Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó HINN nýi Spielberg? Hinnnýi Hitchcock? Speking-arnir í Hollywood erufyrir löngu byrjaðir að klína slíkum samlíkingum á M. Night Shyamalan. En þessi ind- versk-ameríski leikstjóri og hand- ritshöfundur stendur alveg einn og óstuddur af öðrum. Þótt hvorug samlíkingin sé alveg út í hött grein- ir Shyamalan sig frá báðum þessum kóngum með ýmsum hætti. Til að byrja með semur hann, öfugt við Spielberg og Hitchcock, sín handrit sjálfur. Eins og Spielberg í verkum á borð við E.T., A.I. og Minority Report fjallar Shyamalan um mannlegt eðli, kenndir, breyskleika, þrár, undir yfirskini alþýðlegrar af- þreyingar, spennumynda með ívafi fantasíu. En myndir Shyamalans eru ekki aðeins persónulegri en Spielbergs heldur hnitmiðaðri, þétt- ari, ekki eins tilfinningasamar, jafn- vel kaldari, skyggnast dýpra og snúa aftur með óvæntari lausnir. Þær reiða sig einnig meira á lág- stemmdari, einfaldari, lúmskari frá- sögn, minna á tæknilegar kúnstir. Virðing fyrir hefðbundinni fagmennsku Shyamalan er að þessu leyti mun tengdari meistara Hitchcock. „Mér finnst ég eiga meira sameiginlegt með kvikmyndagerð fortíðarinnar en nútíðarinnar,“ hefur hann stað- fest og bætir við: „Tölvuklippitækn- in hefur valdið því að kvikmynda- gerð hefur glatað hinni hefðbundnu, öguðu fagmennsku. Menn hugsa með sér: Við finnum út úr þessu eft- irá.“ Sjálfur vinnur hann geysilega nákvæma forvinnu áður en tökur hefjast og teiknar upp hvert skot eins og hann sér það fyrir sér. Til þess notar hann aldrei tölvu heldur einfaldlega blýant, blað og strok- leður. Eins og hjá Hitchcock felst spennan í myndum Shyamalans í því að halda lengi aftur af sér, nota þögnina, kyrrðina, bæði á hljóðrás og myndfleti, fresta tökuhreyfing- um, spara klippingu, beita meðölum myndmálsins til að hámarka óör- yggi áhorfandans, ekki til þess að æra hann með látum og hávaða. Og hann geymir sem lengst að sýna áhorfandanum ógnvaldinn. Þess má einnig geta að rétt eins og Hitch- cock hefur Shyamalan komið sjálfur fram í mýflugumynd í myndum sín- um og í Signs gengur hann lengra og leikur allstórt hlutverk Rays Reddy, nágranna aðalpersónunnar. Framleiðandi Signs, Kathleen Kennedy, segir: „Hugmyndin er sú að ímyndunaraflið geti framkallað miklu meira en það sem matað er ofan í áhorfandann. Núna, þegar við erum altekin þeirri vissu að tæknin geti framkvæmt hvað sem er, gerir Night kvikmyndir þar sem sagan er í aðalhlutverki.“ Hún bætir við: „Margir kvik- myndagerðarmenn nútímans sem tala um að þeir „brjóti reglurnar“ vita ekki einu sinni hverjar regl- urnar eru... Night, sem er aðeins 31 árs að aldri, nálgast sínar kvik- myndir af algjörri virðingu fyrir því hvernig kvikmyndagerðarmenn for- tíðarinnar byggðu upp sögur sínar.“ M. Night Shyamalan hefur sagt að helstu áhrifavaldar Signs séu In- vasion of the Body Snatchers eftir Don Siegel, Night of the Living Dead eftir George Romero og síð- ast en ekki síst The Birds eftir Hitchcock. Eins og fyrstnefnda myndin fjallar Signs um hugsanlega innrás utanúr geimnum – eða, svo tvíræðari merking fái notið sín, inn- an úr skelfdum mannshuganum. Eins og sú næstnefnda gerist hún í bandarísku dreifbýli þar sem ógnir Myndin Indverskur Hitchcock í amerískri sveit: Shyamalan leikstýrir á akrinum. TEIKN eru á lofti um að honum hafi tekist það í þriðja sinn. Teikn eða Signs, nýi „yfirnáttúrulegi“ tryllirinn frá M. Night utanaðkomandi verur eða dulmögn skapi þær sérkennilegu, risastóru hringamyndanir sem komið hafa fram á akurlendi AKURHRINGIRNIR svokölluðu,sem M. Night Shyamalan notarsem myndlíkingu fyrir innri togstreitu og baráttu aðalpersón- unnar í Signs, eru, eins og margir vita, staðreynd, raunveruleiki. En eru fyr- irbærin til orðin af náttúrulegum or- sökum eða yfirnáttúrulegum? Eru þau eins konar umhverfislistaverk, gerð af mannavöldum, annaðhvort prakkaraskap eða listrænni sköp- unarþrá? Eða eru þau teikn um verk- legar framkvæmdir geimvera hér á jörðu niðri? Lendingarpallar fljúgandi furðuhluta? Skilaboð að ofan? Stað- festing á starfi yfirskilvitlegra krafta? Eða til marks um virkni einhverra náttúruafla sem við þekkjum ekki enn? Því fer víðsfjarri að menn séu sammála um einhverja eina af þess- um hugsanlegu skýringum. Og trúlega þess vegna eru þessi fallegu og oft flóknu og margbrotnu munstur á ak- urlendum víða um lönd jafn dularfull og spennandi og raun ber vitni. Næturgestir á akrinum Í Bretlandi hafa bændur orðið varir við hringamyndanir af einfaldara tag- inu á ekrum sínum í margar kynslóðir. Þær virtust verða til á einni sum- arnóttu á ökrum ýmissa korntegunda, eins og hveitis, rúgs og hafra. Plönt- urnar höfðu flast út, stilkirnir bognir en ekki brotnir og skáru þannig út mynstur í akurinn. Það var þó ekki fyrr en á 8. áratugnum að fyrirbærin urðu tiltölulega áberandi og á þeim 9. tóku breskir fjölmiðlar að fjalla um þau. Þá fóru að berast fréttir víðar að úr heiminum um sambærileg fyr- irbæri í öðrum löndum, eins og Ástr- alíu, Suður-Afríku, Kína, Rússlandi og mörgum öðrum, gjarnan í grennd við forna helgistaði. Flest urðu fyrirbærin þó áfram í Bretlandi, einkum í Wilts- hire, þar sem eru margir og mikilvægir fornir helgistaðir, þ. á m. í Stonehenge, Avebury, Silbury Hill og greftr- unarstaðir eins og West Kennet Long Barrow. Enn þann dag í dag birtast yf- ir 100 ný akurmunstur árlega, á tíma- bilinu apríl til ágústloka, á Suður- Englandi og hafa orðið æ margbrotn- ari og umfangsmeiri, geómetrískar myndir og form. Til dæmis birtist í ágúst í fyrra í Milk Hill í Wiltshire munstur með 409 hringum yfir fimm hektara akursvæði og um 243 metrar að þvermáli. Gerðir af meistara höndum Hver er að teikna á jörðina með þessum hætti? Eitt af þeim gögnum sem lögð hafa verið fram í umræðum um þetta atriði eru myndbands- upptökur sem sýna litla hvíta ljós- hnetti umhverfis akurhringi, sumar teknar á hábjörtum dögum og eru þessir hnettir sagðir hreyfast mark- visst. Vísindaleg skýring á þessu hef- ur látið á sér standa. Vísindamenn hafa rannsakað sýnishorn af plöntum úr slíkum munstrum. Bandarískur líf- eðlisfræðingur, dr. William Levengood, hefur til dæmis í rannsóknum sínum komið með þá tilgátu að einhvers kon- ar örbylgjuorka hafi áhrif á hring- amyndanir. Aðrir hafa nefnt til litla skýstrokka eða hvirfilvindi. Hvað sem slíkum rannsóknum líður, en þær standa enn yfir, urðu ákveðin tímamót í akurhringafræðum árið 1991. Þá stigu fram í sviðsljósið tveir Englendingar, Doug Bower og Dave Chorley, og kváðust bera ábyrgð á hringamyndunum á ökrum síðustu tvo áratugina; þeir hafi unnið verk sín að næturlagi og notað planka. Þeir fé- lagar sviptu af sér hulunni þegar breskur veðurfræðingur, Terrence Meaden, hafði reynt að skýra tilurð hringanna á náttúrufræðilegan hátt, þ.e. sem afleiðingar skýstrokka. Sporgöngumennirnir Á þessum punkti skarst fyrst veru- lega í odda með þeim þremur helstu fylkingum sem láta sig fyrirbærin mest varða, vísindamönnum, um- hverfislistamönnum og þeim sem halda fast við trú á hið yfirnáttúrulega eða yfirskilvitlega, ókunn öfl, jafnvel utanúr geimnum. Þeir síðastnefndu telja algjörlega útilokað að mannshöndin hafi getað skapað stærstu og flóknustu hringina. En þeir eru líka til sem telja sig geta sannað að svo sé, einfaldlega vegna þess að þeir hafi sjálfir gert hringina. Þar er fremstur í flokki John nokkur Lundberg, grafískur hönnuður í Lond- on, sem fer fyrir þriggja manna hópi sem kallar sig Circlemakers eða Hringgerðarmenn. Hann segir að frumkvöðullinn Doug Bower sé „mesti listamaður 20. aldarinnar“. Bower hafi „fært út landamæri listsköpunar, opnað nýjar dyr og unnið fyrir utan hefðbundna listmiðla.“ Circlemakers eru því sporgöngumenn inná ak- urlendin og fremja þar list sína sem Lundberg flokkar undir konseptlist eða hugmyndalist. Hann tel- ur að þrír til fjórir virkir ak- urlistahópar séu starfandi á Bretlandi um þessar mundir, auk fjölda smærri hópa sem geri einn til tvo hringi á ári, meira eða minna sér til skemmtunar. Circlemakers taka hins vegar listgreinina alvarlega og vinna með leynd í skjóli nætur, en þeir hafa einnig gert hringi eftir pönt- un, eins og nú í júlí þegar þeir gerðu hring, 46 metra að þvermáli, fyrir sjónvarps- stöðina The History Channel. Lundberg segir að áhugaverðasti þátturinn í hringagerðinni sé ekki út- færslan á mynstrinu, heldur allar þær þjóðsagnir sem spretta upp í kringum verkin. Hann segir að markmið ak- urlistarinnar núna sé að sýna fram á að unnt sé að gera æ stærri og flókn- ari mynstur með mannshöndinni til að slá vopnin jafnt úr höndum nátt- úrufræðinganna sem „yfirnátt- úrufræðinganna“. Colin Andrews heitir rafeindaverk- fræðingur í Bretlandi sem hefur kynnt sér akurhringina árum saman. Hann kveðst í fyrstu hafa talið að þeir væru náttúrufyrirbæri sem ætti sér eðl- isfræðilegar skýringar. Nú telur hann að um 80% af hringunum á Englandi séu af mannavöldum. En hvað um hin 20%? „Til eru munstur sem eru allt að þrírfjórðu úr mílu að þvermáli,“ segir hann. „Því mikilfenglegri sem munstrin eru þeim mun ósennilegra er að fólk geti skapað þau á stuttri sumarnóttu.“ Meira segist hann ekki vita. En Lundberg kveðst vita meira. Hann segir að Andrews segi þetta vegna þess að hann hafi sjálfur aldrei gert akurhring. Það eina sem til þurfi sé vel skipulagður hópur tíu manna, sem eru bæði sterkir og taugasterkir. „Þetta er í rauninni afar taugatrekkj- andi vinna,“ segir Lundberg. „Því stærri hópur sem er að verki á akr- inum þeim mun meiri martröð er að samhæfa hann.“ Circlemakers verja allt að einni viku í verkið, undirbúning, formun mynst- ursins, gerð uppdrátta með rétt mældum hlutföllum, merktri verk- miðju og svo í framkvæmdina sjálfa, sem, eins og áður segir, fer fram að næturþeli. Hvernig er framkvæmdin? Tökum dæmi af kvikmyndagerð- armönnunum hans M. Nights Shyam- alan. Þeir gerðu akurmunstrin í Signs á maísakri, ekki í hveiti, rúg eða höfr- um, eins og algengast er á Bretlandi. Ástæðan var sú að maísinn þjónaði betur spennumögnun sögunnar þar sem hann er hærri og trúverðugra að persónurnar villist og týnist í eins konar völundarhúsi á akrinum. Með aðstoð kennara á landbúnaðarskól- anum þar sem tökur fóru fram náði kvikmyndagerðarfólkið góðum vexti í maísinn. Munstrið byggðu þeir að hluta á fyrirliggjandi myndum af ak- urhringjum en útfærðu það með sér- stökum hætti til að þjóna sögunni. Verkið sjálft framkvæmdu þeir svo með sömu meginaðferð og bresku umhverfislistamennirnir, verkfærin einföld, reipi, plankar og stigi. En maísinn reyndist erfiðari viðfangs en t.d. hveitið. Larry Fulton, höfundur leikmyndarinnar í Signs segir: „Í hveitinu skilur traktorinn eftir sig slóð inná akurinn og síðan er plankinn lagður á jörðina og menn ganga með hann í hring. Maísinn hins vegar er átta fet á hæð og mjög sterkur; hann fellur ekki, brotnar ekki og bognar ekki fallega.“ Því þurfti að beita annarri að- Raunveruleikinn: Akurhringir af einfaldara tagi. Raunveruleikinn: Þetta mynstur birtist á hveiti- akri í Tyhee í Idaho laugardaginn 3. ágúst sl., kvöldið eftir frumsýningu Signs vestra. Myndlíkingin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.