Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 B 19 börn Verðlaunaleikur vikunnar Skilafrestur er til sunnudagsins 8. sept. Nöfn vinningshafa verða birt sunnudaginn 15. sept. Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Stúart litli 2 - Vinningshafar Playstation-leikur, bolur, bakpoki, nestisbox og miði fyrir 2 á myndina: Alma G. Huntington-Williams, 9 ára, Brattholt 1, 220 Hafnarfirði. Daði Gautason, 8 ára, Skeljagrandi 9, 107 Reykjavík. Stúart-bolur og miði fyrir 2 á myndina: Berglind Björk Kjartansdóttir, 8 ára, Vallengi 7, 112 Reykjavík. Hjördís Vigfúsdóttir, 9 ára, Viðarrimi 60, 112 Reykjavík. Hrund Jóhannsdóttir, 9 ára, Kjarrvegur 11, 108 Reykjavík. Jón Ragnar Jónsson, 11 ára, Lerkiás 6, 210 Garðabær. Viðar Benónýsson, 6 ára, Nýbýlavegur 20, 860 Hvolsvöllur. Stúart-bakpoki og miði fyrir 2 á myndina: Enok Orri, 5 ára, Sóleyjargata 12, 300 Akranes. Gísli Þór Gunnarsson, 3 ára, Bergsmári 5, 201 Kópavogi. Halldóra Þöll Þorsteinsdóttir, 8 ára, Selvogsgrunn 9, 104 Reykjavík. Helgi Garðar Sigurðsson, 7 ára, Digranesheiði 18, 200 Kópavogi. Róbert Sindri Jónsson, 6 ára, Lerkiás 6, 210 Garðabær. Stúart-nestisbox og miði fyrir 2 á myndina: Ívar Snær Halldórsson, 6 ára, Greniteig 16, 230 Keflavík. Elvar Guðmundsson, 6 ára, Furugrund 42, 200 Kópavogi. Ludvig Árni Guðmundsson, 3 ára, Lundabrekku 4, 200 Kópavogi. Sólveig Ásta Einarsdótiir, 8 ára, Hofgarðar 10, 170 Seltjarnarnesi. Þorkell og Jóhanna Helgabörn, 6 ára og 19 mán., Skeiðarvogi 83, 104 Reykjavík. Halló krakkar!! Pétur og kötturinn Brandur eru mættir á myndbandi með íslensku tali og lenda þeir félagar heldur betur í ævintýrum! Taktu þátt í léttum leik og þú gætir unnið. 10 heppnir krakkar fá þessa skemmtilegu teiknimynd í vinning. Hvað byggja Pétur og Brandur sér til skjóls í snjóbylnum? ( ) Indíánatjald ( ) Sandkastala ( ) Snjóhús Sendið okkur svarið, krakkar! Utanáskriftin er: Barnasíður Moggans - Pétur og Brandur - Kringlunni 1, 103 Reykjavík Pétur og Brandur fara í veiðiferð um miðjan vetur en lenda í byl og þurfa þá að byggja sér snjóhús til að komast í skjól. Til hamingju krakkar! Þið hafið unnið í leiknum um Stúart litla 2! Vinninga má nálgast í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8 og 17. Vinningshafar utan Reykjavíkursvæðisins geta óskað eftir því að fá vinninga senda. Uppl. í síma 569 1324 eða 569 1384. Vinningar óskast sóttir innan mánaðar frá birtingu úrslita. Hér kemur klippimynd númer 2 í leiknum um Benedikt búálf. Þetta er Dídí, en hún fann Benedikt í veggnum heima hjá sér, og þau eru bestu vinir.  EINU sinni var gyllt- ur einhyrningur sem hét Hyrna. Hún átti tvö folöld og þau hétu Gulleyg og Gussi. Þau áttu öll heima á Gull- eyjunni. Eina nótt gerðist eitt hræðilegt, Gull- eygu og Gussa var rænt! Næsta morgun vaknaði Hyrna og sá að Gulleyg og Gussi voru horfin. Hyrna fór strax að leita að þeim og kallaði á þau, en aldrei svöruðu þau. Hún var búin að leita á allri eyjunni, en hún fann þau ekki. Þá ákvað hún að byggja fleka og sigla og leita að þeim. Dag og nótt vann hún að því að búa til stóran og flottan fleka. Loksins eftir eina viku sigldi hún af stað í leit að Gulleygu og Gussa. Fyrsta daginn varð hún svolítið sjóveik en svo batnaði henni af því. Það liðu margar vikur og ekkert ból- aði á landi. Dag einn vaknaði Hyrna við garg. Það var lundi. Lundinn flaug til hennar og settist hjá henni og spurði margra spurninga eins og: Hvað heitirðu? Hvað ertu að gera hérna? Hvar áttu heima? Af hverju ertu úr gulli? Og hún svaraði þeim öll- um. Svo spurði hún hann hvað hann héti og hann svaraði: Lubbi. Má ég hjálpa þér að leita að folöldunum? Auðvitað máttu það, Lubbi. Og þau héldu áfram að sigla. Það var komið langt fram að kveldi og þau voru alveg að sofna þegar þau fundu allt í einu að flekinn stöðvaðist. Hyrna og Lubbi litu bæði upp og það sem þau sáu var LAND! Þau stukku upp á landið og dönsuðu þótt þau væru dauðþreytt. Þau ákváðu að hvílast og halda svo áfram að leita um morg- uninn. Það var liðin nóttin og kominn morgunn. Þau gengu og gengu þar til allt í einu sáu þau MANNSSPOR! Þau fylgdu sporunum dauðhrædd þar til þau komu að búi og þar voru Gull- eyg og Gussi hágrátandi. Þegar þau sáu mömmu sína urðu þau svo glöð að það mætti halda að þau ætluðu að hlaupa í gegnum rimlana. Þau sáu að karlinn var sofandi með lyklana. Lundinn flaug hægt af stað og tók lyklana af honum og kom með þá og lét Hyrnu fá þá og Hyrna opnaði fyrir þeim og þau stukku út dansandi af gleði. En þau höfðu víst allt of hátt af því karlinn vaknaði og fór að öskra á þau og tók upp byssuna sína og fór að elta þau. Þau hlupu alla leið að ströndinni, en þá var flekinn horfinn. En allt í einu tókust þau á loft og þau litu öll upp og þá voru þetta storkar sem voru að hjálpa þeim. Þau rétt sluppu við karlinn áður en hann náði að skjóta. Og fyrr en varir voru þau öll komin heim til sín aftur. Hyrna varð svo glöð að fá þau að hún hélt veislu og allir skemmtu sér vel. Endir Alexandra Sharon Róbertsdóttir 11 ára, Vestmannaeyjum. Gyllti einhyrningurinn Hæ! Ég heiti Jó- hanna Kristín og mig langar til að eignast penna- vinkonur á aldr- inum 9–11 ára. Er sjálf að verða 10 ára í október. Áhugamál mín eru að lesa, fara í sund og spila á píanó. Jóhanna Kristín Einarsdóttir Melgerði 24 200 Kópavogur Hæ, hæ ég heiti Guðbjörg. Ég óska eftir pennavinkonum á aldrinum 8–10 ára. Áhugamál mín eru Andrés Önd, skólinn, dýr, snyrtidót, afmæli, penna- vinkonur og bækur. Mynd á að fylgja fyrsta bréfi ef hægt er. Vonandi fyllist póstkassinn fljótt. Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir Stuðlabergi 92 221 Hafnarfjörður Pennavinkonur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.