Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 B 17 bílar RENAULT kynnti fyrir skemmstu nýj- an Kangoo bíl á al- þjóðlegri sýningu fjórhjóladrifs- og fjölnotabíla. Kangoo break’up er byggður á gamla Kangoo bíln- um en hér er um fjór- hjóladrifsbíl að ræða þar sem öll hönnun snýst um lífsstíl úti- vistarmannsins. Samkvæmt upp- lýsingum frá Renault er bíllinn sérstaklega ætlaður þeim sem leggja stund á æv- intýraferðir og útivist, s.s. fjallahjól- reiðar, skíði eða svifflug, um leið og áfram er lögð áhersla á að hér sé um vænlegan fjölskyldubíl að ræða. Break’up bíllinn er nokkru lengri en hefðbundni Kangoo bíllinn en hef- ur samt sem áður haldið svipuðum aksturseiginleikum. Hann er á 17 tommu álfelgum en vélin er 1,6 lítra, 16 ventla bensínvél sem skilar um 110 hestöflum. Bíllinn er með sídrifi og nokkuð hátt er undir hann, eða 33 cm, þannig að hann hentar vel við Kangoo break’up er með sídrifi. ýmsar erfiðari aðstæður. Hægt er að opna þakið og hlið- arnar þannig að bíllinn hefur hleðslurými á við pallbíll. Þar er því kjörið að koma fyrir skíðum, hjólum eða snjóbrettum. Farþegarýmið er aðskilið hleðslurýminu með raf- magnsstýrðu glerskilrúmi sem hleypir einnig ljósi inn í bílinn. Þá er hægt að fá bílinn með topplúgu. Kangoo break’up þykir þannig sam- eina notagildi og þægindi sem fer vel með aukinni ásókn fólks í útivist og ævintýramennsku af ýmsu tagi. Hægt er að opna þak og hliðar bílsins. Kangoo break’up 4x4 JÓN Páll Ásgeirsson fékk nýlega óvæntan glaðning frá Heklu. Jón Páll hafði fest kaup á Volkswagen Golf, þeim fimmþúsundasta sem skráður er hér á landi. Bifreiðin er afmælisútgáfa Volkswagen Golf, búin sóllúgu, álfelgum og með sportinnréttingu. Í tilefni þessa ákvað Hekla að bjóða Jóni Páli ferð fyrir tvo með Flugleiðum til Frank- furt í Þýskalandi. Þaðan gefst Jóni Páli meðal annars færi á heimsókn til Wolfsburg þar sem ein af verk- smiðjum Volkswagen er staðsett sem og bílaborg Volkswagen sem nefnd hefur verið Autostadt. Volkswagen Golf hefur verið seldur á Íslandi frá árinu 1974 og hefur alla tíð notið mikilla vinsælda hérlendis. Hekla hefur frá árinu 1952 flutt Volkswagen til Íslands og er á meðal elstu starfandi um- boðsaðila Volkswagen í Evrópu. Á þessu tímbili hefur Hekla selt um 35.000 Volkswagen bifreiðar til Ís- lendinga. Fimmþúsund- asti Golfinn Jón Páll Ásgeirsson tekur við lyklum að nýjum Volkswagen Golf af Marinó Björnssyni, sölustjóra Volkswagen á Íslandi. Bifreiðin er númer 5.000 af þess- ari gerð sem skráð er á göturnar. Með þeim á myndinni er Jón Trausti Ólafsson, kynningar- & blaðafulltrúi Heklu.                                    Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð TÓMSTUNDANÁM - ER ÞETTA EKKI EITTHVAÐ FYRIR ÞIG? Stutt tölvunámskeið fyrir eldri borgara Um er að ræða hnitmiðað námskeið til að gera eldra fólki kleift að bjarga sér m.a. á veraldarvefnum. Kennt verður tvisvar í viku, einn klukkutíma í senn í sex vikur. Kennari Monika Baldursdóttir tölvukennari við MH. Takmarkaður nemendafjöldi. Framburðarnámskeið í ensku Á námskeiðinu er farið í ýmis hagnýt atriði í enskum framburði svo sem eins og framburð tiltekinna hljóða sem Íslendingum eru ekki töm, eðli ensks hljómfalls samanborið við íslensku og helstu einkenni íslensks framburðar á ensku og hvernig megi draga úr þeim. Öll námskeiðsgögn eru innifalin í verði þar á meðal æfingahefti og hljóðsnælda. Kennt verður tvisvar í viku, tvo klukkutíma í senn í tvær og hálfa viku. Kennari er Guðmundur Edgardsson, enskukennari við MH og Endurmenntunarstofnun HÍ. Takmarkaður nemendafjöldi. Námskeið í stærðfræði fyrir foreldra grunnskólanema Námskeiðið er ætlað foreldrum nemenda í 9. og 10. bekk grunnskólans. Farið verður í helstu reikningsaðgerðir og viðfangsefni fyrir grunnskólapróf í stærðfræði. Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í sex vikur. Kennarinn Jóhann Ingólfsson,hefur bæði kennt í efstu bekkjum grunnskólans og m.a. byrjunaráfanga í stærðfræði við MH. Takmarkaður nemendafjöldi. Er þetta stærðfræði? Fjórir alþýðlegir fyrirlestrar um stærðfræðileg efni: 1. vika: Endaleysan afhjúpuð, 2. vika: Blóm og býflugur, 3. vika: Ferðamenn og landkönnuðir, 4. vika: Lyklar og leyndarmál. Kennari Lárus H. Bjarnason, stærðfræðingur og rektor MH. Stutt námskeið í japönsku og rússnesku. Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í fimm vikur. Takmarkaður nemendafjöldi. Innritun er hafin í eftirfarandi tómstundanámskeið á vegum Öldungadeildar MH. Kennsla hefst fimmtudaginn 5. september nk. Innritað er í síma 595 5207 milli kl. 9:00 og 18:00. Gert er ráð fyrir að námskeiðsgjald sé greitt við innritun. Einnig er hægt að innrita sig í gegnum vefinn. Sjá nánar í Fréttapésa öldunga á heimasíðu skólans. Slóðin er; www. mh.is Rektor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.