Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTÚRUFAR Breiða-fjarðareyja er sér-stakt og fjölbreytilegt.Einstakt á sinn hátt.Á göngu um eyjarnar að sumarlagi mega augun helst ekki hvarfla frá næsta skrefi, því þá gæti egg eða ungi lent undir skónum. Óteljandi eyjarnar og skerin iða af lífi, sérstaklega frá vori og frameftir sumri, en æð- arfugl, lundi, teista og toppskarfur eru einkennisfuglar eyjanna. Þarna er ennfremur fjöldi annarra fugla- tegunda, flestar algengustu mó- fuglategundir landsins, mávager, ýmsar andategundir og grágæsir auk þess sem í Breiðafjarðareyjum eru varpstöðvar tveggja af sjald- gæfustu fuglum landsins, hafarnar og þórshana. Á sumrin er einnig mannfólkið á ferð, en margar eyjanna eru nytj- aðar, einkum æðarvörpin. Á stöku stað er lundi einnig veiddur. Á vetrum þagnar fuglakórinn. Stöku mávur eða hrafn flögrar um, en æðarflotarnir hafa dregið sig í hópa inni í fjörðum. Í staðinn fyrir fugla- kórinn gnauða kaldir vetrarvindar. Þarna er þó meira líf heldur en augað nemur í fljótu bragði. Fjaran er aldrei dauð með öllu sínu smá- dýralífi og stöku tildra eða send- lingur tínir úr fjöruborðinu. Í Flatey er mannfólk allan ársins hring og á vetrum kallar það á snjótittlingahópa. Í Flatey halda einnig til branduglur á vetrum. Einnig í Hvallátrum. Í Hvallátrum hafa gömul útihús fengið að hanga uppi vegna þess að vorið sem átti Stelkar gelta um alla móa í öllum eyjum… Hér eru á ferð rauðbrystingar, sem eru fargestir í eyjunum á leið til hánorðlægra varpstöðva fyrir vestan haf. Krían er áberandi í eyjunum. Gríðarleg æðarvörp eru um allar Breiðafjarðareyjar. Iðandi lífríki Br Náttúrufar og mannlíf Vestmannaeyja er á margan hátt sérstætt og því hefur Sigurgeir Jónasson gert góð skil með ljósmyndum sínum um langt árabil. Sigurgeir situr þó aldrei sem fastast í Eyjum öllum stundum og fer iðulega út fyrir sitt fastaland. Hann var til að mynda í Breiðafjarðareyjum fyrr í sumar og ljósmynd- aði á eftirminnilegan hátt náttúrulíf þeirra slóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.