héldu gamla ættar- óðalinu í sinni eigu. Auðkýfingar fyrri tíma keyptu einnig jarðir með veiðiréttindum. Nú eru veiðifélög um flestallar ár, svo þeir sem kaupa land að á ganga beint inn í veiðifélag landeigenda. Fyrir allmörgum árum fór að bera á því að hestamenn úr borginni tækju sig saman um kaup á jörðum til að geta sinnt áhugamáli sínu þar. Skógræktarfólk fylgdi í kjölfarið og leitaði eftir landspildum þar sem það gæti komið sér upp afdrepi og plantað trjám. Í fæstum tilvikum hafði fólk í huga að búa á jörðinni, en nú ber meira á að fólk vilji dvelja þar a.m.k. hluta úr ári. Jarðakaupendurnir eru einstaklingar eða í sumum tilvikum hópar einstaklinga. Stéttar- félög eiga að vísu jarðir víða og hafa byggt marga sumarbústaði, en sá markaður virðist vera að mettast, svo fátítt er að stéttarfélög fal- ist eftir jörðum. Lán fyrir öðru heimili Ekki er hægt að fá lán frá Íbúðalána- sjóði til að kaupa eða byggja sumarbú- staði, en öðru máli gegnir um heilsárs- hús. Ef fólk stenst greiðslumat, þá fær það íbúðalán, þótt það eigi annað hús, eða jafn- vel önnur hús. Þegar fólk kaupir jarðir er algengt að lán hvíli á þeim og kaupendur yfirtaki þau lán. Oft eru lánardrottnar ýmsir lána- sjóðir landbúnaðarins og þá gildir sú regla, að vextirnir hækka þegar jörðin er ekki lengur nýtt til búskapar og verða sambæri- legir almennum markaðsvöxtum. Lánasjóðir Burt úr borgar- skarkala „Tveimur færri en í fyrra“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.