Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 B 7 Rothschild frá Chile F ranska vínfyrirtækið Baronne Philippe de Rothschild er farið að teygja anga sína víða. Þaðer löngu liðin tíð að þessi armur Rothschild-fjölskyldunnar einskorði sig við framleiðslu á Chateau-vínum frá Bordeaux en þekktast þeirra er Mouton Rothschild. Nýjasta afurð fyrirtækisins hér á markaðnum er Cabernet Sauvignon (1.290 kr.) frá Valle Central í Chile. Þrúgurnar eru keyptar af chileskum bændum og vínið gert af hinum frönsku víngerð- armönnum Rothschild-fjölskyldunnar. Þetta er virkilega skemmtilegur Cabernet, þar sem einkenni þessarar þrúgu koma mjög vel fram. Þykkur og ljúfur ávöxtur, mikið af þroskuðum og sætum sólberjum, dökku súkku- laði og mildum tannínum. Vínið hefur góða þyngd og lengd. Vel gert Chile-vín í alþjóðlegum stíl. Rautt kjöt, grillað eða steikt væri kjörið meðlæti. Vínið kostar 1.290 krónur. Santa Alicia Gran Reserva A nnað álitlegt Chile-vín er Santa Alicia Cabern-et Sauvignon Gran Reserva 1998. Þetta erdökkt, þungt og mikið vín. Ilmur er mikill ogþar best þroskuð ber, fyrst og fremst sólber, í bland við mikið af dökku súkkulaði, brenndum við og myntu. Það heldur áfram kraftmikið í munni, kryddað, með vott af kókoshnetum, vanillu og kryddi. Tannín eru tiltölulega mjúk en vínið hefur þokkalega snerpu. Það háir því hins vegar helst að á köflum er það nánast yf- irkeyrt, það er eins og allt hafi verið sett í botn í víngerð- inni. Krafturinn er mikill en lengdin hins vegar í með- allagi. Þetta vín þarf kröftugan mat til að það valti ekki yfir hann, grillað rautt kjöt, meðlæti og grillsósur ættu að hafa roð við því. Vínið kostar 1.650 krónur. Mâcon frá d’Allaines M âcon er syðsta víngerðarsvæði Bourgogne.Raunar það sunnarlega að rauðvín erugjarnan úr Gamay-þrúgunni líkt og í Beau-jolais, nágrannahéraðinu í suðri. Hvítu vín- in eru hins vegar framleidd úr Chardonnay, rétt eins og nær öll önnur hvítvín Bourgogne. Oft eru þessi vín fremur lítil og létt miðað við stóru Búrgundarvínin af norðursvæðunum. Það var því ein- staklega gaman að rekast á vínið Mâcon La Roche Vineuse 2000, sem nýlega var tekið til sölu á sérlistanum (Heiðrún og Kringlan). Þetta er vín frá litlum framleiðanda, François d’Allaines, sem er af nýrri kynslóð franskra víngerðarmanna. Í nefi má greina ferskan sítrusilm, smjör og hey. Vínið er snoturt í munni, steinefni, reykur og mjög hófstillt eikaráhrif. Þykkt, þurrt og þægilegt. Einstaklega gott matarvín fyrir humar, eða smjörsteiktan fisk með léttu meðlæti. Vínið kostar 1.660 krónur. Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Wrangler árgerð 2000 vél 2,5 l (ekinn 30 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 3. september kl. 12-15. VINNUBIFREIÐAR Ennfremur óskast tilboð í Dodge 4x4 p/u árgerð 1992, Ford Ranger p/u árgerð 1990 og Subaru 4x4 árgerð 1992 bifreiðar. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA kr. *69.973 Ver› frá: kr. *59.900 Ver›: kr. *54.900 Ver›: kr. *79.950 Ver› frá: Sí›ustu sætin í sólina Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Marmaris Mallorca Portúgal ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 86 54 08 /2 00 2 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.