Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 20
Shyamalan skyggnist á
ný inn í undirvitundina
Spennudramað
Signs eða Teikn
með Mel Gibson
frumsýnt hér-
lendis um helgina.
FRÆGASTI leikstjóri Spánar,
Pedro Almodóvar, er með
mörg járn í eldinum um þessar
mundir. Í vikunni staðfesti Ant-
onio Banderas, sem varð al-
þjóðleg stjarna í myndum landa
síns en hefur ekki unnið með
honum síðan í Bittu mig, elsk-
aðu mig árið 1990, að hann
myndi leika á ný með velgjörða-
manni sínum í eins konar fram-
tíðarkrimma er nefnist Tarantula. Myndin er byggð
á franskri skáldsögu um lýtalækni sem hefnir sín á
nauðgara dóttur sinnar með sérstökum hætti. Ekki
er ljóst hvenær tökur hefjast því Tarantula er að-
eins eitt þriggja verkefna sem Almodóvar er með í
undirbúningi. Hin tvö eru La Mala Education, sjálfs-
ævisöguleg lýsing á kaþólsku uppeldi leikstjórans á
7. áratugnum, og gamanmyndin Konur og flug-
vellir. Þá er Almodóvar að velta fyrir sér kvik-
myndun á harðsoðinni sakamálasögu Petes Dext-
er, The Paperboy. Þess má geta að nýjasta mynd
leikstjórans, Ræddu málin, verður opnunarmynd
spænsku kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í Regn-
boganum 12. september.
Almodóvar með mörg járn í eldinum
Antonio Bander-
as: Hefnd lýta-
læknisins.
SVO lengi hefur verið um þaðrætt og ritað að farið er aðhljóma eins og einhver tugga;
höfuðverkur íslenskrar kvikmynda-
gerðar eru handritin. Vart er til sú
umsögn um íslenska kvikmynd þar
sem fingur eru ekki fettir út í hand-
ritið og kvartað undan því að sagan
hefði mátt vera betri og skýrari
dráttum dregin. Margt hefur verið
reynt, handritsfræði numin í virtum
erlendum skólum, annálaðir rithöf-
undar kallaðir til aðstoðar svo og
gjörgæsla hjá erlendum handrits-
læknum. Allt hefur komið fyrir ekki;
handritin hafa verið helsti ókostur ís-
lenskra kvikmynda – með nokkrum
undantekningum þó. Sérstaklega
hefur það orðið áberandi nú síðast-
liðin ár eftir að sjálf kvikmyndagerð-
in, tæknivinnan við tökur, klippingar,
hljóðvinnu, lýsingu o.s.frv., varð loks-
ins eins og best verður á kosið. Af-
leiðingin hefur of gjarnan orðið lít-
ilfjörlegt og bragðdauft innihald í
vönduðum og fallegum umbúðum.
Með tilkomu nýjustu kynslóðar
kvikmyndagerðarmanna virðist þó
sem breyting kunni að vera orðin þar
á. Í það minnsta hefur umkvörtunar-
efnið snúist gjörsamlega við, sagan
og persónusköpunin fín en útlitið
gróft og næmi fyrir listrænu útliti
kannski af skornari skammti. Þetta
segir manni að áherslur hafi breyst,
að nýja kynslóðin sé svo innilega
meðvituð um höfuðverk forveranna
að allt kapp sé nú lagt í að vinna bót á
honum, jafnvel svo mjög að bitnar á
útlitinu. En það er ekkert til þess að
hafa áhyggjur af. Með tímanum mun
jafnvægi nást. Meginmálið er að
menn skuli loksins vera að ná tökum
á sögumennskunni og þegar ég segi
menn þá á ég einkum og sér í lagi við
menn eins og Róbert Douglas, Dag Kára
Pétursson og Árna Ólaf Ásgeirsson (skrif-
aði handritið að Maður eins og ég í fé-
lagi við Róbert og var aðstoðar-
leikstjóri myndarinnar), svo nokkrir
séu nefndir. Sá fyrstnefndi er nú bú-
inn að sýna það og sanna að frum-
raun hans var alls engin byrj-
andaheppni, að hann lumar á miklu
meira en einni góðri hugmynd um
lánlausan fótboltafíkil. Dagur Kári Pét-
ursson og Árni Ólafur Ásgeirsson hafa
reyndar enn ekki hlotið eiginlega
eldskírn sína, þ.e. hafa ekki enn sýnt
okkur mynd í fullri lengd – en það
virðist frumskilyrði til að geta talist
fullgildur kvikmyndagerðarmaður og
almennilega gjaldgengur styrkþegi
(Dagur Kári er að leggja lokahönd á
Nóa albínóa sem frumsýnd verður á
næstu mánuðum). Báðir hafa þeir þó
vakið hjá manni miklar væntingar
með mögnuðum stuttmyndum þar
sem þeir segja sögur sem skipta máli,
sögur úr okkar eigin veruleika, sögur
af alvöru fólki.
Og það er einmitt mergur málsins.
Það sem á hefur skort svo áþreifan-
lega í íslenskri kvikmyndagerð – enn
með nokkrum undantekningum þó –
eru myndir um fólk sem vekur áhuga
manns og forvitni, fólk sem kemur
við mann. Þannig fólk fjalla myndir
Róberts Douglas um. Þórhallur í Ís-
lenska draumnum og Júlíus í Maður
eins og ég verða án efa er fram líða
stundir meðal eftirminnilegustu
sögupersóna íslenskrar kvikmynda-
gerðar. Þetta eru fullskapaðar sögu-
hetjur, sem maður fær heildstæða og
góða mynd af, lærir að þykja vænt
um og kennir jafnvel í brjósti um.
Þessar persónur eru til í alvörunni,
ekki bara í skáldaheimum. Þær tala
líka eins og fólk gerir í alvörunni.
Hver setning er þannig ekki þaul-
hugsaður gullmoli heldur eru persón-
urnar bara alls ekkert mælskar og
eiga oftar en ekki til að mismæla sig
og muldra eitthvert samhengislaust
þvaður, rétt eins og gerist í raun-
veruleikanum. Munurinn liggur nátt-
úrlega í því að þessar persónur eru
fæddar í hugskoti leikstjórans og
handritshöfundar en ekki fengnar að
láni úr einhverju ritverki þjóðskáld-
anna (með fullri virðingu fyrir þeim).
Og þar með er ekki öll sagan sögð
því það sem heillað hefur einna mest
við ágætar myndir Róberts er að þrátt
fyrir að sögurnar hafi verið drifnar
áfram af einni höfuðpersónu eru það
ekki síst aukapersónurnar, fólkið í lífi
söguhetjunnar, sem gefa myndunum
gildi. Róbert virðist einfaldlega hafa
einstakt lag á að búa til áhugaverðar
persónur sem mann virkilega langar
að kynnast og jafnvel enn betur en
myndirnar bjóða upp á.
Síðan er það sérkapítuli út af fyrir
sig hvernig hann stýrir leikurum. Til-
gerð er ekki til, engin uppskrúfuð og
stílíseruð samtöl heldur eðlileg
mannleg samskipti. Enda trúir mað-
ur því líka, kannski í fyrsta sinn í ís-
lenskri kvikmyndasögu, að þessar
manneskjur geti lifað lífi sínu í öðru
umhverfi en á hvítu tjaldi eða á leik-
sviðinu, í blokkaríbúð í Breiðholtinu
eða Grafarvogi.
Rétt eins og Róbert Douglas og fé-
lagar hafa lært af reynslu forvera
sinna í íslenskri kvikmyndagerð er
kannski kominn tími til þess að for-
verarnir fari að læra eitthvað af Ró-
berti og félögum.
SJÓNARHORN
Skarphéðinn Guðmundsson
Maður eins og Róbert
Fólk eins og ég … og þú.
Handritin eru höfuðverkur íslenskrar
kvikmyndagerðar. Það varpar enginn
sprengju með slíkri yfirlýsingu lengur því
þetta eru næsta viðurkennd sannindi.
Fyrir vikið er tilkoma manns eins og Ró-
berts Douglas, leikstjóra og höfundar
myndanna Íslenski draumurinn og Maður
eins og ég, einkar mikilvæg því að öfugt
við flesta hans forvera eru það handritin,
sögurnar, sem gefa myndum hans gildi.
FÁLKAR, ný kvikmynd Frið-
riks Þórs Friðrikssonar, tekur
þátt í alþjóðlegu samtímakvik-
myndadagskránni á kvik-
myndahátíðinni í Toronto, sem
haldin er 5. til 15. september, og
er um heimsfrumsýningu að
ræða. Friðrik Þór og bandaríski
kvikmyndaleikarinn Keith
Carradine, sem fer með aðal-
hlutverk myndarinnar ásamt
Margréti Vilhjálmsdóttur, verða
viðstaddir sýninguna.
Fálkar voru sýndir á lokaðri
sýningu á kvikmyndahátíðinni í
Haugasundi um síðustu helgi og
eftir Toronto verður hún Evr-
ópufrumsýnd á hátíðinni í Ver-
aggio á Ítalíu. Frumsýning á Ís-
landi verður 27. september og
kemur Keith Carradine
hingað til lands af því
tilefni. Einnig er hugs-
anlegt að hann haldi
tónleika í Reykjavík en
Carradine er kunnur
tónlistarmaður og hlaut
Óskarsverðlaun fyrir lag
sitt „I’m Easy“ úr kvik-
myndinni Nashville eftir
Robert Altman, þar sem
hann lék eitt aðalhlut-
verkanna. Carradine
samdi sérstaklega nýtt
lag fyrir Fálka, „North-
ern Light“, og senn er
væntanlegur diskur með tónlist-
inni úr myndinni þar sem verða
m.a. lög með Megasi, sem syng-
ur á ensku, Daníel Ágústi, Gang
Bang, múm og Leaves.
Að sögn Ísleifs B. Þórhalls-
sonar hjá Íslensku kvikmynda-
samsteypunni hefur borist fjöldi
tilboða frá fleiri kvikmyndahá-
tíðum um þátttöku Fálka en
ekki verður tekin ákvörðun um
þær fyrr en eftir Toronto-hátíð-
ina. „Þýska fyrirtækið Bavaria,
sem er eitt öflugasta og reynd-
asta framleiðslu- og sölufyrir-
tæki kvikmynda í Evrópu með
yfir 80 ára sögu, hefur tekið að
sér að annast sölumál Fálka er-
lendis,“ segir Ísleifur. „Jafn-
framt er Bavaria að tryggja sér
sölurétt á eldri myndum Frið-
riks Þórs og hefur að auki hug á
að koma inn í framtíðarverkefni
hans, þ.e. fyrirtækið vill greiða
fyrirfram fyrir sölurétt á ógerð-
um kvikmyndum á vegum Frið-
riks og Íslensku kvikmynda-
samsteypunnar. Viðræður
standa nú yfir við Bavaria
vegna myndar Hilmars Odds-
sonar, Kaldaljóss, og Næslands,
sem Friðrik Þór leikstýrir en
Zik Zak-myndir framleiða og
eru líkur á að samningar takist
á næstunni.“
Keith Carradine í Fálkum: Verður viðstaddur
frumsýningar í Toronto og Reykjavík.
Bavaria kaupir söluréttinn
á myndum Friðriks Þórs
ÞAÐ stefnir í metþátttöku áStuttmyndadögum í Reykja-vík sem hefjast n.k. fimmtu-
dag og standa fram á mánudag 9.
september, en hátíðin, sem orðin er
alþjóðleg, heldur jafnframt upp á tíu
ára afmæli sitt. Að sögn Jóhanns
Sigmarssonar, stjórnanda Stutt-
myndadaga, taka um 130 til 140
myndir þátt í verðlaunakeppni hátíð-
arinnar, þar af um 40 íslenskar. Sýn-
ingar fara fram í Tjarnarbíói og Bæj-
arbíói í Hafnarfirði og verða
rútuferðir þangað frá Reykjavík og
baka.
Þriggja manna dómnefnd mun
velja bestu íslensku myndina en
þýskur kvikmyndaframleiðandi,
Michael Lampert, velur úr erlenda
framboðinu. Að sögn Jóhanns eru
meðal íslensku þátttakendanna
reyndir kvikmyndagerðarmenn, sem
þegar hafa hlotið viðurkenningar
fyrir verk sín, eins og Þorgeir Guð-
mundsson og Árni Ólafur Ásgeirsson,
en jafnframt stígur fram nýtt fólk,
enda er einn megintilgangur Stutt-
myndadaganna að hvetja unga kvik-
myndagerðarmenn til dáða og veita
þeim tækifæri til að koma myndum
sínum á framfæri. Ekki er því valið úr
íslenska framboðinu heldur fá allir
sem senda inn myndir að taka þátt.
Hins vegar er valið það besta úr er-
lendum umsóknum.
Erlendu myndirnar, sem margar
hafa þegar hlotið verðlaun og viður-
kenningar, eru af fjölbreyttasta toga
og uppruna, rétt eins og þær ís-
Stuttmyndadagar í Reykjavík hefjast á fimmtudaginn
Metþátttaka á tíu ára afmælinu
The Quarry: Bandarísk morðgáta í
anda Rashomon.
The Last Tanner: Grískt drama um lát
gamals manns og viðbrögð lifenda.
Musical Chairs: Indversk-þýsk mynd
um fimm börn í táknrænum leik.
lensku, dramatískar myndir, gaman-
myndir, spennumyndir, heimilda-
myndir, teiknimyndir og
hreyfimyndir. Þær eru frá löndum
eins og Sviss, Spáni, Bandaríkjun-
um, Bretlandi, Írlandi, Kanada,
Ástralíu, Indlandi, Belgíu, Frakk-
landi, Ísrael og Grikklandi, svo dæmi
séu tekin. Í nokkrum tilfellum skar-
ast uppruni skemmtilega, eins og í
Lilju, mynd ungrar íslenskrar kvik-
myndagerðarkonu, Önnu Maríu Jóa-
kimsdóttur, sem búsett er í Finn-
landi, og Skessu, mynd bandarísks
kvikmyndagerðarmanns, Michaels
Short, um draumalíf íslenskrar
mjólkurkýr.
Jóhann Sigmarsson segist helst
ekki vilja gera upp á milli mynda en
nefnir þó meðal þeirra athyglisverð-
ustu að utan Helicopter frá Banda-
ríkjunum, „sjálfsævisöguleg mynd
um ást, rokk og missi“, sem gerist
eftir þyrluslys og er meðal margra
mynda á hátíðinni sem tilnefndar
voru til síðustu Óskarsverðlauna, og
Die Rote Jacke frá Þýskalandi sem
fjallar um ferðalag rauðs jakka milli
tveggja ólíkra heima.
Sýningar á filmu fara fram í Bæj-
arbíói en af myndbandi í Tjarnarbíói
og verða allar dagskrár sýndar tvisv-
ar, svo enginn þarf að missa af neinu.
Þess má geta að stærstu samtök evr-
ópskra kvikmyndahátíða sendir full-
trúa á Stuttmyndadaga að þessu
sinni til að meta hana til inngöngu í
samtökin og að Evrópusambandið
veitir henni fjárstuðning.