Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 B 21
ÞESSI harmleikur í einkalífi leik-arans unga fyrir tæpum áratugvarð til þess að hann dró sig í
hlé frá bæði gjálífi og starfi sínu í
Hollywood. En er tímar liðu náði
hann vopnum sínum og sneri aftur til
leiks sterkari en nokkru sinni, enda
má segja að sem leikari hafi hann lif-
að í skugga eldri bróður síns, Rivers,
sem kominn var í hóp helstu ung-
stirna Bandaríkjanna.
Órói hafði einkennt líf og leikferil
Joaquins Raphaels Phoenix frá upphafi.
Foreldrarnir, John Bottom Amram, var
af spænsk-írskum ættum, og Arlyn
Dunitz Jochebed, ungversk-rússnesk að
uppruna, voru um skeið trúboðar á
vegum umdeilds sértrúarsafnaðar,
Children of God eða Börn Guðs, en í
raun heldur frjálslyndir síðhippar,
sem hvöttu börn sín fimm til að rækta
með sér listræna sköpun af ýmsu
tagi. Joaquin var í miðið af fimm systk-
inum, River og Rain eldri, Liberty og
Summer yngri. Fjölskyldan, sem tók
upp eftirnafnið Phoenix, var á trúboðs-
flakki um Mið- og Suður-Ameríku en
þegar Joaquin var sex ára settust þau
að í Los Angeles, þar sem móðirin,
sem breytt hafði nafni sínu í Heart,
gerðist ritari hjá NBC-sjónvarps-
stöðinni og faðirinn sneri sér að um-
hverfislist.
Til að kóróna nafnaruglið í fjöl-
skyldunni hafði Joaquin ákveðið, þegar
hann var fjögurra ára að aldri að raka
laufum með föður sínum, að hann
vildi bera náttúrunafn eins og systk-
inin og tók upp nafnið Leaf. Undir því
nafni hóf hann leikferil sinn en for-
eldrarnir höfðu fengið börnum sínum
umboðsmann til að útvega þeim leik-
hlutverk. Fyrst í stað voru tækifærin
einkum í sjónvarpsauglýsingum. Það
var River sem fékk alvörubyr í seglin á
undan systkinum sínum og Leaf var
ráðinn í aukahlutverk í tveimur sjón-
varpsverkefnum bróður síns. Frum-
raunin á hvíta tjaldinu var geimgrínið
SpaceCamp (1986) þegar Leaf var 12
ára og fyrsta aðalhlutverkið í kalda-
stríðsgríninu Russkies ári síðar.
Seint á 9. áratugnum ákvað hin
samhenta Phoenix-fjölskylda að flytj-
ast enn einu sinni búferlum og nú til
Flórída. Þar fékk Leaf hlutverk sem
vakti verulega athygli á honum, sem
kvíðasjúkur unglingur í prýðisfjöl-
skyldukómedíu/drama Rons Howard,
Parenthood (1989). Um þetta leyti
komst los á hjónaband foreldranna og
Leaf hætti í leiklistinni í nokkur ár og
ferðaðist um með föður sínum.
Sviplegt lát Rivers árið 1993 olli því,
sem fyrr segir, að Leaf Phoenix dró sig
enn í hlé. En fyrir þrábeiðni vina og
samstarfsmanna lét hann til leiðast
nokkrum mánuðum síðar að taka upp
þráðinn. Hann sneri aftur undir sínu
rétta nafni, Joaquin Phoenix, í hlutverki
óþroskaðs fórnarlambs framadís-
arinnar háskalegu sem Nicole Kidman
túlkaði með eftirminnilegum hætti í
To Die For (1995). Leikstjóri þeirrar
myndar var Gus van Sant, sem unnið
hafði með River í My Own Private
Idaho og Even Cowgirls Get the
Blues. Frammistaða hans í To Die
For ýtti honum fram í sviðsljósið á
ný. Og hann hélt áfram að fá fína
dóma fyrir Inventing the Abbots
(1997), þar sem hann kynntist kær-
ustu sinni næstu þrjú árin, Liv Tyler, og
U-Turn Olivers Stone. Hvorki þessar
myndir né þær næstu, Return to
Paradise (1998) og Clay Pigeons
(1998) slógu í gegn, þótt Phoenix
stæði sig með prýði, ekki síst í dreif-
býlistryllunum U-Turn og Clay Pig-
eons. Næsta mynd, hinn myrki og
brokkgengi krimmi Joels Schumacher, 8
mm (1999) fékk heldur dræmar við-
tökur en Phoenix sýndi þó velþegið lífs-
mark í aukahlutverki klámbúðarloku
miðað við dauðyflislegan leik Nicolas
Cage í aðalhlutverkinu.
Tímamótin á leikferli Joaquins
Phoenix urðu árið 2000 þegar hann fór
á kostum í lymskufullri túlkun á
valdagírugum og spilltum Commod-
usi keisara í sumarsmellinum Glad-
iator, þar sem hann átti í fullu tré við
stjörnuna Russell Crowe. Hann var öllu
geðþekkari en ívið veikari í fremur
vanskrifuðu hlutverki klerks og geð-
sjúkrahússtjóra í Quills, sem fjallaði
um síðustu ár markgreifans de Sade.
Nú um helgina birtist Joaquin Phoen-
ix svo á tjaldinu hérlendis í hlutverki
yngri bróður Mels Gibson í Signs, nýj-
ustu yfirnáttúrulegu spennumynd-
inni frá M. Night Shyamalan, en það hlut-
verk tók hann að sér vegna forfalla
leikarans Marks Ruffalo. Senn hillir svo
undir aðalhlutverk í næstu mynd
meistara Roberts Altman, kómedíunni
Voltage.
Hann er núna 28 ára og hefur alla
burði til að eiga fjölþættan leikferil í
framtíðinni. Viðkvæmnisleg augun
togast á við hörku, ef ekki illsku, sem
býr í skarði í efri vör hans og auðug
en misjöfn lífsreynsla litar alla hans
túlkun. Ef gæfa fylgir gjörvuleika er
við öllu að búast af Joaquin Phoenix.
Phoenix reis úr öskustó
Árni Þórarinsson
SVIPMYND
Hann var að skemmta sér með River bróð-
ur sínum og kærustu hans Samantha
Mathis og systur sinni Rain í næturklúbbn-
um Viper Room í Los Angeles. Skyndilega
féll River í gólfið og lést skömmu síðar af
ofneyslu eiturlyfja. Símtali Joaquins
Phoenix til neyðarlínunnar var útvarpað
og sjónvarpað um öll Bandaríkin í fjöl-
miðlafárinu sem fylgdi á eftir. Engin leik-
frammistaða hans á hvíta tjaldinu, hvorki
fyrr né síðar, hefur vakið jafnmikla athygli
og örvæntingarfull rödd hans þegar hann
reyndi að bjarga bróður sínum.
Joaquin
Phoenixvar alinn
upp sem grænmetisæta og
neitar að klæðast fötum og
búningum sem gerð eru úr
dýraskinnum. Í samræmi við
þá afstöðu þvertók hann eitt
sinn fyrir að vera í leð-
urskóm við ljósmyndatöku.
bíó