Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 B 23
bíó
Vetrartíminn er kominn
Smáralind — opið alla virka daga kl. 11:00—
9:00 og einnig er opið um helgar. Skrifstofur
VÍS í útibúum Landsbankans á Höfn í Horna-
firði og í Ólafsvík eru opnar frá kl. 9:15—16:00.
Sími 560 5000 í þjónustuveri VÍS er opinn
frá kl. 8:00—19:00 alla virka daga.
Skrifstofur VÍS eru opnar frá kl. 9—17 alla virka daga í vetur.
Ármúla 3 · 108 Reykjavík
Þjónustuver 560 5000 · upplysingar@vis.is · www.vis.is
þar sem tryggingar snúast um fólk
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
5
2
3
2
steðja að friðsælu hversdagsfólki.
Og eins og í þeirri þriðju myndast
eins konar umsátursástand um hí-
býli aðalpersónunnar á hápunkti
sögunnar.
Þessi aðalpersóna er Graham
Hess (Mel Gibson). Hann missti
eiginkonu sína fyrir þremur árum
og syrgir hana enn. Þá var hann
prestur við mótmælendakirkju en
glataði trúnni á Guð á einni nóttu.
Nú býr hann á bóndabæ með yngri
bróður sínum (Joaquin Phoenix),
ungum syni og dóttur.
Lífsviðhorfum hans og heimssýn
er snúið á hvolf þegar einn góðan
veðurdag birtast á akri hans stór-
fenglegar hringamyndanir, sem
ekki eiga sér augljósar, „eðlilegar“
eða „náttúrulegar“ skýringar. Eða
hvað?
Í Signs notar Shyamalan hring-
amyndanirnar, sem eins og kunnugt
er eiga sér samsvörun á ekrum víða
um lönd, ekki aðeins sem útgangs-
punkt fyrir spennumögnun heldur
eru þær myndlíking fyrir leit Hess
að trúnni sem hann glataði. Leik-
stjórinn fór að velta þessu viðfangs-
efni fyrir sér þegar hann var við
eftirvinnslu á Unbreakable. Hann
segist gera þær kröfur til efnishug-
mynda að þær „hafi merkingu,
spennu, tilfinningalegt inntak og
mannúð. Þær þurfa að hafa sam-
mannleg skilaboð sem allir geta
meðtekið, hvort heldur þeir eru í
Indlandi, Japan eða Fíladelfíu.“
Eitt af því sem heillaði hann við
hugmyndina að Signs var aðdrátt-
arafl akurhringanna, „fegurð
þeirra, mikilfengleiki og dulmögn-
un. Þeir eru í rauninni aðeins stökk-
pallur fyrir söguna en sem fyrir-
bæri hafa þeir ávallt heillað mig.“
Opnið augun
gagnvart umhverfinu
Kennedy framleiðandi segir:
„Menn hafa velt vöngum yfir því
hvort þessi teikn væru gerð af ein-
hverjum prökkurum eða af völdum
afla utanúr geimnum. Það var hin
upprunalega hugmynd Nights að
tengja þetta við aðalpersónu sem
augljóslega á í stríði við innri
djöfla.“
Eins og fyrri myndir hans, Sjötta
skilningarvitið og Óbrjótandi, er
Teikn um venjulegt fólk sem tekst á
við tilfinningalegt uppgjör and-
spænis yfirskilvitlegum atburðum.
„Fyrir mig er hið yfirskilvitlega æv-
inlega myndlíking fyrir mannlega
sögu. Það þjónar sem mælikvarði á
styrk fólks, úr hverju það er gert og
hvað það þarf að tjá ástvinum sín-
um.“
Um þetta eðli mynda Shyamalans
segir annar framleiðandi Signs,
Frank Marshall: „Þegar fólk horfði
á Sjötta skilningarvitið sá það fyrst
kvikmynd um afturgöngur, en í
annarri umferð uppgötvar það í
ljósi þess sem það veit þá, að í
grunninum er myndin ástarsaga.
Sama gildir um Teikn – myndin er
vissulega vísindaskáldskapur en
einnig alvarlegt drama um trú og
andans mál. Hún er raunverulega
um mannlegar tilfinningar sem
vakna af völdum yfirskilvitlegs at-
burðar.“ „Titillinn Signs – Teikn –
vísar til ólíkra efnislaga sögunnar,“
segir höfundurinn. „Hann hefur
tvenns konar merkingu. Sú fyrri er
akurteiknin sem persónurnar finna
í umhverfi sínu og þau sem sjást
víðsvegar um veröldina. Hin merk-
ingin er trúarleg teikn að ofan.“
Marshall segir: „Titilinn má
skilja sem merki um að fólk eigi að
opna augun. Persónan Graham er í
upphafi myndarinnar lokuð, ófær
um að takast á við veruleikann.
Fjölskyldu hans vegnar ekki sér-
lega vel. Og því er það hluti af boð-
skap myndarinnar, að ég held, að
hvetja fólk til að opna augun gagn-
vart því sem er í kringum okkur og
þá munu svörin blasa við.“
Heimatilbúin
kvikmyndagerð
M. Night Shyamalan kýs helst að
vinna að kvikmyndum eins nálægt
heimili sínu og unnt er. Hann býr í
Bucks County, nálægt Fíladelfíu;
þar lætur hann sögu Signs einmitt
gerast og þar var hún að mestu
leyti tekin. Hann hafði skýra mynd
af því í huganum hvernig bóndabær
Hess-fjölskyldunnar ætti að líta út
en slíkur bær fannst hins vegar
ekki í Bucks County. Hann var því
byggður í heild sinni. Á þessum
slóðum eru dæmigerðir bóndabæir
úr múrsteini, en Shyamalan hafði
séð fyrir sér hús í amerískum, got-
neskum stíl, ekki ósvipað heimili
Bates-mæðginanna í Psycho eftir
Hitchcock. Leikmyndahöfundurinn
Larry Fulton byggði því hús í stíl
sem var dálítið viktoríanskur og síð-
an léku þeir Shyamalan sér að því
að hlaða sjónrænum táknum inn í
leikmyndina, einkum trúarlegum,
eins og sjá má á veggfóðri eldhúss-
ins, krossum á hurðum og þess
háttar.
Ekrurnar, þar sem hringamynd-
anirnar verða til, urðu einnig að
vera raunverulegar, ekki gerðar í
tölvum. Þær fundust á öðrum stað í
Bucks County, á lendum landbún-
aðarskólans Delaware Valley Col-
lege. Hvernig kvikmyndagerðar-
mennirnir gerðu svo hringina má
lesa um í annarri grein hér á opn-
unni. Og spyrja má: Úr því flinkir
fagmenn frá Hollywood geta skapað
slík teikn án tæknibrellna hvað er
þá yfirskilvitlegt við þau?
Það er hins vegar ekkert yfirskil-
vitlegt við yfirgengilega aðsókn,
sem Teikn M. Nights Shyamalans
hafa fengið vestra. Hún er teikn um
hæfileika leikstjóra sem er meðal
þeirra merkilegustu í Bandaríkjun-
um nú um stundir og fer sjálfur að
verða viðmiðun eins og Hitchcock
og Spielberg.
Hver verður hinn nýi
Shyamalan?
Furðurnar kannaðar: Graham Hess (Mel Gibson), sonur
hans Morgan, dóttirin Bo og bróðirinn Merrill.
Akurhringirnir í Signs: Birtast einn góðan veðurdag fyrir
framan bóndabæ Hess-fjölskyldunnar.
Mel Gibson: Fyrrverandi Guðsmaður í
andlegri kreppu.
Shyamalan hefur fengið framúrskarandi viðtökur, ekki síður en Sjötta skilningarvitið og Óbrjótandi. Teikn eru á jörðu í myndinni um að
víða um heim. Hvað tákna þessi teikn á lofti og jörðu? spyr Árni Þórarinsson í tilefni af frumsýningu Signs hérlendis um helgina.
ferð. Fyrir hundrað feta hring var not-
að fimmtíu feta langt reipi út frá miðju
akursins og svo þrömmuðu menn
með hana bundna við staur til að búa
til radíus hringsins. Einn maður fór
fremstur en fleiri komu á eftir og
þrýstu plöntunum niður með plönk-
um, þremur til fjórum stilkum í einu.
„Það tók okkur nokkrar klukkustundir
að gera hringina,“ segir Fulton.
Gróðavænlegt samsæri?
Þetta virðist því vel framkvæm-
anlegt. En þeir eru fjölmargir áhuga-
mennirnir um furðuleg fyrirbæri sem
ekki kaupa slíkt. Sumir eru einfaldlega
opnir fyrir öðrum möguleikum varð-
andi flóknari hringina, aðrir kalla
hringagerðarmenn svindlara og lyg-
ara, jafnvel útsendara leyniþjónusta
sem eiga að fela hið rétta eðli fyr-
irbæranna.
Allt veldur þetta miklum og vaxandi
áhuga. Bændur njóta góðs af því
ferðamenn heimsækja akrana í hrönn-
um. Að sögn Lundgrens hjá Circlema-
kers afla akurhringirnir í Wiltshire hér-
aðinu milljóna punda á hverju ári.
Sumir ferðamenn koma af öðrum
hvötum en einskærri forvitni og telja
að frá hringunum stafi orka; þeir sjást
þar í hugleiðslu, á bæn og fremjandi
helgiathafnir. „Árið 1996 myndaðist
hringur nálægt Stonehenge,“ segir
Lundberg. „Bóndinn á staðnum setti
upp söluskála og krafðist aðgangs-
eyris. Á fjórum vikum hafði hann
grætt 30 þúsund pund. Fyrir korn-
uppskeruna hefði hann trúlega fengið
um 150 pund.“
Þegar Lundberg er spurður hvort
hann telji að allar hringamyndanir á
ökrum jarðarinnar séu af mannavöld-
um svarar hann: „Mér er alveg sama.
Ég hef opinn huga. Best væri ef fólk
liti á hringina sem listaverk. En mín
vegna getur hver sem er trúað hverju
sem er ef hringirnir eru vel gerðir og
vel hannaðir.“ Núna, þegar kvikmynd-
in Signs fer eins og eldur um akra
heimsins, er almennur áhugi á þess-
um fyrirbærum hraðvaxandi. Í upp-
siglingu eru fjöldi bóka, kvikmynda og
sjónvarpsþátta um efnið. Þegar eru
tilbúnar tvær heimildarmyndir, Crop
Circles: Quest for Truth eftir William
Gazecki, sem frumsýnd er um þessar
mundir, og A Place to Stay eftir Mar-
cus Thompson. Nýjar bækur eru m.a.
Crop Circles: Exploring the Designs &
Mysteries eftir Werner Anderhub og
Hans Peter Roth og The Deepening
Complexity of Crop Circles: Scientific
Research and Urban Legends eftir
Eltjo H. Haselhoff.
Áhugasamir geta einnig leitað fyrir
sér á vefslóðum á borð við:
www.cropcircleconnector.com/
index2.html,
www.circlemakers.org,
og www.cropcirclequest.com.
Og ef menn leita áfram má líta svo
á að akurhringirnir séu orðin teikn í
þeirra lífi rétt eins og persónanna í
Signs, myndlíking fyrir forvitni þeirra,
fróðleiksfýsn, ef ekki þörf þeirra fyrir
trú.
Fjölbreytni: Munstrin á ökrunum geta verið með ýmsum hætti.